Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 15
Miövikudagur 31. maí 1989 Tímirtn 15 BÓKMENNTIR llllilllll iiliilm lili';':: illlll Bók um Gissur og siðaskiptin \srxrv«?<? i Hnr Út er komin bók sem hefur að geyma ritgerð Tryggva Þórhallsson- ar í samkeppnisþrófi, sem fór fram á sumri 1917 um kennaraembætti við Háskóla íslands. Tilefni þess var, að er Jón Helgason varð biskup í desember 1916 að Þórhalli Bjarna'r- syni látnum losnaði dósentsembætti við guðfræðideild Háskólans. Erbók þessi gefín út af börnum höfundar (hann lést árið 1935) í tilefni af aldarafmæli hans hinn 9. febrúar 1989. í formála hennar er gerð nánari grein fyrir aðdraganda og tilhögun þessa samkeppnisprófs og fleiru í því sambandi. Fimm manna dómnefnd sam- keppnisprófsins ákvað, að þátttak- endur í því skyldu semja kirkjusögu- lega ritgerð um þetta efrii: „Aðdrag- andi og upptök siðaskiptanna hér á íslandi, afstaða Gissurar biskups Einarssonar til katólsku biskupanna Ögmundar og Jóns Arasonar annars vegar og konungsvaldsins hins vegar, og viðgangur hins nýja siðar á dögum Gissurar biskups." Hér var um að ræða aðalverkefni samkeppn- isprófsins og skyldu umsækjendur um stöðuna hafa 90 daga til að leysa það af hendi. Tveir sóttu um embættið auk Tryggva Þórhallssonar, þeir Ás- mundur Guðmundsson prestur í Stykkishólmi, síðar biskup, og Magnús Jónsson prestur á ísafirði, síðar alþingismaður og ráðherra. Hann fékk embættið samkvæmt niðurstöðu dómnefndar um að hann væri hæfastur umsækjenda til að gegna þvf. í úrskurði hennar var tekið fram, að ritgerð Tryggva bæri vott um „einkar góða sagnaritara- hæfileika". Börn Tryggva Þórhallssonar vildu minnast föður síns á aldarafmæli hans á eftirminnilegan hátt, og ákváðu þau að vel athuguðu máli að gera það með því að gefa út þessa ritgerð hans frá 1917. Hún hafði varðveist vel, lá fyrir heil og ósködd- uð og ekkert verið birt beint úr henni. Auk þess hafði dómnefnd samkeppnisprófsins tjáð sig mjög jákvætt um hana sem fyrr segir. Tryggvi Þórhallsson. Bókin er 16+278 bls. auk 57 síðna með myndum tengdum efni hennar. Tilvísanir til heimilda og athuga- semda eru ekki færri en 1570, þar af um 1300 í íslenskt fornbréfasafn. Gegnir furðu að mögulegt hafi verið að semja svo viðamikið ritverk á ekki lengri tíma en 90 dögum. í formála bókarinnar er fjallað allítar- lega um þetta atriði. í samræmi við orðalag dómnefnd- ar á verkinu er fyrsta siðaskipta- manninum á íslandi, síra Jóni Ein- arssyni í Odda, helgaður I. kafli ritgerðarinnar, og frásögn hennar lýkur af sömu ástæðu við dauða Gissurar árið 1548. f ritgerðinni er því lítið fjallað um síðasta skeið skiðaskiptaátakanna - efni hennar eftir inngang og I. kafla snýst ein- vörðungu um Gissur Einarsson og er jafnframt ævisaga hans. Til þess að gefa einhverja hug- mynd um efnisskipun bókarinnar fara hér á eftir kaflaheitin í henni: Síra Jón Einarsson í Odda. Siða- skiptamennirnir í Skálholti og að- gerðir Ögmundar biskups. Bessa- staðamenn. Gissur Einarsson verður biskup f Skálholti. Fyrsta biskupsár Gissurar Einarssonar, .Gissur Ein- arsson og Ögmundur Pálsson. Al- þingi árið 1541. Gissur Einarsson og Jón Arason. Gissur Einarsson og konungsvaldið. Viðgangur hins nýja siðar á dögum Gissurar biskups Einarssonar. Niðurlagsorð. - Aft- anmáls eru svo 4 fylgiskjöl, hið fyrsta þeirra ættartala Gissurar biskups. Þar eru og nafna-, mynda- og heimildaskrár. Starfið við að búa bókina til prentunar var að mestu unnið af börnum höfundar og mökum þeirra. Að sjálfsögðu varð ekki komist hjá því að leita úr fyrir fjölskylduna um leiðbeiningar og upplýsingar hjá sér- fróðum mönnum. Jafnframt þvi að vera almenn siðaskiptasaga að því er snertir þátt Gissurar Einarssonar í henni er þessi bók mjög einbeitt varnarrit fyrir hann bæði sem mann og þjóðar- leiðtoga á einhverju afdrifaríkasta tímabili íslandssögunnar. Leggur höfundur megináherslu á að færa sem fyllst rök fyrir því, að þau hörðu ámælisorð, sem Gissur hafði fengið á sig í ritum um siðaskiptin og hjá almenningi, ættu ekki við rök að styðjast, þ.e. gætu ekki samrýmst fyrir liggjandi heimildum, væru þær rétt lesnar. Hvað varðar svert mannorð Gissurar var hér einkum um það að ræða, að hann hefði bréflega fullvissað Ögmund biskup velgerðamenn sinn um, að honum væri engin hætta búin af hendi Huitfeldts, sendimanns konungs, í því skyni að koma betur fram áformi sínu um að Iáta handtaka Ögmund. Niðurstaða ítarlegrar könnunar höf- undar á málavöxtum ersú, að enginn fótur sé fyrir þessari ásökun. - Gagnrýni á hendur Gissuri um að hann væri hallur undir konungsvald- ið afsannar höfundur meðal annars með því að gera grein fyrir nánu samstarfi hans við Jón Arason um að hamla gegn þeim áformum konungs- valdsins að sölsa undir sig sem mest af kirkju- og klaustureignum í kjöl- far siðaskiptanna, og skerða forn landsréttindi íslendinga. Sögufélag, Garðastræti 13b, Reykjavtk annast dreifingu bók- arinnar. FRIMERKI AFBRIGDI Alltaf öðru hvoru eru að koma upp afbrigði í íslenskum frímerkj- um, jafnvel löngu útgefnum, og stöndum við þá oft frammi fyrir þeim vanda að skera úr um hvort hér sé aðeins um galla að ræða eða raunverulegt afbrigði, sem endur- tekur sig með reglulegu millibili, eða er alltaf í sama frímerki í örkinni í hluta upplagsins. . Við höfum rætt þessi mál nokkuð hér í þáttunum, mest varðandi smá- arkirnar á degi frímerkisins, að undanförnu. Vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem hafa skrifað eða rætt við mig og bent á ýmis þessara afbrigða. Meðal þess sem komið hefir fram við þessi skrif eru afbrigði í 30,00 króna frímerkinu úr 1100 ára afmæl- issettinu frá 1974. Þar hefir það gerst að grænt strik myndast í prentuninni ýmist efst eða neðst í örkinni og dregst það yfir þrjú merki í hverri örk. Meðfylgj- andi eru myndir af upphafsmerkinu, bæði efst og neðst úr örkinni. Vissu- lega eru afbrigði alltaf gallar í prent- un merkjanna, miðað við eðlilegt Hönnumauglýsingu FRÍTT þegar þú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI S80001 frfmerki. Hér virðist hafa verið um galla að ræða sem endurtekur sig og er því það sem við getum kallað afbrigði. í báðum tilfellum hefst strikið við bókstafinn A í orðinu CHAUX í jaðarprenti frímerkjanna, eins og myndirnar bera með sér. Gengur þessi lína í gegnum þrjú frímerki arkarinnar. Má jafnvel sjá merki hennar í fjórða frímerkinu, þegar hún hefst á neðri jaðri. Dæmi um þetta afbrigði hefi ég fengið á ónotuðum arkarhlutum, en ekki séð það ennþá á notuðum frímerkjum. Þætti mér því vænt um ef lesendur vildu nú athuga þessi merki og skrifa mér eða helst senda mér ljósrit af þeim ef þeir finna einhver. Mikið var skrifað um það á sínum- tíma hve mörg afbrigði væri að finna í offsetprentuðu merkjunum frá Courvoisier. Stanley Gibbons hefir valið þá leið að skrá ekki afbrigði merkja sem prentuð eru í offset og stafa af óhreinindum sem koma á prentvalsinn og skilja eftir sig bletti eða hringi á frímerkjunum. Má vit- anlega um þetta deila og eru mörg rök bæði með og á móti. Hérna virðist ekki um slíkt að ræða, þar sem strikin eru greinilega tildreginn liturúrmerkjunum. Getur hinsvegar verið um smitun að ræða sem komið hefir í upphafi prentunar eða við lok prentunar á heilli rúllu pappírs. Þó mundu Bretar vafalaust kalla þetta „Printers waste". Hvað sem því líður væri ákaflega gaman að frétta af eintökum með þessum strikum. Sérstaklega ef um notuð eintök væri að ræða. Sigurður H. Þorsteinsson. ua Alexander Stefánsson alþingisma&ur Vesturlandskjördæmi Alexander Stefánsson, alþingismaður verður til viðtals og ræðir þingmál og stjórnmálaviðhorfið, á eftirtöldum stöðum sem hér segir. Lýsuhóli, miðvikudaginn 31. maf kl. 14.00 Breiðabliki, miðvikudaginn 31. maí kl. 17.00 Lindartungu, miðvikudaginn 31. maí kl. 21.00 Saurbæ, fimmtudaginn 1. júní kl. 16.00 Búðardal, fimmtudaginn 1. júní kl. 20.30 Reykholt, föstudaginn 2. júnf kl. 14.00 Hvanneyri, föstudaginn 2. júní kl. 17.00 Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, laugardaginn 3. júní kl. 14.00 Borgarnes, mánudaginn 5. júní kl. 20.30 Akranes, þriðjudaginn 6. júní kl. 20.30 Tímasetning og húsnæði auglýst jafnóðum. Landsstjórn og framkvæmdastjórn LFK Aðal- og varamenn eru boðaöir til fundar að Nóatúni 21, laugardag- inn3. júníki. 10-16. Dagskrá: Undirbúningur landsþings. A. Málefni. B. Framkvæmd. C. Önnur mál. Áríðandi er að tilkynna þátttöku í síma 91-24480. Ath. breyttan fundardag. Stjórnin. Konur í Strandasýslu Rabbfundur um þjóðmál o.fl. verður haldinn fimmtudaginn 1. júnf kl. 20.30. Upplýsingar gefur Hafdfs Sturlaugsdóttir í síma 3393. Gestur fundarins verður Unnur Stefánsdóttir formaður Landssambands framsóknarkvenna. Mætið allar í vorspjallið. Stjórn L.F.K. IL llll Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 f Reykjavík, verðurfrá og með 1. júní n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. Flag í fóstur SUF hefur ákveðið að efna til gróðursetningar- ferðar í Galtalæk, laugardaginn 10. júní 1989. Tekinn verður upp þráðurinn frá fyrra ári og haldið áfram uppgræðslu á því landsvæði sem SUF hefur tekið í fóstur. Nánar auglýst síðar. Framkvæmdastjórn SUF. Stjórnarfundur SUF Stjórnarfundur Sambands ungra framsóknar- manna verður haldinn í Nóatúni 21, föstudaginn 9. júní 1989, og hefst kl. 17:30. Framkvæmdastjórn SUF Framsóknarmenn Siglufirði Munið hádegisfund á Hótel Höfn föstudaginn 2. júnf. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsinsrað Hámráborg 5, Kópavogi er opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 17 til 19. Sfmi 43222. K.F.R.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.