Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 12
Fimmtudagur .1.2. janúar 1989 12 Tíminn FRETTAYFIRLIT COLOMBO - Neyðar- ástandi því sem stjórnvöld Ivstu yfir á Sri Lanka fyrir fimm árum og hefur verið ( gildi síðan var aflétt á miðnætti í gær. Þar með hefur Ranasing- he Premadesa hinn nýkjörni forseti Sri Lanka staðið við kosningaloforð sitt, en hann hafði heitið því að framlengja ekki neyðarástandslögin sem renna áttu út á sunnudaginn. PARIS - Irakar sem viður- kennt hafa notkun efnavopna í stríðinu gegn írönum neita því að þeir hafi gefið öðrum araba- ríkium upplýsingar um fram- leioslu og notkun efnavopna. HANOI - Tælendingar oa Víetnamar hafa lýst því yfir ao áratuga erjur þeirra séu nú að baki og að rikin muni vinna saman að friðarumleitunum í Kampútseu. KFAR FILA - Sveitir Amal- liða létu þoku og leiðindaveður í Líbanon ekki hafa áhrif á sig og héldu uppi árásum á síð- ustu stöðvar Hizbollasamtak- anna í suðurhluta Líbanons. Eins og alþjóð ætti að vita eftir fréttaflutning síðustu ára þá njóta Amalliðar stuðnings Sýr- lendinqa, en Hizbollah stuðn- ings írana. Hins vegar hafa hvortveggja samtökin sameig- inleg trúarbrögð að leiðarljósi. Meolimir þeirra eru múslímar af grein shíta. TOKYO - Japanska lögregl- an skýrði frá því að hún muni hafa uppi þá ströngustu örygg- isgæslu sem nokkurn tíma hef- ur verið viðhöfð í Japan við útför Hirohitos fyrrum keisara Japans. Margir erlendir leiðtogar munu verða við- staddir útförina, þar með talinn George Bush sem þá verður búinn að taka við forsetaemb- ættinu í Bandaríkjunum. Hann mun að sjálfsögðu hafa eigin- konu sína Betty Bush með sér til Japans. Þess má geta að rúmlega þrítugur kokkur framdi Harakiri í Japan þar sem hann taldi sig ekki geta lifað að keisaranum látnum. ISLAMABAD - Afgansklr skæruliðar láta hótanir Sov- étmanna um að hætt verði við brottflutning sovéskra her- manna frá Afganistan ef skæruliðar verði ekki til friðs, sem vind um eyru þjóta og heita áframhaldandi vopnaðri baráttu. PARIS - Frakkar báðu Sýr- lendinga um að veita sér upp- lýsingar um nasistann Alois Brunner sem dæmdur hefur verið fyrir stríðsglæpi í heims- styrjöldinni sfðari. Sýrlending- ar segjast ekkert um Brunner vita þó Frakkar telji næsta víst að hann dvelji í Syrlandi, enda á hann það sameiginlegt með Sýrlendingum að vera í nöp við gyðinga. ÚTLÓND Myndin af fórnarlömbum efnavopnaárásar íraka í Halabja sem vakið hefur óhug um allan heim. Efnavopnaárásir fraka urðu kveikjan að alþjóðlegri ráðstefnu um efnavopn sem lauk á mjög jákvæðan hátt í gær. Lokayfirlýsing alþjóðlegrar ráðstefnu um efnavopn: Efnavopnum verði útrýmt Útrýming efnavopna gaeti verið í augsýn ef ríki heims standa við lokayftrlýsingu alþjóðlegu efnavopnaráðstefnunnar í París sem lauk í gær. 011 þau 149 ríki sem þátt tóku í ráðstefnunni undirrítuðu yfirlýsingu um útrýmingu efnavopna og að ríkin muni undirrita samkomulag um bann við framlciðslu og notkun efnavopna. Talið er að samkomulag þetta verði til þess að á fullur skriður komist á afvopnunarviðræðurnar í Genf, en þær hafa strandað á samn- ingaviðræðum um bann við fram- leiðslu, geymslu og beitingu efna- vopna. í yfirlýsingunni er skorað á þau fjörutíu ríki er sitja við samn- ingaborðið í Genf að ganga snarlega frá samningum um efnavopn. Yfirlýsingin ítrekar ákvæði banns við notkun efnavopna sem samið var um árið 1925 og voru þau ríki sem ekki hafa viðurkennt það bann hvött til að gera það hið snarasta. Nokkrar tafir voru á undirskrift lokaskjalsins þegar fulltrúar Sýr- lands og Rúmeníu undirstrikuðu það viðhorf sem arabaríkin hafa lagt sérstaka áherslu á að nauðsyn sé að tengja saman bann við framleiðslu og notkun efnavopna og kjarna- vopna. Sú afstaða hafði sett strik í reikn- inginn þegar unnið var að lokaskjal- inu, en eftir langar og strangar samningaviðræður var komist að málamiðlun um orðalag er allir gátu fellt sig við. í lokaskjalinu er lögð áhersla á að Sameinuðu þjóðirnar leiki lykilhlut- verk í eftirliti með því að efnavopna- banninu sé framfylgt, en það er einmitt tilhögun eftirlits með efna- vopnum sem aðallega strandar á í afvopnunarviðræðunum í Genf. Rannsóknarnefnd frá Sameinuðu þjóðunum staðfesti einmitt að írakar hefðu beitt efnavopnum í stríðinu gegn Irönum. Það var einmitt kveikjan að þessari ráðstefnu um efnavopn. Fjölmennur útifundur í Vilnu: Krefjast sjálf- stæðis Litháen Litháar hafa ekki gefið upp von- ina um að fá sjálfstæði sitt að nýju. Það sannaðist í Vilnu í gær þegar tíu þúsund Litháar mættu á útifund þar sem ræðumenn kröfðust sjálf- stæðis Litháen sem innlimað var í Sovétríkin í stríðsbyrjun áríð 1940 ásamt Lettlandi og Eistlandi. Fundarmenn hvöttu bæði Algrir- das Brazauskas formann Komm- únistaflokks Litháen og frjálslynda Litháa erlendis til að berjast fyrir víðtækri sjálfstjórn innan Sovét- ríkjanna, jafnvel algjöru sjálf- stæði. Þá var þess krafist að sovéskt herlið yrði kallað frá Litháen og að hersveitir skipaðar Litháum tækju stöðu þeirra. Algis Chekoulis ritstjóri hins frjálslynda dagblaðs í Litháen Gimtasis Krasas skýrði frá fundar- höldum þessum í viðtali við Reuter fréttastofuna. Hann sagði að „Bandalag fyrir frelsun Litháen" hafí staðið fyrir fundarhöldunum með leyfi stjórnvalda. Fundurinn hafi farið mjög vel fram og að einungis almennir lögreglumenn hafi fylgst með fundinum. Chekoulis sagði að innan raða „Bandalags fyrir frelsun Litháen" væru í raun tiltölulega fáir öfga- menn, sem fengið hafa að starfa að undanförnu í kjölfar umbótastefna Gorbatsjovs. Hins vegar sagði Chekoulis að innan Sajudis hreyfingarinnar í Litháen væru um 200 þúsund manns, en sú hreyfing hyggst bjóða fram gegn kommúnistaflokknum í kosningunum í maí. Hreyfingin berst fyrir aukinni sjálfstjórn og sjálfræði Litháen og verndun tungu og menningu Litháa. Efnaverksmiöjan í Líbýu: Þýskir hjálpa Gaddafi Ríkisstjórn Vestur-Þýskalands hefur staðfest að vestur-þýsk fyrir- tæki hafi hjálpað Líbýumönnum við byggingu efnaverksmiðju í Rabta. George Shultz utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafði fært Helmut Kohl kanslara Vestur-Þýskalands lista yfir fyrirtæki sem Ieyniþjónusta Bandaríkjanna fullyrti að aðstoðuðu við byggingu verksmiðjunnar. Nú er ljóst að sá listi er ekki tilbúningur. Bandaríkjamenn eru mjög pirrað- ir yfir efnaverksmiðjunni sem þeir fullyrða að muni framleiða efna- vopn. Líbýumenn halda því þó statt og stöðugt fram að efnaverksmiðjan muni eingöngu framleiða lyf. Hefur pirringur Bandaríkja- manna gengið svo langt að flugmenn bandarískra herþotna sem voru á eftirlitsflugi við strendur Líbýu skutu niður tvær líbýskar herþotur. Þá hafa Bandaríkjamenn ekki úti- lokað þann möguleika að þeir muni gera loftárás á efnaverksmiðjuna dugi aðrar leiðir ekki. Helmut Kohl tók því illa þegar George Shultz afhenti honum svarta listann yfir þau þýsku fyrirtæki sem grunuð voru um að hjálpa Líbýu- mönnum við byggingu efnaverk- smiðjunnar. Sagði hann að Banda- ríkjamenn stæðu í fjölmiðlaherferð gegn Þýskalandi og skiptu sér af innanríkismálum sem kæmi þeim ekki við. Júgóslavía: Leiðtogar í Svartfjalla- landi hættir Hræringarnar í Júgóslavíu halda áfram. Ríkisráð Svartfjallalands og helstu framámenn kommúnista- flokksins tilkynntu að þeir myndu segja af sér eftir að um fimm tugir þúsunda reiðra mótmælenda um- kringdu stjórnarsetur Svartfellinga í höfuðstaðnum Titograd. Afsögn Ríkisráðsins verður að líkindum samþykkt á þingi Svart- fjallalands á föstudag og afsögn flokksleiðtoganna á fundi miðnefnd- ar kommúnistaflokksins sem halda á fund í næstu viku. Síðustu tvo daga hafa stúdentar og verkamenn haldið uppi kröftug- um mótmælum í Titograd og krafist afsagnar leiðtoganna vegna vald- níðslu og mistaka í stjórnun efna- hagsmála í Svartfjallalandi. Lífskjör verkamanna í Svartfjalla- landi hafa hríðversnað að undan- förnu líkt og lífskjör verkamanna •annars staðar í Júgóslavíu þar sem nú ríkir250% verðbólga. Þeir héldu fjölmenna mótmælafundi í októ- bermánuði þar sem þeir kröfðust afsagnar leiðtoganna, en þá var óeirðalögreglu sigað á mannfjöld- ann. ÚTLÖNH UMSJÓN: Hallur Maanússon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.