Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 12. janúar 1989 Jóhann Hjartarson mætir Anatoly Karpov í Seattle: Jóhann Hjartarson stórmeistari mætir Anatoly Karpov fyrrum heimsmeistara í skákeinvígi sem fram fer í Seattle í Bandaríkjunum í lok mánaðarins. Jóhann undirbýr sig fyrir einvígið af fullum krafti á Akureyri, þar sem hann ásamt aðstoðarmanni sínum Margeiri Péturssyni fer yfir skákstfl Karpovs og reyna þeir að finna veikleika í skákum verðandi andstæðings. Þráinn Guðmundsson formaður Skáksambandsins sagði í samtali við Tímann að í sjáifu sér hafi undirbún- ingur Jóhanns staðið nær allt árið, enda hafi hann teflt mikið. „Hann hefur verið að undirbúa sig af krafti nú í desember og það sem af er janúar. Hann er nú norður á Akur- eyri á kafi í Karpov ásamt Margeiri Péturssyni sem er aðstoðarmaður hans. Þeir verða norðan heiða fram yfir helgi, og fara út 19. janúar,“ sagði Þráinn. Jóhann og Margeir hafa safnað að sér öllum skákum sem Karpov hefur teflt síðustu árin til að fara yfir og finna veiku punktana. Þá fara þeir einnig grannt í byrjanir sem nota má og finna nýjungar í þeim. Fyrsta skák þeirra Jóhanns og Karpovs verður tefld þann 28. janú- ar. „Það verða tefldar sex skákir, en ef jafntefli verður þá tefla þeir tveggja skáka einvígi og svo styttri skákir, þar til annar ber sigur úr býtum,“ sagði Þráinn. Teflt verður annan hvern dag og ef aðeins sex skákir verða tefldar þá lýkur einvíg- inu þann 7. febrúar. Einvígi þeirra Jóhanns og Karp- ovs er einn liður í að öðlast rétt til að skora á heimsmeistarann í skák. Jóhann byrjaði með því að komast áfram á svæðismóti Norðurlanda, þar sem hann komst áfram á milli- svæðamót. Það millisvæðamót fór fram í Ungverjalandi sumarið 1987 og var Jóhann í efsta sæti á því móti. Úr þeim þrem millisvæðamótum komu 14 keppendur sem kepptu sjö einvígi og dróst Jóhann þá á móti Kortsnoj. Það mót fór fram eins og allir muna í Saint John í Kanada og vann Jóhann það einvígi á eftir- minnilcgan hátt. Úr þessum sjö einvígum komu jafn margir vinn- ingshafar, en við þann hóp bætist Karpov fyrrum heimsmeistari, þann- ig að átta eru uppistandandi og verða fjögur einvígi og dróst Jóhann að þessu sinni á móti fyrrum heims- meistaranum. Þegar hefur eitt ein- vígi farið fram, en það er einvígi þeirra Short og Spielman og vann Spielman, en hin einvígin þrjú fara fram nú í janúar. Þráinn sagði að Skáksambandið stæði ekki vel fjárhagslega enda væru mjög mörg verkefni í gangi. Áætlað er að þetta verkefni muni kosta allt að einni og hálfri milljón, og er þá allt meðtalið. Þráinn sagði að sótt hefði verið eftir styrk til menntamálaráðuneytisins auk þess sem reynt hefði verið að safna. Þráinn vildi ekkert segja um möguleika Jóhanns gegn fyrrum heimsmeistara. Samkvæmt nýrri stigaskrá er Karpov með 2765 stig en Jóhann er með 2615 stig, sem gerir hann að 11. stigahæsta skákmanni heims. Karpov og Kortsnoj eru þeir einu sem hafa yfir 2700 stig, því þriðji maðurinn í röðinni, Short hefur 2660 stig. „Þetta segir náttúr- lega til um styrkleika þeirra, en það getur allt gerst og ekkert er fyrirfram gefið," sagði Þráinn. Ólafur H. Árnason skákskýrandi Tímans mun sem fyrr skýra skákir Jóhanns fyrir lesendum blaðsins þeg- ar þar að kemur. Aðspurður hver væri helsti styrkur Karpovs sem einvígisskákmanns sagði Ólafur hann liggja einkum á fjórum sviðum: „f fyrsta lagi mjög mikil reynsla, sú mesta sem nokkur hefur, í öðru lagi mjög góður undirbúningur, í þriðja lagi þá tapar hann fáum skákum sem er mjög gott í einvígum þar sem ein skák getur ráðið úrslitum og í fjórða lagi þá er það einfaldlega styrkleik- inn, kannski síðast og ekki síst. Hann hefur frábæra aðstöðu, góðan aðgang að mörgum skákmönnum til að hjálpa sér við undirbúning. Það hefur hann alltaf haft fram yfir þann sem hann er að tefla við.“ Búast má við að auk þeirra Jó- hanns og Margeirs verði Friðrik Ólafsson og formaður Skáksam- bandsins Þráinn Guðmundsson með í för. Þá ráðgera skákmennirnir Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson að verða viðstaddir einvígið. -ABÓ Stórmeistarinn Jóhann Hjartarson mætir Karpov í Seattle í Bandaríkjunum í lok janúar. Orkuspárnefnd hefur sent frá sér spá um eldsneytisnotkun landsmanna fram til ársins 2015: Spá að bensínneysla muni aukast um 21 % Orkuspárnefnd hefur spáð fyrir um eldsneytisnotkun landsmanna á tímabilinu 1988-2015. Þessi spá er merkileg fyrir margra hluta sakir. Til að mynda er þar gert ráð fyrir að bifreiðaeign landsmanna aukist um 38%, að heildarnotkun olíu dragist saman á næstunni, verð á olíu tvö- faldist, auk fleira. Orkuspárnefnd skiiaði í desember síðastliðnum spá um eldsneytisnotk- un íslendinga fram til og yfir alda- mótin. Nefndin er samstarfsvett- vangur nokkurra helstu fyrirtækja, stofnana og samtaka á sviði orku- mála, auk Hagstofu íslands og Þjóð- hagsstofnunar. Grunnforsendur spárinnar eru aðrar áætlanir sem gerðar hafa verið varðandi mannfjöldaþróun, þróun fiskveiða og fleira. Þar að auki var orkunotkun síðustu ára á hinum ýmsu sviðum gaumgæfð. Var einnig miðað við litlar breytingar á verði hráolíu fram á næsta áratug en að þá taki við verðhækkun til loka tíma- bilsins er tunnan muni kosta helm- ingi meira en nú. Vegna þessa er ekki gert ráð fyrir að aðrir orkugjaf- ar taki sæti olíunnar á sviði fiskveiða og samgangna. Þeir spekingar gera ráð fyrir að við munum hætta notkun olíu til hitunar húsa. Reiknað er með að olíunotkun til fiskveiða standi nokk- urn veginn í stað og olíunotkun fiskimjölsverksmiðja minnki veru- lega á komandi árum samfara bætt- um tækjabúnaði. í bílaflotanum telja þeir að fjölga muni úr 540 bifreiðum á hvert þús- und landsmanna, í 670 bíla á hvert þúsund við lok spátímabilsins sem er 38% aukning. Þeir gera ráð fyrir að akstur muni þó ekki aukast að sama skapi eða rétt um 33%. Einnig vonast þeir eftir mun sparneytnari bílum og verður því aukning olíu- notkunar ekki eins mikil og við hefði mátt búast, miðað við fjölgun bif- reiðanna. Vegna komandi notkunar spar- neytnari flugvéla og samdráttar í flugi Flugleiða milli Evrópu og Bandaríkjanna, segja þeir notkun eldsneytis til flutninga með flugi minnka allverulega. Hún muni síðan aukast aftur en ekki verða jafn mikil og sú sem við búum við í dag. Spáin segir sjóflutninga verða algengari og muni olíunotkun til þeirra aukast hægt og sígandi. Samkvæmt spánni mun heildar- notkun olíunnar dragast heldur sam- an fram að aldamótum en aukast þá aftur og verða að lokum tæpum tveimur prósentum meiri en hún er nú. Einnig er spáð fyrir um notkun olíu eftir tegundum. Einna mestar breytingar verða á notkun bensíns eða aukning um 21% og notkun flugvélaeldsneytis sem í heild dregst saman um 32% til aldamóta. jkb Bátalón verður Skipalón Það má nefna þetta biðleik að leigja þessu nýja hlutafélagi, Skipalóni, aðstöðu Bátalóns. Bókhald Bátalóns er allglöggt og staða gjaldþrotamálsins fremur skýr. Því var talið skynsamlegt að einhver starfsemi væri þarna þann tíma sem líður þar til kröfur í þrotabúið hafa borist og skipta- fundur fer fram,“ sagði Margrét Heinreksdóttir skiptaráðandi í Hafnarfirði. Starfsmennirnir fyrrverandi sem að Skipalóni standa ætla að halda sér gangandi með viðgerð- um og leigja þeir aðstöðu Báta- lóns af skiptaréttinum. Þeir sem þekkja til mála Báta- lóns segja að gjaldþrotið sé eink- um til komið vegna smíði 9,9 tonna báta sem stöðin tókst á hendur. Þessi stærð báta var þegar smíðin hófst undanþegin lögum um aflakvóta en á smíðatímanum var settur kvóti á þessa stærð báta. Við þetta urðu þeir óseljan- legir og Bátalón sat uppi með þá og fór yfirum. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.