Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 31. maí 1989 Tíminn 9 FISKIRÆKT Vatnakarlar í aðgerð í Landmannaafrétti. Aukin fiskigengd á Holtamannaafrétti og Land- vatnakerfi Á Holtamannaafrétti mannaafrétti er öflugt með bæði ám, vötnum og lónum, eins og kunnugt er. Bændur í fjórum hreppum og tveir í þeim fimmta, sem upprekstur eiga á þetta lands- svæði, stofnuðu á sínum tíma veiði- félag um vötn á afréttunum, sem nefndist Veiðifélag Holtamanna- afréttar. Pá er einnig veiðifélag á Landmannaafrétti, sem tekur ein- ungis til vatna á þeim afrétti. Mikil röskun á landi hefur átt sér stað á þessum slótum vegna virkjun- arframkvæmda á afréttunum og hef- ur vatnsrennsli verið breytt. Þá hafa þegar verið mynduð nokkur miðlun- arlón, sem þegar er kominn fiskur í úr vatnakerfi afréttanna. Kvíslavötn eru alfarið á Holtamannaafrétti, en Stjórn Veiðifélags Holtamannaafréttar. Frá vinstri: Kristinn Guðnason, Skarði, varamaður, Pálmi Sigfússon, Læk, Bragi Guðmundsson, Vindási, Sveinn Tyrfingsson, Lækjartúni, formaður, Sigþór Jónsson, Ási og Óskar Ólafsson, Bjóluhjáleigu. (Ijúsm. Einar Hannesson) Pórisvatn og lónin: Krókslón (15km2) og Hrauneyjarlón (9 km2), eru að hluta til á Landmannaafrétti. Fyrr á árum var eingöngu urriði í vötnum á fyrrgreindum afréttum innan Tungnaár. En vegna flutnings á bleikju m.a. í vötn og lón á afrétti Skaftártungu, sem afrennsli hafa tii Tungnaár, hefur bleikja komist inn í vatnakerfi árinnar og dreift sér í þau vötn, sem samgang hafa við ána. Petta hefur ýmsum þótt miður, þar sem bleikjan er þekkt fyrir að fjölga sér óhemju fljótt og vötnin verða ofsetin, ef ekki er jafnvægis gætt með kröftugum veiðiskap. Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur í Veiðifélagi Holtamanna- afréttar og þar var ákveðið veiðifyr- irkomulag í sumar, sem byggist bæði á netaveiði og stangaveiði á félags- svæðinu. Félagið, sem hefur sjálft allan ráðstöfunarrétt á veiði í ám, kvíslum, vötnum og lónum á svæð- inu, leigir bændum innan félagsins netaveiði í lónum og stangaveiði til allra manna, sem áhuga hafa á slíkum veiðiskap. í Köldukvísl mun vera uppselt í stangaveiði um allar helgar í sumar. í stjórn Veiðifélags Holtamanna- afréttar eru: Sveinn Tyrfingsson, Lækjartúni, formaður, Óskar Ólafs- son, Bjóluhjáleigu, Sigþór Jónsson, Ási, Bragi Guðmundsson, Vindási og Pálmi Sigfússon, Læk. eh. Að ávaxta sitt gramm The King's Singers er söngsextett sem hóf göngu sína 1968, þegar hinir upprunalegu félagar voru allir við nám á Konungsgarði í Cambridge. Síðan þá hafa þeir haldið nálægt 3000 tónleikum og nú eru aðeins tveir eftir af stofnendunum. Hinn 18. maí sungu þeir í íslensku óper- unni fyrir styrktarfélaga Tónlistar- félags Reykjavíkur. Húsfyllir var og viðtökur gríðarlegar. Sextettinn er skipaður tveimur kontratenórum, einum tenór, tveim- ur baritónum og einum bassa. í stuttum kynningarinngangi veglegr- ar tónleikaskrár, sem Reynir Axels- son þýddi (en las vonandi ekki prófarkir), segir svo: „Margir gagnrýnendur hafa lýst söng þeirra en enginn ef til vill eins vel og gagnrýnandi Washington Post er hann skrifaði um þá „... æðsta hljóðfærið, mannsröddin, sem hefur náð mjög langt í þróun samsöngs." Á efnisskrá þeirra eru tónverk endurreisnartímans, madrígalar, þjóðvísur margra landa og allt þar á milli, svo ekki sé minnst á mikinn fjársjóð dægurlaga... Mörg nútíma- tónskáld hafa skrifað sérstaklega fyrir þá." Allt er þetta rétt, svo langt sem það nær, enda kemur í ljós að söngvarar þessir eru ekki miklir „raddmenn" einir sér, en þó Robert Chilcott tenór skástur. Sterkastir eru þeir í samsöngnum, eins og hinn virti kollega lýsti hér að ofan, auk þess sem þeir hafa létta og hrífandi sviðsframkomu. Fyrsti kontratenór, Jackman, hefur að minni hyggju alls enga kontratenórrödd, heldur syng- ur hann falsettu og þótti mér söngur hans spilla miklu og minna mest á Andrés önd. Ágæti King's Singers sannar best yfirburði samvinnunnar, því hér skila miðlungssöngmenn heild sem a.m.k. hefur fengið mikla frægð og aðdáun. Tónleikarnir hófust með syrpu af bandarískum þjóðlögum í útsetn- ingu tenórsins Chillcotts. Þarna naut sín ekki síður gamansöm sviðstækni þeirra en söngurinn, enda voru út- setningarnar ekki sérlega skemmti- legar. Yfirskrift fyrri hluta tónleik- anna var að öðru leyti „Salt Sea Airs" því hafið var samnefnari verk- anna. Þar gerðu þeir mest með nýtt verk, „Armada Echoes" eða Berg- mál frá Flotanum ósigrandi eftir Gordon Crosse, sem frumflutt var 1988. Textinn er mikil ballaða samin upp úr samtímaheimildum um hinn fræga flota sem beið svo herfilegan ósigur fyrir Elísabetu drottningu og Sir Francis Drake árið 1588. Seinni hluti tónleikanna var miklu skemmtilegri, að mestu „útsetningar í þéttri hljómskipan", nl. rakara- stofusöngur að hætti Comedian Harmonists, og iðulega eftirhermur af hljóðfæraverkum. í þeim ágæta söng var langskemmtilegast lag eftir Duke Ellington þar sem lista- mennirnir ná dásamlega (og dásam- legum) samhljómi saxófóna, tromp- eta og básúna með „wa-wa-túttum", yfir dempuðum púlsi slagverksins. Þegar þar að kom vildu áheyrend- ur að sjálfsögðu ekki una því að efnisskráin væri tæmd og voru söngv- ararnir klappaðir upp margsinnis. Sig.St. 40X40 Fyrir fjórum áratugum út- skrifuðust 40 yngismeyjar úr Kvennaskólanum á Blöndu- ósi, en þœr stunduðu nám þar veturinn 1948-49. Skóla- systurnar hittust í Veitinga- höllinni í Reykjavík réttum 40 árum eftir að þær luku kvennaskólapróflnu. Þar mœttu 36þeirra og hljótaþað að teljast góðar heimtur. Er myndin tekin við það tæki- færi. Mynd Ární Bjárna'. '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.