Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 31. maí 1989 Tíminn 5 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir mikla bjartsýni ríkja meðal margra leiðtoga NATO-ríkjanna varðandi bætt samskipti austurs og vesturs: Járntjaldið að liðast í sundur? i j Mjög mikil bjartsýni kom fram hjá Kohl kanslara V-Þýska- lands, varðandi þá þróun sem átt hefur sér stað í A-Evrópu á fundi leiðtoga NATO- ríkja. í kvöldverðarboði sem haldið var í tengslum við fund leiðtoganna var rætt almennt um samskipti austurs og vesturs. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði í samtali við Tímann í gær að Kohl hefði talað mjög hástemmt um að þróuninni í A-Evrópu yrði ekki snúið við og gerði m.a. yngstu kynslóðina að umtalsefni sínu. Hann sagði að unga fólkið í A- Þýskalandi yrði ekki kúgað og beindi sjónum sífellt meir til V-Evrópu í leit að fyrirmyndum. „Þjóðverjarnir virðast vera afar trúaðir á að járn- tjáldið sé að liðast í sundur. Þeir gera sér hinsvegar fullkomlega grein fyrir því að slíkt tekur sinn tíma og vilja auðsjáanlega ekkert gera til að spilla fyrir þeirri þróun sem átt hefur sér stað," sagði Steingrímur Munu múrarnír verða brotnir niður á næstu arum Tíminn spurði Steingrím um hans afstöðu til málsins og hvort hann hefði trú á því að járntjaldið væri að gliðna? „Já, ég get ekki neitað því, sér- staklega eftirferð mína til Ungverja- lands, sem var mjög fróðleg. Þegar ég var staddur þar var einmitt verið að klippa niður gaddavírsgirðingar milli Ungverjalands og Austurríkis. Það verður að teljast vísbending. Miðað við þá bjartsýni sem gætti hjá mörgum leiðtogum er ekki órök- rétt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort járntjaldið sé að liðast í sundur," sagði Steingrímur. Hann benti ennfremur á að ekki hefðu allir leiðtogarnir verið jafn bjartsýnir og tiltók sérstaklega Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands, sem hann sagði að væri ekki trúuð á svo bætt samskipti austurs og vesturs. - Telur þú að Evrópubúar al- mennt séu nægilega móttækilegir fyrir þeirri þróun sem átt hefur sér stað austan járntjalds síðustu ár? „Hérna megin eru menn mjög móttækilegir fyrir þessu, að vísu greinir menn á um margt í þessu sambandi. Rúmenía hefur verið gagnrýnd mikið fyrir mannréttinda- brot og Búlgaria einnig, af Tyrkjum. Á fundinum var merkjanlegur mjög góður andi í garð Pólverja og Ungverja. V-Þjóðverjar ræddu ákaf- lega mikið um samskipti sín við A-Þjóðverja og vitnuðu m.a. til þess að sífellt aukinn straumur ferða- manna er milli landanna tveggja," sagði Steingrímur. Hann kom reynd- Kohl kánslari V-Þýskalands er trú- aður á að járntjaldið sé að gliðna. ar inn á þessi atriði í ræðu sinni á leiðtogafundinum, þar sem hann sagði: „Atlantshafsbandalagið er nú á vegamótum. Við stöndum nú frammi fyrir nýjum viðfangsefnum, sem eru án fordæmis. Sameiginlegar ákvarðanir, víðsýnar og án fordóma eru nauðsynlegar. Afar mikilvægar og athyglisverðar breytingar eru að verða í Sovétríkjunum og í löndum Austur-Evrópu almennt. Vafalaust er að slík þróun frá miðstýrðu og til opnara efnahagslífs, og jafnvel stjórnálakerfis, mun, ef tekst, leiða til stórbættra samskipta austurs og vesturs. Þetta er einstætt tækifæri til þess að skapa eðlilegt ástand í Evr- ópu. Því mega ríki Atlantshafs- bandalagsins ekki glata. Þvert á móti ber okkur að leita allra ráða til þess að verða að liði í þessari þróun," sagði Steingrímur. -ES Aranqursríkum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsríkjanna lauk í Brussel í gær: Tillögu um afvopnun í höf unum verið sáð - segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Leiðtogar Atlantshafsbandalags- rikjanna lýstu ánægju sinni og töldu fund sinn um afvopnunarmál í Evr- ópu hafa verið árangursríkan. Fund- iiiuiii lauk í Brussel í gær og ein- kenndist af tímamótatillögum sem Bush Bandaríkjaforseti setti fram varðandi afvopnun í álfunni, og skýrt var frá í Túnanum í gær. Hvað okkur Íslendinga áhrærir verður að teljast áfangi að í yfirlýsingu fundar- ins var vitnað til umhverfismála og segir þar að meiri áhersla verið lögð á þau í framtíðinni af Atlantshafs- bandalaginu sameiginlega. Hvað varðar afstöðu þá er forsæt- isráðherra kynnti leiðtogunum, að íslendingar teldu að afvopnun ætti að ná til allra árásarvopna á landi og í sjó, þá var hennar sérstaklega getið af framkvæmdastjóra NATO þegar hann tók saman niðurstöðu fundar- ins. Steingrímur lýsti þessari afstöðu í ræðu sinni í fyrradag og fastanefnd íslands hjá NATO ítrekaði afstöðu forsætisráðherra skriflega og gat framkvæmdastjórinn þessarar yfir- lýsingar frá íslandi sérstaklega. Það má því segja að hugmyndin um afvopnun í höfunum hafi komist á blað á þessum fundi og verður að líta á það sem merkilegan áfanga fyrir okkur íslendinga. „Ég sagði í mínum lokaorðum á fundinum að við treystum því að afvopnun í höfunum fylgdi á eftir. Sú stefnuyfirlýsing sem nú var gefin út nær ekki nema til eins eða tveggja ára, því hún er fyrst og fremst miðuð við þann tíma sem Bandaríkjamenn telja að þurfi til að framkvæma tillögur þeirra," sagði Steingrímur í samtali við Tímann í gær að aflokn- um leiðtogafundinum. Hann vildi taka það fram að ekki væri rétt eins og fram hefði komið í Morgunblaðinu að fallið hefði verið frá okkar tillögum. „Þjóðverjar falla frá því að krefj-. ast núll-lausnar varðandi skamm- drægar kjarnaflaugar, fallið er frá því að tala um endurnýjun skamm- drægra eldflauga og því vísað til síðari tíma. Það má segja að við gerum nánast það sama varðandi okkar tillögu," sagði Steingrímur. - Má ekki líta svo á að þó svo menn séu ekki tilbúnir til að ræða afvopnun i höfunum í dag komi fundur eftir þennan fund? „Jú. Ég tel það hinsvegar mjög mikilvægt að búið sé að sá þessari tillögu." Steingrímur vitnaði til þess að í fyrsta skipti væri nú tekin ákvörðun um fækkun flugvéla sem borið geta kjarnavopn. Aður vildu Bandaríkjamenn ekki heyra á þetta atriði minnst en nú hafa þeir breytt afstöðu sinni. Það er því viðbúið að afstaða eigi eftir að breytast varð- andi afvopnun í höfunum. Utanríkisráðherrar NATO-ríkj- anna funduðu fram á nótt á mánu- dag, þar til ásættanlegt orðalag fannst á iokaskjal fundarins varð- andi skammdrægar kjarnaflaugar. Lausnin várð sú að í raun og veru er sneitt hjá því að minnast á skamm- drægar eldflaugar. Er það gert með tilvísan til þess að tillögur Banda- ríkjamanna varðandi afvopnun geri ráð fyrir svo miklum hraða í afvopn- unarviðræðunum. í skjalinu segir að þegar þessar viðræður eru komnar til framkvæmda skuli að nýju taka upp viðræður um skammdrægar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra eldflaugar með það að markmiði að fækka þeim. Sem fyrr segir lauk leiðtogafund- inum í gær en forsætis- og utanríkis- ráðherra eru væntanlegir heim í dag. ¦ -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.