Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Fimmtudagur 12. janúar 1989 Andlát Japanskeisara: Samúð vottuð Vegna andláts Hirohito Japans- keisara geta þeir, sem óska að votta samúð sína, ritað nafn sitt í bók á skrifstofu aðalræðismanns Japans að Síðumúla 39 fimmtudaginn 12. janúar og föstudaginn 13. janúar 1989. Skrifstofan er opin kl. 9-17 báða dagana. Nú geta reykingamenn glaðst Engir fullir öskubakkar Komnar eru á markað hér á landi ruslafötur handa reykingamönnum. Þetta þarfaþing er úr járni og flutt inn af pentsmiðjunni Odda. Rusla- föturnar sjá sjálfar um að slökkva eld sem í þeim kynni að kvikna, til dæmis út frá logandi vindlingum. Kemur þetta í veg fyrir að eldurinn breiðist út. Þær virka þannig að lokið er sérstaklega hannað til að kæfa eldinn í fæðingu. Þegar heitt og súrefnis- snautt loft frá eldinum streymir upp beinir lokið því niður aftur. Súrefnið þrýtur og eldurinn slokknar. . Brunamálastofnun hefur prófað og viðurkennt eldvamaruslaföturn- ar. Þær hafa einnig verið prófaðar og hlotið viðurkenningu í Hollandi og Þýskalandi. jkb Hvalrengi Bringukollar Hrútspungar 590 - Lundabaggar 570 - Sviðasulta súr 695 - Sviðasulta ný 821 - Pressuð svið 720 - Svínasulta 379 - Eistnavefjur 490 - Hákarl 1.590 - Hangilæri soðið 1.555 - Hangifrp.soð. 1.155 - Úrb. hangilæri 965 - Úrb. hangifrp. 721 Harðfiskur 2.194 - Flatkökur 43 kr. Rófustappa 130 kr.kg Sviðakjammar 420 - Marineruð síld 45 fiakið Reykt síld 45 kr.stk. Hverabrauð 78 kr. Seytt rúgbrauð 41 - Lifrarpylsa 507 kr.kg Blóðmör 427 - Blandaður súrmatur í fötu 389 - Smjör 15 gr. 6.70 kr.stk. Iæsir ö 68 5168. STAÐGREIÐSLA AF HLUNNINDUM Ferðalög, fœði, fainaður, húsnœði, orka. Dagpeningar til greiðslu á gistingu, fæði og fargjöldum (þó ekki milli landa) erlendis eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk: Noregurog NewYork Annars Svíþjóð borg staðar Almennirdagpeningar 170SDR 150SDR 155SDR Dagpeningar vegna þjálfunar, náms eða eftiriitsstarfa 110SDR 95SDR 100SDR Dagpeningar innanlands eru staðgreiðsluskyldir fyrir ofan eftirfarandi viðmiðunarmörk: Gisting og fœði í einn sólarhring 4.665 kr. Gisfing íeinn sólarhring 1.915 kr. Fœðihvem heilan dag, minnst 10 klstferðalag 2.750kr. Fœði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 1.375 kr. Almennir dagpeningar vegna ferðalaga erlendis reiknast þannig, að 50% eru vegna gistingar, 35% vegna fæðis og 15% vegna annars kostnaðar. Hafi gisting erlendis verið greidd frá þriðja aðila reiknast staðgreiðsla af greiddri upphæð ferðafjár þegar 50% af fullri fjárhæð dagpeninga hefur verið dregin frá. Auk þess er heimilt að draga fjárhæð sem samsvarar mati á gistingu í eina nótt frá slíku ferðafé. Fái launamaður greidda dagpeninga fyrir 30 daga eða fleiri á sama ári skulu viðmiðunarmörkin lækka um 540 kr. fyrir hvern dag umfram 30. ---------------------------- FÆÐI I------------------------------------------------- Fæði sem launamanni (og fjölskyldu hans) er látið í té endurgjaldslaust er staðgreiðsluskylt og skal metið þannig til tekna: Fullt fœði fullorðins 540kr.ádag Fullt fœði bams yngra en 12 ára 433kr.ádag Fœðiaðhluta 216kr.ádag Greiði launamaður lægri fjárhæð fyrir fæði hjá launagreiðanda hans en mat ríkisskattstjóra segirtil um skal telja mismuninn til staðgreiðsluskyldratekna launamanns. Fæðispeninga í stað fulls fæðis eða að hluta ber að telja til tekna að fullu. Fafnaður sem ekki telst til einkennisfatnaðar eða nauðsynlegs hlífðarfatnaðar skal talinn til tekna á kostnaðarverði og eru þœr tekjur staðgreiðsluskytdar. Ávalltskal reikna staðgreiðslu afallri greiðslu launagreiðanda til launamanns tii kaupa á fatnaði. -------------------------HÚSNÆÐIOG ORKA ---------------------------------------- Endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði sem launagreiðandi lætur launamanni í té eru staðgreiðsluskyld og skulu þannig metin til tekna: Fyrirársafnotreiknast2,7% affasteignamati húsnœðisins, þ.m.t. bílskúrs og lóðar. Sé endurgjaldgreittað hluta skalreikna mismuninn tii tekna upp að 2,7% af gildandi fasteignamati. ___________________Húsaleigustyrk ber að reikna að fuiiu til tekna._____________ Ef búseta í húsnæði er kvöð sem fylgir starfi launamanns er heimilt að lækka mat húsnæðishlunninda við álagningu á næsta ári eftir staðgreiðsluár. Orkukostnaður launamanns, greiddur af launagreiðanda, skal reiknast að fullu til tekna á kostnaðarverði. RÍKiSSKÆTTSUÓRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.