Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 5
f • t I , f .» f v f « |f *» 4 í I f I f.l-,1 r,-T Fimmtudagur 12. janúar 1989 Tíminn 5 Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ segirtómt mál að tala um launahækkanirá íslandi í ár: Rauntekjur geta ekki hækkað á íslandi í ár Ögmundur Jónasson formaður BSRB: -Svigrúm heimilanna er ekkert orðið. Laun verða að hækka og kaupmáttur þeirra verður að vera tryggður. Þórarinn V. Þórarinsson framkv.stjóri VSt: Það er hvergi svigrúm til launahækkana á íslandi 1989. „Það fer nokkuð eftir því í hversu mikium tengslum við framleiðsluat- vinnuvegina menn eru, hvaða skiln- ing þeir hafa á samhengi íslenskra efnahagsmála. Ég er ekki jafn viss um að fólk í opinberri þjónustu, ég tala nú ekki um forystumenn þeirra, hafi þennan skilning til að bera. Það er tómt mál að tala um einhverjar launahækkanir. Raun- tekjur geta ekki hækkað á íslandi 1989. Fyrir því er ekki nokkur möguleiki," sagði Þórarinn V. Þór- arinsson framkvæmdastjóri VSÍ. „Umræður um kröfugerð er hafin innan aðildarfélaga BSRB og forystu bandalagsins hefur verið falið að hefja könnunarviðræður við stjórn- völd til að fá vitneskju um fyrirætlan- ir þeirra í efnahagsmálum," sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB við Tímann. Nú líður óðum að því að lög um samningabann og verðstöðvun renni út og samningar verði lausir. Munar þar mestu um 17 þúsund manna samtök BSRB en einnig munu nokk- ur verkalýðsfélög á almenna vinnu- markaðnum verða með lausa samn- inga er líður á vorið. Ýmis verðbólguteikn eru nú á lofti, þenslan virðist vera að fara á fulla ferð aftur, vextir hækka sem gerir stjórnvöldum erfiðara fyrir með að koma skikk á undirstöðu- greinarnar. í dag hefjast könnunarviðræður milli forystu BSRB og fjármálaráð- herra og fleiri ráðherra, svipaðar þeim sem áttu sér stað í fyrradag milli þriggja ráðherra og forystu- manna í Verkamannasambandinu. Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagðist gera ráð fyrir því að eitthvað af fyrirætlunum ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum kæmi upp á borðið á fundinum í dag og á fundum sem fyrirhugaðir eru næstu daga. Hann sagði að forysta BSRB hefði fylgst grannt með efnahagsráð- „Sú yfirgangssemi VSl sem lýsir sér í málssókn Flugleiða á hendur forystumanni Verslunarmannafé- lags Suðurnesja er raeð eindæm- um. Venjan hefur verið sú að láta mál, sem upp kunna að koma í verkfalli, niður falla að verkfalli loknu,“ sagði Ásmundur Stefáns- son forseti ASÍ. Ásmundur sagði að málaferli af þessu tagi gegn félagi innan ASÍ hefðu ekki komið upp í forsetatíð sinni. Hér væri í raun verið að takast á um grundvallaratriði; hvort atvinnurekanda væri heimilt að láta aðra ganga í störf fólks sem væri í verkfalli og hvort stjómend- ur fyrirtækja gætu gengið í störf hvaða starfsmanns sem væri þegar verkfall stæði yfir. Viðbrögð ýmissa samtaka launa- fólks hafa vcrið harkaleg. Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði við Tímann að hann stöfunum ríkisstjórnarinnar sem hingað til hefðu flestar gengið út á kjaraskerðingar og hefðu menn því þungar áhyggjur af framtíðinni í ljósi reynslunnar. „Kröfugerð mun að sjálfsögðu taka mið af þeim ráðstöfunum sem gripið hefur verið til hingað til,“ sagði Ögmundur. - En hversu mikið svigrúm er til launahækkana almennt í þjóðfélag- inu og í ríkisrekstri, einkum með tilliti til fyrirætlana ríkisstjórnarinn- ar um samdrátt í ríkisrekstri? Ögmundur sagði: „Við veltum fyrst og fremst fyrir okkur svigrúmi heimilanna og það er orðið afar lítið, einkum hjá fólki í lægstu launaflokkunum. Reyndar er það svo að BSRB eru láglaunasamtök þar sem launamunur er afar lítill. Þeir sem lakast standa hafa um 45 þúsund krónur í dagvinnutekjur, og innan við helmingur félagsmanna væri undrandi á dómgreindarleysi forráðamanna Flugleiða í þessu máli. Mikil reiði ríkti meðal fé- lagsmanna og kröfur væru uppí um að ekki yrði rætt frekar við Flug- leiðir um væntanlegar sumarleyfis- ferðir féiagsmanna innanlands og utan á sumri komanda. í gær samþykkti stjóm Starfs- mannafélags ríkisstofnana ályktun þar sem fyrirhugaðri málssókn Flugleiða er mótmæit harðlega og minnt er á að fyrir dyrum standi samningar fjölmargra verkalýðs- félaga um flutning þúsunda laun- þega til sumarleyfisdvalar. Stjóm SFR ieggur til að ekki verði rætt við Flugleiðir um ferða- lög fyrir félagsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar að svo stöddu. Þá ályktaði stjóm Póstmannafé- tags íslands um málið í gær og lítur svo á að málshöfðunin sé aðför að starfsemi allra samtaka launafólks í landinu. -sá hefur um 55 þúsund kr.“ Ögmundur sagði að fyrir dyrum stæði stórfelldur niðurskurður í ríkisrekstri og ríkisstarfsmenn sæju fram á minnkandi eftirvinnu. BSRB vildi hvetja stjórnvöld til raunsæis: Ef samdráttarhugmyndir gengju eftir, yrði að auka kaupmátt dag- vinnulauna þannig að yfirvinna færð- ist inn í dagvinnutaxtana. Hann sagði að öllu skipti hver kaupmáttur launa yrði eftir samn- inga og hann vildu menn fá tryggðan. Að öðru leyti væru kröfur enn ómótaðar enda umræða um þær rétt að hefjast innan bandalagsins. Búast mætti þó við að þær verði að mestu mótaðar þegar bráðabirgðalögin um bann við kjarasamningum falla úr gildi þann 15. febrúar n.k. - En hvað segir framkvæmdastjóri VSÍ um svigrúm til launahækkana? „Starfsfólk framleiðslufyrirtækj - anna áttar sig á stöðunni og er Steingrímur Hermannsson mun á næstu dögum fara í fundaferð um landið. Fyrsti fundurinn verður hald- inn á Hótel Sögu í kvöld. í viðtali við Tímann sagði Stein- grímur að hann hefði oft farið slíkar ferðir ýmist í þinghléi eða áður en þing hefst. í þessari ferð verður fyrst og fremst fjallað um efnahagsmálin og niðurstöður þeirra athugana sem ríkisstjórnin hefur látið vinna. Steingrímur sagðist álíta að þessar athuganir sköpuðu miklu betri grundvöll en áður til að taka á efnahagsmálunum ef samstaða næðist. Aðspurður um hver stefna ríkis- stjórnarinnar yrði í viðræðunum við Borgaraflokkinn sem hefjast á morgun, sagði Steingrímur: „Um það get ég ekki sagt núna, þetta er könnunarfundur og þetta er fyrst og fremst spurningin um stefnu stjórn- arflokkanna. Við ætlum fyrst að heyra óskir og skoðanir Borgara- flokksmanna og munum í framhaldi áskorun framkvæmdastjórnar Verkamannasambandsins um að líf- eyrissjóðirnir bregðist vel við og kaupi skuldabréf Atvinnutrygg- ingarsjóðs dæmi um þann skilning sem verkafólk hefur á erfiðri stöðu og þeirri hættu sem vofir yfir at- vinnulífinu og þar með atvinnu fólksins," sagði Þórarinn V. Þórar- insson. Þórarinn sagði emnig að efnahags- horfur þessa árs bentu til áframhald- andi samdráttar. Þjóðartekjur ættu að öllum líkindum eftir að halda áfram að falla á árinu í framhaldi af falli þeirra síðasta ár. Við þær að- stæður væri tómt mál að tala um launahækkanir. Yrðu launahækkanir knúnar fram gætu afleiðingarnar orðið með tvennum hætti: Annars vegar gæti atvinnuleysi aukist þannig að enn færri skiptu milli sín þjóðarkökunni og atvinnulausir tækju á sig kaup- af því meta hvort þær eru aðgengi- legar.“ - Nú hefur Júlíus Sólnes lýst því yfir að til verði að koma ný ríkis- stjórn og nýr stjórnarsáttmáli, hver er þín skoðun á þessu? „Ef einn flokkur bætist inn í ríkisstjórnina þá er það eðli málsins samkvæmt ný ríkisstjórn. Þannig að mér finnst slík umræða í raun og veru vera út í loftið. Ég hef núna máttarhrapið. Hinn kosturinn væri einfaldlega verðbólga. Ástæðan væri einfaldlega sú að ekki hefði enn tekist að sannfæra neytendur í öðrum löndum um að þeir eigi að greiða hærra verð fyrir íslenskar vörur í takt við kostnaðar- hækkanir á íslandi. „Ríkisstjórnin sem nú situr hefur verið upptekin við að reyna að finna lausn á hvernig halda megi fram- leiðslufyrirtækjunum gangandi mið- að við núverandi útgjaldastig. Fyrirtækin eru að loka eitt af öðru. Rekstrarstöðvun blasir við sjávarútveginum ef ekkert verður að gert. Sjávarútvegurinn og fram- leiðslugreinarnar eru þessi undir- staða sem allt annað byggist á. Með þessu er ég ekki að segja að aðrar greinar séu eitthvað síðri eða óæðri, en samhengið í efnahagskeðjunni er nú einu sinni svona.“ -sá Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra. umboð frá forseta til að leiða ríkis- stjórn Framsóknarflokks, Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags, það verður að breytast ef nýr flokkur kemur inn. Stjórnarsáttmálinn getur verið sá sami ef menn eru sáttir um hann.“ SSH Þeir bæta tiiveruna „Við byggjum" er kjörorð Kiw- anishreyfingarinnar hér á landi sem verður 25 ára á laugardaginn. Þeir kiwanismenn hafa þjónustu og líknarmál á stefnuskrá sinni en samkvæmt þeim grundvallarsjón- armiðum vinnur hver klúbbur. Til að mynda eru málefni aldraðra ofarlega á baugi sem og málefni fatlaðra, þoskaheftra og annarra þeirra er minna mega sín í þjóðfé- laginu. Haldinn er K-dagur á þriggja ára fresti en þá er starfað undir kjör- orðinu „gleymum ekki geðsjúk- um“. Því fé sem þá hefur safnast var annars vegar varið til uppbygg- ingar verndaðs vinnustaðar og hins vegar Unglingageðdeildar. Málshöföun Flugleiða á hendur Verslunarmannafélagi Suðurnesja gæti dregið dilk á eftir sér fyrir Flugleiðir: Missa Flugleiðir af orlofsferðum? Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins: Fundaferð um landið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.