Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 31. maí 1989 Lög sem hefta innflutning matvæla á vegum erlendra ferðaskrifstofa: „Sömu reglur um inn- f lutning allra aðila" Félag íslenskra ferðaskrifstofa fagnar nýjum lögum sem gera það að verkum að íslenskar ferðaskrifstofur sitja við sama borð og þær erlendu hvað varðar kaup á matvælum. „Það er ljóst að hækkun á matvæl- um hér innanlands hefur átt þátt í því að erlendar ferðaskrifstofur hafa leitast við að flytja inn matvöru í einhverjum mæíi. Ferðaskrifstofur hér á landi hafa barist fyrir því að sömu reglur giltu um innflutning þessara aðila og annarra sem þurfa að standa skil á öllum gjöldum. Lögin verða til þess að menn gera sér betur grein fyrir í hveriu verðmis- munur, á ferðum um ísland sem boðið hefur verið upp á, liggur. En margir hafa viljað meina að hann lægi eingöngu í verðlagningu mat- væla," sagði Ingólfur Hjartarson framkvæmdastjóri félagsins í samtali við Tímann. Hann sagði að töluvert hefði verið um að erlendar ferðaskrifstofur flyttu inn hart nær alla matvöru fyrir ferðalanga á þeirra vegum. „En það er einnig ljóst að þetta er ekki algilt. Okkur finnst þó að þessi tilhneiging hafi frekar vaxið undanfarið með hækkandi verði matvöru. Þetta gerir íslenskar ferðaskrifstofur sam- keppnisfærari það er engin spurning. Helst af öllu vildum við þó að verðlag matvæla hérlendis væri sam- bærilegt við verðlag erlendis," sagði Ingólfur. I frétt Tímans fyrir nokkru, þar sem greint var frá setningu laga sem fjalla um gjöld sem greiðist af mat- vælum sem fluttar eru inn í stórum stíl af einum aðila, var tekið sem dæmi innflutningur ferðalanga með Norrænu. f samtali við lögregluþjón á Seyðisfirði kom fram að nokkuð hefði borið á innfiutningi bensíns en það sem af væri þessu sumri hefði ekki orðið vart neins innflutnings af því tagi. Norræna hefur ekki hafið ferðir sínar í sumar og hið rétta er að síðastliðið sumar varð ekki vart neins innflutnings á bensíni. Jafn- framt vildu forráðamenn Norrænu koma því á framfæri að nefndur innflutningur væri síst meiri með Norrænu en eftir öðrum leiðum og sögðu það reyndar heyra undantekn- ingu til ef vart yrði flutnings mat- væla, með erlendum ferðamönnum, svo nokkru næmi. jkb Veitti áverkana í ljós hefur komið að maðurinn sem Tíminn sagði frá í gær að ráðist hefði verið á, á Laugaveg- inum á sunnudagsmorgun og hann tvístunginn með hnífi í kviðinn, veitti sér sjálfur áverk- ana. I>að að ráðist var á manninn, á sér því ekki stoð í veruleikan- um. -ABO Hjónin Guðlaug Karlsdóttir og Einar Þorsteinsson færðu Landsbókasafni Íslands nýlega að gjöf handrit Karls Ó. Runólfssonar, tónskálds, en hann hafði á síiium tíma óskað eftir því, að þau gengju að sér látnum til Landsbókasafnsins. Á myndinni eru f.v. Finnbogi Guðmundsson landsbóka- vörður, Guðlaug Karlsdóttir, sem er dóttir tónskáldsins, Einar Þorsteinsson og Grímur M. Helgason deildarstjóri. Lögreglukona skoðar eitt hjólanna. Lögreglan setur límmiða á pll hjól sem teljast vera í lagi, en á þetta hjól vantaði hins vegar kattaraugu. •'" <Tímam.Ámi Bjaraa) Hjólaskoðun Hin árlega hjólaskoðun lögregl- unnar í Reykjavík hófst á mánudag og stendur til l.júní. í dag mun lögreglan skoða hjól í Breiðholts-, Fella- og Hólabrekkuskóla fyrir há- degi, þ.e. 10:00-11:00. Eftirhádegi, þ.e. 13:30-14:30 verður hún í Selja-, Öldusels- og Foldaskója. Á morgun heldur lögreglan áfram í Árbæjar-, Ártúns- og Selásskóla fyrir hádegi en eftir hádegi verður hún í Æfinga- deildinni, Landakots-, Varmár- og Mýrarhúsaskóla. Þegar hafa hjól verið skoðuð í 12 skólum. Lögreglan leggur áherslu á að foreldrar yngstu barnanna komi með þeim í hjólaskoðunina. -gs Georgi Andreev, sendiherra Búlgaríu, lætur af því starfi um mánaðamótin en hyggst hnýta lausa enda áður Vilja gera við og smíða íslensk skip Búlgarski sendiherrann á íslandi sem liefnr aðsetur sitt í Osló, Hr. Georgi Andeev, er staddur hér á landi annars vegar til þess að kveðja íslenska embættismenn, en hann lætur af störfum nú um mánaðamót- in og hins vegar hyggst hann nota tækifærið til þess að undirbúa komu búlgarskrar sendinefndar um við- skíptamál hingað til Iands. Að sögn hr. Andreev hafa Búlgar- ar nú mótað ákveðnar tillögur um aukin viðskipti við ísland og mun sendinefndin kynna þessar hug- myndir íslenskum aðilum þegar hún kemur til landsins. Sendiherrann sagði enn of snemmt að upplýsa um einstök atriði í hugmyndum Búlgar- anna en utanríkisviðskiptaráðherra Búlgaríu og þáverandi utanríkisráð- herra Steingrímur Hermannsson ákváðu á fundi sínum hér í fyrra að setja á laggirnar slíkar gagnkvæmar viðskiptanefndir. „Hins vegar get ég sagt það að við höfum mikinn áhuga á að komast inn á skipasmíðamark- aðinn á íslandi og viljum gjarnan gera við eða jafnvel smíða íslensk skip í skipasmíðastöðvum okkar. Við höfum mjög fullkominn skipa- smíðaiðnað og sem dæmi get ég nefnt að við höfum nýlega lokið við. að gera samninga við Norðmenn um smíði 10 skipa og stöndum í samn- ingaviðræðum við þá um 5-6 skip í víðbót," sagði hr. Andreev í samtali við Tímann. Aðspurður um það hvort Búlgararnir væru samkeppnis- færir t.d. við Pólverja á þessu sviði sem þegar hefðu haslað sér völl á þessum markaði hér á íslandi sagðist sendiherrann láta sérfræðingunum eftir tæknilega útfærslu á samkeppn- isstöðu þeirra, en þeir fullyrtu að Búlgarir væru vel samkeppnisfærir. „En í sendinefnd þeirri sem við höfum hug á að senda hingað til íslands er aðalframkvæmdastjóri stærstu skipasmíðastöðvarinnar í Búlgaríu. Komi það hins vegar í ljós að við erum ekki samkeppnisfærír þá nær það vitaskuld ekki lengra," sagði hr. Andreev. Sendiherrann sagði skipasmíða- iðnað aðeins eitt þeirra sviða sem mögulegt væri að auka viðskiptin á. Hann sagði að hugur þeirra stefndi til þess að undirrita langtímasamn- ing við íslendinga um viðskipti, eins konar rammasamning um viðskipti. Það væri eitt hlutverk áðurnefndrar sendinefndar að vinna að því, en slíkt myndi þó velta á viðbrögðum íslenskra viðskiptaaðila. Hann sagði ennfremur að það sem Búlgarar Georgi Andreev, sendiherra Búlgaríu. Tímamynd: Árai Bjaraa sæktust einkum eftir með slíkum samningi væri að kaupa sjávarafurð- ir af fslendingum, einkum að tryggja sér kaup á fiskmjöli til lengri tíma. „Við erum nú að leita hentugra leiða fyrir íslenska aðila til að stofna innflutningsfyrirtæki í Búlgaríu en lögin í Búlgaríu heimila nú starfsemi erlendra fyrirtækja," sagði hann. í samtali Tímans við sendiherrann kom einnig fram að Búlgarar hafa mikinn áhuga á að auka ferða- mannastraum frá íslandi til Búlgar- íu. Benti hann á að í Búlgaríu væri fyrir hendi einstök aðstaða ekki hvað síst fyrir hvers kyns heilsurækt- arferðamennsku og sagði hann að Búlgörum hafi tekist vel upp að virkja vel menntaða lækna og annað hjúkrunarfólk í þessum tilgangi. Áður hefur verið greint frá slíkum heilsuræktarferðamönnum hér í blaðinu, og er skemmst að minnast ódýrra tannlækninga sem fslending- ar hafa notið þar í landi. Að sögn hr. Andreev er ferðaskrifstofan Ferða- val í samvinnu við búlgörsk stjórn- völd nú að kanna möguleikann á því að skipuleggja leiguflug til Búlgaríu næsta sumar sem gæti auðveldað ferðalagið þángað stórlega. Eins og áður segir er hr. Georgi Andreev að láta af störfum sem sendiherra og mun hann snúa til Búlgaríu þar sem hann mun starfa við pólitíska stefnumótun. Hann hefur verið sendiherra á f slandi í tæp 10 ár og segist hafa orðið var við miklar framfarir í landinu á þessum tíma og segist einkum hafa hrifist af þeirri efnahagslegu velmegun sem fari sívaxandi, uppbyggingunni og atorkusemi íslendinga. Sendiherr- ann sagði að á þessum tímamótum væri hann bjartsýnn á að tengslin milli fslands og Búlgaríu nú væru í gangi ýmis samstarfsverkefni milli íslenskra og búlgarskra fyrirtækja og auk þess væri hið alþjóðlega umhverfi í dag mun afslappaðra en oft áður og ýmsir „sálfræðilegir múrar" sem hindrað hefðu eðlileg samskipti í gegnum árin væru nú óðum að hverfa. Að lokum vildi sendiherrann þakka ölium, sem hann hefur átt viðskipti við, sam- starfið og óskaði þeim og íslensku þjóðinni alls hins besta í framtíðinni og vonaðist eftir að framtíðin bæri í skauti sér enn betra samstarf land- anna tveggja. - BG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.