Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.05.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn , ^iöviKudagur 31. maí ,1989 899 falsaðar ávísanir hafa borist til RLR frá áramótum, sem jafngildir sex á dag að meðaltali: Falsað fyrir 35 þús. á dag 30*' .26 ^^DR/iNKl ÍSLANDS AUtfTVKXTILVn t 301-26 0^Ö3?r Fölsuðum ávísunum hefur farið fjölgandi frá áramótum. í gær, þann 30. maí höfðu 899 falsaðar ávísanir borist inn á borð Rannsóknarlögreglu ríkisins frá áramótum að upphæð 5.235.848 krónur. Að meðaltali berast því sex ávísanir daglega, hver að meðaltali upp á 5.817 krónur, sem gerir 34.905 króna dagskammt. Ástæða þess að fólk kemst upp með fölsunina er einkum sú að viðtakendur krefjast ekki skilríkja með mynd af framseljenda. Á síð- asta ári voru gefnar út falsaðar ávísanir að upphæð um 20 milljónir króna. Að sögn Jóns Snorrasonar deild- arstjóra hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur mjög mikið af fölsuð- um ávísunum borist inn á borð þeirra frá áramótum og verið frekar að aukast heldur en hitt. „Þetta gengur vegna andvaraleysis þeirra sem taka við ávísunum í verslunum og annars staðar. Það er því fyrst og fremst um að kenna, að fólk er ekki á varðbergi," sagði Jón. Hann sagði að embættið hefði lagt árherslu á að fá einhverjar lausnir sem yrðu til einhvers. „Við höfum bent á að það sé mjög knýjandi að bankakort verði ekki gefin út nema með mynd og almennt sé krafist skilríkja með mynd í viðskiptum með tékka," sagði Jón. Fjöldi falsaðra ávísana á ári skiptir þúsundum og á síðasta ári komu falsaðar ávísanir upp á um 20 millj- ónir króna inn á borð RLR. Aðeins óverulegur hluti þessara ávísana fæst innheimtur og verða því viðtakendur ávísananna að taka á sig skaðann. Þess eru dæmi að viðtakendur taki við ávísunum, sem lítið annað er skiljanlegt á en upphæð ávísunarinn- ar og jafnvel að nafn þess sem undirritar er vitlaust stafsett. Jón sagði að 30. maí, þ.e. í gær hefðu alls 899 falsaðar ávísanir skil- að sér inn á borð til þeirra og samanlögð fjárhæð þeirra er 5.235.848 krónur. Þetta eru þær ávísanir sem borist höfðu þá og enn eiga eftir að berast ávísanir sem falsaðir voru fyrir þann tíma. Magnús Finnsson framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna sagði í samtali við Tímann að hann hefði heyrt það á fundi fyrir skömmu að fleiri falsaðar ávísanir kæmu nú til kaupmanna en oft áður. Hann sagði að því væri ekki að neita að margir kaupmenn ættu safn af fölsuðum ávísunum, sem þeir kæmu líklega aldrei til með að fá greiddar. „Þetta gerist um leið og harðnar á dalnum," sagði Magnús. Hann sagði að Kaup- mannasamtökin hefðu lagt áherslu á það þegar bankakortin voru tekin upp að bankarnir gæfu út skilríki með myndum, eins og tíðkaðist erlendis, en engin samþykkt hefur verið gerð um þetta mál nýlega hjá samtökunum. Aðspurður hvort kaupmenn hefðu hugleitt að hætta að taka við ávísunum þar til þetta fyrirkomulag hefði verið tekið upp, sagði Magnús að það hefði ekki verið rætt. „Það er mjög erfitt, því megnið af útgefendum eru ágætt og heiðarlegt fólk," sagði Magnús. Kristján Snorrason deildarstjóri hjá Búnaðarbankanum sagði að þeir hefðu stigið það skref í fyrra að hafa myndir á tékkaeyðublöðum, þó svo að það mætti vera meiri notkun á þeim möguleika. „Sá möguleiki í sjálfu sér fyrirbyggir hins vegar ekk- ert fals og menn geta eftir sem áður framselt tékka með mynd," sagði Kristján. Hann sagði að númer eitt væri að krefjast alltaf persónuskil- ríkja, þegar verið væri að taka á móti tékkum. „Tékkar hafa þennan .Æ Hver ávísun á myndinni sýnir þá upphæð sem fölsuð er á degi hverjum að meðaltali. Á viku tímabili eru falsaðar ávísanir að upphæð 244.335 krónur. galla að það er tiltölulega auðvelt fyrir fólk að losna við falsaðan tékka, ef það er ekki spurt um skilríki," sagði Kristján. Aðspurður sagði hann að það hefði verið rætt í samvinnunefnd banka og sparisjóða sem væri sam- ræmingaraðili fyrir alla bankana, hvort setja ætti mynd á bankakort. Það að setja mynd í bankakort sagði Kristján að væri gífurlega dýr fram- kvæmd og átti hann ekki von á því að farið yrði út í það fyrir þann markað sem væri hér á íslandi. „Mér skilst að markaðurinn sé allt of lítill til að standa straum af slíkum kostn- aði," sagði Kristján. Það verður aldrei komist hjá ávís- anafalsi, sagði Kristján, en það væri númer eitt hjá tékkheftahöfum að tilkynna strax um glötuð eða stolin hefti. „Það er í raun viðbragðsflýtir- inn sem skiptir miklu máli. Það eru til menn sem týna heftum, að við teljum af gáleysi og ef það kemur fyrir tvær til þrjár helgar í röð að menn tilkynni glötuð hefti á mánu- degi, þá er það ekki eðlilegt og við höfum Ieitast við að taka tékkhefti af slíkum mönnum. Þetta er ekki algengt, en það er til," sagði Kristján. -ABÓ Alþjóða heilbrigðismálastofnunin biður konur heims að „drepa í" í dag: Þriðjungur kvenna hættur að reykja Um 45 af hverjum 100 íslenskum konum á aldrinum 15-79 ára hafa aldrei reykt. Af þeim 55 af hundraði sem einhverntíma byrjaði reykingar hefur rúmlega þriðja hver hætt þeim „ósóma" þ.a. um 200 á reyklausa deginum í fyrra. Rúmlega þriðjung- ur allra kvenna á áðurnefndum aldri svælir hins vegar ennþá, samkvæmt könnunum. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin höfðar sérstaklega til þessa síðast- nefnda þriðjungs kvenþjóðarinnar, og kvenna annarra í sömu sporum um heim allan, með hinum aljóðlega tóbaksvarnardegi sem hún ákvað í dag. Áberandi mestu „stromparnir" meðal kvenþjóðarinnar eru 25-30 ára konur, samkvæmt víðtækum Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir rétt að taka upp viðræður við Borgara- flokk um aðild að ríkisstjóm í sumar: Ótimabær yfirlýsing Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra telur yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar viðskiptaráð- herra í Alþýðublaðinu í gær ótíma- bærar. í viðtali við blaðið segir Jón að rétt og skynsamlegt væri að taka upp viðræður við Borgaraflokkinn í sumar um formlega aðild að ríkisstjórninni. Jafnframt hefur blaðið eftir ráðherranum að ekki sé útilokað að um nýja uppröðun ráðherra verði. Alþýðublaðið hefur eftir Júlíusi Sólnes að hann sé ekki tilbúinn í frekari árangurstausar viðræður og segir að hann vildi fá einhverja tryggingu fyrir að slíkar viðræður skiluðu árangri. Steingrímur gat tekið undir það sjónarmið Júlíusar að hann væri ekki tilbúinn í frekari árangurs- Iausar viðræður. Hann vildi benda á að slíkar viðræður ættu ekki að fara fram í fjölmiðlum. „Hefjist þessar viðræður á ný mun ég kanna rækilega hvort þær eru líklegar til að bera jákvæðan árangur og verði það niðurstaðan verður farið í þessar viðræður í sumar," sagði Steingrímur. könnunum sem gerðar voru á s.l.ári. Af þeim eru það aðeins 30% sem aldrei hafa byrjað reykingar - og innan við helmingur hinna hefur hætt. Meira en 43% kvenna á þess- um aldri reykja daglega (og raunar aðeins helmingur þeirra er alveg reyklaus), en 35-37% þeirra sem eru heldur yngri og heldur eldri. T.d. reykja aðeins 19% yngsta hópsins, 15-19 ára. Af þeim hafa 72% aldrei vanið sig á „naglana" sem er langtum hærra hlutfall en finnanlegt er í nokkrum öðrum aldurshópi. Konur sem hætt hafa að reykja eru hins vegar hlutfallslega lang flestar í hóp 35-40 ára og hins vegar yfir sjötugt - en í báðum þessum hópum hafa álíka margar konur hætt að reykja eins og þær sem enn hafa ekki slökkt í síðustu sígarett- unni. Athyglisvert er að á reyklausa daginn 7. apríl í fyrravor voru það aðeins konur, og allar undir 45 ára aldri, sem gerðu tilraun til að hætta reykingum. Af þeim helmingi reyk- ingakvenna sem svöruðu spurning- um Hagvangs mánuði síðar, höfðu 2,7% hætt á reyklausa daginn, hvar af rúmlega helmingur var þó „sprunginn" þegar könnunin var gerð. Miðað við fjölda reykingak- venna á þessum aldri svara þessar tölur til þess að um 530 þeirra hafi hætt á reyklausa daginn, hvar af um 210 hafi ekki byrjað aftur í næsta mánuði á eftir. íslenskar konur eru hópi mestu reykingakvenna heims ásamt kyn- systrum á: Kúbu, Póllandi, Sovétr- íicjunum, Hollandi, Kanada, Bret- landi og Noregi. Aðeins danskar konur (45% reykjandi) slá allar aðrar út. - HEI Rannsóknarskipið Arni Friðriksson úr rækjuleit: Lofar góðu í Rósagarðinum Rannsóknarskipið Árni Friðriks- son hefur undanfarinn hálfan mánuð verið við rækjuleit austur af landinu. Að sögn Sólmundar Einarssonar leiðangursstjóra hefur þessi túr verið þokkalegur og hafa verið þræddir þeir staðir sem þeir hafa haft spurnir af. Sagði hann að leiðangurinn hafi fyrst og fremst verið farinn til að fylla í þau skörð sem ekki höfðu verið könnuð. Árni Friðriksson hefur í þessum leiðangri farið um svæðið allt frá Lónsdýpi, austur og norður með landinu að Seyðisfjarðardýpi. „Þau svæði sem við höfum lagt aðal- áherslu á eru svæðin sem hafa gefið sæmilega vísbendingu áður en ekki verið athuguð kerfisbundið," sagði Sólmundur. Þar sem rannsóknar- skipið fékk skárstan afla fyrst í stað var á Lónsdjúpinu og á Berufjarðar- ál. Þar hefur verið veitt áður, en þessi svæði eru fremur óstöðug. „Þar var mjög þokkalegur afli. í Lónsdýpinu fengum við mest 100 kíló á klukkustund, sem þykir nokk- uð gott og í Berufjarðarál fengum við rúm 200 kíló af sæmilegri rækju. Hún var ekki mjög stór, um 180 til 190 stykki í kílói," sagði Sólmundur. Þá var haldið í Rósagarðinn svo- kallaða, sem nær að miðlínunnimilli íslands og Færeyja. Sólmundur.sagði að þetta svæði hefði í gegnum tíðina gefið nokkuð stóra rækju. „Þetta er sú stærsta rækja sem hefur verið á íslandsmiðum, að frátöldum Dohrn- bankanum. Við höfum komist í rækju sem er allt niður í að vera 70 til 80 stykki í kílói, sem þykir mjög gott. í Rósagarðinum fórum við nokkuð víða og fengum allt upp í 70 kíló á klukkustund, sem þykir nokk- uð sæmilegt ef miðað er við að rækjan er mjög stór, um og yfir 100 stykki í kílói. Hún er hins vegar nokkuð laus í skel, þannig að hún viðist ekki vera vel vinnsluhæf eins og er, en það breytist allt saman. Þá er hún einnig hrognalaus, sem þýðir að þegar hún er komin með hrogh verða miklu færri rækjur í kílói, um 70 til 80 stykki. Við vorum þokka- lega ánægðir með þessa útkomu. Þetta er stærsta rækja sem fæst hér á djúpslóð, en magnið mætti vera meira," sagði Sólmundur. Árni Friðriksson var í gær staddur skammt norðan við stað sem kallað- ur er Rauðatorgið og kom best út í leit í fyrra. Hann sagði að nokkrir bátar væru þar að veiðum núna, en hún væri frekar dræm. Skipin eru að fá frá um 200 til 300 kíló í togi, sem tekur um fimm tíma. Leiðangri Árna Friðrikssonar lýk- ur nú um helgina og fer skipið fljótlega eftir helgi í svokallað rækju- rallý, þar sem hefðbundin rækju- svæði eru könnuð og stofnstærðar- mæling gerð. -ABÓ Kl þingar Kennarasamband íslands held- ur 5. fulltrúaþing sitt dagana l.-3.júní nk. í Borgartúni 6, Reykjavík. M.a. verður rætt á þinginu um kjaramál og kjarabaráttu og verða frumdrög að kjarastefnu KÍ í launa- og kjaramálum lögð fram. Einnig verður rætt um skólastefnu KÍ sem samþykkt var á sfðasta þingi 1987 og verður hún endurskoðuð. -es

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.