Tíminn - 04.02.1989, Side 12

Tíminn - 04.02.1989, Side 12
24 Tíminn Laugardagur 4. febrúar 1989 lllllllllllllllll BÓKMENNTIR ' . ''' ..." ................................. ' j:................ .......:V .„iil Eigulegt vísnakver Ferskeytlan, vísur og stef frá ýmsum tímum, Kári Tryggvason valdl, Almenna bókafélagið, 1988. Hér er lítil en lagleg bók á ferð- inni. í hana hefur Kári Tryggvason valið hátt í 170 lausavísur frá ýmsum tímum. Frágangi er þannig háttað i að prentuð er ein vísa á hverri síðu og höfundar getið, en án frekari skýringa. Að því er segir í formála er þetta ný og endurskoðuð útgáfa bókar sem kom út fyrir einum tíu árum, nefndist Vísan og seldist strax upp. Sú bók hefur farið fram hjá þeim er hér ritar, og þá trúlega fleirum, svo að endurútgáfa hefur víslega verið orðin tímabær. Vísnagerð er mikil list og síður en svo öllum gefin. Hún útheimtir mikla listræna hnitmiðun, þar sem saman þurfa að fara ríkt hugmynda- flug, orðhittni og smekkvísi, jafnvel umfram það sem þarf til að yrkja lengri kvaeði. Að því er val Kára Tryggvasonar hér varðar þá er naumast ástæða til að gera við það athugasemdir. Vitaskuld myndu engir tveir menn velja með sama hætti í úrval sem þetta; til þess er magnið til að velja úr of mikið og smekkur manna of misjafn. En í heild virðist þetta úrval þó smekk- lega gert. Hér eru ýmsar gamlar og vel þekktar vísur, og auk þess aðrar sem máski eru miður kunnar, svo sem þessi sem hér er sögð eftir Jóhannes á Skjögrastöðum: Fallinn lofar margur maður margan kauðann. Ætli ég verði annálaður eftir dauðann? Eða þá þessi vísa Kristmanns Guð- mundssonar: Gegnum lífið létt án vanda liðugt smó hann, nennti seinast ekki að anda og þá dó hann. Og þessi eftir Eirík Einarsson: Háski er að ala á holdsins þrá, hún er oft skammvinnt gaman. Margur er til sem meiddist á mýktinni einni saman. Og enn ein eftir Jakob Thorarensen: Hún er slík að sveinninn sá sem að nýtur Fríðar, hann á enga heimting á himnaríki síðar. Og þannig mætti halda áfram lengi því að af nógu er að taka. Pó vil ég bæta við einni enn með smáviðbót; það- er þessi vísa sem um segir hér að óvíst sé um höfund hennar: Aldrei verður Ljótunn Ijót, Ijótt þó 'nafnið beri; ber af öllum snótum snót, snótin blessuð veri. Svo vill til að ég er nýbúinn að lesa Indriðabók, safnrit eftir Indriða Ind- riðason rithöfund sem gefið var út í Kári Tryggvason. tilefni af áttræðisafmæli hans á liðnu ári. Þar er þessi vísa á bls. 35, sögð ort um Ljótunni Benediktsdóttur í Ystafelli og eignuð Sören Jónssyni bónda að Geirbjarnarstöðum í Köldukinn. Geta eigendur Fer- skeytlunnar því skrifað þetta hjá sér í eintök sín ef þá lystir. Á einum stað rakst ég líka á prentvillu, sem lætur lítið yfir sér en rétt er þó að vekja athygli á. Það er í alkunnri vísu sem er prentuð þannig hér: Við skulum ekki hafa hátt, hér er margt að ugga. Ég hefheyrt í alla nátt andardrátt á glugga. Hér er að því að gæta að „ég“ í þriðju línunni verður að vera „eg“, því að annars vantar stuðul, og hefði þurft að laga þetta í próförk. Kári Tryggvason hefur haft þann hátt á í þessari bók að raða vísunum í stafrófsröð eftir upphafslínum þeirra, en hvorki eftir aldursröð né höfundum, sem trúlega hefði þó mátt telja fræðimannslegra. Þá hefur hann hvergi sett neinar skýringar né athugasemdir með, sem þó hefði getað verið þörf á sums staðar. Þannig veit ég til dæmis ekki hver er Jóhannes sá á Skjögrastöðum sem á vísuna hér að framan, og hefði ekki sakað að segja einhver deili á honum og máski fleirum miður kunnum höfundum. En að slíkum hnökrum frátöldum er þetta hið eigulegasta vísnakver. -esig INDRIDABÓK Indrlðabók, geflð út f tilefni áttræðisafmæils Indriða Indrlðasonar 17. april 1988, Söguste- Inn, bókaforlag, Rv. 1988. Indriði Indriðason rithöfundur og ættfræðingur varð áttræður á nýliðnu ári. Af því tilefni gengust nokkrir vinir hans fyrir því að út væri gefin bók með allrækilegu úrvali af rit- verkum hans. Var af því tilefni sett á laggirnar útgáfunefnd sem í sátu þeir Grímur M. Helgason, Indriði G. Þorsteinsson, Ólafur Haukur Árnason, Snær Jóhannesson og Þor- steinn Jónsson. Nú er þessi bók nýlega komin út, er allstór eða vel yfir 200 blaðsíður, og nefnist hún Indriðabók. í stuttu máli verður ekki annað sagt en að hér hafi tekist vel til og bókin sé jafnt afmælisbarni sem þeim er að stóðu til sóma. Indriði mun vera vinmargur, sem best sést á þeim fjölda fólks sem látið hefur skrá nöfn sín á kveðjulista, eða Tabula gratulatoria, sem birtur er hér fremst í bókinni. Þá er hér einnig æviágrip afmælis- barnsins eftir Andrés Kristjánsson fyrrum ritstjóra, vel samið og skipu- legt svo sem vænta má. Eins og kunnugir vita starfaði Indriði lengst af á Skattstofu Reykjavíkur. Jafn- framt hefur hann verið athafnasam- ur á fleiri sviðum, fyrst og fremst innan ættfræðinnar. Meginverk hans á því sviði er ritverkið Ættir Þingey- inga, mikið ættfræðirit sem kunnugir hafa farið um hinum lofsamlegustu orðum. Þá hefur hann verið víða virkur í félagsmálum, en einkum er hann þó kunnur fyrir störf sín að bindindismálum á vettvangi Góð- templarareglunnar. Af störfum hans þar má nefna að hann var stórtempl- ar reglunnar á árunum 1976 til 1978. Þá er þess ógetið að faðir hans, Indriði Þórkelsson á Fjalli í Aðaldal, var gott ljóðskáld á sínum tíma og er enn mörgum kunnur fyrir skáld- skap sinn. Meðal verka Indriða son- ar hans er útgáfa á safni af ljóðum föður síns sem hann annaðist í samstarfi við hann. Var sú bók gefin út árið 1939 og nefnist Baugabrot. Merkasta efnið í þessari nýju Indriðabók má trúlega telja töluvert rækilega ævisögu Indriða á Fjalli sem hér er frumprentuð. Að því er hérna segir tók Indriði sonur hans hana saman fyrir hálfum fjórða ára- tug og nefnir hana í fullri hógværð drög að ævisögu. Sjálfur segist hann hér hafa ætlað að gera úr þessu efni ýtarlegri ævisögu, sem sér hafi þó ekki unnist tími til. Þótt vissulega megi lengi við slík verk bæta má þó segja að hógværð sem þessi sé hér óþörf. Ævisaga Indriða á Fjalli er hérna töluvert ýtarleg, og það sem mestu máli skiptir er að í henni er bæði að finna glögga mannlýsingu og einnig gagnlegar ábendingar varðandi sérkenni hans sem skálds. Að þessu verki er því ótvíræður fengur fyrir bókmenntamenn og gagnleg viðbót við það sem áður hefur verið skrifað um Indriða á Fjalli. Að öðru leyti kennir talsvert Indriði Indriðason. margra grasa í bókinni. Meðal ann- ars er hér fróðleg grein sem heitir „Endurminning frá sumrinu 1917“ og hefur að geyma lýsingu á heim- sókn Stephans G. Stephanssonar skálds til Indriða á Fjalli í íslands- ferð hans það ár. Þá er hér einnig gagnlegt yfirlit um líf og verk Páls Bjarnasonar, en hann var vestur-ís- lenskt skáld og þýðandi íslenskra ljóða á ensku sem mjög ómaklega hefur minna verið getið undanfarið en skyldi. Þar fyrir utan er efni bókarinnar af margvíslegum toga. Allt er það þó vel og lipurlega skrifað, í skýrum og læsilegum stíl, og margt áhugavert aflestrar. Meðal annars eru þarna ritgerðir um ættfræðileg efni, nokkr- ar afmælis- og minningargreinar, að ógleymdum eigin skáldskap Indriða. Þeirrar ættar eru þarna ein smásaga, nokkur æskuljóð og allmargar þýð- ingar hans á ljóðum eftir erlend skáld. Má áf þessum verkum ráða að hann hefði getað náð árangri í skáldskap ef hann hefði kosið að halda meira inn á þá braut en láta ekki ættfræðistörf sín sitja í fyrir- rúmi. Þá eru þarna nokkrar greinar og ræður eftir hann er tengjast starfi bindindismanna. Trúlegt má þykja að það efni höfði einkum til félaga bindindishreyfingarinnar, en þó er þar á meðal bæði fróðleg og læsileg lýsing á ferð hans á hástúkuþing í Istanbul árið 1970, sem án efa hefur mun víðari skírskotun. Þá grein ættu allir að geta lesið sér til ánægju, jafnt þeir sem aldrei hafa nálægt starfsemi Góðtemplarareglunnar komið sem hinir. -esig llllllllllllllllllllllllllllBLÖÐOG lllllll llllllllll III Nýjasta hefti Andvara Nú fyrir jólin kom að vanda út hefti af Andvara, tímariti Bókaút- gáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins, sem Gunnar Stefánsson ritstýrir. Andvari er eins og kunnugt er eitt af elstu tímaritum þjóðarinn- ar, og er þetta hundraðasta og þrettánda árið sem hann kemur út. Fyrir því er orðin löng hefð að á hverju ári sé birt í Andvara ævisaga einhvers nýlega látins Islendings. Er þá við það miðað að um sé að ræða forystumann eða brautryðjanda á sínu sviði, og í áranna rás er það orðinn bæði mikill og gagnlegur fróðleikur sem með þessu móti hefur þar verið dreginn saman um ýmsa af bestu sonum þjóðarinnar. Að þessu sinni er það Pétur Bene- diktsson sendiherra, síðar banka- stjóri og alþingismaður, sem fær ævisögu sína skráða í Andvara. Höfundur hennar er Jakob F. Ás- geirsson, og er þessi ævisaga sérstæð fyrir þá sök að hann mun ekki hafa náð að kynnast Pétri persónulega, að því er hann skýrir hér frá. Þetta hefur vitaskuld orðið bæði til þess að auðvelda og torvelda honum verkið. Það hefur verið auðveldað að því leyti að persónuleg kynni hafa þá ekki orðið honum til trafala við samninguna, en torveldað á þann hátt að hann hefur ekki haft þessi sömu persónulegu kynni til að krydda og máski dýpka lýsingu sína á hinum látna. Af sjálfu leiðir svo að fyrst þannig stendur á er hér fyrst og fremst beitt aðferðum sagnfræðinnar til að skrá þessa sögu. í heild verður þó ekki annað sagt en að Jakobi hafi tekist þetta verk vel, enda vitnar hann óspart í bæði gögn frá Pétri, sem hann hefur haft aðgang að, og ummæli kunnugra samtímamanna um hann. Með því móti verður ekki annað séð en að honum takist hér jöfnum höndurp að draga upp býsna skýra mannlýs- ingu, sem og að gefa greinargott yfirlit um ævistarf Péturs. En hinu er þó ekki að leyna að með því að fá ókunnugan mann til að vinna þetta verk hefur verið tekin viss áhætta, sem vafamál er hvort gera á í framtíðinni, þó ekki hafi orðið til skaða í þetta sinn. Einn helsti kostur ævisagnanna í Andvara hefur löng- um verið einmitt sá að þar fjölluðu kunnugir menn um efni sín. Ævisaga Péturs Benediktssonar tekur yfir hátt í þriðjung heftisins, en að öðru leyti er efni ritsins líkt og endranær helgað bókmenntum, gömlum og nýjum. Helsta frávikið frá því er grein eftir Loft Guttorms- son um áhrif lútersku siðbreytingar- innar á alþýðufræðslu í landinu, sem telja má á mörkum sagnfræði og bókmenntafræði. Rekur hann þar ýmsar heimildir um útgáfu guðs- orðabóka, bókaeign á heimilum og lestrarkunnáttu samkvæmt húsvitj- anabókum sóknarpresta, sem allt er hinn gagnlegasti fróðleikur. Skáld Andvara að þessu sinni eru þrjú, Ingibjörg Haraldsdóttir, Elísa- bet Þorgeirsdóttir og Hannes Sigfús- son. Öll eru ljóðin frambærileg, en verk Hannesar þó sýnu áhugaverð- ast. Hann birtir hér ljóð sem heitir Austurstræti, aldarfjórðungi síðar. býsna margslungið verk um endur- fundi sína við Austurstræti í Reykja- ' vík eftir langa fjarvist, og fer ekki á milli mála að hér yrkir atómskáld með tilheyrandi áherslu á knapporð- an stíl og hnitmiðað myndmál. Þá á Jón Viðar Jónsson hér hug- leiðingu um Guðmund Kamban í Pétur Benediktsson. tilefni af aldarafmæli hans, og birt er útvarpsviðtal sem Gylfi Gröndal tók við Olaf Jóhann Sigurðsson árið fyrir andlát hans. Kemur þar margt nýtt og áhugavert fram varðandi viðhorf skáldsins til lífs síns og skáldskapar. Þá birtir Sigfús Daða- son hér bréf sem Stefán Bjarman sendi honum og fjallar að stærstum hluta til um þýðingu hans á Hverjum klukkan glymur eftir Hemingway. Er þar enn margan fróðleik að finna um mikið þýðingarverk. Auk þess á Hannes Pétursson þarna grein þar sem hann skýrir m.a. ákveðið atriði í eigin Ijóði, og Hjörtur Pálsson birtir þama útvarpserindi um hlut íslands í ljóðum Jóhannesar úr Kötlum. Loks eru hér þrjár greinar sem skrifaðar eru í tilefni af nýlega útkomnum bókum. Þar skrifar Dagný Kristjánsdóttir hugleiðingu um eigin viðbrögð við Gunnlaðar sögu eftir Svövu Jakobsdóttur, Þórir Óskarsson gerir nokkrar athuga- semdir við bók þess er hér ritar um Bólu-Hjálmar og afstöðu hans til rómantíkurinnar, og Matthías Viðar Sæmundsson skrifar um upphaf nú- tímabókmennta í tilefni af nýlegri bók Halldórs Guðmundssonar um nafna sinn Laxness. 1 öllum þessum greinum er velt upp nýjum sjónar- hornum, til þess ætluðum að vekja upp áframhaldandi umræðu. I heild verður því ekki annað sagt en að Andvari sé nú sem fyrr hið áhugaverðasta tímarit. Að minnsta kosti fer ekki á milli mála að áhuga- menn um bókmenntir ættu að geta fundið þar talsvert margt við sitt hæfi. -esig

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.