Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminrv Miðvikudagur 31. maí 1989 Sigurður Grétarsson í landsleik á Laugardalsvelli. Hestaíþróttir: Hestaíþrótta samband íslands stof nað 16. maí Hestamennska færist sífelit í vöxt sem almennings- og keppn- ísíþrott. Hestamenn hafa lengi baríst fyrir því að verða taldir fullgildir íþróttamenn, en þann 16. þessa mánaðar varð draum- urinn að veruleika er Hesta- fþróttasamband ístands var stofnað sem 20. sérsambandið innan ÍSÍ. Stofnfundurinn var haldinn f íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Fundinn sat 21 fulltrúi frá 12 héraðssamböndum og íþrótta- bandalögum. Skráðir iðkendur hestaíþrótta vfðsvegar um iand- ið eru rösklega 3 þúsund. Gestir fundarins voru Gísli Halldórsson heiðursforseti ÍSÍ, Kári Arnórs- son formaður Landssambands hestamanna og Hjalti Pálsson framkvæmdastjóri sambandsins. Forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson, stýrði fundinum og flutti setning- arræðu, en Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri ÍSÍ lagði fram og kynnti drög að lögum Hesta- íþróttasambandsins. Voru þau einróma samþykkt eftir nokkrar umræður með minniháttar breytingum. í fyrstu stjórn Hestaíþrótta- sambandsins (HÍS) voru kjörnir: Pétur JökuM Hákonarson for- maður, Lísbet Sæmundsdóttir, Hákon .Bjarnason, Hrafnkell Guðnason og Þorsteinn Hólm Stefánsson.. Stjórnarmennirnir eru úr 4 héraðssamböndum og íþrótta- bandalögum. í varastjóm voru kjörnir: Ragnar Petersen, Jón Gtsli Þorkelsson og Gunnar B. Gunnarsson. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Sigurbjörn Bárðarson og Kári Arnórsson og í dómstói voru kjörnir Guðmundur örn Jónsson, Ragnar Tómasson og Eriingur Jónsson. Kárí Arnórsson formaður Landssambands hestamanna óskaði hestaíþróttafólki tii ham- ingju með þennan áfanga og lagði áherslu á þá miklu vinnu sem lægi að baki öllum undir- búningi. Hann afhenti Sveini Björnssyni forseta ÍSÍ borðfána landssambandsins. Hestaíþróttamenn eru þar með komnir í ÍSÍ, en hesta- f þróttir eiga sífellt metrt vinsæld- um að fagna meðal almennings ekki sfður en hefðbundin hesta- mennska. BL í. ? Pétur Jökull Hákonarson fyrsti formaður Hestaíþróttasamb nds- ins í ræðustól. Knattspyrna: Islenska landsliði mætir því sovéska á Lenín-leikvanginum - íslenska liðið án Ásgeirs og Arnórs ekki líklegt til stórafreka í dag leika íslendingar gegn Sovétmönn- Bjarni Sigurðsson............ Val Landsliðið dvelur á Hótel Rossia um í 3. riðli undankeppni heimsmeistara- Guðmundur Hreiðarsson .... Víkingi Moskvu, en leikurinn í dag hefst kl. 15.00 keppninnar í knattspymu á Lenín-leik- Aðrir leikmenn: að íslenskum tíma og útsending frá Lenín- vanginum í Moskvu. Leikurinn er síðari Atli Eðvaldsson .............Val leikvanginum í Moskvu hefst kl. 14.55 í leikur liðanna, en í fyrri leik liðanna á Ágúst Már Jónsson ........Hácken Sjónvarpinu. Laugardalsvelli varð jafntefli 1-1. Vart er Guðmundur Torfason..... Rapid Vín Líklegt byrjunarlið í leiknum í dag er: slíkra úrslita að vænta í dag, knattspymu- Guðni Bergsson ........Tottenham Bjarni í markinu. Ágúst Már, Atli, Guðni mennirnir em flestir að helja keppnistíma- Gunnar Gíslason..........Hácken verða aftastir. Ólafur og Gunnar verða á bilið og liðið leikur í dag án þeirra Ásgeirs Halldór Áskelsson............Val köntunum. Sigurður Jónsson, Pétur og Sigurvinssonar og Amórs Guðjohnsens. Ólafur Þórðarson ..........Brann Ómar verða á miðjunni og Sigurður Grét- Arnór Guðjohnsen leikur ekki knatt- Ómar Torfason.............Fram arsson og Guðmundur Torfason verða í spyrnu næstu mánuði vegna meiðsla, Pétur Arnþórsson ...........Fram fremstu víglínu. gekkst reyndar undir aðgerð í gær og Rúnar Kristinsson............KR Reiknað er með að uppselt verði á Ásgeir Sigurvinsson á ekki heimangengt Sigurður Grétarsson........ Luzern völlinn í dag, en Lenín-leikvangurinn tek- frá Stuttgart. íslenska liðið sem í dag mætir Sigurður Jónsson..... Sheffield Wed. ur 100 þúsund áhorfendur. Sovétmönnum er þannig skipað: Þorsteinn Þorsteinsson........Fram Útsendingin í Sjónvarpinu hefst eins og Markverðir: Þorvaldur Örlygsson ..........KA áður segir kl. 14.55. BL Handknattleikur: 21 árs liðið í úrslit á Spáni í september íslenska landsliðið í handknattleik skip- að leikmönnum 21 árs og yngri tryggði sér um helgina sæti í úrslitakeppni Heims- meistarakeppninnar í handknattleik sem fram fer á Spáni í september á þessu ári. íslenska liðið lék tvö leiki gegn Sviss um helgina, báða ytra og var það gert í sparnaðarskyni að ósk stjórnar HSÍ. Fyrri leikurinn var á föstudagskvöld og lauk honum með jafntefli 18-18. Sigtryggur Albertsson markvörður úr Gróttu átti stórleik í íslenska markinu og varði fjöld- ann allan af skotum. Hefði hans ekki notið við er hætt við að úrslitin hefðu orðið önnur. Héðinn Gilsson og Konráð Olavs- son voru markahæstir í leiknum með 5 mörk hvor. Heimaleikur íslands fór fram í Zurich á sunnudaginn. íslenska liðið mætti ákveðið til leiks og sigraði 28-24 eftir að staðan var 11-9 í leikhléinu, íslandi í vil. Mörkin gerð: Héðinn Gilsson 8, Halldór Ingólfsson 7, Konráð Olavsson 4, Árnt Friðleifsson 4, Davíð Gíslason 2, Þorsteinn Guðjónsson 1, Hilmar Hjartarson 1 og Júlíus Gunnarsson 1. Þjálfari íslenska liðsins, Jóhann Ingi Gunnarsson, hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér sem þjálfari liðsins. Samningur hans rann út með.Ieikjunum i Sviss, en Jóhann Ingi er mjög óánægður með vinnubrögð HSÍ-manna varðandi undirbúning liðsins. BL Körfuknattleikur - NBA-deildin: Lakers meistarar Lið Los Angeles Lakers tryggði sér um helgina sigur í vesturdeild NBA-körfu- knattleiksins með sigri á Phoenix Suns í fjórða leik liðanna, 122-117. Þar með eru meistarar Lakers komnir í úrslit NBA- deildarinnar þar sem liðið mætir Detroit Pistons eða Chicago BuIIs. - í vesturdeildinni Bakverðir Lakers þeir Magic Johnson og Byron Scott áttu frábæran leik gegn Phoenix á sunnudag. Scott skoraði 35 stig, en Johnson gerði 21. Þar að auki átti Magic 20 stoðsendingar og hann hirti 6 fráköst. Liðsheild Lakers hefur verið mjög sterk í úrslitakeppninni, varamennirnir hafa Islenskar qetraunir: 34 ÞUSUND FYRIR 12 RÉTTA Sjö tipparar vora með 12 rétta í íslensk- um getraunum um síðustu helgi. Hver þeirra fær 34.457 kr. í sinn hlut, sem er mjög lítið fyrir 12 rétta. Þá var vinningur- inn fyrir 11 rétta aðeins 535 kr. Þátttakan í getraununum í síðustu viku var sú minnsta frá því beinlínukerfið var tekið í notkun. Heildarupphæð vinninga var 344.454 kr. sem skiptist þannig að 241.199 fóru í 1. vinning og 103.255 kr. í 2. vinning. Seðillinn var alíslenskur og því mjög áhugaverður, en samt sem áður virðist sem tipparar hafi ekki haft áhuga. Skýringin á þessu virðist vera að breyti- legi lokunartíminn virðist ekki falla í kramið og kemur hann mjög niður á getraunasölunni. Ef framhald á að verða á getraunastarfsemi á sumrin þarf að koma til skilningur á því að hafa fastan leiktíma um helgar. Þá yrði hringlandaháttur á lokun sölukerfis úr sögunni og salan meiri. Alíslenskir seðlar væru um hverja helgi og tipparar vissu alltaf hvenær sölukerfið lokaði. Næsti seðill verður blandaður, íslenskir og þýskir leikir. Vonandi sýna tipparar meiri áhuga um næstu helgi, en þá lokar sölukerfið kl. 13.30 á laugardag. BL komið inná og staðið fyrir sínu. „Það leggjast allir á eitt," sagði Magic Johnson eftir sigurinn á Phoenix Suns. Lakers vann alla 4 leikina gegn Suns og liðið hefur ekki tapað einum einasta leik í allri úrslitakeppninni. Lakers vann Port- land Trailblazers 3-0 í fyrstu umferð, síðan vann liðið 4-0 sigur á Seattle Supersonics og nú síðast varð Phoenix fyrir barðinu á meisturunum. í fyrra lenti Lakers í erfið- leikum í úrslitakeppninni. Þá vann Lakers nauman sigur á Utah Jazz í úrslitaleikjum vesturdeildarinnar og í úrslitaleikjunum gegn Detroit Pistons vann Lakers sigur í 7. og síðasta leik liðanna. Los Angeles Lakers varð í fyrra fyrsta liðið til að sigra í NBA-deiIdinni 2 ár í röð, st'ðan Boston Celtics gerði það 1969. Ekkert lið hefur unnið meistaratitilinn 3 ár í röð, nema Boston Celtics sem vann 8 ár í röð, frá 1959-1966. Mótherjar Lakers í úrslitunum verða annað hvort Detroit Pistons eða Chicago Bulls. Staðan í viðureign liðanna er 2-2, eftir að Detroit tókst að jafna metin á mánudag, með 86-80 sigri. Þeim Joe Dum- as og Dennis Rodman hjá Detriot, tókst að halda Michael Jordan í skefjum og skoraði hann aðeins 23 stig í leiknum. Isiah Thomas gerði 27 stig fyrir Detroit liðið. Dennis Rodman og John Salley hirtu mikið af fráköstum og skoruðu einnig grimmt. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.