Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 12. janúar 1989 „Við viðurkennum vanmátt okkar gagnvart mat, og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi.“ Svo hljóðar játning meðlima O.A. samtakanna sem starfrækt hafa verið á íslandi í sex ár. O.A. eru samtök fólks sem á við átvandamál að stríða. Ekki er eingöngu um offitusjúkl- inga að ræða, eins margir virðast halda, þegar samtökin ber á góma. Meðlimir berjast við matarlystina hver á sínu sviði. Allir eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tíma misst stjórn á matarvenjum og flokk- ast því undir skilgreininguna „átvagl“. O.A. samtökin standa fyrir viku- legum fundum þar sem meðlimir segja hver öðrum átsögur af sjálfum sér og öðrum og leita stuðnings hver hjá öðrum. Meðlimir segja tilfinn- ingalega bælingu vera eina megin- orsök vandans og vilja líkja þessu við áfengissýki. Markmiðið er að flytja átvöglum sem enn þjást, boð- skapinn og hjálpa þeim til að komast fyrir vandann og verða þar með óvirk átvögl. Samtökin „Overeaters anonym- ous“ samtök fólks sem á við átvanda- mál að stríða eiga rætur sínar að rekja til Bandaríkjanna. Fyrir sex árum tóku OA-samtökin, eins og þau eru kölluð, til starfa hér á landi. Stofnendur voru 40 manns. Þessi samtök eru uppbyggð eins og AA- samtökin og starfa eftir sömu for- skrift og þau. „Samtökin nýtast öllum þeim er eiga við einhvers konar átvandamál að stríða. Þessir átsjúkdómar eru margvíslegir. Til dæmis anorexia sem er sjúkleg megrunarárátta og bulimia sem er ofát samfara upp- köstum. Þetta eru aðeins tvær grein- ar af sama meiði,“ sagði einn með- lima OA samtakanna sem Tíminn ræddi við í gær. „Tilfinningalega og félagslega er sjúkdómurinn sambærilegur við áfengissýki. Fólk í ofáti er þó fært um að aka bíl og líkurnar á ofbeldis- hneigð eru ekki jafn miklar og áfengissjúklinga. Þeir sem haldnir eru hömlulausu ofáti læknast ekki þó þeir nái kjörþyngd. Þeir verða í raun óvirkir ofátssjúklingar, við köllum það „fráhald" sagði þessi sami meðlimur. Hann benti jafnframt á að sjúk- dómnum þyrfti ekki endilega að fylgja offita. „Borði sjúklingurinn ákveðnar fæðutegundir eins og sykur, hvítt hveiti og fitu, missir hann alla stjórn á átinu og borðar allt of mikið. Þessi sjúklingur getur þó verið grannur og borðað mjög holla fæðu þess á milli. Þetta er í raun ný afstaða gagnvart þessu vandamáli. Afstaða sem fólk almennt ekki þekkir." Hann sagði samtökin ekki vera megrunarsamtök heldur þyrftu sjúklingarnir að endurskoða allt sitt lífsviðhorf og koma reglu á daglegt líf. Byggt er á tólf reynslusporum og erfðavenjum, sambærilegum við reynsluspor og erfðavenjur AA sam- takanna. Reynslusporin eru lesin við upphaf hvers fundar auk inn- gangsorða og æðruleysisbænar. Reynslusporin byggja að miklu leyti á vísunum í trúarlíf, en eins og einn meðlimur samtakanna sagði „þá er hverjum frjálst að túlka guðshug- myndina á sinn eigin hátt og leggja þann skilning er honum þóknast í það hvað guð er“. Þá er orðið látið ganga og hver fundargesta tjáir sig um sína reynslu og eigin tilfinningar varðandi mál- efnið. í lokaorðum sem lesin eru auk faðirvorsins í lok hvers fundar segir að deildirnar eigi sér aðeins eitt markmið en það er að „flytja átvögl- um sem enn þjást boðskap samtak- anna“. I OA eru engar félagaskrár né félagsgjöld. Hver deild er fjárhags- lega sjálfstæð, rekin af frjálsum framlögúm meðlimanna. Starfið gengur út á að meðlimir tileinki sér reynslusporin tólf, mæti reglulega á fundi og haldi stöðugu sambandi við aðra meðlimi samtakanna. jkb Sameignarfélagið Samland til þjónustu kaupfélags- manna á N-Austurlandi: Lægra voru- verð Kaupfélögin á N-Austurlandi stofnuðu um áramótin sameignarfé- lagið Samland til að annast hag- stæðari innkaup á almennri mat- vöru, hreinlætisvöru og fleiri vöru- flokkum í umboði kaupfélaganna í þessum landshluta. Að sögn Magn- úsar Gauta Gautasonar, verðandi kaupfélagsstjóra KEA á Akureyri, er ekki um að ræða samkeppni við Verslunardeild Sambandsins, heldur hreina útvíkkun á starfsemi Birgða- stöðvar KEA. Helsta útvíkkunin er sú að nú eru Kaupfélag Þingeyinga og Kaupfélag Langnesinga eignar- aðilar með KEA, en Kaupfélag Norður-Þingeyinga er í samstarfi án þess að vera eignaraðili. Samland var stofnað fyrir rúmri viku með það fyrir augum að reyna að ná betri og hagstæðari innkaupum en hægt hefur verið til þessa. „Þetta á að koma neytendum til góða og það er markmiðið," sagði Magnús Gauti. „Hvað Verslunardeild Sambands- ins varðar, þá höfum við gert þeim grein fyrir starfseminni. Við viljum vinna þetta í samstarfi við þá en ekki í andstöðu og við munum m.a. skipta við þá. Markmiðið er að við erum að reyna að hagræða hjá okkur og auka hagkvæmi í sameiginlegum innkaupum. Þetta er auðvitað sama markmið og lá til grundvallar stofn- un Verslunardeildarinnar og því má segja að við hljótum að vera í samvinnu en ekki í andstöðu," sagði Magnús. Samland verður í sama húsnæði og Birgðastöð KEA var í á Akureyri og hefur framkvæmdastjóri verið ráðinn Björn Baldursson, fyrrum yfirmaður Birgðastöðvarinnar. Hann verður áfram í sama húsi eins og aðrir starfsmenn sem nú hafa verið ráðnir frá KEA til Samlands. Þrátt fyrir framkvæmdastjórn í Samlandi verður Björn áfram versl- unarfulltrúi KEA eins og til þessa. „Við höfum ákveðið að breytingar verði í lágmarki og það verður reynt að halda öllum kostnaði í lágmarki líka,“ sagði aðstoðar kaupfélags- stjórinn á Akureyri. KB Vetur í Portúgal 1 upp í 10 vikur Lissabon Algarve Madeira Ferðaskrifstofurnar EVRÓPUFERÐIR, RATVÍS OQ FERÐAVAL bjóða ykkur upp á 4,6,8 og 10 vikna ferðir til Portúgal í vetur. Hægt er að velja um gistingu á Madoira,! Algarve eða á Lissa- bon-strttndinnl. Verð frá kr. 53.200,- Einnig standaykkurtil boða styttri ferðir (3-30 dagar) með gist- ingu í íbúðum eða 3 til 5 stjörnu hótelum víðsvegar um Portúgal. Þið getið heimsótt heimsborgirnar Lissabon og London í einni ferð, spókað ykkur á strönd ALGARVE eða leik- ið golf á einhverjum bestu golfvöllum Evrópu. Þeir sem vilja hvílast og slappa af í fögru umhverfi býðst úrval af gististöðum á hinni margrómuðu eyju Madaira. Golfhótel við 7 úrvals golfvelli í Algarve. Nánari upplýsingar fúslega veittar á skrifstofum okkar evrópuferðir KLAPPARSTlG 25-27 101 REYKJAVÍK, SlMI628181. TRAVEL AGENCY 'Travel HAMRAB0RG1-3,200 KÓPAVOGUR HAFNARSTRÆTI 18, SÍMI641522 101 REYKJAVIK, SIMI 14480. Útgerðarmenn verða að hafa valið á milli aflamarks og sóknarmarks fyrir 1. febrúar: Verður valið aflamark í ár? Útgerðarmenn verða að hafa valið á milli aflamarks og sóknarmarks við botnfiskveiðar fyrir 1. febrúar næstkomandi, samkvæmt reglugerð um botnfiskveiðar. Undanfarin ár hefur tilhneigingin verið sú að útgerðarmenn hafa frek- ar valið sóknarmarksleiðina, enda það talið hentugra, eins og reglunum var þá háttað. Samkvæmt því sem Tíminn hefur fregnað má búast við að fleiri velji aflamarkið að þessu sinni, eða hugsi sig a.m.k. vel um áður en valið er, þar sem sóknar- marksleiðin er mjög þrengd með nýju reglunum og því ekki talin sambærilegur valkostur og afla- marksleiðin. Jón B. Jónasson skrifstofustjóri í sjávarútvegsráðuneytinu sagði í samtali við Tímann að enginn út- gerðarmaður væri búinn að tilkynna til þeirra um hvort hann velji afla- mark eða sóknarmark. Hann sagði að líklega kæmi það ekkert í ljós fyrr en undir mánaðamót, hvernig mál- um yrði háttað. „Við getum ekki sent út valbréf fyrir sóknarmarkið fyrr en endanlegar aflaskýrslur fyrir árið liggja fyrir. Þetta ræðst svolítið af því,“ sagði Jón. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.