Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. janúar 1989 Tíminn 9 VETTVANGUR Halldór Kristjánsson: Meiri skattar - Bætt lífskjör Mér heyrðist einhver hafa það í flimtingum að Ólafur Ragnar ætlaði sér að bæta lífskjörin með auknum sköttum. Væri nú ekki rétt að reyna að glöggva sig á því til hvers skattar yfirleitt eru? í hvaða tilgangi eru þeir lagðir á? Eiga þeir einhvern tilgang? Það mun sýna sig þegar mál eru krufin til mergjar að skattar eru og hafa alltaf verið lagðir á menn til að bæta eða tryggja lífskjörin. Það er upphaf skattheimtu að konungar og hertogar öfluðu fjár til að hafa her til að verja land og halda uppi lögum og rétti. Þeir skattar áttu að tryggja mönnum frið og rétt. Þegar við íslendingar höfðum fengið heimastjórn á morgni þess- arar aldar var eitt fyrsta verkið að lögbjóða almenna skólaskyldu. Það kostaði peninga og þeirra var aflað með nýjum sköttum. Gamlir menn muna þá tíð að fyrir jólin ár hvert var gömlu fólki úthlutað framlögum úr ellilauna- sjóði sveitarfélagsins. Þetta voru ekki háar fjárhæðir, kannske 10 eða 15 krónur. Þá sagði greindur maður að gigtin og slitið væru eftirlaun erfiðismannsins. Svo komu lög um almannatrygg- ingar, ellilífeyri og sjúkratrygging- ar. Að vísu áttu þeir sem unnu fyrir einhverju ekki að fá ellilífeyri með- an svo var. Og sveitarfélögum var í sjálfsvald sett hvort þau stofnuðu sjúkrasamlag eða ekki. Og landinu var skipt í verðlagssvæði því að sveitafólki var ekki treyst til að kaupa sér jafn dýrar tryggingar og Reykvíkingar. Allt kostaði þetta peninga og þeirra var aflað með skattheimtu. Þessu fylgdi mikill jöfnuður lífs- kjara. Skattarnir voru til að bæta lífskjörin. Þau voru bætt með nýj- um sköttum, aukinni skattheimtu. Þannig hefur þetta verið alla tíð frá því sögur hófust og farið var að koma einhverri skipun á mannfé- lag. Skattar voru nauðsyn til að veita öryggi. Fyrst var einkum hugsað um öryggi gegn árásar- mönnum, utan að komandi og Meörhverjugeturrík- ið borgað skuldir sínar öðru en sköttum sem á þjóðinaeru lagðir? Þar er enn þörf fyrir skatta. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er ekki um annað að velja. Eigi að létta skuldum af ríkissjóði þarf hann tekjur. innan félags. Nú er sleginn varnagli við slysum og örorku svo sem verða má og séð fyrir þörf til fræðslu og menntunar. Það er því ekki nýtt í sögunni að lífskjör almennings séu bætt með nýjum sköttum. Laxveiðar í Englandi og Wales Hér má svo til viðbótar minna á skuldir þjóðarinnar út á við. Öllum virðist koma saman um að þær ætti að létta. Borga þurfi af skuldunum. Nú finnst flestum að of mikill hluti þjóðartekna fari í greiðslur vaxta og afborgana. Æskilegt væri að heima í héraði valda þessum lélegu skilunt. Töluvert er vitað um göngur laxins í Englandi og Wales í sjó. Þannig fer hafa rýmri hlut til annars. Flestir skilja að það fé sem fer úr landi sem vextir af útlendum skuldum verður ekki notað hér heima. Með hverju getur ríkið borgað skuldir sínar öðru en sköttum sem á þjóðina eru lagðir? Þar er enn þörf fyrir skatta. Hvort sem mönn- um líkar betur eða verr er ekki um annað að velja. Eigi að létta skuld- um af ríkissjóði þarf hann tekjur. Enn eitt dæmi: Mesti ójöfnuður í lífskjörum í landinu liggur í því hvað menn þurfa að borga fyrir húsnæði. Hlutur hinna verst settu verður ekki bættur með almennum kauphækkunum. Þar dugar ekki annað en niðurgreiðsla á nýju húsnæði í einhverju formi. En til þess að það sé hægt þarf að afla skatta. ■ Enn sem fyrr þarf skatta til að bæta lífskjörin og auka jafnrétti. Vitanlega ber að gæta hófs í meðferð opinberra fjármuna. Sparsemi er dyggð og hófsemi borgar sig. En ríkisstjórn þarf skatta og góð ríkisstjórn gætir þess að skattpeningurinn verði gæfu- peningur þjóðarinnar og bæti lífs- kjörin. hluti af laxinuni á uppeldissvæðin norður af Færeyjum og 2ja ára fiskur úr sjó hefur dvalið við Vestur- Grænland. eh. Samkvæmt skráðum skýrslum seinustu 35 ára, hefur árleg laxveiði í net í Englandi og Wales á heima- svæðum verið frá 136 lestum upp í 444 lestir eða 29 til 130 þúsund laxa. Mestur hluti veiðinnar, eða % hlutar, fást í reknet á svokölluðu norðaustursvæði. Auk þess er at- vinnuveiði á laxi stunduð við strend- ur landsins. Aftur á móti er stangveiði í mörg- um ám bæði í Englandi og Wales. Þó er ekki lax í ám í Englandi frá svæðinu frá Humberfljóti og suður með strönd Englands allt á móts við Wighteyju eða á móts við Southamp- ton við Ermarsund. Árlegur breyti- leiki í Iaxveiði á fyrrgreindu 35 ára tímabili hefur verið frá 10 þúsund löxum upp í 35 þúsund laxa, þegar veiðin hefur verið best. Á þessu má sjá, að skráð stang- veiði í Englandi og Wales er rninni en hér á landi, enda liggur lán okkar í því, að nær öll iaxveiðin hér á landi fer fram í ám og vötnum víðsvegar um land. Þess ber að geta, að mikið vantar á að laxveiði skili sér á skýrslur og hafa ábyrgir aðilar í veiðimálum í Englandi látið hafa eftir sér að aðeins komi fram á skýrslur helming- ur veiðinnar. Þessu veldur margt, m.a. að töluverður veiðiþjófnaður á laxi er stundaður í Englandi og Wales og lausatök á stjórn veiðimála UM STRÆTI OG TORG 1111! íiiiiiiiiii - 1! KRISTINN SNÆLAND „Ókeypis útvarp“ Góðan daginn í síðasta pistli fjallaði ég nokkuð um efni næturútvarpsstöðvanna, sem ég læt eftir mér, næturefnis þeirra vegna, að kalla „sorprásirn- ar“. Ég hafði talið mér trú um að efni stöðvanna, nema Rásar 2, væri mér óviðkomandi, þar sem efni þeirra væri „ókeypis", ég legði m.ö.o. ekkert til efniskostnaðar. Ég fór loks að hugleiða málið rækilega þegar einn ljósvíkingur- inn á Bylgjunni talaði um hana sem ókeypis útvarpsstöð í umræðum um „ókeypis“ plastpokana. Ég komst fjótt að þeirri niðurstöðu að vissulega væru útvarpsstöðvarnar ekki með neitt ókeypis fyrir mig, ég borgaði allt efnið, hvort sem ég vildi eða ekki, með auglýsingunum sem stöðvarnar lifa á, því ég sem neytandi hlyti endanlega að vera sá sem greiðir auglýsingarnar. Ég efldist þannig í því að láta mig varða efni stöðvanna. Sem næturmaður segi ég enn, tónlistarval næturstöðvanna er sorgléga fábreytt og áreiðanlega í engu samræmi við tónlistarsmekk næturhlustpnda. Mér er nær að halda að stöðvarnar líti á næturút- varp sem óþægilega skyldu, a.m.k. örlar ekki á metnaði í þeirri dagskrá sem þá er boðin, utan lítilsháttar hjá Rás 2. Blönduð tónlist úr öllum áttum frá öllum tímum er ósk mín (diskó- og popp- gengið er sofnað) auk þess að endurteknir séu stuttir fræðslu- eða skemmtiþættir frá deginum, t.d. hjúin af Brávallagötunni svo einhvað sé nefnt. Enn vil ég nefna þátt Péturs Péturssonar „Góðan daginn, góðir hlustendur“. Þáttur Péturs sl. laugardag 7. jan. var t.d. stórkostlega góður. Eftir vinnu alla nóttina undir meira og minna óbærilegu gargi nætur- stöðvanna (að ósk drukkinna far- þega) hlýddi ég á þátt Péturs, einn á ferð sunnan úr Keflavík. Laga- valið og kynningar Péturs urðu til þess að ég hægði ferðina niður í um 70 km hraða og naut til fulls. Þreyta næturinnar seytlaði úr skrokk og huga og endurnærður og hvíldur kom ég í bæinn eftir stór- kostlega ánægjulegaökuferð. Fyrir svona efni og efnistök er ég þakk- látur. Meira af slíku og blessaðir endurvarpið svona vönduðu efni að næturlagi. Að öðru leyti dettur mér í hug að biðja ráðmenn næturstöðvanna að eyða einni nótt í að hlusta á Norska næturútvarpið, NRK natt radio kanal p.l. á miðbylgju 1314. Það yrði þeim lærdómsríkt - þ.e.a.s. ef þeir gætu skilið að áheyrendur næturinnar er blandað- ur hópur á öllum aldri. Ögrun Stundum fer öðruvísi en ætlað er. Hraðaskynjari var settur upp fyrir nokkru efst í Árbænum. Sé ekið hjá honum á of miklum hraða, á leið í bæinn, kviknar gult blikk- andi ljós nokkru neðar, en þar er hóglega orðuð áminning. Kunningi minn einn sem oft ekur þarna hjá og kemur inn á veginn rétt fyrir ofan hraðaskynjarann, sagði mér svo einkennilegt sem það mætti þykja, þá væri það árátta hjá sér að rífa bílinn upp í ólöglegan hraða á kaflanum að hraðaskynjaranum, aðeins til þess að sannreyna hvort hann væri í lagi. Kunninginn full- yrti að hraðaskynjarinn hefði orðið til þess að almennt æki hann nú á meiri hraða vestur Bæjarháls en áður en þetta apparat var sett upp. Slæmt ef svo er einnig um fleiri og var þá verr af stað farið en heima setið. Ósigur neytandans Eftir langvarandi baráttu frjáls- hyggjuaflanna var Bifreiðaeftirlit ríkisins gert „frjálst". Gróðaöflin sölsuðu það undir sig, nú skyldu bifreiðaeigendur fá betri og ódýrari þjónustu. Gjaldskrá Bifreiða- skoðunar íslands hf. hefur verið birt. Gróðapungarnir hafa sigrað en neytendur tapað einu stríði enn. Annað ætlaði ég ekki að segja um þessa ófögru sögu að sinni. Glitaugu Það mætti nú taka til athugunar hvort ekki væri hægt að setja lítil, sterk glitaugu inn í kant umferðar- skerja, um leið og kanturinn er steyptur. Með þessu fengju öku- menn aðvörun um skerin í myrkri, miklu fyrr en nú er. Ég er sann- færður um að þetta er hægt og væri auk þess auðvelt. Þó ekki væri annað, þá væri til mikilla bóta ef gatnamálastjóri léti menn sína vefja endurskinsborðanuni gula, neðst um fót umferðarskiltanna í skerjunum. Þessi guli borði hefur býsna gott endurskin. Við slíka notkun þyrfti að sjálfsögðu að hreinsa borðann reglulega, sama á vitanlega við um glitaugun í kant- steininum. Umferðarskiltin sum hver þarf einnig að hreinsa reglu- lega, á því er sorglegur misbrestur. Almennt varðandi notkun endur- skinsefna við gatnamerkingar virðist mér sem starfsmenn gatná- málastjóra geri sér lítt grein fyrir gerð bílljósa, því atriði sérstaklega hversu lítt þau lýsa upp á við. Þetta þarf að hafa vel í huga þegar skilti eða sker eru sett þar sem hætt er við að á þau sé ekið. Góð og yfirveguð notkun endurskinsefna sem allra næst yfirborði götu gæti komið í veg fyrir mörg óhöpp og slys. Athugið það. Setberg í landi Setbergs við Hafnarfjörð er komin allmyndarleg byggð. Sumar göturnar í hverfi þessu eru stórkostlega krókóttar með mörg- um kvíslum oggreinum. Göturnar í hverfinu eru vel merktar en merkingu húsanna er mjög ábóta- vant, ekki síst vantar við hverja kvísl, rangala eða grein, spjald sem gefur upp hver númer húsanna við rangalann eru. Ég vona að Hafnfirðingar bæti úr þessu í sumar. Með fyrirfram þakklæti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.