Tíminn - 02.06.1989, Síða 20

Tíminn - 02.06.1989, Síða 20
f k 0001 0lB.UASr0 PÓSTFAX ÞRÖSTUR TÍMANS 685060 687691 / VANIR MENN FÖSTUDAGUR 2. JÚNI 1989 Hlýjasti vetur Skandinavíu í 100 ár veldur vandamálum á Sauðárkróki: Vantar frostavetur Norðurlöndunum Eindæma hlý vetrarveður í Skandinavíu hefur leitt til mikillar birgðasöfnunar á mokkaskinnum hjá Loðskinni á Sauðárkróki, sem aftur hefur valdið miklum fjármagns- kostnaði og þar með rekstrarhalla hjá fyrirtækinu, sem nú hefur gripið til þeirra ráða að segja upp nær fimmtíu manna starfsiiði sínu. Flestir eiga þeir þó von um vinnu á ný að aflokinni endurskipulagningu sem ákveðin er í sumarleyfismánuðinum, júlí til ágúst. Að sögn Margcirs Friðriksson- ar skrifstofustjóra hjá Loðskinni er meiningin að leita aðstoðar ráðgjafa og nota þann mánuð sem lokað verður vegna sumar- leyfa til endurskipulagningar á framleiðslulínu og fjárhag verk- smiðjunnar. Eftir sumarleyfi um miðjan ágúst ætti því að liggja ljóst fyrir hverjir fá vinnu á ný og hverjir ekki. Margeir sagði ekki ekki stefnt að samdrætti í fram- leiðslu - fremur að meiri afköst- um með sama mannskap og nán- ast sama vélakosti. . Framleiðsla verksmiðjunnar er fullvinnsla á gærum (mokka- skinnum). Salan hefur verið beint til saumastofa, aðallega í Skandi- navíu til þessa. „Nú hefur okkur hins vegar tekist að fóta okkur aðeins á Ítalíumarkaði. Þangað erum við að senda núna og hann virðist iofa góðu. Skandinavía virðist líka vera aðeins að vakna á ný,“ sagði Margeir. Ffann sagði hlýja veðráttu s.l. þrjá vetur hafa komið afar illa við rekstur Loðskinns. Nýliðinn vet- ur hafi t.d. verið sá hlýjasti í Skandinavíu í heila öld, sem eðlilega dragi stórlega úr kaupum manna á mokkafatnaði. Vegna þessa hafi orðið gífurleg birgða- söfnun hjá verksmiðjunni, sem vitanlega hafi leitt til mikils fjármagnskostnaðar, m.a. af afurðalánum. „Upp á síðkastið hefur aðeins birt til, því við erum að fá pantan- ir sem við höfum lengi beðið eftir.“ Hvað verðþróun snertir hefur það fremur lækkað en hitt vegna minni eftirspurnar. Margeir sagði hafa verið samið um verð í er- lendri mynt sem gilti fyrir 1-2 árum síðan. -HEI Á morgun kemur Jóhannes Páll páfi II til landsins og er nú verið að leggja lokahönd á allan undirbúning fyrir heimsóknina. Bílarnir sem páfinn og fylgdarlið hans munu ferðast í komu til lands- ins í gær. Þeir eru af Volvo gerð og fengnir að láni frá Svíþjóð, en bera íslensk númer. Bílarnir eru fjórir, tveir af lengri gerðinni, sem eru einungis ætlaðir fyrir þjóðhöfðingja og aðra fyrirmenn, og tveir “venju- legir" bílar af minni gerðinni. Að sögn Magnúsar Einarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, komu bílarnir til landsins í gær og verða í vörslu lögreglunnar. Mikil öryggisgæsla verður í kring- um páfann og verður öllum vegum lokað á meðan páfinn ferðast um þá. T.d. verður Pingvallaveginum lokað í heild sinni á meðan páfinn fer þar um. Gera má ráð fyrir að umferð á Reykjavíkursvæðinu verði fyrir ein- hverjum skakkaföllum um helgina. Það er bílstjóri úr forsætisráðuneyt- páfa á meðan hann dvelur hér á inu sem kemur til með að keyra bíl landi. -gs Við Landakot hefur verið komið fyrir stórum járnkrossi fyrir tilstuðlan skátahreyfingarinnar. Honum verður komið fyrir við Úlfljótsvatn eftir messu páfa. Tímamyndir Pjelur Flugvél Arnarflugs kyrrsett vegna misskilnings: Greiðsla misfórst í kerfinu Ein flugvéla Arnarflugs var kyrr- sett nokkra klukkutíma á Schiphol flugvelli í Amsterdam í gær. Að sögn framkvæmdastjóra Arn- arflugs var um misskilning að ræða vegna töluvert stórrar greiðslu sem misfórst í kerfinu. „Forráðamenn flugvallarins héldu að við hefðum eitthvað verið að plata þá, sem er nú reyndar óeðlilegt þar sem við leggj- um ekki slíkt í vana okkar. Nú er búið að upplýsa þetta allt saman og greiðslan komin til skila. En það er auðvitað leiðinlegt að valda farþeg- unum þessum vandræðum," sagði framkvæmdastjóri félagsins Kristinn Sigtryggsson í samtali við Tímann. Vélin átti að lenda um tvö leytið en kom ekki fyrr en um hálf átta í gærkvöldi til landsins. jkb Fyrirmyndar- skip heiðrað I tilefni sjómannadagsins 1989 mun Siglingamálastofnun rfkisins veita áhöfnum og eigendum sjö fiskiskipa víðsvegar á landinu viður- kenningu. Viðurkenningar þessar eru veittar fyrir góða umhirðu og árverkni að því er varðar almennt ástand skipsins og öryggisbúnáð þess. , , Skipin eru: Farsæll SH-30, Guð- björg RE-21, Tálknfirðingur BA- 325, Sjöfn ÞH-142, Kaldbakur EA- 301, Baldur VE-24, Sæljón SU-104. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin veitir slíkar viðurkenningar og vill hún vekja athygli á því að þessi atriði eru mikilvæg í bættu öryggi sjómanna og um leið hvatning til útgerðarmanna og sjómanna að hafa skip sín jafnan í góðu lagi. -gs

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.