Tíminn - 22.02.1989, Page 4

Tíminn - 22.02.1989, Page 4
4 Tíminn Miðvikudagur 22. febrúar 1989 ■S 4| Bílastyrkir, sem ríkið borgar fyrir akstur á einkabílum, samsvara því að ríkisstarfsmenn aki tvöfalt lengra en 130 strætóbílstjórar SVR á 20 leiðum 18 tíma á sólarhring og bílstjórar 180 rútubifreiða á 42 sérleiðum. Á sama tíma fækkar farþegum með SVR og því eðlilegt að spyrja hvort ekki sé hægt að borga hluta bílastyrkjanna í strætómiðum. Tímamynd: Ami B|arna Ríkiö borgaöi 1.380 milljónir í bílastyrki og feröakostnað fyrir starfsmenn sína og rekstur 920 ríkisbíla: Bílastyrkir fyrir rúmlega hnattferð á degi hverjum Það eru fleiri en læknar sem ríkissjóður greiðir ríflega bílastyrki. Greiddir bílastyrkir til ríkisstarfsmanna námu alls um 232 milljónum króna árið 1987 - eða sem svarar til þess að þeir hafi ekið rúmlega 17 milljónir kílómetra á einkabílum sínum í þágu ríkisins. Sú vegalengd svarar til 24 tunglferða, eða 430 ferða umhveifis jörðina á 365 dögum. Bílastyrkur fyrir hverja „hnatíferð“ er því um 540.000 krónur (sem gefur m.a. til kynna hve margfalt dýrara væri að aka á bílnum sínum en fljúga sömu vegalengd). Ekið á við 600 strætó/rútubílstjóra? Þessi 17.110.000 kílómetra akstur, sem ríkið borgar fyrir með bílastyrkjum, er um tvöfalt lengri vegalengd heldur en bílstjórar 180 rútubíla (með 7.000 sæti) á öllum 42 sérleyfum landsins og 130 strætóstjórar SVR (á 20 leiðurn 18 stundir á sólarhring) leggja að baki samtals á ári hverju. Yfir 300 strætó- og rútubílstjórar á sérleið- um ná „aðeins“ að aka tæplega 8,5 milljónir kílómetra á ári og eru því aðeins hálfdrættingar á við það sem ríkisstarfsmenn aka fyrir ríkið á einkabílum sínum. 1.060 miiljóna ferðakostnaður Þetta er þó aðeins smáhluti þess 1.060 milljóna (rúmlega 1,4 millj- arðar á núvirði) fcrðakostnaðar sem ríkið þurfti að borga fyrir að koma starfsmönnum sínum stað úr stað árið 1987. Auk bílastyrkjanna greiddi ríkissjóður fyrir akstur leigubíla, leigu á bílaleigubílum og annan ósundurliðaðan aksturs- kostnað (aðkeyptur akstur á sendi- ferða- og vörubílum þar ekki með- talinn enda ekki talinn með „bif- reiðakostnaði" í yfirliti Fjárlaga- og hagsýslustofnunar). t>á er enn ótalinn mörg hundruð milljóna króna annar ferðakostnaöur innan- lands og erlendis, þar sem m.a. er verið að að borga fyrir fargjöld ásanrt dvalarkostnaði og dagpen- ingum. Nær 1,4 milljarðar Kostnaður sem ríkissjóður hafði af því að koma starfsmönnum sínum frá einum stað ti! annars skiptist í grófum dráttum sem hér segir árið 1987: BÍLAKOSTNAÐUR OG FERÐAKOSTNAÐUR Bílastyrkir Leigubílar Bílaleigubílar Annar akstur 232 millj. 37 millj. 46 njillj. 97 millj. Akstur samtals: 12 millj. Ferðakostn/innanl. 365 millj. Ferðakostn/erlendis 280 millj. Rekst/viðhald ríkisb. 322 millj. Kostnaður samtals: 1.379 millj. Aðeins vegagerðarmenn skáka læknum Bílastyrkirnir sem ríkið greiddi starfsmönnum fyrir not á einkabíl- um þeirra skiptast mjög mismun- andi milli embætta og stofnana. Stærstu upphæðirnar eru hjá eftir- töldum aðilum: Alþingi 6,2 millj. Búnaðarfélag Isl. 3,0 millj. Rala 2,9 millj. Skógrækt ríkisins 2,1 millj. Landgræðslan 2,7 millj. Lögreglan í Rcykjav. 1,7 millj. Prestaköll og próf. 12,0 millj. Vinnueftirlitið 3,6 millj. Ríkisspítalar 26,0 millj. Heilsugæslustöðvar 19,5 millj. Fasteignamat rík. 2,3 millj. Innkaupastofnun 2,1 millj. Vegagcröin 41,3 millj. Siglingamálast. 3,7 millj. Flugmálastjórn 4,7 millj. Iðntæknistofnun 4,5 millj. Orkustofnun 3,0 millj. Áburðarverksmiðjan 3,0 millj. RARIK 9,6 millj. Alls hafa þarna verið taldar 154 milljónir króna - þannig að 78 milljónir skiptast þá á starfsmenn allra annarra embætta og stofnana ríkisins. Upphæð bílastyrkja hafði hækkað unr 17% frá árinu áður, eða nánast það sama og lánskjara- vísitalan. Mestu ferðagarparnir Ferðakostnaður starfsmanna hafði á hinn bóginn hækkað tals- vert meira; innlendur um 31% og erlendur um rúmlega 20% milli ára. Mestu ferðagarparnir til ann- arra landa hafa verið hjá eftirtöld- um stofnunum: ERLENDUR FERÐAKOSTNAÐUR Alþingi 14,6 millj. Háskóli íslands 15,5 millj. Utanríkisráðuneytið 34,1 tnillj. RALA 4,6 millj. Hafrannsóknast. Ríkisspítalar Vegagerðin Siglingamálastofnun Flugmálastjórn Iðntæknistofnun Orkustofnun Ríkisútvarpið Póstur og sími 4,0 millj. 33,2 millj. 5.8 millj. 4,5 millj. 6.8 millj. 5,7 millj. 5.9 millj. 10,9 millj. 10,8 millj. Þessi upptalning nær til 56% alls erlends ferðakostnaðar, þannig að 44% skiptast á aðrar stofnanir og embætti. Þar sem alþingismcnn eru meira en helmingi færri en Landspítala- læknar gæti látið nærri að erlendur ferðakostnaður væri álíka að með- altali á hvern þingmann og lækni. Innlendi ferðakostnaðurinn er fyrst og fremst hjá stofnunum sem hafa höfuðstöðvar í Reykjavík en starfsemi um allt land, svo sem Alþingi, rannsóknar- og eftirlits- stofnanir og löggæsla, Vegagerðin, Orkustofnun, Póstur og sími og RARIK. í ferðakostnaði er um að ræða fargjöld og dagpeninga sem starfs- menn þurfa ekki að gera grein fyrir, ellegar dvalarkostnað sem greiddur er samkvæmt reikning- um. Rekstur ríkisbíls um 350 þúsund Það vekur athygli, að rekstrar- og viðhaldskostnaður ríkisbíla (alls taldir 923) hækkaði aðeins um 8% milli 1986 og 1987. Sfðara árið var hann tæplega 300 þús. kr. að meðaltali á bíl hjá fyrirtækjum og stofnunum í A-hluta fjárlaga, en um 387 þús.kr. hjá B-hluta fyrir- tækjum, en þar eru afskriftir taldar með rekstrarkostnaði. Um 3/4 hlutar allra ríkisbíla (og sönuileiðis alls rekstrar- og við- haldskostnaðar) eru skráðir hjá aðeins 6 aðilum, ásamt löggæslu- og dómskerfinu: Póstur og sími 183 b. 41 m. Löggæsla/dómskerfi 166 b. 72 m. Vegagerðin 130 b. 57 m. RARIK 116 b. 58 m. Flugmálastjórn 41 b. 7 m. Ríkismat sjávaraf. 20 b. 2 m. Orkustofnun 20 b. 2 m. Rekstrarkostnaður hjá Pósti og síma er að meðaltali 221 þús.kr. á bíl, 434 þús. hjá Vegagerðinni og 496 hjá Orkustofnun. Þetta eru allt B- hluta fyrirtæki, þannig að afsk- riftir eru meðtaldar. Á lögreglubíl- unum er rekstrarkostnaðurinn að meðaltali 435 þús. krónur. Rekstr- arkostnaður 9 bíla Lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli (sem heyrir undir utanríkisráðuneyti) var hins vegar nær 9,1 milljón. eða 1.134 þús. að meðaltali á hvern bíl. Metið virðist þó að finna hjá Áburðarverksmiðjunni, 1.327 þús. að meðaltali á hvern hinna 6 bfla fyrirtækisins. Bíla- og ferðakostnaður Forseta íslands álíka og Sinfóníunnar Rekstrarkostnaður þeirra 3ja bíla sem skráðir eru hjá Forseta- embættinu var aðeins 566 þús.kr., eða tæplega 187 þús.krónur að meðaltali á bíl. Annar bifreiða- kostnaður embættisins var 789 þúsund. Innlendur ferðakostnaður embættisins var 793 þús. og erlend- ur 3.047 þús. krónur. í heild hefur bifreiða- og ferða- kostnaður á vegum embættis For- seta Islands því verið um 5,1 millj- ón króna árið 1987 - sem er t.d. álíka og samsvarandi kostnaður hjá Sinfóníuhljómsveitinni, ellegar hjá Þjóðleikhúsinu. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.