Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 07.02.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 7. febrúar 1989 AÐ UTAN llllllllllllllllli Wllllli 1111 Illlllllllllll lllllllllll Umsátursástand í Kabúl þeim sem hafa ráð á gjaldi sem svarar til hálfs árs launa. Flóttinn er síður en svo hættu- laus. Bréf hafa borist til Kabúl þar sem segir frá skelfingunum sem flóttamennirnir hafa orðið að ganga í gegnum á snæviklæddum öræfum. Margir hafa látið þar lífið og aðrir hafa misst tærnar vegna kals. Sérmenntaðir Afganar grátbiðja útlendinga um aðstoð við að kom- ast úr landi. Við eitt sjúkrahús vantar nú þegar 20 lækna. En þegar örlagastundin rennur upp munu aðeins fáir af þeim 2,3 millj- ónum sem nú eru í Kabúl hafa haft tök á því að komast burt. Bæði umsátrið og fjölskyldubönd halda aftur af þeim. Nú bfður fólk þess sem koma vill. Einn andstæðingur Najibullah vildi gjarna sjá hófsama mujahedd- inmenn komast til valda en tilhugs- unin um blóðbaðið sem sigur heit- trúarmanna hefði áreiðanlega í för nteð sér veldur honum skelfingu. Hann minnist ránanna og morð- anna þegar skæruliðar náðu Kond- uz á sitt vald á liðnu ári og segir aðeins: „Ég vona að þeir sýni skynsemi". Rauði krossinn í viðbragðsstöðu Rauði krossinn ætlar ekki að láta tilviljanir ráða. Á litla sjúkra- húsinu sem Rauði krossinn rekur í Kabúl er þegar hvert rúm skipað útlimalausum ungum mönnum og nú hefur verið byggt við það bráða- birgðaskýli með 100 auðum rúmum. „Ég er hrædd um að við þurfum á þeim öllum að halda,“ segir gamalreynd sænsk hjúkrunar- kona. Þeir sem komast í hendur Rauða krossins verða þó í hópi þeirra heppnu. Afgönsk sjúkrahús eru iðulega rafmagnslaus og óhemju sóðaleg, og lyfjaskortur er tilfinnanlegur. Það er orðið algengt í þessu stríði sem þegar hefur kostað yfir eina milljón mannslífa, að jafnvel minniháttar áverkar leiða til dauða. En það er ekki eingöngu óttinn við mujaheddin-skæruliða sem hvílir yfir Kabúl. Leynilögreglan hefur að vísu aðeins losað tökin og tónninn í ríkisstjórninni, sem áður fylgdi kommúniskri harðlínu, er nú því sem næst orðinn sósíal- demókratískur. Samt er fólk hrætt við að tala við útlendinga. „Ef ég segi þér hvað er í raun og veru að gerast verð ég settur í fangelsi," sagði byggingaverkamaður við blaðamann. Það úir og grúir af frásögnum af næturheimsóknum þar sem menn eru dregnir nauðugir viljugir úr rúmunum til að gegna herskyldu. Rússum kennt um allt sem aflaga fer Hatur á Rússum er næstum áþreifanlegt. Allir Vesturlanda- búar eru ósjálfrátt álitnir vera Rússar og á þá starað fjandsamlega og spýtt af fyrirlitningu að þeim. Ljósmyndarar hafa orðið fyrir grjótkasti lítilla stráka sem hrópa „Rússar, Rússar". Og bílstjóri ræddi um Rússa sem „hunda“. Jafnvel afgönsku hermönnunum virðist óhemju mikið í nöp við þessa bandamenn sína. Margir kenna yfirvöldum í Moskvu um matarskortinn, þó að það séu Rúss- ar sem flytja Kabúlbúum mat með loftbrú. „Áður en þeir komu 1979 Á sama tíma og Rússar gera sér far um að forðast svipaða auðmýkingu í Kabúl og Bandaríkjamenn urðu að þola í Víetnam þegar þeir hörfa frá Afganistan, verður fólkið sem þeir yfírgefa að horfast í augu við enn skelfílegri örlög frá hendi mujaheddin-skæruliöanna, sem umkringja höfuð borgina. Blaðamaður The Sunday Times lýsir andrúmsloft- inu í höfuðborg Afganistan þegar Rússar voru langt komnir með að flytja herlið sitt burt. Síðasta veðmál erlendra sendimanna Á hverjum fimmtudegi síðustu mánuðina hafa átta erlendir sendi- menn safnast saman í sendiráðs- byggingu í Kabúl til að ræða um framtíðina, á sama tíma og Rússar hafa sig endanlega, og laumulega á brott frá þessari umsetnu og ótta- slegnu borg. Erlendu diplómatarnir kalla sig sjálfir í hálfkæringi „Fulltrúa óvin- veittu ríkjanna“ og meðal þeirra eru Brctar, Bandaríkjamenn, Frakkar og Kínverjar, sem allir hafa neitað að viðurkenna stjórn Najibullah forseta og 9 ára hernám Sovétmanna í Afganistan. En nú heyra þessir fundir minn- ingunum til, Bretar, Bandaríkja- menn, Frakkar, Vestur-Þjóðverj- ar, Japanar og ítalir hafa kallað sendimenn sína heim. Síðasta veð- málið þeirra snýst um hvenær - ekki hvort - Kabúl falli í hendur skæruliðanna. Bretarnir gefa Najibullah frest til 1. apríl, Bandaríkjamenn örlítið lengri tíma og Kínverjar eru svo örlátir að veðja á lok ársins, án þess að nokkur skilji þá spá. Vinn- ingurinn er viskýflaska. Nú er aðeins einni spurningu ósvarað um örlög Afganistans, þ.e. Itversu lengi Najibullahgeti hangið á stjórnartaumunum og hversu mikið blóð kosti að yfirfæra stjórn- ina til mujaheddinmanna sem eru í viðbragðsstöðu. Flestir spá blóð- ugri upplausn í höfuðborginni þar sem skæruliðarnir fremja hefndar- dráp og götubardagar verði í svip- uðum stíl og í Beirút. Erlendu sendiráðin hafa búið sig undir það versta. Bandarfski sendi- ráðsritarinn hefur fylgst með auðmýkingu Sovétmanna með illa dulinni meinfýsi og verið við öllu búinn. Hann er nú farinn. Fjórir landgönguliðar stóðu vörð við skrifstofubygginguna hans og hlökkuðu ekki til að hverfa á braut. Einn þeirra sagði fyrir brott- förina, að hann „lægi á bæn á hverju kvöldi og biði um bardaga" og annar eyddi öllum tómstundum við myndband sem heitir Aftökur um allan heim. Bretar hafa yfirgefið glæsilega sendiráðið sitt, þar sem standa glæsilegar byggingar frá nýlenduár- unum á 26 ekrum lands innan víggirðingar. Þetta umsáturshugarfar, sem minnir á Saigon og Phom Penh, hefur náð til 25 annarra sendiráða. Jafnvel íranar - sem ekki hafa sýnt friðhelgi diplómata tiltakanlega virðingu - hafa verið önnum kafnir við að logsjóða stálplötur á girðing- una umhverfis sendiráðið þeirra. Rússarnir, sem eiga mest á hættu og eru ákveðnir í að halda kyrru fyrir, hafa fellt trén fyrir utan sendiráðslóðina, sem er líkust virki. Bandaríkjamenn halda því fram að Rússar hafi hugsað sér að hafa þar fluglendingarbraut ef í nauðirnar ræki. íslenska sendiráðs- konan róleg Það eru bara Frakkar sem ekki láta sér bregða. Fulltrúi þeirra, Víetnami að hálfu, sem hefur ekki séð ástæðu til að senda íslensku eiginkonuna ^ína heim, nýtur ekki annarrar verndar en þeirrar sem fyrrverandi umferðarlögreglu- þjónn í Marseille getur veitt honum. „Hvað er að?“ spyr hann. „Sólin skín. Þetta er eins og á Rivierunni." Ekkert óðagot á Rússum Þessar síðustu vikur hafa verið erfiðar Rússum, sem Ieggja sig fram um að yfirgefa Afganistan með eins mikilli reisn og hægt er eftir 109mánaða dvöl ogfall 13.000 manna. Á meðan spennan eykst og erlendir stjórnarerindrekar yfir- gefa landið vinna Rússarnir að því að flytja lið sitt á brott. Þeir láta ekki mikið á flutningunum bera af öryggisástæðum og láta alls engin óðagotsmerki sjást. „Við förum ekki hangandi í þyrlum," er vinsælt viðlag frá yfir- mönnum í hernum sem vilja ekki heyra minnsta samanburð við fát- kennda brottför Ameríkana frá Saigon 1975. Rússarnir taka fram að þeirra flutningar séu skipulagð- ir. Með reglulegu millibili halda bílalestir eftir Salang-þjóðveginum - „veginum til lífsins" - í átt til Sovétríkjanna. Yfir Kabúl er stöðugur dynur flugvéla sem flytja vörubirgðir til borgarinnar og menn og tæki frá henni. Að degin- um er himinninn röndóttur af hvít- um rákum magnesiumloga, sem Ilyushin-76 flugvélarnar skjóta á loft til að afvegaleiða eldflaugar sem stefna á hita. Að næturlagi bergmálar í fögru fjöllunum með snæhetturnar sem umkringja Kab- úl af stórskotaliðsvopnum. í dögun fljúga þyrlur lágt yfir borginni eftir næturárásarferðir. Kabúl bíðurörlaga sinna. Óttinn rís og hnígur í samræmi við orð- róminn sem gengur þá stundina og lengdina á biðröðunum við brauðið og olíuna. Að næturlagi er helm- ingur borgarinnar myrkvaður og eykur það á skelfingarandrúmsloft- ið. Fáir hætta sér út fyrir hússins dyr. Það er hungur og nístandi kuldi, en það er líka niðurbæld reiði og spenna og öll regla er að hverfa. Slagsmál hafa brotist út í matarbið- röðunum. Öðru hverju heyrist skothríð. Hermenn við vegartálma eru orðnir frekari og ágengari. Þeir heimta sígarettur og jafnvel pen- inga. Unglingar í borgaralegum klæðum ráfa um göturnar með sjálfvirka Kalashnikov riffla. Jafnvel Rússar, sem bera mcð sér létti þess sem sér fyrir endalok í Kabúl, höfuðborg Afganistans, bíða menn nú örlaga sinna eftir að rússneskir hcrmenn hafa tekið saman föggur sínar og lialdið heim- leiðis. leiðinlegs verkefnis, virðast illa agaðir. T.d. sást til ungs hermanns á skriðdreka í útjaðri borgarinnar, þar sem hann hleypti af sjálfvirku byssunni sinni í jörðu niður, aðeins örfáa metra frá nokkrum litlum afgönskum drengjum. Enginn yfir- maður gaf honum ákúrur. Skæruliðar gera nú eldflauga- árásir alltaf öðru hverju og þó að halda megi í fljótu bragði að allt sé með felldu á umferðarþungum veg- um og mörkuðum, þar sem sölu- búðir eru opnar er það blekking. Verðlag þýtur upp úr öllu valdi og er orðið fátæklingum ofviða og flestir Afganar eiga von á illu einu. „Vona að skæruliðarnir sýni skynsemi“ Enginn gerir lítið úr grimmd mujaheddinskæruliðanna og Ka- búlbúar vita að tími reikningsskil- anna er að renna upp. Á hverjum degi er löng röð manna við dyr indverska sendiráðsins sem sækja um vegabréfsáritun. Miklar sögur ganga um fólk sem lætur af hendi allt sparifé sitt til spilltra embættis- manna gegn því að fá brottfarar- leyfi. Framtakssamir Afganar hafa komið sér upp flóttaleiðum handa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.