Tíminn - 09.03.1989, Qupperneq 6

Tíminn - 09.03.1989, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 9. mars 1989 Auglýsing um rannsóknastyrki frá J.E. Fogarty International Research Foundation J.E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býöur fram styrki handa erlendum visindamönnum til rannsóknastarfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boönir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs á skólaárinu 1990-91 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrkþega (18.000 til 22.000 bandaríkjadal- ir), auk ferðakostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandaríkjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætfun í samráði við stofnun þá í Bandaríkjun- um sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dagbjartsson, læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91-601000). - Umsóknir þurfa að hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlf n.k. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1989. LEKUR ER HEDDIÐ BL0KKIN? SPRUNGIÐ? Viögeröir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum -járnsmíði. Vélsmiðja Hauks R Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 BLIKKFORM Smiðjuveqi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stái); og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land (Ekið niður með Landvélum). TÖLVUNOTENDUR Við í Prentsmíðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðír eyðublaða fyrir tölvuvínnslu. PRENTSMIÐIAN Smíðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 í umræðunni Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, verð- ur gestur Félags ungra framsóknarmanna á hádegisveröarfundinum í umræðunni sem haldinn verður á Gauki á Stöng mánudaginn 13. mars klukkan 12.00. Ögmundur mun ræða og svara spurningum um horfurnar í samningamálunum og fleira sem ofarlega er á baugi í verkalýðsmálum. Allir hjartanlega velkomnir. Ath.l Súpa, fiskréttur og kaffi á aðeins kr. 530,-. Félag ungra framsóknarmanna í Reykjavík ( Akranes - Bæjarmál Almennur fundur um bæjarmálefnin verður haldinn laugardaginn 11. mars kl. 10.30 I Framsóknarhúsinu við Sunnubraut. Bæjarfulltrúarnir. Tveir brunar í Eyjafirði Töluvert tjón varð í bruna að Óseyri 20 á Akureyri í fyrrakvöld, þar sem Fiskverkunin Skutull, Bátaverkstæði Birgis Þórhalissonar og bifreiðaverkstæði eru til húsa. Líkiegt er talið að eldurinn hafí komið upp á bifreiðaverkstæðinu, en eldsupptök eru ókunn. Slökkviliði Akureyrar var tilkynnt um mikinn eld í húsinu aðóseyri 20, klukkari 19.56 í fyrrakvöld, en þá var vinnu lokið í húsinu og enginn á staðnum. Allt tiltækt lið slökkviliðs- ins var kallað út. Mestar skemmdir urðu á bílaverkstæðinu, þar sem talið er að eldurinn hafi komið upp, en þar voru fjórir bílar inni, m.a. einn húsbíll. Fiskverkunin og báta- verkstæðið skemmdust einnig nokk- uð af sóti og reyk. Að sögn Gísla Lorenzsonar vara- slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf mjög vel og höfðu þeir náð tökum á eldinum eftir tæpan hálftíma og var að mestu búið að ráða niðurlögum hans um klukkan níu. Rjúfa þurfti gat á þak bílaverkstæðisins til að létta á hitanum. Vakt var höfð við húsið í fyrrinótt. Sex gastæki voru í húsinu og voru þau orðin mjög heit þegar að var komið og þurfti að draga þau út og kæla í snjónum. Skömmu áður en tilkynnt var um brunann á Óseyrinni, barst tilkynn- ing um eld í bænum Hjarðarhaga í öngulstaðahreppi, en þar hafði kviknað í feitipotti á eldavél. Bíll frá Brunavörnum Eyjafjarðar var send- ur á staðinn, en húsfreyjunni tókst að slökkva eldinn með handslökkvi- tæki áður en slökkviliðið kom á staðinn. - ABÓ ' y X £ hJm 1% .m\ Æ&. \ Kf "v-' r \ m % \ „Vinnuvika í Hólmavíkurskóla Nemendur og kennarar Hólmavíkurskóla gerðu nýlega hlé á hinu hefðbundna skólastarfi og efndu til sérstakrar vinnuyiku. Nemendur skiptust þá í fjóra hópa, og fékkst hver hópur við tiltekin verkefni. Einn hópurinn lagði stund á leiklist, annar á myndlist, þriðji íþróttir og þjóðdansa, og sá fjórði gerði ýmsar tilraunir á sviði raun vísinda. Nemendur í hverjum hópi voru á ýmsum aldri, þar sem bekkjaskipting var lögð niður þessa viku. í vikulok var lialdin sýning á árangri starfsins og er meðfyigjandi mynd af hópnum sem fékkst við leiklist. Stefán Gíslason. Áfengissalan stóri munurinn á íslenskri og danskri matvöruverslun: Bjór og vín 20% af sölu kjörbúða Af hverju fáum við ekki að kaupa borðvín og bjór í búðinni um leið og við kaupum í matinn? Spurningar í þessum dúr er ekki ósjaldan að sjá í íesendabréfum dagblaða. Ef slíkt yrði heimilað, og þróunin yrði eitthvað svipuð og hjá grönnum okkar Dönum, gæti það aukið veltu matvöruverslana um allt að fimmt- ung frá því sem nú er. Svo virðist t.d. að venjulegur danskur Hansen verji í kringum þrefalt hærri upphæð til kaupa á „brauði í fljótandi formi“, eins og bjórinn er stundum nefndur, heldur en til kaupa á raunverulegu brauði. í fréttabréfi Kaupmannasamtak- anna segir m.a. frá hópi íslenskra kaupmanna sem í nóvember s.l. heimsótti danska starfsbræður til að fræðast um hvernig kaupin gerast á eyrinni hjá Dönum - m.a. í dæmi- gerðri matvöruverslun hjá Martin nokkrum Jensen í versluninni Favör í Lyngby sem hefur um 190 millj.íkr. króna veltu á ári með söluskatti. Það er áfengissalan sem hvað mestan mun gerir á verslun Martins og samsvarandi verslun á íslandi. Af heildarveltunni eru 7% borðvín, 4% sterk vín og 10,3% bjór og gos, eða samtals 21,3%. Má því áætla að hátt í fimmtungur allrar veltu búðarinnar sé vegna áfengissölu. Þetta er t.d. nær tvöfalt meira heldur en sala allra mjólkurvara og osta, sem er rúmlega 10% af heildarveltunni hjá Martin Jensen. Miðað við veltuna í Favör ver venjulegur danskur „Hansen" jafn miklum peningum til kaupa á áfengi, tóbaki, gosi og sælgæti (31% af heildarveltunni) eins og til kaupa á öllum mjólkurafurðum, kjötvörum, áleggi og brauði. Annað sem athygli vekur í rekstr- inum hjá Martin Jensen er, að launakostnaður í verslun hans er aðeins 8% af veltu, sem ec um fjórðungi til fimmtungi lægra hlutfall heldur en algengast mun hjá íslensk- um starfsbræðrum hans, en þar mun algengt að 10-11% veltu fari til beinna launagreiðslna, auk launa- tengdra gjalda. Miðað við veltu 1988 var launakostnaður á 17 ársverk í Favör tæpar 11,5 milljónir ísl. króna miðað við meðalgengi ársins 1988 - eða sem svarar til 674 þús. króna launakostnaðar (56 þús. á mánuði) að meðaltali á hvert ársverk 1988. Til samanburðar má t.d. benda á að beinar launagreiðslur hjá Hag- kaupi voru 879 þús. á ársverk að meðaltali árið áður (1987), í Víði 766 þús., í Kostakaupi 732 þús. og í Miklagarði og Kjötmiðstöðinni 547 þús., samkvæmt upplýsingum Frjálsrar verslunar. Þær launatölur má hækka í kringum 20% til að fá líkleg meðallaun fyrir 1988 - sem gætu þá verið á bilinu 1.050 þús. og niður í 656 þús., sem er svipað og meðallaunakostnaðurinn (að launa- tengdum gjöldum meðtöldum) á mann í búð Martins Jensens. Þá mun ýmsum íslensku kaup- mannanna hafa þótt Martin öfunds- verður af því að þuffa ekki að eyða mestum hluta tíma síns í að gera pantanir og ræða við þann aragrúa heildsala og sölufólks sem algengast er hérlendis. Martin skiptir við 20 heildsölur og gerir mikið af pöntun- um sínum með póstfaxi eða tölvu- boðum beint til heildsala. Enn þótti athygliverð reynsla Martins af mikilli endurskipulagn- ingu sem hann gerði á rekstri sínum fyrir sex árum. Hún fólst m.a. í því að fækka vörutegundum í búðinni um meira en helming, úr 4.600 niður í um 2.000. Síðan hefur þeim að vísu fjölgað á ný upp í um 3.300 um þessar mundir. A sama tíma hefur hann meira en þrefaldað heildarvelt- una. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.