Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKiP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKJ ÍSLANDS HF. „VBlLASr. ÞROSTUR 685060 VANIR MENN Tímiiiii MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ1989 Úrskurður borgardómara, varðandi vitnaskyldu fréttámannsins Arnars Páls Haukssonar, kveðinn upp í dag: PÓSTFAX TÍMANS 687691 I dag kveður borgardómari upp úrskurð sinn varðandi það hvort fréítamanninum Arnari Páli Haukssyni beri að gefa Upp heimildarmenn sína fyrir frétt sem hann flutti um áfengiskaup Magnúsar Thoroddsen. Arnar segist koma til með að halda fast við fyrri framburð og formaður blaða- mannafélagsins segir félagið ekki geta tekið því með þögninni ef úrskurður falli Arnari í óhag, þar sem slíkur úrskurður væri andstæður siðareglum félagsins. „Mín starfsregla er að virða trún- að við heimildarmenn mína að fullu og ekki að gefa neinar upplýsingar, undir neinum kringumstæðum, um hvaðan fréttir komu eða frá hverjum. Ég er fréttamaður og mitt verkefni er að flytja réttar og sannar fréttir. í þessu tilfelli var ég með óyggjandi heimildir fyrir því sem ég fjallaði um. Ég brýt ekki siðareglur blaða- manna sem segja að blaðamaður eigi að virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. Ég brýt ekki reglur fréttastofu útvarpsins sem kveða á um að virða beri trúnað við heimildarmenn, bæði hvað varð- ar nafnleynd og trúnaðarupplýsing- ar. Mér er kunnugt um að aðrar reglur voru í gildi þegar fréttin var send út, í þeim segir að ríkisútvarpið verði jafnan að vera viðbúið því að gera grein fyrir heimildum sínum. Eg lít svo á að þetta ákvæði hafi í raun verið fallið úr gildi og að fréttastofan hafi ekki starfað sam- kyæmt því. Það hafi verið undirstrik- að með nýju reglunum sem nýlega voru samþykktar og gera ráð fyrir að fréttamaður virði trúnað við heim- ildarmann. Þess vegna tel ég mér rétt og skylt að neita að gefa upplýs- ingar um hver minn eða mínir heim- ildarmenn voru, eða upplýsingar sem geti varpað ljósi á hverjir mínir heimildarmenn voru og hverjir ekki," sagði Arnar Páll Hauksson fréttamaður ríkisútvarpsins í samtali við Tímann. Hann sagði einnig að ef úrskurður borgardómara félli honum í óhag myndi hann áfrýja málinu til hæsta- réttar. Arnar sagði að þó yrði á sömu ieið kæmi hann engu að síður til með að halda fast við fyrri framburð. Formaður blaðamannafélagsins, Lúðvík Geirsson, sagði það vera alvarlegt mál ef úrskurður borgar- dómara félli á aðra leið en þá sem segir til um í siða- og fréttareglum bæði blaðamannafélagsins og ann- arra alþjóðasamtaka fréttamanna og mundi félagið ekki geta tekið því þegjandi og hljóðalaust. „Þær reglur ganga fyrst og fremst út á að fréttamönnum ber að vernda sína heimildarmenn. Það kæmi mér mjög á óvart ef borgardómur eða aðrir dómstóíar færu að úrskurða á annan veg. Það liggur fyrir nýlegur úrskurður siðanefndar blaðamanna- félagsins, sem er okkar æðsti innan- húsdómstóll, sem fjallar einmitt um þetta atriði. Hans niðurstaða er fyrst og fremst sú að fréttamönnum ber fyrst og síðast að gæta trúnaðar gagnvart heimildarmönnum sínum. Við gætum ekki setið þegjandi undir því að úrskurður félli Arnari í óhag. Það væri alvarlegt mál í alla staði og mundi vekja mikla athygli víðar en bara hér heima," sagði Lúðvík þegar Tíminn hafði samband við hann. ; Hann sagði þetta vera mál sem snerti alla, bæði fréttamenn og aðila sem eiga samskipti við þá. „Hvernig eigum við að geta treyst því að upplýsingar sem eiga að komast á framfæri geri það, ef heimildarmenn verða að eiga það á hættu að vera sjálfir dregnir persónulega fram í sviðsljósið. Ég vil vekja athygli á að enginn hefur borið brigður á að þær upplýsingar sem Arnar Páll viðhafði í frétt sinni séu rangar. Þarna er verið að reyna að dreifa athygli' manna með því að tína eitt og annað til sem eru algjör aukaatriði," sagði Lúðyík. jkb Arnar Páll Hauksson var kvaddur fyrir borgardómara í gær. Tímaniynd:Ámi Bjama í Fjöldi beiðna um hækkun á orkutengdri þjónustu Hjá verðlagsstjóra liggur nú fyrir fjðldi beiðna um hækkun á vörum og þjónustu og má þar á meðal nefna beiðni frá Flugleiðum um hækkun fargjalda, um hækkun á hita og rafmagni og í gær heimilaði verðlags- stjóri að bensín hækki um tæp nítján prósent frá og með deginum á morgun. Þá hækkar gasolía um tæp þrettán prósent. Launþegasamtök hafa varað við hækkunum og meðal' annarra hefur BSRB varað við af- leiðingum þeirra verðhækkana sem nú dynja á þjóðinni, en forsætisráð- herra sem kemur heim af fundi NATO í dag, sagði Tímanum í gær að hann myndi boða forystu BSRB til fundar við sig við fyrsta tækifæri. Lítrinn af 92 oktana bensíni kostar ennþá 43,80 en kostar á morgun Iiiiimiíu og tvær krónur. Gasolíulítr- inn hækkar úr 10,90 í 12,30. Verð- lagsráð heimilaði þessa hækkun á fundi í gær en hækkunarbeiðni frá olíufélögunum hefur legið fyrir um nokkurt skeið. Hjá verðlagsstjóra liggja nú beiðnir um hækkanir frá fjölmörgum aðilum. Tíminn spurði Steingrím Hermannsson forsætisráðherra í gær um hvort ríkisstjórnin hygðist á einhvern hátt grípa inn í atburðarás- ina og hvort hún hefði sent einhver skilaboð til verðlagsstjóra varðandi hækkanabeiðnir. „Við höfum fjallað um þessar hækkanir sem yfirleitt eru orku- tengdar hækkanir. Því miður hefur orðið svo gífurleg hækkun á olíu upp á síðkastið að menn líta til þess með töluverðri skelfingu. Þetta hefur gerst áður og hefur áhrif á allan orkugeirann," sagði forsætisráð- herra. Steingrímur sagði að staða svo- nefnds innkaupajöfnunarreiknings olíu réði miklu um hvort verðhækk- anir á olíu væru almennt leyfðar. Hún hefði að undanförnu verið nei- kvæð og því ekkert upp á að hlaupa þar og „lítið borð fyrir báru" eins og hann orðaði það. Hann sagði síðan: „Ef við söfnum skuldum í bönkum með innkaupum á olíu hljótum viði að þurfa að borga þær seinna. Ég veit ekki hvort menn væru betur settir með það að safna skuldum og vöxtum á þær til að greiða síðar. Vonast er til að olíuverð fari lækk- andi aftur enda eru nú vissar vís- bendingar um að framleiðsla verði aukin aftur í Arabalöndunum. Þá lækkar olían í verði, einnig hjá okkur," sagði Steingrímur. „Menn hafa áhyggjur af verð- hækkanaholskeflu sem nú er að skella yfir og ríkisstjórnin stendur . greinilega frammi fyrir því að gera upp á milli fyrirtækja annars vegar og hins vegar almennra launa- manna," sagði Ögmundur Jónassón formaður BSRB: ögmundur sagði að allflestar hækkanir á vöru og þjónustu ættu sér skýringar sem færa mætti rök að. Hið sama gilti einnig um efnahags- reikning heimilanna og sá reikningur þyrfti einnig að ganga upp því ekki væri síður alvarlegt að hann væri neikvæður, en reikningar fyrirtækja. „Ríkisstjórnin verður að átta sig á að hún skuldbatt sig í samningum að hafa hemil á verðlagi og það er lágmarkskrafa að hún taki sjálfa sig alvarlega og standi við samninga. Við tökum samninga alvarlega og ætlumst til að mótaðilinn geri slíkt hið sama," sagði Ögmundur. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra kemur til landsins í dag og í gær sagðist hann myndu, eins og fyrr segir, boða forystu BSRB á sinn fund við fyrsta tækifæri til að ræða almenna verðlagsþróun og fleiri mál, enda hefði því verið heitið í sfðustu kjarasamningum. -sá Kjarvalsstaðir: Fundað um íþróttamál Fundur íþróttamálaráðherra aðildarríkja Evrópubandalagsins hefst í dag á Kjarvalsstöðum að viðstöddum forseta íslands frú Vigdísi Finnbogadóttur. Við upphaf fundarins kl 9:00 mun Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra flytja ávarp og einnig mun Adanolfi, aðstoðar- framkvæmdastjóri Evrópuráðs- ins flytja ræðu. Meðal þess sem rætt verður um er ofbeldi og átök á íþróttakapp- leikjum, lyfjanotkun og kyn- þáttamismunur í íþróttum og efnahagslegt mikilvægi íþrótta svo eitthvað sé nefnt. Þessi ráðherrafundur er sá stærsti sem haldinn hefur verið á íslandi og hefur verið sett upp um 80 manna fundarborð í Kjarvals- stöðum, sem er eitt það stærsta sem hér hefur verið sett upp. Fundinum lýkur svo á fimmtu- dag. -gs

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.