Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.02.1989, Blaðsíða 14
\*2& 'Tmninn rbaugardagur 4., febrúar «1i989 RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Rafmagnseftirlit Starfsmaður óskast til rafmagnseftirlitsstarfa á orkuveitusvæði Rafmagnsveitunnar. Menntun rafmagnsverkfræðings nauðsynleg. Garðyrkjumaður Starfsmaður óskast með menntun í garðyrkjustörf- um. Helstu verkefni eru vinna við ræktun og umhirðu lóða og svæða Rafmagnsveitunnar, auk skipulagningar og verkstjórnar sumarvinnufólks. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 13. febrúar n.k. og ber að skila umsóknum til starfs- mannastjóra á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar að Suður- landsbraut 34. Upplýsingar um störfin veitir starfsmannastjóri í síma 686222 á milli kr. 10.00 -12.00 f.h. Starfsmannastjóri Styrkir til náms á Spáni Spænsk stjórnvöld bjóða fram eftirtalda styrki handa íslendingum til náms á Spáni á námsárinu 1989-90: 1. Einn styrk til háskólanáms í 12 mánuði. Ætlast er til að styrkþegi sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi og hafi mjög gott vald á spænskri tungu. 2. Tvo styrki til að sækja spænskunámskeið í Madrid sumarið 1989. Umsækjendur skulu hafa lokið a.m.k. 3 ára námi í spænskri tungu í íslenskum framhaldsskóla. Umsóknir um styrki þessa, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. apríl n.k. - Sérstök umsóknar- eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 31. janúar 1989. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar 'r Sálfræðingur Laus er staða yfirsálfræðings við Unglingadeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Upplýsingar gefur yfirsálfræðingur í síma 622760 eða yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Hveragerði og nágrenni Árlegur stjórnmálafundur og viötalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður haldinn mánudaginn 6. feb. í fundarsal Boöans, Austurmörk 2, Hveragerði kl. 20.30. Allir velkomnir LESENDUR SKRIFA Öllu má ofbjóða Þeir sem velja sér viðmælendur í dægurmálaþætti útvarpsins rata ef- laust oft í vanda sem þeim tekst afar misvcl að leysa. Margt það, sem er til umfjöllunar í dægurmálaþáttum Ríkisútvarpsins á Rás 2, fer framhjá mér, en þó hef ég nokkrum sinnum orðið fyrir því að sitja þar undir samræðum við fólk. sem betur væri niðurkomið annarsstaðaren í hljóðstofu útvarps- ins. Þó efa ég að nokkrusinni hafi verið farið lengra út fyrir takmörk alls velsæmis, en í síðasta dægur- málaþætti ársins 1988, þar sem kvaddir voru til viðtals Magnús Skarphéðinsson og piltur kenndur við Sykurmola, en í huga mínum á hann uppruna sinn í Tappa tíkar- rassi. Fluguntenn þeir, sem hlcyptu lok- um frá hurðum svo að ódæðismenn ættu auðveldara með að fremja hryðjuverk, voru fyrr meir fjarri því að vera í hávegum hafðir. Nú mætti ætla að sú manngerð væri í miklum metum hjá þeim, sem velja viðmæl- endur í dægurmálaþátt Rásar 2, því eftir því sem fram kont í viðtali við þessa tvo menn í umræddum þætti, mátti ætla að þeir væru tilbúnir að vinna þjóð sinni hvert það mein, sem í þeirra valdi stæði og engin ástæða er til að ætla annað en að þeir hafi verið og muni verða þessari hugsjón sinni trúir. Ekki leyndi sér fögnuður Magnús- ar Skarphéðinssonar yfir því að erlendir auðhringir skyldu beita þjóð hans viðskiftakúgunum; þá þjóð sem hefur framfært hann til þessa og nú að mér skildist lyft honum upp í háskóla, eða er hann e.t.v. á fram- færi Grænfriðunga? Hávaðaframleiðandinn, sem ég hef ekki nafnið á, lýsti aftur á móti Steingrímur Fundir um atvinnu- og efnahagsmál Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, heldur fundi um at- vinnu- og efnahagsmál á eftirtöldum stööum: Norðurland-V, laugardag 4. febr. Varmahlíð kl. 14.00. Allir velkomnir Framsóknarfélag Garðabæjar Almennur félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 7. feb í Framsókn- arhusinu Goðatúni 2, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Fjárhagsáætlun Garðabæjar 1989. 2. önnur mál. Allir velkomnir Stjórnin Akranes bæjarmál Fundur um bæjarmálefnin verður haldinn laugardaginn 4. febrúar kl. 10.30 í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Meðal annars verður rætt um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1989. Bæjarfulltrúarnir. Austurland Af óviðráðanlegum orsökum verður fundum helgarinnar frestað. Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson. Kópavogur Skrifstofan í Hamraborg 5 er opin þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-13. Sími 41590. Heitt á könnunni. Opið hús alla miðvikudaga kl.17-19. Félagsmenn eru hvattir til að líta inn og taka með sér gesti. Eflum flokksstarfið. Framsóknarfélögin í Kópavogi. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Hamraborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sími 43222. K.F.R. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambandsins, Eyrarvegi 15, Selfossi er opin á mánudögumkl. 15 til 17og áfimmtudögum kl. 17 til 19, sími 98-22547. K.S.F.S. þeirri háleitu ósk sinni, að velflestir landar hans yrðu teknir af lífi. Það ber að sjálfsögðu að virða þessa hreinskilni piltsins, því þarna mun hann, umbúðalaust hafa túlkað hug- arfar þeirra samtaka, sem þeir virtust vera fulltrúar fyrir, því gerðir þeirra benda til þess, að engin þau óhæfuverk séu til, sem þeir séu ekki tilbúnir að beita, til framdráttar sínum ómennska og öfgafulla málstað. Ég hef stundum efast um, að barátta Magnúsar Skarphéðinssonar fyrir alfriðun hvala, gæti samræmst lífsskoðun hans, eða er lífsskoðun hans virkilega sú að veita beri þeim ’ sterka vernd, svo að hann eigi hæg- ara með að útrýma þeim mörgu og smáu? Þetta hlýtur að vera viðhorf þeirra sem berjast fyrir alfriðun stærstu skepnu jarðarinnar, þeirrar skepnu, sem síst er búin hætta af öðrum dýrum. Ég hélt að jafnvel Magnúsi Skarp- héðinssyni væri kunnugt um það að fæða hvala er lífverur, stórar eða smáar eftir atvikum. Nú útheimtir stærð hvalanna óhemju fæðu þeim til viðhalds. Þeim mun smærri sem lífverurnar eru, þarf að sjálfsögðu fleiri til að metta þessar tröllauknu skepnur. Niðurstaðan hlýtur því að verða sú, að hvalirnir séu stórtæk- ustu fjöldamorðingjarnir, sem gista þessa plánetu. Þess utan er ekki þvf að heilsa að þeir aflífi bráðina á heiðarlegan hátt, heldur murka þeir úr henni lífið í meltingarfærunum og það finnst mér ekkert fyrirmyndar framferði. Okkur er tjáð að einhverntíma í fyrndinni hafi verið hér á jörðu hinar ferlegustu skepntir, svo stórar að engin lífvera gat grandað þeim. Samt liðu þessi risavöxnu dýr undir lok. Er ekki hugsanlegt að forsjónin hafi komist að þeirri niðurstöðu, að þessi stóru dýr settu lífríkið í hættu með þurftum sínum og græðgi og yrðu því að víkja, svo að jafnvægi næðist í náttúrunni? Er ekki eins hægt að hugsa sér, að ef stærstu dýr hafsins verða alfriðuð og valda með fæðutöku sinni röskun á jafnvægi í lífríki þess, taki náttúran þar einnig í taumana og útrými þeim? Mér finnst ástæða til að velta fyrir sér hvað er að gerast í selastofninum, sem um sinn hefur stækkað hömlu- laust fyrir tilverknað fávísra og skammsýnna „selavina". Mér finnst ekki fráleitt að hugsa sér að sá sjúkdómur, sem nú herjar á sela- stofninn, sé ráðstöfun náttúrunnar til að koma í veg fyrir frekari offjölgun hans. Reykjarhóli 317121988 Óskar Sigtryggsson Einhell vandaöar vörur boftpressur FYRIR LIGGJANDI ALLTAF SAMA LÁGA VERÐIÐ Skeljungsbúðin Siðumula 33 símar 681722 og 38125

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.