Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 31. maí 1989 Tíminn 7 Samkvæmt lögum um heilbrigðishætti og hollustuvernd verður stofnað innflutningseftirlit í haust: Möguleikar fyrir tækni- legar viðskiptahömlur? Nú liggur fyrir að stofnað verði innflutningseftirlit sem hafi eftirlit með innflutningi á matvælum og neysluvörum svo og nauðsynjavörum sem innihalda eiturefni. Þessa dagana er fyrirkomulag eftir- litsins til umræðu hjá Holl- ustuvernd ríkisins. En það verður að öllum líkindum stofnað nú í haust. Hlutað- eigandi aðilum líst misvel á framkvæmdina og er einna helst óttast að í eftirlitinu leynist möguleikar á tækni- legum viðskiptahömlum. í lögum um heilbrigðishætti og hollustuvernd sem samþykkt voru í ágúst í fyrra segir: „Innan árs skal á vegum Hollustuverndar ríkisins, heilbrigðiseftirlits og eiturefnaeftir- lits, komið upp innflutningseftirliti með matvælum og öðrum neysluvör- um svo og nauðsynjavörum sem innihalda eiturefni eða hættuleg efni.“ Bæði Félag íslenskra iðnrekenda, Neytendasamtökin og fleiri aðilar hafa sett fram þá kröfu að innflutn- ingseftirliti yrði komið á sem fyrst. „Pað er engin spurning að hagsmunir framleiðenda og neytenda fara í þessu tilfelli saman,“ sagði Elín Hilmarsdóttir matvælafræðingur Félags íslenskra iðnrekenda í sam- tali við Txmann. Víða erlendis þekkist það að staðl- ar á innfluttar vörur séu settir mjög strangir í þeim tilgangi að styðja innlenda framleiðslu eftir að vernd- artollar hurfu úr sögunni. „Innflutningseftirlit er auðvitað fyrir þar sem tollurinn er. Menn hafa í þessu nýja eftirliti einkum haft áhyggjur af möguleikum á óeðlileg- um tæknilegum viðskiptahömlum en við vonum að þær áhyggjur séu ástæðulausar," sagði Árni Reynis- son framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra stórkaupmanna í samtali við Tímann. Hann sagði félagsmenn ekki held- ur vera sátta við hugmyndina um að gera þetta eftirlit að sérstakri stofnun. „Okkar vinna kemur til með að miðast við að innflutning- seftirlitið verði hluti tollstjórnarinn- ar, þannig að ekki þurfi að sækja innflutningsleyfi á marga staði,“ sagði Árni. Elín sagði að hér á landi hafi aldrei verið neitt eftirlit af þessu tagi. Nema þá óbeint eftirlit sem Þjóðleikhúsiö: NEFND SKIPUD Menntamálaráðherra hefur skip- að nefnd til að endurskoða lög um Þjóðleikhúsið. Hún mun fjalla um tillögur sem fyrir liggja frá leiklist- arráði um sömu lög. Nefndin hefur jafnframt það hlutverk að fjalla um framtíð íslenskrar óperu og listdans, þ.e. íslenska dansflokkinn. Skoða á lagagrundvöll þessarar starfsemi, hlut listamanna, þar á meðal um kjör þeirra, og um húsnæði fyrir þessa þætti íslenskrar menningar. í nefndinni eru: Pórhallur Sigurðs- son, Guðrún Stephensen, Þórhildur Þorleifsdóttir, Nanna Ólafsdóttir, Sveinn Einarsson, Kristinn Hallsson og Stefán Baldursson sem er formað- ur nefndarinnar. Sigrún Valbergs- dóttir, starfsmaður í menntamála- ráðuneytinu, er ritari nefndarinnar. heilbrigðisfulltrúar um allt landið hafa staðið fyrir með því að líta í hillur verslana. „Það er bæði sein- virkt og ef eitthvað finnst athugavert er varan löngu farin í dreifingu. Þá getur verið erfitt að innkalla vör- una,“ sagði Elín. Hún benti jafnframt á að innflutn- ingseftirlit stuðlaði að því að inn- lendum sem erlendum fyrirtækjum væri gert jafn hátt undir höfði. „Það er mikið aðgengilegra að athuga innlenda framleiðslu en að hafa andi umbúðamerkingar og annað. eftirlit með erlendum vörum eftir að Hingað til hefur verið nokkur mis- þær eru komnar í dreifingu. íslensku brestur á þvx' að gerðar væru jafn fyrirtækin hafa líka alla jafna mjög strangar kröfur til erlendrar fram- gott samstarf við Hollustuvernd sem leiðslu og þeirrar innlendu," sagði hefur gert sínar athugasemdir varð- Elín. jkb Alþjóðlegur tóbaksvarnadagur 31. maí íslenskar konur neyðast til að horfast í augu við þá staðreynd að þær eru farnar að reykja jafnmikið og karlar. Þetta er vafasöm upphefð þegar litið er til alls þess tjóns og ama sem reykingar valda. En það rofar til: undanfarín ár hefur dregið úr reykingum, bæði hjá konum og körlum. { dag, á alþjóðlegum tóbaksvarnadegi sem sérstaktega er helgaður baráttunni gegn reykingum kvenna, eru allar konur sem reykja hvattar til að hugleiða þá ábyrgð sem þær bera á bömum sínum, umhverfinu og eigin velferð - og velta því fyrir sér í alvöru hvort ekki sé kominn tími til að hætta að reykja. Krabbameinsfélagið TÓBAKSVARNANEFND Alþjóða heilbrigðismálastofnunin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.