Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 10
Handknattleikur: Danmörk-lsland:
Fimmtudagur 12. janúar 1989
10 Tíminn'
IHIIIBIIIlll Iþróttir ........................................................................................................................................................I.......I....................llll...................................
Héðinn Gilsson var grimmur bæði í vðm og sókn og skoraði hann sjö mðrk í leiknum.
Fimleikagryfjan í húsinu er nýjung hér á landi. Í gryijuna munu fara 150 rúmmetrar af uppblásnum hjólbarðaslöngum
og svampi. Tfmamyndlr Pjetur.
Ég lék mínum
fyrir 25 árum
sterkasta leik
Leikir þú öruggasta leiknum við ávöxtun
sparifjár, teflirðu því ekki í tvísýnu. Sterkasti leikur-
inn fyrir 25 árum var að fjárfesta í spariskírteinum
ríkissjóðs og svo er enn í dag.
Arið 1964 'hóf ríkissjóður íslands sölu á verð-
tryggðum spariskírteinum. Með þeim gafst lands-
mönnum tækifæri til að ávaxta sparifé sitt á verð-
tryggðum kjörum og á öruggari hátt en þá þekktist.
Síðan hefur þér ekki boðist öruggari ávöxt-
unarleið.
Ríkissjóður tryggir þér fulla endurgreiðslu á
gjalddaga og því er engin hætta á að þú tapir sparifé
þínu, hvernig sem árar.
Spariskírteini ríkissjóðs bera nú 7,0%
raunvexti til 5 ára og 6,8% raunvexti til
8 ára. Með spariskírteinum ríkissjóðs
getur þú tvöfaldað raungildi spari-
fjár þíns á aðeins 10 árum.
Að auki eru þau
telgu- og eignaskatts-
frjáls eins og innstæður
í innlánsstofnunum.
Þótt lánstíminn sé ekki liðinn getur
þú selt þau með mjög stuttum fyrirvara
fyrir milligöngu yfir 100 afgreiðslustaða banka,
sparisjóða og annarra verðbréfamiðlara.
Þú færð spariskírteini ríkissjóðs í bönkum,
sparisjóðum og pósthúsum um land allt og hjá
helstu verðbréfamiðlurum, svo og í Seðlabanka ís-
lands. Einnig er hægt að panta þau í síma 91-
699600, greiða með C-gíróseðli og fá þau síðan send
í ábyrgðarpósti.
%ss ^
Sparisldrteini ríkissjóðs —
sterkasti leikurinn í 25 ár.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri á Seltjarnarnesi tekur við „lykli“ nýja íþróttahússins úr hendi Jóhanns
Bergþórssonar forstjóra Hagvirkis, er húsið var tekið í notkum s.l. sunnudag.
Körfuknattleikur:
Enn sigur
ádönskum
Danmörk-ísland 22-24 (11-12)
Svíþjóð-Búlgaría 27-21
„Þetta var góður leikur hjá okkur. Danir
voru með sitt sterkasta lið og við unnum
góðan sigur í skemmtilegum leik,“ sagði
fyrirliði íslenska landsliðsins, Þorgils Óttar
Mathiesen að loknum leik þeirra við Dani í
Eyrarsundsmótinu í gærkvöldi.
Gangur leiksins
Það voru íslendingar sem leiddu þennan
leik að mestu, voru þetta 1-2 mörk yfir, en
náðu þó aldrei að hrista Danina af sér, þó
tækifærin gæfust. Það var aðeins í eitt skipti
sem Danir höfðu yfirhöndina, er þeir skor-
uðu fyrsta mark leiksins, en íslendingar voru
ekki lengi að lagfæra það. Staðan í hálfleik
11-12 fyrir okkar menn og lokatölur 22-24
íslendingum í vil.
Frammistaða okkar manna
Af mjög góðri liðsheild var Héðinn Gilsson
tvímælalaust bestur okkar manna, skoraði 7
mörk í leiknum og tók hraustlega á í vörninni
sem góðum víkingi sæmir og kannski full
hraustlega, þar sem hann fékk tvisvar að
hvíla sig í 2 mínútur. Þá var Kristján Arason
góður og skoraði 5 mörk. Þá lagði Einar
Þorvarðarson ekki síður grunninn að góðum
sigri á Dönum. Hann varði ein 13 skot í
leiknum og mörg þeirra úr hornum og einnig
víti. Vörnin með þá Héðin, Júlíus Jónasson
og Kristján Arason var traust og einnig virtist
sóknin ganga vel. Þá sást bregða fyrir nýjum
leikkerfum sem er nú ekki daglegt brauð.
Þeir skoruðu mörkin
Fyrir okkur Islendinga var eins og áður
sagði Héðinn Gilsson markahæstur með 7
mörk. Næstur Kristján Arason með 5 mörk
og voru mörg þeirra sérlega glæsileg. Guð-
mundur Guðmundsson læddi inn einum 3
mörkum og sömuleiðis Þorgils Óttar Mathi-
esen fyrirliði. Þá gerðu þeir Sigurður Gunn-
arsson og Bjarki Sigurðsson 2 mörk hvor, en
þess mun í lagi að geta að Bjarki var ekki
svipur hjá sjón í þessum leik. Eitt mark gerðu
þeir Júlíus Jónasson og Sigurður Sveinsson
og var mark Sigurðar úr eina vítinu sem
íslendingar fengu. Fyrir utan áðurnefnda
leikmenn léku þeir Páll Ólafsson, sem fór
útaf fljótlega vegna meiðsla, og Birgir Sig-
urðsson. Þá kom Leifur Dagfinnsson einu
sinni inn á til að verja annað tveggja víta er
Danir fengu, en hafði ekki árangur sem
erfiði. Lang markahæstur og bestur Dana var
Klaus Sletting Jenssen með 8 mörk og var
illstöðvanlegur.
Leikurinn í tölum
íslendingar fengu 7 sinnum að verma
skammarkrókinn í 2 mínútur í hvert skipti.
Syndaselirnir voru þeir Héðinn Gilsson og
Júlíus Jónasson, tvisvar hvor, Guðmundur
Guðmundsson, Bjarki Sigurðsson og Krist-
ján Arason. Þá sýndu norsku dómararnir
íslendingum einu sinni gula spjaldið. Hins-
vegar fengu Danir að fjúka í krókinn 5
sinnum og eins og okkar menn fengu þeir
gula kortið einu sinni.
Um ellefu hundruð manns sáu þennan leik
í Slagelse í gærkvöldi og giskuðu kunnugir að
milli fjögur- og fimmhundruð þeirra væru
íslenskir og studdu þeir þá bláklæddu dyggi-
lega.
I kvöld
Næst á dagskrá íslensku handboltastrák-
anna er leikur við Búlgara og fer hann fram
í kvöld.
„Við megum alls ekki vanmeta þá, en við
förum í þann leik til að sigra,“ sagði Þorgils
fyrirliði um leikinn í kvöld. Þess má geta að
Búlgarar eru að undirbúa sig fyrir B-keppn-
ina í febrúar. -PS
New York. Bandaríski ólympíumeistar-
inn í 200 m hlaupi, Joe DeLoach, segir að
eitthvað hjóti að vera til í orðrómi þess efnis
að jákvæðum lyfjaprófum sé stungið undir
stól á mótum í Evrópu. Hann bætti við að
honum hafí ekki komið það á óvart að
Kanadamaðurinn Ben Johnson féll á lyfjap-
rófí í Seoul, því hann og félaga hans, Carl
Lewis, hefði grunað það lengi að Johnson
væri á hormónalyfjum. DeLoach sagði að í
vetur ætlaði hann að keppa á innanhússmót-
um í Evrópu, en í framtíðinni ætlaði hann að
verja gull sitt í 200 m hlaupi á ÓL í Barcelona
1992 og reyna að bæta við gulli í 100 m hlaiipi
og 4x100 boðhiaupi.
Molduxar á kaf
Molduxar-ÍK 64-79 (35-44)
Já, lesendi góður. Þú ert vaknað-
ur. Liðið heitir Molduxar og er frá
Sauðárkróki. Þeir voru í gærkvöldi
að leika við Reykjavíkurliðið ÍR í
bikarkeppni KKÍ á Sauðárkróki.
Lið þetta, Molduxar, er áður óþekkt
stærð í íslenskum körfuknattleik.
Það var Leroy Rosenior sem
sparkaði Arscnal út úr ensku bikar-
keppninni þetta árið er lið West
Ham vann 1-0 sigur á toppliði 1.
deildarinnar ensku í gærkvöldi.
Það voru fjórir aðrir leikir á dag-
skránni hjá þeim ensku. Everton
sló út lið West Bromwich, sigrað
1-0 með marki Kevin Sheedy. Ox-
Geysileg stemmning var í íþrótta-
húsinu á Sauðárkróki, þar sem rúm-
lega 300 áhorfendur fylgdust með
leiknum, sem hófst með orgelleik og
leikmannakynningum að hætti
þeirra NBA manna með tilheyrandi
ljósasýningu og látum.
En snúum okkur að leiknum. Það
er skemmst frá því að segja að
ford sigraði Sunderland 2-0, OPR
og Man. Utd. gerðu jafntefli 2-2
eftir framlengdan leik og Reading
sigraði Tranmere 2-1. í fjórðu
umferð mætir West Ham liði
Swindon, Everton fertil Plymouth,
Oxford leikur gegn sigurvegaran-
um úr leik OPR og Man. Utd og
Reading fer til Grimsby. reuter
Molduxar voru eins og naut í flagi
og tóku forystu í leiknum. Með
yfirveguðu spili tókst norðanmönn-
um að halda hinum reyndu úrvals-
deildarleikmönnum niðri. Sýndu
Molduxar oft á tíðum mjög
skemmtilegan leik og fylgdist ÍR
liðið með þessum atgangi sem hluti
af áhorfendum á köflum og var
greinilegt að Molduxarnir höfðu
snætt uxahalasúpu í ríkum mæli.
Að lokum höfðu þó iR-ingar
sigur sem verður að teljast
sanngjarn. Stigaskor var sem hér
segir.
Hjá þeim Molduxum: Alfreð
Guðmundsson 15, Jón Jósepsson
15, Guðmundur Sverrisson 12, Hall-
dór Halldórsson 8, Óttar Bjamason
4, Geir Eyjólfsson 4 og Magnús
Einarsson 4.
Fyrir sunnanmenn: Sturla Örlygs-
son 22, Jón Örn Guðmundsson 12,
Gunnar Þorsteinsson 11, Bragi
Reynisson 11, Björn Leósson 10,
Pétur Hólmsteinsson 8 og Eiríkur
Guðmundsson 6. Þá er vert að geta
ungs og efnilegs nýliða Gunnars
Sverrissonar sem lék sinn fyrsta mfl.
leik, skoraði ekki stigen átti snilldar-
leik í vörn.
Leikinn dæmdu þeir Guðbrandur
Stefánsson og Indriðið Jósafatsson
og gerðu það vel. -PS/BL
Enska bikarkeppnin 3. umferð:
Arsenal
úr leik