Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 16
16 Tíminn m Reykvíkingar Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra er frummælandi á al- mennum fundi um efnahags- og atvinnumál í Átthagasal Hótel Sögu fimmtudaginn 12. janúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Reykjavík. Steingrímur Forsætisráðherra á fundi á Suðurnesjum Almennur fundur verður í Stapa, Ytri-Njarövík, laugardaginn 14. janúar n.k. og hefst kl. 14. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ræðir þar um atvinnu og efnahagsmál og svarar fyrirspurnum. Allir velkomnir Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 21. janúar. Takið frá daginn. Nánar auglýst síðar. FR. Suðurland Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Hvoli Hvolsvelli, sunnudaginn 15. janúar kl. 15. Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra verður frummælandi á fundinum. Framsóknarfélögin. Suðurland Skrifstofa kjördæmissambandsins Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á fimmtudögum kl. 17-19 sími 98-22547. KSFS. Skagstrendingar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson verða til viðtals í Hótel Dagsbrún fimmtudaginn 12. jan. kl. 15-18. Austur-Húnvetningar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson og Elín Líndal varaþingmaður hálda almennan stjórnmálafund að Hótel Blönduósi fimmtudaginn 12. jan. kl. 20.30. Guðmundur Valgerður Framsóknarfélag Dalvíkur Fundur með þingmönnum kjördæmisins, Guðmundi Bjarnasyni og Valgerði Sverrisdóttur, verður haldinn í Jónínubúð sunnudaginn 15. jan. n.k. kl. 16. Allir velkomnir. Stjórnin Guðmundur Valgerður Framsóknarfélag Ólafsfjarðar Fundur með þingmönnum kjördæmisins, Guðmundi Bjarnasyni og Valgerði Sverrisdóttur, verður haldinn í Tjarnarborg sunnudaginn 15. jan. n.k. kl. 21. Allir velkomnir. Stjórnin Fimmtudagur 12. janúar 1989 DAGBÓK llllllllllllllllllllllll Atriði úr leikritinu Stór og smár. Þjóðleikhúsið: Tvær aukasýningar áSTÓROGSMAR Miðvikudaginn 11. jan. og sunnud. 15. jan. verða tvær aukasýningar á þýska nútímaverkinu „Stór og smár“. Sýning- arnar eru á stóra sviði Þjóðleikhússins. Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur höfuðpersónu verksins, Lottu, en margir aðrir leikarar koma fram í sýningunni. Leikstjóri er Guðjón P. Pedersen. Hafliði Arngrímsson þýddi verkið og er einnig aðstoðarleikstjóri. Leikmynd og búning- ar eru eftir Grétar Reynisson, en aðstoð- armaður hans er Ásta Björk Ólafsdóttir. Tónlist er eftir Hjálmar H. Ragnarsson og hljómsveitina Langi seli og skuggarnir. Lýsingu annaðist Ásmundur Karlsson. Höfundurinn, Botho Strauss (f. 1944), hefur undanfarin 12 ár verið talinn eitt eftirtektarverðasta leikskáldið á megin- landi Evrópu. Stór og smár var frumsýnt í Vestur-Berlín fyrir 10 árum, og hefur síðan verið sýnt víða um heim. Mörg önnur leikrit Strauss eru í sýningu, bæði í Þýskalandi og víðar um heiminn. hÍÍ eglag i -=)== _ j LESTUNARÁfETUIN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Gautaborg: Annan hvern föstudag Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Annan hvern laugardag Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Skip...............20/1 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Rokkskór og bítlahár Pann 13. janúar hefjast aftur sýningar á Rokkskór og bítlahár á Hótel Islandi. Sýningunni hefur verið h'tilsháttar breytt, sum atriðin skerpt og frískuð upp. Stjórnin, hljómsveit Hótels íslands, hefur tekið breytingum. Alda Ólafsdóttir söngkona farin utan til að taka upp þráðinn þar sem hún hvarf frá honum á söngferli erlendis. f hennar stað kemur Sigríður Beinteinsdóttir. Þá er Þorsteinn Gunnarsson nýr trommuleikari hjá hljómsveitinni. Á Café ísland hefur hljómsveit Guð- mundar Steingrímssonar, ásamt söngvur- unum Shady Owens og Einari Júlíussyni skapað sérstaka miðnæturstemmningu. Þau flytja léttan djass og ballöðutónlist. Fráföstudagskvöldinu 13. janúar leikur Ragnar Bjarnason og hljómsveit hans í Norðursal Hótels íslands, svo nú hafa gestir þrjá valkosti á einum og sama skemmtistað: Aðalsal með söngskemmt- un og dansmúsík Stjórnarinnar, Norður- sal með Ragnari Bjarna, og Café ísland með miðnæturtónlist Guðmundar Stein- grímssonar. Safnaðarfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund Safnaðarfélag Fríkirkjunnar í Reykja- vík heldur félagsfund laugardaginn 14. janúar. Fundurinn verður haldinn í innri sal Hressingarskálans í Austurstræti og hefst hann kl. 13:00. Á dagskrá verða ýmis mikilvæg mál er varða bæði félagið og Fríkirkjuna í heild. Allir félagar eru hvattir til að mæta og nýir meðlimir eru einnig boðnir velkomn- ir. Lögfræðiaðstoð Orators Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema, byrjar aftur eftir jólafrí, í dag, fimmtudaginn 12. janúar. Um aðstoð í formi símaráðgjafar er að ræða. Lögfræðiaðstoðin er opin kl. 19:30- 22:00 á fimmtudögum. Síminn er 11012. HEYRNARLMISRA Vinningar í Happ- drætti heymarlausra Dregið hefur verið í hausthappdrætti heyrnarlausra. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 2003, 2. 8218, 3. 7907, 4. 10473, 5. 6884, 6. 4480. Vinninga má vitja á skrifstofu Félags heyrnarlausra, Klapparstíg 28. Símsvari happdrættisins er 22800 og sími félagsins 13560. Gallerí Borg í Gallerí Borg, Austurstræti 10, eru til sýnis og sölu fjöldi grafíkmynda, leir- og glermuna eftir íslenska listamenn, þar á meðal eru: Anna Líndal, Ásdís Sigur- þórsdóttir, Ásrún Tryggvadóttir, Baltas- ar, Björg Atla, Björg Þorsteinsdóttir, Bragi Ásgeirsson, Daði Guðbjörnsson, Dieter Roth, Edda Jónsdóttir, Einar Hákonarson, Elías B. Halldórsson, Grét- ar Reynisson, Guðbjartur Gunnarsson, Guðjón Ketilsson, Guðmundur Thor- oddsen, Hafdís Ólafsdóttir, Halldóra Gísladóttir, Harpa Björnsdóttir, Haukur Friðþjófsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Ingiberg Magnússon, Ingunn Eydal, Jón Reykdal, Jónína Lára Einarsdóttir, Kar- ólína Lárusdóttir, Kristbergur Pétursson, Kristján Davíðsson, Lísa K. Guðjóns- dóttir, Magdalena M. Kjartansdóttir, Magnús Kjartansson, Margrét Jóelsdótt- ir, Ríkharður Valtingojer, Rut Rebekka, Rúna Þorkelsdóttir, Sigrid Valtingojer, Sigrún Eldjárn, Sóley Eiríksdóttir, Steingrímur Þorvaldsson, Tryggvi Árna- son, Tryggvi Ólafsson, Valgerður Hauks- dóttir, Þórður Hall. Leir- og glerlistamenn: Borghildur Óskarsdóttir, Bryndís Jóns- dóttir, Daði Harðarson, Guðný Magnús- dóttir, Jóna Guðvarðardóttir, Kogga, Kristín Jsleifsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir, Pia Rakel, Sigrún og Sören í Bergvík. Ný bók um kirkjugarðinn við Suðurgöfu: Fundið og gefið Út er komin bók eftir Úlf Friðriksson, „Fundið og gefið - Sundurlausir þankar á leiðum milli leiða í kirkjugarðinum við Suðurgötu“. I bókinni leiðir Úlfur Frið- riksson lesanda sinn milli leiða í gamla kirkjugarðinum í Reykjavík, sem einmitt verður 150 ára um þessar mundir. Hann flettir í bókum, ritgerðum og ritum um og eftir þá sem þar hvíla og rýnir í legsteina þekktra sem óþekktra íslendinga. Höfundurinn, Úlfur Friðriksson, er fæddur árið 1912 í Kúrlandi, en er af Þýsku og pólsku bergi brotinn. Hann fluttist til Islands árið 1955, og hefur starfað hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur frá árinu 1968. Hann hefur áður skrifað eina bók, I ríki hestsins, sem kom út 1977. Reykholt aðstoðar við útgáfu, en Prenthúsið sér um dreifingu bókarinnar. BÍLALEIGA meö utibu allt i kringurr. landiö, gera þer mögulegt aö leigja bil á einum slaö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bilaleiga Akureyrar SKIPADEILD f&kSAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • 101 REYKJAVlK SlMI 698100 i, 1 AÁ i A Á A . IAKN rRAIJSrifA FLt JININCjA Til sölu Fóöursíló, 2.5 tonn, ónotað og 600 I MULLER mjólkurtankur. Upplýsingar í síma 94-7568.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.