Tíminn - 09.03.1989, Side 12

Tíminn - 09.03.1989, Side 12
12 Tíminn Fimmtudagur 9. mars 1989 FRETTAYFIRLIT JERÚSALEM - ísraelska lögreglan gerði húsleitir víðs vegar á heimilum Araba í vest- urhluta Jerúsalem og leitaði uppreisnarmanna á sama tíma og Palestínumenn hófu tveggja sólarhringa allsherjar- verkfall á hernumdu svæðun- um í Gasa og á Vesturbakkan- um í tilefni þess að 16 mánuðir eru liönir frá upphafi uppreisn- ar Palestínumanna. BODÖ - Talið var að hol- lenskur kafbátur með 67 menn innanborðs ætti í alvarlegum vandræðum norður af Noregi oa gæti jafnvel hafa farist eftir ao neyðarkallsbauja kafbáts- ins fannst á floti 40 km norður af Bodö í Norður-Noregi, en neyðarbauja þessi losnar ein- ungis við eldsvoða í kafbátum eða þá að henni er sleppt með handafli ef hættuástand skapast. NATO setti af stað allsherjar leitar- og björgunaraðgerðir, en þær voru afturkallaðar þeg- ar kafbáturinn kom heill á húfi upp á yfirborðið. Baujunni hafði verið sleppt af misgáningi. PEKING - Enn ríkir hernað- arástand í Lhasa höfuðborg Tíbet, enda óttast kínversk stjórnvöld mjög að upp úr sjóði í dag þegar minnst verður þrítugustu ártíðar uppreisnar Tíbeta gegn yfirráðum Kín- verja. BÚDAPEST - Leiðtogar Kommúnista í hinu óróasama Kosovohéraði studdu kollega sína í Serbíu í því að krefjast neyðarfundar júgóslavneska kommúnistaflokksins. Sáfund- ur gæti gjörþreytt valdahlutföll- um í Júgóslavíu og stokkað hressilega upp í flokknum. DUBLIN - Bæði kaþólska kirkjan, mótmælendakirkjan og stjórnmálamenn af báðum trú- arhópum gagnrýndu liðsmenn IRA fyrir morð á þremur mót- mælendum, en morðin voru framin fyrir augunum á hópi dauðskefldra skólabarna. LONDON - Ihaldsflokkur- inn sem farið hefur með völd á Bretlandi undanfarin ár hyggst halda sérstaka ráðstefnu í Scarborough í næstu viku til að undirbúa baráttuna á stjórn- málasviðinu þrátt fyrir að lög- reglan hafi komist a snoðir um vopnabúr á þessum slóðum sem talið er ao hafi verið í eigu IRA og ætlað til árásar á ráð- stefnugesti. TOKYO - Hneykslið í kringum verðbréfamisferli í Japan sem mjög hefur skaðað ríkisstjórn Takeshita heldur áfram. í gær voru tveir menn handteknir til viðbótar við þá tólf sem þegar hafa verið hand- teknir. Annar maðurinn er fyrr- verandi aðstoðaratvinnumála- ráðherra. Stjórnarandstaðan í Japan hefur undanfarna mán- uði krafist þess að ríkisstjórn landsins segði af sér vegna þessa máls. Þingmenn stjorn- arandstöðunnar hættu að taka þátt í þingstörfum í gær til að leggja áherslu á þessa kröfu sína. ÚTLÖND Varnir afganska stjórnarhersins við borgina Jalalabad virðast nokkuð traustar, því þrátt fyrir harðar árásir skæruliða halda þær að mestu. Hér eru stjórnarhermenn að treysta varnirnar. Afganskir skæruliöar leggja nú allt í sölurnar til að ná stórri borg á sitt vald: Hörð orrusta um Jalalabad Gífurlega harðir bardagar eru nú um borgina Jalalabad í austurhluta Afganistan og er greinlegt að skæru- liðar ætla að leggja allt í sölurnar til að ná borginni á vald sitt hið allra fyrsta. Stjórnarherinn segir að hin : þrefalda varnarlína kringum borgina hafi haldið og árásum skæruliða hafi verið hrundið, en skæruliðar segjast hafa náð á vald sitt lykilvíginu Sam- arkel sem er í 20 km fjarlægð frá Jalalabad. Stjórnarherinn fullyrðir að pakist- anskir hermenn taki þátt í árásunum á Jalalabad, en eldflaugum og stór- skotaliðshríð hefur rignt yfir borgina og flugvöllinn þar undanfarna daga. Jalalabad er aðeins í 70 km fjarlægð frá landamærunum að Pakistan. Þá hafa harðir bardagar einnig orðið kringum borgirnar Zaranj, Lashkargáh og Kandahar þó þeir jafnist ekki á við orrahríðina við Jalalabad. Ljóst er að skæruliðar leggja nú gífurlega áherslu á að ná stórri borg á vald sitt til að setja þar upp höfuðstöðvar bráðabirgðastjórnar sinnar sem mynduð var í síðasta mánuði. Ekkert ríki hefur enn viður- kennt ríkisstjórn skæruliða, en það kann að breytast nái þeir Jalalabad á vald sitt. Um ein milljón manna búa í Jalalabad. „Söngvar satans“ enn aö skrattast: BRESKA LÖGREGLAN SKOTMARK MÚSLÍMA Öfgafullir múslímar í Líbanon sem hafa tvo bandaríska menn í gíslingu í Beirút hafa nú hótað að drepa Salman Rushdie höfund bóka- rinnar „Söngvar satans“ og að auki hvern þann breska lögregluþjón sem á vegi þeirra kann að verða á meðan þeir vinna að ætlunarverki sínu. - Byltingarsinnuðu réttlætissam- tökin kunna að neyðast til þess að ráðast á breskar lögreglustöðvar og lögreglumenn sem reyna að vernda Salman Rushdie til að ná taki á honum og lífláta hann, sagði í hand- skrifaðri yfirlýsingu samtakanna. Með yfirlýsingu þessari fylgdi ný- leg mynd af Bandaríkjamanninum Edward Austin Tracy sem er í haldi hjá samtökunum. - Við lýsum allri ábyrgð á hendur bresku ríkisstjórninni ef mannfall verður í röðum bresku lögreglunnar og eignatjón á lögreglustöðvum meðan á aðgerðum gegn Rushdie stendur, sagði einnig í yfirlýsinguni. Bretar hafa hvatt alla breska ríkis- borgara í Líbanon til að yfirgefa landið og varað menn við að ferðast þangað. Þrír Bretar eru nú í haldi mannræningja í Líbanon. Skæruliðar í Ekvadorbera klæði á vopn Helsta skæruliðahreyfing Ek- vador hefur nú sýnt friðarvilja eftir níu ára baráttu gcgn stjórn- völdum. í sameiginlegri yfirlýs ingu hinna vinstri sinnuðu Alfaro Vive Carajo skæruliðahreyfingar og ríkisstjórnar jafnaðarmanna undir stjórn Rodrigos Borja for- seta leggja skæruliðar niður vopn gegn því að ríkisstjórnin virði borgaralegréttindi skæruliðanna. - Alfaro Vive Carajo skæru- liðahreyfingin hyggst nú taka full- an þátt í stjórnmálum og þjóðlífi Ekvador með löglegum hætti og án beitingu vopna, segir í yfirlýs- ingunni. Skæruliðahreyfing þessi var talin hafa um þúsund manns inn- an sinna vébanda í byrjun ára- tugarins, en stór skörð voru höggvin í hana af öryggissveitum íhaldsmannsins Leons Febres Corderos fyrrum forseta Ekva- dor. Febres Cordero afhenti Ro- drigos Borja stjórnvölinn í ágúst- mánuði eftir sigur Borja og jafn- aðarmanna í kosningum í land- inu. Skæruliðahreyfingin var nefnd eftir framfarasinnuðum forseta sem myrtur var árið 1912. Hreyf- ingin rændi banka og tók í gísl- ingu kaupsýslumenn á fyrri hluta þessa áratugar og vann þá oft á tíðum með M-19 skæruliðum í Kólumbíu. Kolbrjálaðar kýr drepa í Bangladesh Kolbrjálaðar beljur frá Ind- landi réðust í gær yfir landamærin til Bangladesh og drápu tvo þorpsbúa þar áður en hermenn náðu að lífláta árásarliðið eftir klukkustundar baráttu. Sex her- menn særðust í átökunum. Kýrnar sem vanar eru almennri kurteisi mannskepnunnar þar sem þær voru fæddar og uppaldar á Indlandi þar sem kýr eru heilag- ar, röltu yfir landamærin á landa- mærastöðinni Kharirani. Þar réð- ust þær á tvo þorpsbúa sem gerðust svo djarfir að stugga við þeim, en í Bangladesh er helgi kúnna ekki virt. Kýrnar létu ekki staðar numið fyrr en þær höfðu rekið mennina tvo á hol með hrikaiegum hornum sínum. Hermenn sem gættu landa- mæranna komu þorpsbúum til hjáipar og reyndu að fæla kýrnar á brott með skotum út í ioftið, en kýrnar létu sér ekki segjast heldur eltu hermennina uppi gegnum runna og yftr hrísakra. Þá var toiinmæði hermannanna á þrot- um og þeir veittu hinum heilögu kúm náðarskotin. ísraelar sýna mátt sinn í suöurhluta Líbanon: Settu norska gæsluliða í herkví ísraelar héldu norskum friðar- gæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon í herkví í nokkrar klukku- stundir á svæði því sem ísraelar hafa lýst yfir að sé sérstakt öryggissvæði þeirra. ísraelskt herlið tók á sitt vald bæinn Ibl As-Saqi en þar eru höfuð- stöðvar norska friðargæsluliðsins og lokaði herliðið öllum leiðum til og . frá-gæslusíöðuju-áöí). uorskta. her.-.. manna sem sjá um friðargæslu á þessum slóðum. Friðargæsluliðar höfðu sett upp farartálma við bæinn svo að ísraelskt herlið gæti ekki valsað þar unt að vild eins og það gerir víða á þessum slóðum í Líbanon. ísraelsku hermennirnir opnuðu aftur leiðir að stöðvum friðargæslu- iiöaatiú.eflir að i'amaiaiálaráðhena- - ísrael Yitzhak Rabin kom óvænt á þessar slóðir. Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna líta mjög alvarlega á þess- ar aðgerðir ísraela, en ísraelar vilja nær algerlega hundsa sveitir Samein- uðu þjóðanna. Á þriðjudag réðust hermenn ísraela inn á sjúkrahús Sameinuðu þjóðanna á hinu her- -numda Gazasvæði-og notuðu jarðýtu til að brjóta sér leið. Sumir telja þessar aðgerðir ísraela nokkurs konar hefndaraðgerðir vegna ummæla norsks yfirmanns friðargæsluliða, J.E. Karlsen, en í síðasta mánuði líkti hann aðförum ísraela á hernumdu svæðunum við aðfarir nasista. Norðmenn fóru ekki varhluta af þeim aðförum í síðari -heimsstyrjökiinrri.--------

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.