Tíminn - 22.02.1989, Síða 12

Tíminn - 22.02.1989, Síða 12
12 Tíminni Miðvikudagur 22. febrúar 1989 FRETTAYFIRLIT Otlönd KA(RÓ - Utanríkisráðherra Sovétríkjanna Eduarde Shé- vardnadze leitaði leiða til að fá israelsmenn til að láta af and- stöðu sinni við alþjóðlega ráð- stefnu erfjalli um frið í Miðaust- urlöndum. Þetta gerir Shévar- dnadze í samvinnu við Esmat Abdel-Maguid utanríkisráð-1 herra Egyptalands, en Shévar- dnadze er nú í Egyptalandi í! heimsókn. Hann mun að lík-! indum hitta Moshe Arens utan-; ríkisráðherra ísraels í dag, en j Arens kom til Egyptalands í! gær. Þá mun Yasser Arafati einnig ræða við Shévardnadze [ í Kaíró í dag. WASHINGTON - For-j maður bankastjórnar seðla- j bankans í Bandaríkjunum j Alan Greenspan sagði að! verðbólgustig í Bandaríkjun- um væri óviðunandi og að1 seðlabankinn muni halda | áfram strangri aðhaldsstefnu sinni. PARIS - Forsætisráðherra Israels, Yitzhak Shamír kom til Parísar í fyrstu opinberu heim- sókn sinni eftir að ný ríkisstjórn tók við í Israel. OAXTEPEC - Stjórnmála- menn frá El Salvador sögðu að nokkur árangur hefði orðið af viðræðum við fulltrúa vinstri sinnaðra skæruliða, en skæru- liðar hafa boðist til að binda enda á borgarastyrjöldina í landinu ef kosningum sem eiga að fara fram í El Salvador í mars verði frestað og skærulið- um gert kleift að taka þátt í kosningunum. JÓHANNESARBORG Tveir lífverðir Winnie Mandelaj konu Nelsons Mandela hins þekkta baráttumanns fyrir rétt- indum blökkumanna í Suður- Afríku voru leiddir fyrir rétt, sakaðir um morð á hinum 14 ára blökkudreng Stpmpie Seipei. SÁRAJÉVO - Dagblaðið Borba hætti að fjalla um hina umdeildu bók „Söngvar Satans" á meðan Ali Khameini forseti írans er í opinberri heimsókn í landinu. MOSKVA - Sérfræðingar í Sovétríkjunum þar sem eyðni var eitt sinn skilgreind sem kapítal ískur sjúkdómur telja að þar í landi séu um 15 milljónir smitaðir af eyðni. Telja þeir að árið 2000 verði 200 þúsund Sovétmenn látnir af þessum óhuggulega vágesti. „Söngvar satans“ trylla írana og Evrópubandalagið Salman Rushdic höfundur búkarinnar Söngvar satans, sem hefur tryllt írana og aðra múslíma. Khomeini erkiklerkur í hægindum sínum. Hann heldur fast við þann ásetning sinn að Rushdie skuli drepinn. Eftir bætt samskipti írana við hinn vestræna heim undanfarna mánuði eru Iran- ar nú á hraðri leið til algerrar einangrunar á ný frá ríkjum Vesturlanda vegna ítrekaðra morðhótana Khomeinis erki- klerks í garð breska rithöf- undarins Salman Rushdie. Þrátt fyrir að Rushdie hafi lýst því yfir að hann harmi þau áhrif sem bók hans „Söngvar satans" hafi haft á múslíma og beðist velvirðingar á að hafa móðgað trúarvitund þeirra, þá ítrekaði Khomeini erkiklerkur „dauðadóm'" sinn, en hann hvetur alla múslíma til að drepa Rushdie og alla þá er tengjast útgáfu bókar hans. Ali Khamenei forseti írans hafði áður gefið í skyn að afsökunar- beiðni yrði til þess að „dauðadómi" yrði aflétt. Evrópubandalagið gaf út mjög harðorða yfirlýsingu gegn írönum vegna þessa máls og kölluðu heim sendiráðsmenn sína í Teheran. Þar eru einungis lágt settir fulltrúar Evr- ópuríkjanna. Bretar gengu enn lengra og lokuðu sendiráði sínu í íran, en einungis eru liðnir þrír mánuðir frá því Bretar og íranar tóku upp stjórnmálasamband að nýju. íranar svöruðu yfirlýsingu Evr- ópubandalagsins með því að kalla sendinefnd sína hjá Evrópubanda- laginu heim, en íranar hafa að undanförnu átt í viðræðum við Evr- ópubandalagið um viðskipti og auk- in samskipti. Þeirri þróun virðist því lokið. George Bush forseti Bandaríkj- anna tók undir hina hörðu gagnrýni Evrópubandalagsins og gagnrýndi Khomeini erkiklerk harðlega. Javier Perez de Cuellar gaf út yfirlýsingu þar sem hann hvetur írana um að taka dauðahótanirnar yfir Rushdie aftur. Athygli vekur að þrátt fyrir að miklu moldviðri hefur verið rótað upp í kringum dauðahótun Khom- einis og átök hafi orðið í Pakistan og Indlandi vegna „Söngva satans“, þá hefur þetta mál farið mjög hljótt í arabalöndunum, þar sem íslam stendur styrkum fótum. Maren Torp lést í gær Hin norska öðlingskona Maren Torp lést í gær. Það væri ekki í frásögur færandi ef hún hefði ekki verið 112 ára gömul og þriðja elsta manneskja veraldar er hún lést. Maren lést í værum svefni á borgarspítalanum í Osló, tveimur mánuðum eftir að hafa haldið upp á afmælisdag sinn með pomp og prakt. Næst elsta núlifandi manneskja h'eimsins er Jeanne Calment. Hún varð 114 ára í gær, sama dag og Maren hélt á vit forfeðra sinna. Jeanne dvelur nú á hjúkr- unarheimili í heimalandi sínu Frakklandi. Calment sem fæddist 21. febr- úar árið 1875 segist elska súkku- laði og púrtvín auk þess sem hún segist ekki slá hendinni á móti vindlingi endrum og eins. Calment var 39 ára gömul þeg- ar fyrri heimsstyrjöldin braust út og hitti hinn þekkta málara Vinc- ent van Gogh er hann kom í búð frænda Calments einhvern tíma fyrir aldamótin síðustu. Calment er farin að daprast sjónin, en hún staulast enn um á tveimur jafnfljótum sem dugað hafa vel í rúma öld. Hún hlustar alltaf á fréttir í ferðaútvarpi sínu og er annt um útlit sitt, puntar sig dag hvern. Elsta manneskja heimsins mun hins vegar vera Carrie White. Hún fæddist 18. nóvember 1874 og er því 114 ára að aldri. Illa byggð gasleiðsla banaði 15 Handvömm við frágang gasleiðsl- unnar miklu frá Sovétríkjunum til Vestur-Evrópu varð fimmtán manns að bana á dögunum. Fyrsta áfangan- um í lagningu gasleiðslunnar frá Síberíu til Vestur-Evrópu var hastað fyrir árlega ráðstefnu sovéska kommúnistaflokkins á síðasta ári. Leiðslan frá Yamburg olíusvæð- unum í Síberíu til bæjarins Tula sunnan við Moskvu var tekin í notkun við hátíðlega athöfn í júní- mánuði síðastliðnum. Kapp var greinilega án forsjár í framkvæmdunum sem gerðu þetta kleift því fimmtán manns hafa látið lífið vegna lélegs frágangs leiðslunn- ar. Enda þróuðust málin svo að aðeins sex vikum eftir að leiðslan var tekin æ notkun varð að loka henni vegna viðgerða. Um þetta mátti lesa í dagblaðinu Izvestia um helgina. Tékkóslóvakía: Haveldæmdur í einangrun Tékkneski andófsmaðurinn og leikritahöfundurinn Vaclav Havel var í gær dæmdur í níu mánaða einangrunarfangelsi. Havel var. handtekinn 16. janúar fyrir aðild sína að mótmælaaðgerðum gegn ■ stjórnvöldum. Hann var fundinn, sekur um meinsæri og niðurrifsstarf- semi. ökum ávallt með tllllti tll aðstæðna ekkl of hægt — ekki of hratt. lUMFEFEKF!. Irad Ríkisstjórnin í Suður-Afríku að linast: FIMMTfU HUNGUR FONGUM SLEPPT Stjórnvöld í Suður-Afríku eru að gefa sig í baráttunni við and- stæðinga aðskilnaðarstefnunnar eftir vellukkað hungurverkfall pólitískra fanga á dögunum. Að minnsta kosti fimmtíu pólitískir fangar sem tóku þátt í hinni miklu föstu voru leystir úr haldi í gær. Það var í samræmi við samkomulag stjórnvalda Suður-Afríku og hinna sveltandi fanga á sínum tíma þegar fangarnir ákváðu að hefja át sitt á ný. Lausn fanganna fimmtíu var til- kynnt á sama tíma og fimmtán fangar voru fluttir á sjúkrahús til meðferðar vegna þess hve illa hungurverkfallið fór með þá. -Það má ekki líta á þetta sem vott um veikleika. Ef þeir misnota frelsi sitt mun ég ekki hika við að beita valdi mínu gegn þeim að nýju, sagði Adriaan Vlok lögreglu- málaráðherra landsins í málstofu hvítra manna í suður-afríska þing- inu þegar föngunum var sleppt. Ríkisstjórnin liggur mjög undir ámæli frá hinum hægrisinnaða íhaldsflokki, en þingmenn hans segja lausn fanganna vera veik- leikamerki og undanfara þess að lögreglan veikist.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.