Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 13.05.1989, Blaðsíða 15
Laugardágur i 3.’ maf 1989 lllllllllllllllllllllllllll TÓNLIST llllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllll Magnaður píanóleikari Efnisskrá: Leif Ove Andsnes, píanó: Chopin: Sónata nr. 2 í b-moli, op. 35 Grieg: Lyriske Stykker VIII, op. 65 Schubert: Moments Musicaux, op. 94 nr. 1, 2 og 4 Schubert: Sónata í a-moll, op posth. 143. Nú orðið eru flestir tónleikar hér í bænum nokkuð góðir, og stundum ágætir, og ekki margt um þá að segja annað en það, að tónlistarlífið er í sífelldri framför. Og það þökkum við ekki síst 2ja áratuga gamalli löggjöf um tónlistarskóla, sem skilað hefur dæmalaust góðum árangri. En svo kemur nítján ára Norðmaður, Leif Ove Andsnes, og heillar styrkt- arfélaga Tónlistarfélagsins í Reykja- vík upp úr skónum með leik sínum í íslensku óperunni 2. maí. Margir telja Norðmenn fremsta sem fjall- göngumenn og þrefara um heima- trúboð o.þ.h., og gleyma því þá gjarnan, að frægustu listamenn Norðurlanda á sviði bókmennta, málverks og tónlistar voru Norðmenn: Ibsen, Munch og Grieg. Enda hefur Leif Ove Andsnes lík- lega lítið með löggjöf um tónlistar- skóla að gera: hann er snillingur af því tagi sem 17 sinnum meiri líkur eru til að fæðist í Noregi en hér, vegna þess að Norðmenn eru 17 sinnum fleiri en við. Tónleikaskráin segir stuttlega frá æviferli hins unga snillings: Hann fæddist 1970 í Karmðy, skammt frá Haugasundi í V-Noregi, og hóf pí- anónám 5 ára hjá foreldrum sínum, sem bæði eru tónlistarkennarar. Átta ára hóf hann nám í tónlistar- skólanum í Karmóy og þaðan fór hann í Tónlistarkonservatoríið í Bergen. Frá 9 ára aldri hefur hann oft unnið til verðlauna fyrir leik sinn. Hann vakti mikla hrifningu allra sem heyrðu hann leika á Tón- listarhátíð ungra norrænna ein- leikara í Reykjavík í október sl. Verkin fjögur á efnisskránni gefa tilefni til margvíslegra tilþrifa og hughrifa, frá sorgarmarsi til brúð- kaupsdags á Tröllahaugi, frá An- dante til Allegro giusto til Presto: Og allt þetta gerði píanóleikarinn ungi dæmalaust vel, með þroskuðu innsæi í tónlistina, fölskvalausri tækni og óvenjulegri Ieikgleði. Auk þess hefur hann eðlilega en vingjarn- lega framkomu - í einu orði sagt, heillandi listamaður. í lokin lék hann Chaconnu eftir Carl Nielsen, og þáði blómvönd að launum, líkt og Egill Skallagrímsson andaregg og þrjá „brimrótar gagra“ á sinni tíð. Vonandi eigum við eftir að heyra Leif Ove Andsnes oft í framtíðinni. Sig.St. DAGVIST BARNA t Forstöðumaður Dagheimilið Laugaborg óskar eftir forstöðumanni frá og með 1. ágúst n.k. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 5. júní. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dag- vistar barna í síma 27277. NORDSTEN Turbo-matic Áburðardreifarar - 500 og 800 lítra Nordsten Turbo-Matic áburðardreifararnir eru há- gæðavara á mjög góðu verði. Þeir sameina frábæra dreifingu, einstaka nýtni og lága hleðsluhæð. Berðu saman verð og gæði, þá endar þú örugglega á NORDSTEN • Dreifibúnaður úr ryðfrfu stáli. - Dreifibreldd er 12 metrar. • Kögglasigti hindrar að kögglar stffli og valdi öjafnrl dreifingu. • Hleðsluhæð er aðeins 82 cm á Nordsten 500. • úli stýring frá ekilshúsi á áburðarmagnl og drelflngu til hllðar með skurðum. • Reiknistokkur til nákvæmra útreikninga á áburðarmagni pr. hektara. • Áburðartrekt er á hjörum, sem auðveldar þrif á dreifibúnaði. • Álagsöryggl á drifskafti. Fyrir utan áburðardrelfarana útvegum við með stuttum fyrirvara sáðvélar og sláttutætara frá sama framleiðanda. Rétt er að geta þess að sama fyrlrtækið stendur að framleiðslu á Nordsten vörunnl og Veto moksturstækjum. NORDSTEN: Viöurkennd vara fyrir gæði og nákvæmni. Hafið samband við sölumenn okkar eða umboðsmenn Umboðsmenn DieselverkAkureyri Sími 96-25700 Kaupf. Þingeyinga - 96-41444 Vélaval Varmahlíð - 95-6118 B.T.B. Borgarnesi - 93-71218 Kaupf. Húnvetninga - 95-4198 Hjólbarðav. Björns, Hellu - 98-75960 Vélar og Þjónusta M. Jámhálsi 2, Reykjavík. Sími 91-83266 AMAZONE dreifarinn er með tveim dreifiskífum, sem þú getur treyst til að gefa jafna og örugga áburðardreifingu. Vinnslubreidd er stillanleg á 9,10,12 og 15 m. Einnig hægt að dreifa aðeins til annarrar hliðarinn- ar, t.d. meðfram skurðum og girðingu. Auðveldur í áfyllingu vegna þess hve lágbyggður dreifarinn er. Bútæknideildarprófaður sumarið 1988, sem stað- festi þessa eiginleika. ARMULA 11 SIMI 651500 Tíminn 27 Viltu kenna við fámennan skóla? í fámennum skólum: - eru bekkjardeildir færri en árgangar. Því er samkennsla ríkjandi fyrirkomulag. - eru nánari tengsl skóla við umhverfi og atvinnu- líf. - er hver einstaklingur stór hluti af skólaheildinni. - eru möguleikar á fjölbreyttu félags- og tóm- stundastarfi. - getur frumkvæði kennara notið sín. - er vaxandi samvinna milli skóla um land allt. - er hafið sameiginlegt þróunarstarf um námsefni, kennsluhætti og skólanámskrárgerð. ★ Á landinu eru um 100 skólar með nemenda- fjölda 100 eða færri. * Stefnt er að því að starf þessara skóla njóti fullrar virðingar og möguleikar þeirra umfram stóra skóla nýtist sem best. ★ Við viljum hvetja áhugasama kennara til þess að starfa með okkur að þessum markmiðum og koma til starfa á landsbyggðinni. * Nánari upplýsingar má fá hjá undirrituðum: Fræðslustjóri Vesturlandsumdæmis Fræðslustjóri Vestfjarðaumdæmis Fræðslustjóri Norðurlands vestra Fræðslustjóri Norðurlands eystra Fræðslustjóri Austfjarðarumdæmis Fræðslustjóri Suðurlandsumdæmis FORKÖNNUN VEGNA ÚTBOÐS Á PÖKKUN OG ÚTKEYRSLU DAGBLAÐA Leitað er eftir aðilum sem áhuga hafa á að bjóða í pökkun og útkeyrslu dagblaða. Útgáfudagar eru 5 í viku þriðjudag til laugardags. Pökkun hefst um miðnætti og þarf útkeyrslu að vera lokið fyrir kl. 6.00 að morgni. Þeir sem áhuga hafa á frekari upplýsingum leggi inn upplýsingar um nafn, heimili og símanúmer í afgreiðslu blaðsins fyrir 25. maí 1989, merkt Blaðdreifing 1989. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Bólstaðarhlíð Á Borgarskipulagi er verið að vinna tillögu að breytingum Bóistaðarhlíðar. íbúum Bólstaðarhlíðar og öðrum sem áhuga hafa á bættu umferðaröryggi í götunni er bent á að kynna sér tillöguna og greinargerð á Borgarskipu- lagi Reykjavíkur, Borgartúni 3,105 Reykjavík, alla virka daga milli kl. 8.30-16.00 frá þriðjudegi 16. maí til miðvikudags 31. maí 1989. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skrif- lega á sama stað innan tilskilins tíma. Borgarskipulag Reykjavíkur. Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224 kl. 10-12 á kvöldin. Geymið auglýsinguna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.