Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 31. maí 1989 Tjtninn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin i Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: GARRI Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Stmi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ' Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Afvopnunarmál Á undanförnum árum hefur sambúð risaveld- anna í austri og vestri batnað mjög og farið inn á heillavænlegri brautir en var um áratugaskeið. Þessi samskiptabati er fyrst og fremst kenndur við æðstu ráðamenn Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, Mikael Gorbatsjov og Ronald Reagan. Augljóst er að eftirmaður Reagans á forsetastóli, Georg Bush, er staðráðinn í að halda áfram meginstefnu fyrirrennara síns í samskiptamálum austurs og vesturs. Það er einnig sýnilegt að Bush vill, þegar á reynir, taka tillit til skoðana forráða- manna annarra NATO-ríkja um mikilvæg atriði í samskiptum Vesturveldanna við Varsjárbanda- lagsríkin. Þjóðverjar hafa haft forgöngu um það innan Atlantshafsbandalagsins að dregið sé sem örast úr herbúnaði á meginlandi Evrópu og fækkað verði í herjum beggja hernaðarbandalaganna í því sam- bandi. Þessar hugmyndir Þjóðverja sættu í fyrstu andstöðu Breta og Bandaríkjamanna, en hafa átt stuðning flestra annarra NATO-ríkja. Nú hefur Bandaríkjaforseti sett fram ákveðnar hugmyndir af sinni hálfu um hvernig NATO-ríkin eigi að standa að viðræðum við Varsjárbandalagslöndin á Vínarfundi um samdrátt herbúnaðar í Evrópu. í þessum tillögum tekur hann tillit til skoðana Þjóðverja og annarra NATO-ríkja. Þessar tillögur Bandaríkjaforseta komu fram á leiðtogafundi NATO-ríkja í Briissel um og eftir helgina. Var þeim vel tekið og setja þær svip sinn á lokaályktun fundarins. Ræða Steingríms Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brússel. Hann flutti þar ræðu sem eftir var tekið, ekki síst fyrir það hversu mikla áherslu hann lagði á nauðsyn afvopnunar á höfunum. Hugmyndum Steingríms'eru að vísu ekki gerð skil í fundarálykt- uninni, en þær eru bókaðar hjá Atlantshafsráðinu og verða þar áfram til umræðu. Því er ekki að neita að afvopnun hafanna er nokkuð sérstætt mál í afvopnunarviðræðum. Stór- veldin og meginlandsþjóðirnar hafa ekki sýnt þessu máli áhuga. Það virðist viðtekin skoðun innan Atlantshafsbandalags og Varsjárbandalags að líta svo á að afvopnunarviðræður þessara aðilja snúist um landheri og það sem þeim kemur við. Þessu geta íslendingar ekki unað til lengdar. Ræða Steingríms Hermannssonar á leiðtogafund- inum var tímabært framlag til þeirrar umræðu að afvopnun hafanna verði fljótlega tekin til um- fjöllunar á afvopnunarfundum stórveldanna og hernaðarbandalaganna. Sérstaklega þarf að halda fram því sjónarmiði, sem Tíminn hefur ætíð lagt áherslu á, að öll norðurslóðin og norðurhöfin verði viðurkennd sem kjarnorkulaust svæði. -w_> I r r i 1 i - f f i i ¦ ! ii i ! i i i ii -.****"W<e.<-.'i k-í'íltk-Jí-M'XS grJ-jt-J-J-** * *~ -' J **..< .' :/ ..' J ** ¦********* *******#*>-* •»*' Menn hinna f remstu sæta Sjálfstæðisflokkurinn í núver- andi mynd er orðinn sextugur og er ástæða til að óska honum til ham- ingju með það. Flokkurinn efndi til hátíðar í Háskóiabíói, og birti Mogginn myndir af fullu húsi - og það í lit. Alþýðublaðið og Tíminn birtu myndir af tómu húsi á sama hátíðarfundi. Þessar myndbirting- ar segja sína sögu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur alllal' setið á fremstu bekkjum, enda hafa verið þar við stjómvölinn menn sem lutu aldrei að sináu. Minna máli skipti hverjir sátu aftar, enda ekki verið að hafa fyrir því að líta um öxl. Þess vegna hélt Sjálfstæðisflokkur- inn glaður og reifur upp á sextíu ára afmælið sitt á meðan hægt var að manna fremstu bekkina. Þannig losna menn við að hafa áhyggjur af hinu liðinu sem ekki mætir. En flokkur sem hefur yfir 40% fylgi í skoðanakönnunum hefði átt að halda afmælisfund sinn í íþrótta- höllinni, og hefði hún varla átt að duga. Ekkert sýnir frekar hið pólit- íska áhugaleysi í flokknum en auðu sætin í Háskólabíói. Það bendir til þess að ríflega 40% í skoðanak- önnunum eru mestmegnis að mót- mæla ríkjandi stjórn. Þannig hefur þetta alltaf verið. Kjósendur eru á móti stjómum og vilja engar stjómir hafa, allt frá því að Danir vora að ríða húsum á Bessastöð- um. Það vantar þvi enn nokkuð á að ríflega 40% kjósenda fylgi Sjálf- stæðisflokknum. Hins vegar hepp- naðist afmælisfundurinn vel. Morgunblaðið tók mynd af fullum sal, og flokkurinn brá ekki þcim vana sínum að tylla sér ævinlega í fremstu sætin, og láta sig engu skipta þótt allt sé autt og tómt á bak við hann. Saga og sætaskipan Saga Sjálfstæðisflokksins er merkileg fyrir margra hluta sakir. Þegar Island var í hvað mestri mótun varð það hlutskipti flokks- ins að sitja í stjórnarandstöðu í mörg ár. Hann gætti fremstu sæta sinna í þjóðfélaginu, en þjóðfélag- ið var svolítið þreytt eftir gengis- hækkunina frægu, sem reyndist þeini mæta manni Jóni Þorlákssyni erlíð pólitísk afturganga. Þegar Framsóknarflokkur og Alþýðu- flokkur mynduðu ríkisstjórn 1934 tók við nýtt tímabil þeirra sem höfðu vanist því að vera hlédrægir í hátíðarsölum og höfðu valið sér sæti bakatil. AUt í einu gafst þeim tækifæri til að koma félagshyggju sinni á framfæri, og þeir neyttu færisins, og tókst að leggja grann- inn að því nýja íslandi, sem við búum í nú til dags. Stjórnarand- staða Sjálfstæðisflokksins hafði engin áhrif á þá þróun, og heldur ekki föndur kommúnista, sem gerðu sig að flokki árið .1930. Þannig misstu bæði þessi öfl af tækifæri til að gera þjóðinni gagn, en þeirra tími kom síðar og varð nokkuð afbrigðUegur. Nýsköpun og skömmtun Þjóðstjómin, sem mynduð var eftír að samstarfi Framsóknar og krata lauk sprakk með nokkram livelli árið 1942. Þá var komin óðaverðbólga í Iandið og ekkert samkomulag fékkst um að snúa þeirri þróun við. Mennimir í fremstu sætunum horfðu fram til lýðveldisstofnunar 1944, og þeir töldu eðUlegt vegna fremstu sæt- anna, að þeir ættu að sitja í forsætí, þegar Iýðveldið var stofnað. Ekki fékk Sjálfstæðisflokkurinn fylgi tU þess. En vegna þess að flokkurinn var skipaður mönnum hinna fremstu sæta Iéðu þeir ekki máls á því að styðja neinn annan. Úr þessu varð utanþingsstjórn, sem sat fram á Iýðveldisárið. En nú var mönnum hinna fremstu sæta orðið verulegt mál að gera fieira en gæta kjötkatlanna. Forsætisráðherra utanþingsstjórn- ar tilkynnti að verðbólga hefði ekki hækkað um eitt stíg á meðan sú stjórn sat. Við voram aUt í einu orðin auðug þjóð með miklar inni- stæður í erlendum bönkum, og svo mikinn peningaburð í stofhanir hér heima, að við lá að bankar vildu ekki taka við meiru. Þá var ný- sköpunarstjómin mynduð undir forystu helsta manns hinna fremstu sæta. Hann tók með sér í stjórnina utangarðsmenn íslenskra stjóm- ináia frá 1930. Og kratar töldu að þeir yrðu að vera með þegar ausið yrði úr súpupottinum. Þegar ný- sköpunarstjóminni lauk var svo komið, að þjóðin var orðin ör- bjarga og það varð hlutverk stjórn- ar Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem tók við 1947, að taka upp skömmtun að nýju eins og á stríðs- tímum. Menn hinna fremstu sæta höfðu eytt peningum þjóðarinnar án tillits til þess sem var fyrir aftan þá. Þannig var fundurinn í Há- skólabíói spegilmynd af afmælis- barninu og sögu þess. Garri VÍTTOGBREITT ATVINNUBÆTUR Mikið fjármagn er lagt til menntunar þeirra sem landið eiga að erfa og samkvæmt nýlegri könn- un eru leikarar og búfræðingar ríkinu dýrari en aðrir menntamenn með próf. Tannlæknar standa þeim ekki langt að baki hvað opinber útgjöld snertir og síðan kemur hver menntastéttin af annarri og kostar námsvetur hver einstaks nemanda ríkið hundruð þúsunda, en upphæðirnar eru misháar eftir skólum og námsleiðum. Könnunin náði til menntabrauta á hástigi, en ekki hefur verið reiknað út eða gefið upp hvað kostar að koma hverjum nemenda gegnum vetrarlangt nám í grunn- eða framhaldsskólum. En talsverð- ar munu þær upphæðir vera. Hér er víst við hæfi að taka fram að undirritaður er ekki hatursmað- ur mennta og að ekki sé nokkru til kostandi að mennta æskuna. Eða jafnvel að endurmennta kennara hennar svo þeir geti fengið hærra kaup vegná menntunar sinnar og ábyrgðar. Einhverjir borga Þeir sem menntunar njóta eru furðu fúsir að auglýsa að þeir fórni sér í þágu samfélagsins með því að mennta sig kauplaust og fá því enn hærra kaup þegar stigið er af enda menntabrautarinnar inn í atvinnu- lífið. Pað sjónarmið á fyllilega rétt á sér. Hins vegar heyrir það til undan- tekningar að minnst sé á að það er þjóðfélagið í heild og ekki síst framleiðsluatvinnuvegirnir sem standa undir kostnaði við skóla- hald og menntun og er ekki kvartað yfir þeim fjárútlátum, enda eru þau sjálfsögð. Hitt er annað að það gerir ekkert til þótt æskan fái af því einhverjar fréttir, þótt lauslegar séu, að ein- hverjir þurfa að vinna fyrir viða- miklu skólakerfi og að uppspretta auðsins er ekki í ríkissjóði þótt þangað séu aurarnir sóttir til að standa undir báknum og kerfum opinberra umsvifa. Hvað skal gera? Það hefur verið aðalsmerki ís- lenskra skólanema að vinna á sumrum, lengstum við framleiðslu, siósókn, fiskvinnslu og landbúnað. Á síðari tímum hafa unglingarnir unnið við enn fjölbreyttari skilyrði og sem betur fer hefur ávallt verið nóg að starfa yfir hábjargræðistím- ann, sem sumarið er og verður á íslandi. Nú bregður svo við að þúsundir unglinga fá ekki atvinnu og keppast nú ríki og sveitarfélög við að hlaupa undir bagga og reyna að finna upp atvinnubótavinnu fyrir skólafólk. Þegar BSRB gerði jafnlauna- samningana við ríkið var ákveðið að veita nokkrum milljónum til að unglingar fengju vinnu við skógrækt. Sýnt er að þar er aðeins dropi í hafið og umsjónarmenn ríkissjóðs og borgar- og bæjasjóða 'keppast við að veita fé til ung- mennavinnu. • Þá kemur upp vandinn, hvað eiga krakkarnir að gera. Ljóst er að mikið vantar á að nægar trjá- plöntur séu til svo hægt verði að fullnægja atvinnuþörfinni við skógrækt. En sjálfsagt er hægt að finna einhver verkefni handa ungl- ingunum, þótt sum hver teljist ekki beinlínis arðbær, en atvinnubóta- vinna er það sjaldnast og ekki til þess ætlast. Auðvitað er atvinnuleysi slæmt og atvinnubótavinna neyðarbrauð, sem ekki er gripið til fyrr en um allt þrýtur. En miklu er til kostandi að sú venja leggist ekki niður að skólafólk starfi úti í þjóðfélaginu í sumarfríum, einhverjum til gagns og sjálfu sér til uppbyggingar og jafnvel einhvers skilningsauka á margbreytileika mannlífsins. Hitt mega krakkarnir líka vita að vinnandi fólk leggur nokkuð að sér til að kosta skóla með kennara- launum og tilheyrandi. Og ein- hverjir standa líka undir atvinnu- bótavinnunni yfir sumarmánuðina. OÓ Jv".' s-----: ™ ------------------¦-*—,---------------. „ .. \ ¦; ¦.-----r----------------------------- ¦ .I.14J 'fl.^, Í.IWI i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.