Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miövikudagur31. maí 1989 Iðnskólinn í Reykjavík Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík og Miðbæjarskólanum frá kl. 09.00-18.00 1. og 2. júní. Jafnframt verður innritað í Iðnskólanum 5. og 6. júníkl. 11.00-18.00. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám (Námssamningur fylgi umsókn nýnema). 2. Grunndeild í prentun. 3. Grunndeild í prentsmíði (setning - skeyting - offsetljósmyndun). Grunndeild í bókbandi. Grunndeild í fataiðnum. Grunndeild í háriðnum. Grunndeild í málmiðnum. Grunndeild í rafiðnum. Grunndeild í tréiðnum. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. Frámhaldsdeildir í bókagerð. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. Framhaldsdeild í hárskurði. 15. Framhaldsdeild í húsasmíði. 16. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun. Framhaldsdeild í vélsmíði. 20. Almennt nám. 21. Fomám. Meistaranám. Rafsuða. Tæknibraut (lýkur með stúdentsprófi). 25. Tækniteiknun. 26. Tölvubraut. 27. öldungadeild í grunnnámi rafiðna. 28. öldungadeild í rafeindavirkjun. Innritun er með fyrirvara um þátttöku í einstakar deildir. öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskírteina með kennitölu. Iðnskólinn í Reykjavík 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 17. 18. 19. 22. 23. 24. Menntamálaráðuneytið Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Vesturlands eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar; rafvirkjun, félagsfræði, viðskiptagreinar, stærðfræði og tölvufræði (2 stöður), eðlisfræði og heilbrigðis- fræði (1/2 staða). Við Fjölbrautaskólann vlð Ármúla eru lausar tii umsóknar heilar stöður í hagfræði og vélritun, hlutastöður í verslunar- rétti og tölvufræði og leik- og tónmennt. Þá vantar kennara í ensku og frönsku vegna afleysinga. Við Fjölbrautaskólann í Breiðholti er laust til umsóknar starf skrifstofu- og fjármálastjóra. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykj- avík fyrir 20. júní n.k. Menntamálaráðuneytið ij/ Utboð Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í sjálfvirkt brunaviðvörunarkerfi fyrir Nesjavallavirkjun. Útboðsgögn verða afhent á skrifstof u vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 14. júní 1989, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 - Simi 25800 Reynir Daníel Gunnarsson ráðinn Skólastjóri í Ölduselsskóla Menntamálaráðherra hefur sett Reyni Daníel Gunnarsson í stöðu skólastjóra Ölduselsskóla til eins árs, frá og með fyrsta ágúst þessa árs. Minnihluti fræðsluráðs, þar á meðal kennarafulltrúar, fræðslu- stjórinn í Reykjavík, meirihluti kennara, allir stafsmenn skólans á síðastliðnu ári og stjórn foreldrafé- lags Ölduselsskóla studdu setningu Reynis. Þegar ráðið var í stöðuna í fyrra Iágu fyrir stuðningsyfirlýsingar frá foreldrum 759 barna eða 92,3% þeirra foreldra sem á þeim tíma áttu börn við skólann. Meirihluti fræðsluráðs lagði aftur á móti til að Valgerður Selma Gunn- arsdóttir yrði ráðin skólastjóri við Ölduselsskóla. jkb Frá aðalfundi Krabbameinsfélags tslands, í ræðustól er Almar Grimsson, formaður félagsins. Verndari félagsins, Vigdís Finnbogadóttir, var viðstðdd upphaf fundarins. Krabbameinsfélag íslands: Krabbameinsleit tókst vel á árinu Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands var haldinn 5. maí s.l. Um 60 manns sóttu fundinn, þar á meðal fulltrúar frá um 20 aðildarfélögum og fjórir fulltrúar frá Færeyska krabbameinsfélaginu. Almar Grímsson, formaðuf Krabbameinsfélags íslands, skýrði frá því í skýrslu sinni að vel hefði tekist til með Ieitarstarfið á síðasta ári, en það er fyrsta ár af samningi milli Krabbameinsfélagsins og ríkis- ins um framkvæmd leitar að krabba- meini í leghálsi og brjóstum. Þátt- taka kvenna í Ieitinni hefur aukist og mikill árangur náðst. Rekstur rannsóknarstofu félagsins í sameinda og frumulíffræði hófst af fullum krafti á síðasta ári en fjár- hagslegur gruncívöllur er óljós. Loks nefndi Almar að Rauði krossinn og Krabbameinsfélagið myndu standa saman að rekstri heimahlynningar krabbameinssjúklinga, en tilraun til slíkrar starfsemi hefur lofað góðu. Loks nefndi Almar að starf krabba- meinssamtakanna að reykingavörn- um hafi áfram verið árangursríkt. í ársskýrslu krabbameinsfélags- ins, sem lögð var fram á fundinum, kemur fram að velta félagsins á síðasta ári var um 114 milljónir króna. Aðildarfélög félagsins eru nú um 29, þar af fimm stuðningshópar krabbameinssjúklinga. Félagsmenn í krabbameinsfélaginu eru um 11.000. -gs Samband veitinga- og gistihúsa býður upp á sumarrétti á matsölustöðum um allt land MATUR FYRIR 750 í sumar munu fjölmörg veitíngahús innan Sambands veitinga- og gistihúsa taka höndum saman og reyna að slá á hræðslu útlendinga við hátt matarverð á íslandi. Auk þess að gera íslending- um betur kleift að borða á veitingastöðum á ferðalögum um landið. Boðið verður upp á svokallaða sumarrétti á matsölustöðum hring- inn í kringum landið. Verð á forrétti eða súpu, kjöt eða fiskréttí og kaffi, verður á bilinu sex hundruð tií 750 krónur í hádeginu og 850 til tólf hundruð krónur um kvöldið. Börn allt að fimm ára aldri fá matinn ókeypis og fyrir börn að tólf ára aldri verður veittur helmings afsláttur. Nokkuð margir veitingastaðir víðsvegar um landið bjóða þegar upp á rétti á þessu verði. Þeir sem ekki gera það nú þegar munu þurfa að bæta við nýjum réttum frá og með fimmtudeginum. „Það má taka sem dæmi að lúðu eða ýsu er hægt að matreiða á einfaldan, góðan og ódýr- an hátt ef öllu tilstandi í kringum KR. matreiðsluna er sleppt. Til dæmis ef rækjum eða hörpudisk er bætt inn í uppskriftina verður rétturinn dýrari. Megintilgangurinn er að tryggja að ferðalangar geti treyst á að þeir geti fengið einfaldan góðan mat á þessu verði á matsölustöðum um allt land," sagði Erna Hauksdóttir fram- kvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa í samtali við Tímann. Viðkomandi veitingastöðum verður eftir sem áður frjálst að bjóða einnig upp á aðra dýrari rétti. En þeim er skylt að hafa sumarrétt- ina á matseðlinum á hverjum degi, einnig um helgar. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.