Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 31. maí 1989 íslenska líðið myndar vamarmúr í leiknum í gær og nýtur við það aðstoðar V-Þjóðverja. Tímamynd Pjetur. Knattspyrna: B' p^ liK^^iL*ldl ísland og V-Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli í Evrópukeppninni knattspyrnu 21 árs og yngri íslenska landsliðið í knattspyrnu, skipað Ieikmönnum 21 árs og yngri, gerði jafntefli gegn því v-þýska er liðin mættust í Lagardalnum í gærkvöld. Mikil óheppni kom í veg fyrir að íslenska liðið ynni sigur ¦ leiknum, því tækifæri íslenska liðsins voru mun hættulegri en færi Þjóð- verjanna. Leikurinn var í jafnvægi lengst af en Þjóðverjarnir voru öllu meira með knöttinn, án þess þó að þeir sköpuðu sér veruleg marktækifæri. Besta færi Islendinga í hálfleiknum kom á lokamínútunni er Eyjólfur Sverrisson komst í gegnum þýsku vörnina, en markvörðurinn varði ágætt skot Eyjólfs. í síðari hálfleik kom íslenska liðið mun meira inní leikinn og þegar á upphafsmínútunum voru Þjóðverj- arnir heppnir að fá ekki á sig mark. Baldur Bjarnason fékk knöttinn í vítateignum en hikaði og varnar- maður náði að bægja hættunni frá. Baldur var allof lengi að athafna sig og hefði betur skotið strax á markið. Þjóðverjarnir áttu hörkuskalla í hliðarnetið stuttu síðar, en Baldur var aftur á ferðinni á 68. mín. er hann skaut hátt yfir úr góðu færi. V-Þjóðverjar sneru vörn í sókn og Birhoff frá HSV skallaði knöttinn í bláhornið eftir góða fyrirgjöf Steffens. Það tók Islendinga eícki nema 6mín. að jafna. Á75. mín. lék Haraldur Ingólfsson inní vítateig Þjóðverja, gaf á Eyjólf Sverrisson sem skoraði af öryggi af stuttu færi. Það var síðan á 79. mín. að íslenska liðið var hársbreidd frá því að gera út um leikinn. Steinar Adolfsson skaut í þverslá af stuttu færi og upp úr því skaut Eyjólfur rétt yfir. V-Þjóðverjarnir sluppu með skrekkinn að þessu sinni og voru heppnir að ná jafntefli. Þeir hafa sigrað 2-0 í þeim þremur leikjum sem búnir eru í keppninni. Eyjólfur Sverrisson er því fyrsti leikmaðurinn til að skora hjá V-Þjóðverjunum í 4 leikjum. Bestu leikmenn íslands voru Sæv- ar Jónsson og Eyjólfur Sverrisson. Staðan í 4. riðli er nú þessi, eftir að Finnar og Hollendingar gerðu 1-1 jafntefli í Salo í gærkvöld: V-Þýskaland Finnland . . fsland .... Holland . . . ..43107-17 ..31113-53 ..30213-42 ..40222-52 BL TILSÖLU SEAT IBIZA 1988 1200 GLX. grásanseraður, rafmagn l RÚÐUM, CENTRAL LÆSINGAR, ÁLFELGUR, ÚTVARP OG HÁTALARAR. BEIN SALA. UPPLÝSINGAR í SÍMA 91-30983. AMAZONE dreifarinn er með tveim dreifiskífum, sem þú getur treyst til aö gefa jafna og örugga áburðardreifingu. Vinnslubreidd er stillanleg á 9,10,12 og 15 m. Einnig hægt að dreifa aðeins til annarrar hliðarinn- ar, t.d. meðfram skurðum og girðingu. Auðveldur í áfyllingu vegna þess hve lágbyggður dreifarinn er. Bútæknideildarprófaður sumarið 1988, sem stað- festi þessa eiginleika. F= ARMULA 11 SIMI 6B1500 Tíminn 11 isí il Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar Borgarstjórn hefir samþykkt eftirfaranrJi breytingar á innheimtukerfi stöðumæla- og stööubrotasekta: Frá 1. júní n.k. helst sektarupphæð óbreytt fram til 7. næsta mánaðar eftir að viðkomandi brot á sér stað. Áður hækkaði sektarupphæðin að tveimur vikum liðnum frá broti. GATNAMÁLASTJÓRI .ekki hepf*11 Laugardagur kl. 13:25 »i°rí^i?S ^mm^>^'W^^n>^im>jmMmmmmmmi\\mvm 22. LEIKVIKA- 3. juní1989 Leikur 1 Akranes - Víkingur TcT Leikur 2 F.H. - Valur1d Leikur 3 Fram Keflavík 1 d Leikur 4 Selfoss Í.B.V. TT Leikur 5 Völsungur - Stjaman ~TcT Leikur 6 Tindastóll - Einherji2d Leikur 7 Í.R. - Breiðablik TT Leikur 8 Leiftur - Víðir2d Leikur 9 W. Bremen Frankfurt Leikur 10 B.Leverkusen - Stuttgart Leikur11 Bayern M. - Uerdingen Leikur 12 H.S.V. - Kaiserslautern Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. Ath. breyttan lokunartíma I GETRAUNIR í ALLT SUMAR ! r«X'y»v»,?i*»>M*»*«*.*.v;r.'t.4.'.s*i Pökkum hlýhug og góðar gjafir þeirra fjölmörgu um land allt ersamfögnuðu okkur á aldarafmælinu 23. apríl 1989. nMuSŒhwŒZs&ffiSim Pórólfur Gíslason Ka upfclíigsstjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.