Tíminn - 13.05.1989, Side 11

Tíminn - 13.05.1989, Side 11
Laugardagur 13. maí 1989 Tíminn 23 FRÉTTAYFIRLIT BRUSSEL - Yfirstjórn Nato og æðstu menn Natoríkja hafa fagnað nýju tilboði Sovét- manna um að Sovétmenn fækki skammdrægum kjarna- vopnum. Hins vegar ríkir enn klofningur innan Nato um það hvort eigi að hefja viðræður við Varsjárbandalagið um fækkun skammdrægra kjarnaflauga. James Baker utanríkisrað- herra Bandaríkjanna sagði að Sovótmenn hafi boðist til að fækka skammdrægum kjarna- flaugum í Austur-Evrópu um 500 stykki til að liðka fyrir viðræðum. Sagði Baker að til- boð þetta væri gott skref f rétta átt, en ekki nægilega langt til þess að jafnvægi ríki milli Sovétmanna og Nato ríkja á þessu sviði. I Bonn sagði Hel- mut Kohl kanslari Vestur- Þýskalands eftir fund með Eduard Sévardnadze, að til- boð Sovétmanna styddi þá af- stöðu Vestur-Þjóðverja að það ætti að hefja viðræður um takmörkun þessarar tegundar kjarnavopna. GENF - Yfirmaður Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar hvatti meðlimi hennar til að setja alþjóðlegt heilbrigðisstarf ofar stjórnmálaríg. Allt er að verða vitlaust í stofnuninni vegna beiðni PLO um fulla aðild fyrir Palestínu, en Banda- ríkjamenn hafa hótað að draga sig út úr Alþjóða heilbrigðis- stofnunnni fái Palestína fulla aðild. VARSJÁ - Ríkisstjórnin í Póllandi hefur birt áætlun sína um endurbætur á refsilöggjöf- inni í landinu oa kemur þar fram að bannao verður að fangelsa fólk fyrir að prenta eða dreifa bókum og bækling- um sem hingað til hafa þótt fjandsamlegir stjórnvöldum. Jafnframt á að náoa alla póli- tíska fanga sem gerst hafa brotlegir frá því að Samstaða var stofnuð árið 1980. AÞENA - Hæstiréttur Grikk- lands hefur úrskurðað að Pal- estínumaðurinn Mohammed Rashid skuli framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann mun þurfa að koma fyrir dóm fyrir að vera ábyrgur fyrir sprengingu í farþegaflugvél frá Pan Am flugfélaginu ário 1982 og verða þannig einum far- þega að bana. BRUSSEL - Helene Pas- stoors sem kom í fyrradag heim til Belgíu frá Suður-Afriku þar sem hún hefur verið í fangelsi vegna samkipta sinna við ofbeldissinnaða andstæð- inga aðskilnaðarstefnu stjórn- valda í Suður-Afriku. Hún fékk frelsi sitt eftir að hafa undirritað yfirlýsingu um að hún hafni ofbeldi gegn stjórninni í Pret- oríu. Þessi herskáa kona sagð- ist ekki telja sig bundna þessari yfirlýsingu sinni. NAIROBI - Stjórnvöld í Kenýa hvöttu til þess að sett verði alþjóðlegt bann við við- skiptum með friabein og aðrar friaafurðir til þess að vernda fílana i Afríku. ÚTLÖND Svona var ástandið í Bangladesh fyrrihluta vetrar. Flóð gerðu íbúum lífið leitt og kostuðu marga lífíð. Nú er það hitabylgja og langvarandi þurrkar sem auka á hörmungar fólksins. Hitabylgja hrjáir íbúa í Bangladesh Yfirvöld í Bangladesh hafa lokað öllum skólum í norðurhluta Bangla- desh eftir að hitabylgja sem þar hefur gengið yfir síðustu fimm daga hafði gert út af við að minnsta kosti fjörutíu manneskjur. Yfirvöld segjast vilja koma í veg fyrir að börn sem mörg hver þurfa að ganga langa leið f skólann leggi of mikið á sig í rúmlega 40 gráðu hita sem nú ríkir. Fjöldi fólks hefur liðið útaf vegna þessa hita og sólstingur hefur verið landlægur þessa fimm daga. Þurrkarnir sem gengið hafa yfir Bangladesh undanfarið eru þeir langvinnustu í fjörutíu ár. Úrkoma hefur verið einungis 12,5 cm síðustu fimm mánuði. Þar áður höfðu ríkt mikil flóð og harðir fellibyljir gengið yfir landið og kostað þúsundir manna lífíð. Þá gekk fellibylur yfir landið í síðasta mánuði, þó ekki fylgdi honum regn og létust ellefu hundruð manns í þeim náttúruham- förum. Hinir miklu þurrkar hafa valdið því að uppskeran hefur skrælnað og sjúkdómar breiðst út. Óstöðvandi niðurgangur vegna óhreins drykkj- arvatns hefur kostað rúmlega þús- und manns lífið, til að mynda létust 70 manns vegna þessa á fimmtudag. Læknar telja að um 25 þúsund manns þjáist af þessum krankleika. Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn í Japan finnur ekki nýjan forsætisráð- herra með hreinan skjöld: Ito neitar Takeshíta Masasyoshy Ito sem helst var talinn geta tekið við forsætisráð- herraembættinu í Japan af Noburu Takeshita, sem hyggst láta af emb- ætti vegna fjármálahneykslis, hefur lýst því yfir að hann vilji ekki setjast í þennan valdastól. Þá er ljóst að Shintoaru Abe aðalritari Frjálslynda lýðræðis- flokksins, sem verið hefur í stjórn um áratuga skeið, muni láta af embætti vegna fjármálahneykslisins sem höggið hefur stór skörð í raðir ríkisstjórnarinnar og háttsettra flokksmanna. Abe hafði treyst því að Ito tæki að sér formennsku í Frjálslynda lýð- ræðisflokknum, en forsætisráðherra- embættið fylgir þeim kaupum. Takeshita lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann muni segja af sér í lok maí og taka þannig á sig ábyrgð- ina á fjármálahneykslinu kringum Recruit fyrirtækið, en fjármála- hneyksli þetta er það mesta í stjórn- málasögu Japans eftir stríð. Ito sem einu sinni gegndi embætti utanríkisráðherra hefur þá sérstöðu meðals háttsettra manna innan Frjálslynda lýðræðisflokksins að vera ekki á neinn hátt tengdur Recruit fyrirtækinu. Hins vegar náði Takeshita ekki að telja hann á að taka við forsætisráðherraembættinu til að bjarga því sem bjargað verður af æru Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem ekki á upp á pallborðið hjá japönskum kjósendum um þessar mundir. Hæstiréttur Grikklands: Bandaríkjamenn styrkja herlið sitt í Panama: Spenna eykst eftir herliðsflutningana þeirra hófu í gær að flytja sig frá Framselja á Rashid til Bandaríkjanna Hæstiréttur Grikklands úrskurð- aði í gær að Palestínumaðurinn Mo- hammed Rashid verði framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann mun koma fyrir rétt sakaður um að hafa komið fyrir sprengju í farþegaþotu Pan Am árið 1982. Sprengjan sprakk þegar flugvélin var yfir Honolulu og lést japanskur unglingur í sprengingunni. Fimmtán farþegar særðust. Rashid var handtekinn á alþjólega flugvellinum í Aþenu í maímánuði með falsað vegabréf eftir að banda- rískir embættismenn höfðu skýrt grískum yfirvöldum frá því að von væri á honum. Rashid hefur setið í grísku fangelsi síðastliðna fimm mánuði fyrir að hafa komið inn í landið á fölsku sýrlensku vegabréfí. Hann var dæmdur í átta mánuði til viðbótar eftir að vopn fundust í fangaklefa hans. Rashid hefur neitað aðild sinni að sprengjutilræðinu og segist fórnar- lamb mistaka Grikkja og Banda- ríkjamanna, þar sem þeir fari mannavillt. Rashid segist vera hermaður Frelsissamtaka Palestínu, en barátta hans væri einungis fyrir frelsun hinna hernumdu svæða í Palestínu. Samkvæmt grískum lögum þarf dómsmálaráðherra landsins ekki að fara eftir úrskurði hæstaréttar um framsal telji hann athafnir sakborn- ings stjórnmálalegs eðlis. Á síðasta ári gerði Vassilis Rotis vestræna bandamenn Grikkja æfa þegar hann ákvað að framselja ekki Osama Abdel al-Zomar til Ítalíu þar sem hann átti að koma fyrir dóm sakaður um sprengjutilræði í synagógu í Róm þar sem tveggja ára drengur lét lífið og fjöldi manna særðist. Spennan eykst í Panama eftir að George Bush Bandaríkjaforseti sendi 1800 bardagaþjálfaða her- menn til Panama tii viðbótar við þá 11000 sem fyrir voru. Hafa leiðtogar stjómarflokksins jafnað liðsflutning- um Bandaríkjamanna við stríðsyfir- lýsingu á hendur Panama. Það var Darinel Espino formaður Lýðræðislega byltingarflokksins sem lét hafa þetta eftir sér, en flokkurinn Hópur gyðinga sem bjó í hinu blómlega gyðingasamfélagi í Sjanghæ þar til því var splundrað í síðari heimsstyrjöldinni hélt á dögunum aftur til æskuslóða sinna eftir fjögurra áratuga útlegð. Gyð- ingarnir fimmtíu sem heimsóttu Sjanghæ héldu þar heilaga Sedarhá- tíð, en það er gyðingleg hátíð sem haldin er í heimahúsum fyrstu tvö kvöld páskavikunnar. er við stjórnvölinn í Panama undir dyggri leiðsögn hershöfðingjans Noriega sem er í raun valdamesti maður landsins. George Bush segir að hlutverk bandarísku hermannanna sé að vemda líf og limi Bandaríkjamanna í landinu ef allt fer í kaldakol, en bandarískir þegnar í Panama em um 50000 talsins. Um 6000 starfsmenn Bandaríkjastjórnar og fjölskyldur Gyðingarnir sem flestir komu frá Israel dvöldu í tólf daga í Kína. Þeir áttu það sameiginlegt að hafa búið í Sjanghæ. Fjölskyldur sumra höfðu fundið þar griðastað fyrir ofsóknum nasista, en fjölskyldur annarra höfðu búið í Kína í nokkra ættliði, allt frá því Vesturlandabúar settust þar að. Eins og áður sagði voru gyðingar fjölmennir í alþjóðahveifinu í Sjanghæ á sínum tíma. Sem dæmi heimilum sínum í Panamaborg og til einhverra hinna fjórtán herstöðva Bandarfkjahers í landinu. Bandaríska setuliðið í Panama er mun fjölmennara en her Panama sem telur einungis 7000 manns, en Noriega forseti hefur þar að auki á að skipa vopnuðum sveitum stuðn- ingsmanna sinna og telja þær hátt á tíunda þúsund manna. um það var þriðjungur Rússa sem bjuggu f Sjanghæ af gyðingaættum og nokkuð var af ungverskum gyð- ingum. Það upplýstu konsúlar Ung- verjalands og Sovétríkjanna í Sjanghæ, en þeir eru báðir fæddir í Sjanghæ og tóku þátt Sedarhátíðinni ásamt konsúl Bandaríkjanna. Jerusalem Post Gyðingar til Sjanghæ eftir 40 ára útlegð

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.