Tíminn - 02.06.1989, Síða 12
12 Tíminn
Föstudagur 2. júní 1989
FRÉTTAYFIRLIT
MOSKVA - Fulltrúi á hinu
nýja fulltrúaþingi Sovétríkj-
anna réðst mjög harkalega að
íhaldsmanninum Jegor Liga-
chev fyrrum hugmyndafræð-
ingi kommúnistaflokksins og
sagði fulltrúinn að Ligachev
hafi mistekist starf sitt sem
hugmyndafræðingur oo að
hann væri gersamlega omeð-
vitaður um það starf sem hann
hefur haft með höndum undan-
farið sem yfirmaður landbún-
aðarmála.
MOSKVA - Mikhaíl Gorba-
tsjof samþykkti að setja á fót
serstaka nefnd til að kanna
hvort Sovétríkin hafi innlimað
Eystrasaltsrikin með valdi eftir
griðasamning við Hitler árið
1939.
BONN - Helmut Kohl kansl-
ari Vestur-Þýskalands sagði
að afvopnunaráætlun NATO
væri í anda Vestur-Þjóðverja
og neitaði því að erfiðleikar
ríktu í samkiptum NATO-ríkja.
PEKING - Kínversk stjórn-
völd hertu á herlöqum sem nú
rikja f Peking með því að lýsa
yfir nær algeru fréttabanni er-
lendra fréttstofa og hafa bann-
að erlendum fréttamönnum að
ræða við kínverska alþýðu.
VARSJÁ - Mieczyslaw
Rakowski forsætisráðherra
Póllands sendi Samstöðu við-
vörun um að breytingar í lýð-
ræðisátt sem ekki yrði haft
stjórn á gæti komið á ójaf nvægi
í landinu og jafnvel aukið á
afturhaldsöm öfl í landinu.
TOKYO -Sosuke Uno utan-
ríkisráðherra Japan flaug heim
frá Evrópu til að taka við for-
sætisráðherraembættinu af
Takeshita sem fer frá vegna
fjármálahneykslis.
LONDON - George Bush
forseti Bandaríkjanna sagðist
myndu áfram halda uppi „sér-
stöku sambandi" sem ríkt hef-
ur milli Bandaríkjanna og
Bretlands, en sagði að slíkt
gæti aldrei orðið á kostnað
annarra aðildarríkja NATO.
PARÍS - Háttsettur sovéskur
embættismaður á mannrétt-
indaráðstefnunni i París skýrði
frá því að Sovétríkin muni með
nýrri löggjöf afnema útlegðar-
dóma til Síberiu sem verið
hefurvinsæl refsing. Hins veg-
ar munu ferðalög Sovétmanna
til útlanda áfram vera háð leyfi
rikisvaldsins.
Friðarsamkomulag stjórnvalda á Sri Lanka og skæruliðaTamíla í augsýn?
Premadasa vill hermenn
Indverja f rá Sri Lanka
Ríkisstjórn Sri Lanka vill hersveitir Indverja burt af eynni
fyrir júlílok, en indverskar hersveitir hafa barist við skæru-
liðasveitir aðskilnaðarsinna Tamíla á norðurhluta Sri Lanka
undanfarna mánuði.
Indverskur hermaður á varðbergi gegn árás skæruliða Tamfla á Sri Lanka.
Nú vill forseti Sri Lanka að Indverjar kalli 45 þúsund manna herlið sitt heim.
- Ég vil sjá síðasta indverska
hermanninn farinn frá Sri Lanka
fyrir lok júlímánaðar, sagði Ranas-
inghe Premadasa forseti Sri Lanka á
búddahátíð sem haldin var í gær.
Þessi yfirlýsing forsetans kom
mjög á óvart, en indverskar hersveit-
ir voru sendar til Sri Lanka fyrir
tveimur árum í samræmi við sam-
komulag ríkisstjórnar beggja ríkj-
anna um vissa sjálfstjórn til handa
Tamílum. Samkomulagið gerði ráð
fyrir að indverskar hersveitir sjái til
þess að við ákvæði samkomulagsins
yrði staðið og til að stöðva skærur
Tamíla og Shinalesa. En herlið Ind-
verja lenti strax í blóðugum bardög-
um við öfgafulla aðskilnaðarsinna
Tamíla í þeim tveimur héruðum þar
sem Tamílar eru í miklum meirih-
luta. Á sama tíma hefur herlið Sri
Lanka barist við vinstri sinnaða
skæruliða Shinalesa í suðurhluta
landsins.
Stjórnmálaskýrendur telja að yfir-
lýsing Premadasa gefi vísbendingu
um að ríkisstjórn Sri Lanka hafi náð
samkomulagi við hina öfgafullu
skæruliða Tamíla sem enn berjast
gegn Indverjum, en fimm af sex
skæruliðahreyfingum hafa hætt bar-
dögum og sætt sig við þá sjálfstjórn
sem upp á var boðið í samkomulagi
Sri Lanka og Indlands.
Þrátt fyrir að Indverjar hafi verið
með 45 þúsund manna herlið á Sri
Lanka í tvö ár, þá hefur mikill
meirihluti þingmanna verið á móti
dvöl þeirra. Premadasa hefur oft
tekið í sama streng, en ætíð sagt að
fyrst yrði að ríkja sæmilegt öryggi og
friður í héruðum Tamíla.
Þegar Premadasa skýrði frá ósk
sinn um að indverskt herlið héldi frá
Sri Lanka sagðist hann ætla að fara
fram á það við Rajiv Gandhi forsæt-
isráðherra Indlands innan fáeinná
daga að Indverjar kalli heim herlið
sitt.
- Þeir komu hér er við báðum um
aðstoð og þeir hafa hjálpað okkur
verulega. Við erum þakklátir fyrir
það. Þegar við biðjum þá að fara, þá
hljóta þeir að fara. Með því myndu
þeir einnig hjálpa okkur verulega,
sagði Premadasa.
Vestrænir embættismenn í Nýju
Dehli á Indlandi segjast vantrúaðir
á að Indverjar muni kalla herlið sitt
heim frá Sri Lanka fyrir júlílok og
efast meira að segja um að þeir verði
farnir fyrir áramót, þrátt fyrir beiðni
Premadasa. Telja þeir að Indverjar
muni einungis kalla hluta herliðsins
heim fyrst um sinn.
Fulltrúar frá Tígur skæruliðahrey-
fingunni sem berst einna harðast
gegn Indverjum áttu um helgina í
viðræðum við stjórn Sri Lanka og
héldu síðan að nýju til felustaða
sinna í frumskógum Sri Lanka til
skrafs og ráðagerða við leiðtoga sinn
Velupillal Prahakaran. Nýir fundir
gafa verið ákveðnir eftir þrj ár vikur.
Er jafnvel talið að Premadasa hafi
boðið Tígurskæruliðunum hlutdeild
í stjórnun héraðanna þar sem Tamíl-
ar eru fjölmennastir.
Rúmlega áttahundruð indverskir
hermenn hafa fallið í átökum við
skæruliða Tamíla þessi tvö ár.
Það kann að hljóma undarlega, en
sumar skæruliðasveitir Tamíla sem
barist hafa gegn ríkisstjórn Sri
Lanka og síðar börðust gegn Ind-
verjum voru þjálfaðar í vopnaburði
á Indlandi í byrjun þessa áratugar
allt til ársins 1987. Indverjar stóðu
við bakið á sjálfstæðishreyfingu Ta-
míla eftir að slettist upp á vinskap
ríkisstjórnar Sri Lanka og Indlands
í kjölfar forsetakosninga á Sri Lanka
árið 1977. Sá beini stuðningur var
ekki úr sögunni fyrr en Indverjar
náðu fram samningum við Sri Lanka
um sjálfstjórn Tamíla árið 1987 og
indverskt herlið var sent til eyjarinn-
ar. Eins kaldhæðnislegt sem það er
lenti herlið Indverja í blóðugum
átökum við skæruliða Tamíla sem
vildu ganga enn lengra og hefur
barist gegn þeim síðan.
Kúba:
Ferðamannaþjónusta
gullkálfur Castró
Ferðaþjónusta á að verða helsti
gullkálfur Castró og Kúbumanna á
næstu árum ef marka má yfirlýsingar
yfirmanna ferðamálaþjónustunnar á
Kúbu. Hann segir að árið 1992 muni
ferðamannaþjónusta á Kúbu hala
inn 500 milljónir dollara á ári og
einungis sykurútflutningur Kúbu-
manna afla þeim meiri gjaldeyris-
tekjur.
Það mun ekki af veita fyrir Kúbu-
menn að auka gjaldeyristekjur sínar,
því þrátt fyrir byltinguna á sínum
tíma og sósíalisma í þrjátíu ár eru
lífskjör ekki sem skyldi. Því var það
að Castró ákvað að byggja upp
ferðamannaþjónustu á Kúbu og
munu Kúbumenn verja 70 milljón-
um dollara í að byggja ný hótel og
gera upp þau gömlu sem mörg eru í
niðurníðslu.
Fyrir byltinguna var Kúba vinsæll
ferðamannastaður fyrir Bandaríkja-
menn sem þyrptust þar í spilavítin
og sumarsæluna. Nú eftir þrjátíu ár
hyggst Castró róa á sömu mið. Á
síðasta ári komu 225 þúsund ferða-
menn til Kúbu, en áætlanir Castrós
miða að því að rúmar tvær milljónir
ferðamanna komi árið 2000.
Jim Wright
segirafsér
Jim Wright forseti fulltrúa-
deildar Bandaríkjaþings sem sak-
aður hefur verið um að hafa
brotið gegn siðareglum þingsins,
sagði af sér í gær. Því mun
sérstök rannsóknamefnd sem sett
var á fót til að fara ofan í kjölinn
á meintum brotum Wright hætta
rannsókn.
Wright sem er demókrati var
sem þingforseti þriðji valdamesti
embættismaður Bandaríkjanna á
eftir forsetanum og varaforsetan-
um.
Cristianitekurviðforsetaembættinu í El Salvador:
Mótmælendur hand-
teknir í Washington
Lögreglan í Washington hand-
tók fjömtíu og fjóra mótmælendur
sem settust á tröppur stjórnarráðs
Bandaríkjanna til að mótmæla
áframhaldandi stuðningi Banda-
ríkjastjórnar við E1 Salvador. Mót-
mælendumir hyggjast koma af stað
bylgju mótmæía í Bandaríkjunum
gegn fyrrgreindum stuðningi eftir
að hinn hægri sinnaði Alfredo
Cristiani hefur tekið við embætti
forseta E1 Salvador.
Cristiani tók við embættinu í gær
og er ljóst að róðurinn verður
.erfiður. hjá.hopum, því skæruliðar
Farabundo Marti þjóðfrelsishreyf-
ingarinnar í E1 Salvador hefur
sagst ætla að herða enn á baráttu
sinni gegn stjómvöldum. Þá er
þrýstingur öfgafullra hægrimanna í
Arena flokki mikill á Cristiani um
að herða mjög aðgerðir gegn
vinstrimönnum í landinu.
Cristiani hefur verið bendlaður
við illræmdar dauðasveitir hægri-
manna í E1 Salvador.
Bandaríkjastjórn veitir E1 Salva-
dor fjárhagsaðstoð sem nemur
rúmlega einni milljón dollara á
degi hverjum. .
Gullgrafarar
grafast undir
skriðuföllum
Þrettán gullgrafarar að minnsta
kosti grófust undir aurskriðu í
gullnámu á Filipseyjum í gær og
hundruð námamanna lokuðust
inni. Björgunarmenn eru vongóðir
um að allir náist heilir á höldnu úr
námunum, en tala látinna gæti
hækkað verulega.
Slysið varð í hlíðum fjalllendis í
Davao del Norte héraði. Rúmlega
hundrað manns komust strax út úr
námunum, en talið er að á milli
þrjúhundruð og fjögur hundruð
gullgrafarar séu lokaðir inni í ná-
munum.
Þá urðu skriðuföllin til þess að
eldur braust út í þorpi gullgrafar-
anna eftir að olíutunna sprakk í
loft upp á verkstæði jámsmiðs og
brunnu hundrað og fimmtíu hús
námamanna. Alls bjuggu um tvö-
þúsund manns í þeim húsum.