Tíminn - 07.02.1989, Page 8

Tíminn - 07.02.1989, Page 8
8 Tíminn Þriðjudagur 7. febrúar 1989 Tíxnitm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Póstfax: 68-76-91 Aðgerðir í peningamálum í gær flutti Steingrímur Hermannsson, forsætis- ráðherra, ræðu á Alþingi, þar sem hann skýrði þær sérstöku aðgerðir í efnahagsmálum, sem sam- komulag hefur orðið um í ríkisstjórninni. í upphafi máls síns gat hann árangurs þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur þegar beitt sér fyrir. Verðbólga er nú 9,5 af hundraði og hefur aldrei verið lægri síðan 1971. Vaxtabreytingin hefur verið umtals- verð einnig. Raunvextir á verðtryggðum skulda- bréfum hafa lækkað úr 9,5 af hundraði í 7,75. Þá hafa nafnvextir lækkað úr 33-34 af hundraði í 15-16 af hundraði. Þetta hefur að viðbættri lítilli verðbólgu reynst fyrirtækjum og einstaklingum mikilvægt, og munu dæmi þess að greiðslubyrði vaxta hafi lækkað um helming eða meira. Þær nýju efnahagsaðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ákveðið ná m.a. til gengismála, verðlags, vaxta og peningamála, sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar. Hér er um umfangsmiklar og víðtækar aðgerðir að ræða, sem miða að því að festa enn frekar í sessi þær aðgerðir í efnahagsmálum, sem hafnar voru strax við tilkomu ríkisstjórnar Stein- gríms Hermannssonar. Raungengi krónunnar hefur lækkað verulega á undanförnum mánuðum. Þá hefur gengi dollarans hækkað um 4 af hundraði sem er nokkur bót fyrir verst stöddu fyrirtækin. í ljósi þessa er talið óhjákvæmilegt að lagfæra gengið lítillega til að bæta rekstrarstöðu fyrirtækja í útflutningi og í samkeppnisgreinum. Hefur ríkisstjórnin samþykkt að heimila Seðlabanka að lækka gengið um 2,5 af hundraði. Einnig hefur verið staðfest heimild til bankans til að ákveða daglegt gengi krónunnar innan marka sem eru 2,25 af hundraði. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tímabundið verði orkuverð háð samþykki verðlagsyfirvalda. Einnig að Verðlagsstofnun fylgist sérstaklega með verð- ákvörðunum einokunar og markaðsráðandi fyrir- tækja, og taki upp samstarf við verkalýðs- og neytendafélög um aðhald að verðlagi. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið að koma á lægri raunvöxtum, en stuðla jafnframt að betra jafnvægi á lánamarkaði. Með samræmdu átaki verði unnið að því að lækka raunvexti þannig, að vextir af verðtryggðum ríkisskuldabréfum verði ekki hærri en 5%, og raunvextir af öðrum fjárskuldbindingum lagi sig að því. Ríkisstjórnin mun leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um Seðlabanka íslands, þar sem kveðið verður skarpar á um heimildir bankans til að binda vaxtaákvarðanir innlánsstofnana takmörkunum. Hér hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar í verðlags, peninga og vaxtamálum verið raktar í stórum dráttum. Þær miða allar að því að róa athafnalífið og færa ástandið til betri vegar fyrir fyrirtæki og einstaklinga. GARRI Óvinsældir SÍS Morgunblaðið gerði sér fréti á laugardag úr því sem áttu að vera óvinsæidir Sambands isl. sam- vinnufélaga. Tilefnið var skoðana- kónnun, sem fímaritið Frjáls versl- un keypti hjá Gallup á fslandi. Samkvæmt niðurstöðum hennar sögðust 42,8% aðspurðra hafa já- kvætt viðhorf til Sambandsins en 34,4% neikvætt þegar lesin voru upp fyrir þá nöfn tíu fyrirtækja og spurt um skoðun á þeim. Þá voru 19,9% hlutlausir i garð Sambands- ins og 2,9% höfðu ekki skoðun á því. Var Sambandið næstneðst varðandi neikvæð viðhorf, næst fyrir ofan Hótel Örk með 43,8%. Þetta varð Morgunblaðinu reyndar tilefni til að segja « fyrir- sögn að hér hafi verið „neikvæð- asta viðhorfið til SÍS‘* og til að sleppa að geta um Hótel Örk, sem og þau 65,6% sem voru jákvæð eða hlutlaus gagnvart Samband- inu. Segir það sína sögu um sann- leiksást manna þar á bæ þegar um er að ræða mál sem snerta sam- vinnuhreyfinguna og fyrirtæki hennar. Pólitísk afstaða Keyndar þarf það í sjálfu sér ekki að koina neinuin á óvart þó að nokkur hópur nianna sé á nióti jafnt Sanibandinu sem kaupfé- lögunum. Allir, nema kannski þeir á Morgunblaöinu, vita að í nokkra mannsaldra hcfur verið djúptækur skoðanaágreiningur í landinu á- milli samvinnumanna og einka- framtaksmanna. Hinir síðar nefndu eru flestir í Sjálfstæðis- flokknuin, en hinir í öðrum flokkum, ckki síst í Framsóknar- flokknum. Ef um þriðjungur aðspurðra í þessari könnun hcfur verið á móti Sambandinu þá segir það í rauninni ekki annað en að sjálfstæðismenn séu á móti því, líkt og þeir hafa verið svo lengi sem sögur fara af. Allir vita að hér á landi eru til menn sem umhverfast af bræði ef | SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVtNNUFÉLAGA STOFNAO 1902 þeir heyra minnst á samvinnurekst- ur og láta flest henda sig fremur en að stíga fæti inn í kaupfélag. Að vísu hafa þessir menn rangt fyrir sér, en það er önnur saga. Þessi skoðanakönnun sýnir því ekkert annað en að þessir menn eru til cnn, sem og aðrir svipaðrar skoðunar þó að þeir séu kannski ekki eins eldheitir í heiflinni og hinir. Þegar öllu er á botninn hvolft sýnist þessi skoðanakönnun ekki vera neitt sem samvinnumenn þurfí að hafa verulegar áhyggjur út af. Hún staðfestir það enn eina ferðina að hreyflng þeirra á sér harða undstæðinga, andstæðinga sem reynslan sýnir því miður að vilja hana feiga og hika jafnvel ekki við að grípa til hinna ódrengilegustu ráða ef færi gefst á því að sverta hana. Þar er Morgunblaðið fram- arlega á merinni, eins og fréttin á laugardag er aðeins nýjasta dæmið uin. Átaks er þörf Aftur má hitt meir en vera að erfíðleikar Sambandsins síðustu misserin og neikvæð fjölmiðlaum- neða í kjölfar þeirra hafl haft einhvcr áhrif á niðurstöður þessar- ar könnunar. Með öðrum orðum að neikvæði hópurinn sé núna með ívið stærra móti, miðað við það sem áður hefur verið. Fyrir samvinnumenn er þvi trú- lega rétt að láta þessa niðurstöðu verða sértil hvatningar. Samvinnu- fyrirtækin eiga nú hópum saman í töluveröum erfíðleikum í kjölfar vaxtastefnunnar á síöasta ári. Það fer ekki á rnilli mála að núna er þörf á því að samvinnumenn bretti upp ermarnar og ráðist á þessa erfiðleika af fullum eldmóði. Líka er að því að gæta að samvinnufyrirtæki þurfa, líkt og öll önnur fyrirtæki í landinu, að byggja sér upp sem jákvæðasta ímynd meðal félagsmanna sinna og alls atmennings. Þetta þurfa þau að gera með öflugu upplýsinga- og fræðslustarfi á eigin vegum. Það má líka meir en vera að í fastgengis- og hávaxtastefnunni núna undanfarið hafl þctta starf sctið of mikið á hakanum og hér sjáist árangurinn af því. Með öðr- um orðum að samvinnumenn þurfl nú að fara aftur að gera sérstakt átak í eigin fræðslustarfi og stefna markvisst að því að bæta mcð því ímynd fyrirtækja sinna meðai al- mennings. Hvað sem Morgunblaðinu kann að finnast þá eiga þeir nefnilega býsna góðan málstað. Neytendur jafnt scm framleiðendur um landið allt þekkja það nefnilega mætavel hve geysimikla þýðingu öflug kaupfélög hafa fyrir alla byggða- þróunina. Og neytendur í Reykja- vík hafa einnig kynnst því í verslun- um á borð við Miklagarð og Kaupstað hvaða þýðingu öflug samkeppni samvinnuversiunar við einkaverslun hefur fyrir buddur þeirra. Það leynir sér þess vegna ekki að hér þarf að fara að taka betur á. Garri. VÍTTOG BREITT llll Ófarir sparnaðar Eins og menn rekur minni til mátti fjármálaráðherra ekki opna á sér muninn á Alþingi fyrri hluta vetrar án þess að bæta svo sem eins og milljarði við fjárlagahallann, en fjárlögin gerðu ráð fyrir tekjuaf- gangi. Hallinn jókst við hverja ræðu ráðherrans, en vonir standa til að nú sjáist fyrir endann á honum með bráðabirgðauppgjöri fjármálaráðuneytisins. Margar skýringar eru gefnar á hallarekstrinum og er ekkert af honum fjármálaráðherrum að kenna. Málgagn núverandi fjár- málaráðherra heldur sig við þurra staðreynd: „Helsta ástæðan fyrir þessari stöðu ríkissjóðs er að heild- arútgjöld fóru rúmlega 4 milljörð- um fram úr áætlun á sama tíma og tekjurnar urðu 3 miljörðum króna lægri en gert var ráð fyrir.“ Málgagn fyrrverandi fjármála- ráðherra hefur eftir honum að rollukjet og Finnlandsför Þorsteins Pálssonar hafi verið honum þungt í skauti og að ráðstöfunartekjur heimilanna hafi ekki aukist nema um 20% á árinu og er síðan mikið úr því gert að mikið hafi verið um aukafjárveitingar síðustu mánuði ársins. En þá var nýr maður tekin við fjármálaráðuneytinu. Fjármálaráðherrar ársins 1989 fara nú mikinn á rauðu ljósi og hafa ráð undir rifi hverju til að leysa hverskyns vanda og hóta landslýð að í framtíðinni muni þeir standa saman. En ekki er vitað til að þeir hælist mikið um að hafa í sameiningu, eða hver á eftir öðrum, húrrað hallanum á lands- sjóðnum, sem þeim var trúað fyrir, niður í 7 milljarða króna. Ekki má draga úr eyðslu Annars er það margt sem veldur fjárhagsvandræðum ríkisins. Drjúgur hluti fer í vanskilavexti til Seðlabankans og er vel skiljanlegt að menn þurfi lítið fyrir lífinu að hafa á þeim bæ og gefst nægur tími til að sinna uppáhaldsiðjunni, að naga blýanta. Ríkið sér um að taka lán hjá sjálfu sér í eigin banka, borgar okurvexti og svo þarf enga fyrirhöfn til að ná skuldinni aftur í fjárhirslur bankans. Enda er reyndin sú að því versem ríkissjóð- ur stendur því betur vegnar bank- anum. Eitt hið alvarlegasta sem fyrir landssjóðinn kemur er þegar dreg- ur úr eyðslu. Mikið vantaði á að drukkið væri áfengi og reykt tóbak í þeim mæli sem fyrirheit voru um í fjárlögum. Það var bæðir reykt og drukkið minna en á árinu á undan. Eins vantaði mikið upp á að eyðsla almennings væri nóg. Ekki nóg drukkið og reykt Neysluþjóðfélagið byggist á því að mikil sé aflað og öllu eytt og helst meira til. Þetta svikust lands- menn um á síðasta ári. Ekki er nóg með að dregið hafi úr áfengisþambi og tóbaksnotkun, heldur sýnist sem ekki sé rúm fyrir fleiri bíla, hljómflutningstæki, leðurmublur og enn meira ofhlæði tryllitækja í heimilin og jafnvel vinnustaðina. Það hefur dregið stórlega úr nauð- synlegum tekjum ríkissjóðs vegna sparsemi og er illt við að búa ef það ástand varir. Fram eftir árinu skilaði stað- greiðslukerfi skatta mun meiru en við var búist en eftir að fólki fór að Iærast að vinna heldur fyrir tekjum en sköttum, snérist það dæmi við og þegar leið á árið kom í ljós að skattadæmið var snarvitlaust reikn- að og vörslumenn rfkissjóðs skildu ekkert í að skattatekjur jukust ekki síðari hluta árs eins og venja var í gamla kerfinu með sínum fyrirframgreiðslum og öllu því. Aldrei þessu vant voru skattgreið- endur fljótari að átta sig á stað- greiðslukerfinu en skattheimtu- mennirnir. En hvort sem sparsemin eða aðrar dyggðir valda því að innflutn- ingur minnkaði um nær 3% á milli ára, er ljóst að ríkissjóður þolir alls ekki að dregið verði úr eyðslunni, enda er vá fyrir dyrum þegar svo tekst til. Þeir á rauða ljósinu ættu nú að fara að gefa grænt ljós á óhófið sem afkoma ríkisins byggist á. Nú verð- ur að fara að reykja og drekka meira og er einhver von til að bjórinn bæti þar úr. Eyða verður meiru í kaup á hátolluðum lúx- usvarningi og það er engin hemja að draga úr bílakaupunum fyrr en kominn er að minnsta kosti einn bíll á mann, helst tveir. Sparnaður og aðhaldssemi er dyggð sem ríkið hefur engin efni á að standa undir. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.