Tíminn - 22.06.1989, Qupperneq 3

Tíminn - 22.06.1989, Qupperneq 3
Fimmtudagur 22. júní 1989 Tíminn 3 Vestmannaeyjakaupstaður 70 ára: 12 vindstiga lúðra- sveit á Stórhöfða íbúar Vestmannaeyja munu halda upp á 70 ára afmæli Vestmannaeyjakaupstaðar vikuna 24. júní til 1. júlí. Þessa viku verður mikið um að vera í bænum, m.a. mun fara fram landsmót Sambands íslenskra lúðrasveita og munu 11 lúðr- asveitir spila saman á setningardaginn. Hátíðarsetning afmælisvikunnar verður á Stakkagerðistúni kl. 14:00 næstkomandi laugardag og verða þann dag opnaðar hinar ýmsu sýn- ingar sem í gangi verða út afmælis- vikuna. Þennan sama dag mun Herj- ólfur bjóða hátíðargestum í hring- siglingu kringum Heimaey. Á sunnudeginum verður hátíð- armessa í Landakirkju og þann dag mun forseti Islands heimsækja Vest- mannaeyjar. Mun frú Vigdís Finn- bogadóttir meðal annars vera við vígslu sérstaks gróðurreits við Helgafell. Á sunnudeginum verða einnig tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar og kirkjukórs Landakirkju. Daginn fyrir setningu hátíðarinnar mun aft- ur á móti lúðrasveit sem skipuð er 60 bestu blásurum á landinu halda tón- leika. Fjöldi annarra atriða er á dagskrá afmælisvikunnar. Af sýningum má nefna að í Safnahúsinu verða tvær sýningar: „Vestmannaeyjahöfn í 70 ár“ og „Póstsaga Vestmannaeyja“. í félagsheimilinu verður sýning sem ber yfirskriftina „Börn í Vestmanna- eyjum“. Þá verður í gangi sýning á verkum Júlíönu Sveinsdóttur og mun Hrafnhildur Schram halda fyrirlestur um verk listakonunnar miðvikudaginn 28. júní. f afmælisvikunni verður einnig í gangi kynning á ýmsum stofnunum Vestmannaeyj abæj ar. Það eru ekki einungis lúðrasveit- armenn sem munu fjölmenna til Vestmannaeyja. Miðvikudaginn 28. júní hefst Tommamót 6. flokks drengja í knattspymu. Búist er við miklum fjölda aðstandenda drengj- anna til Vestmannaeyja. Þess má geta að í fyrra vom mótsgestir um 700 talsins. Af öðmm íþróttaviðburðum má nefna að Helgi Ólafsson stórmeistari mun tefla fjöltefli við Eyjamenn fimmtudaginn 29. júní. Á föstudeg- inum verður sérstakur póststimpill á Pósthúsinu í Vestmannaeyjum í til- efni af afmælinu. Lokadag hátíðarinnar, 1. júlí, verður svokölluð Kjötkveðjuhátíð á Ráðhúströðinni og hljómleikar á Stakkagerðistúni, lýkur hátíðinni með dansleikjum um kvöldið. í tilefni af kaupstaðarafmælinu hefur Fjölsýn forlag endurútgefið Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen rithöfund og fyrrum bæjar- fógeta í Vestmannaeyjum. Rit þetta, sem er um 800 blaðsíður, kom fyrst út árið 1946 en hefur verið ófáanlegt um margra ára skeið. í endurútgáf- unni hefur verið bætt við fjölmörg- um myndum sem ekki hafa birst á prenti áður. Einnig er fyrirhuguð útgáfa á hljóðsnældu með lögum Ása í Bæ. Er þar um að ræða gamlar upptökur þar sem Ási flytur lögin sín og munu þessar upptökur ekki hafa verið gefnar út áður. Af sérstökum verkefnum bæjar- stjómarinnar vegna afmælisins má nefna að á hátíðafundi sem haldinn var 14. febrúar síðastliðinn, þegar nákvæmlega 70 ár voru liðin frá því að fyrsti bæjarstjómarfundurinn var haldinn, var samþykkt að verja fimm milljónum króna til stækkunar á þjónusturými við Hraunbúðir dval- arheimili aldraðra. Undirbúningur afmælishátíðar- innar er nú í fullum gangi í Vest- mannaeyjum og hafa íbúamir unnið að því að fegra bæinn svo hann skarti sínu fegursta á hátíðinni. SSH Séra Ólafur settur í embætti biskups Nýkjörinn biskup íslands, sr. Ólafur Skúlason, verður settur inn í embætti við guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni í Reykjavík á sunnudag, 25. júní kl. 10:30. Athöfnin hefst með skrúðfylk- ingu presta frá Alþingishúsi og verða flestir prestar landsins við- staddir. Allmargir erlendir gestir verða við athöfnina. Við guðsþjón- ustuna mun kór Bústaðakirkju, undir stjóm Guðna Þ. Guðmunds- sonar fmmflytja verk eftir Jón Ásgeirsson, sem hann tileinkar nýjum biskupi Islands og er við 33. vers í 119. sálmi Davíðs. Dómkór- inn og Marteinn H. Friðriksson dómorganisti annast annan tónlist- arflutning. Herra Pétur Sigurgeirs- son annast altarisþjónustu ásamt Ólafi biskupi, sr. Hjalta Guð- mundssyni dómkirkjupresti og sr. Jóni Einarssyni prófasti. Ritninga- lestur annast sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir, sr. Guðmundur Þor- steinsson dómprófastur og sr. Sig- urður Guðmundsson víglubiskup. Á sunnudag kl. 16 verða hátíða- tónleikar í Hallgrímskirkju þar sem biskupshjónunum Ebbu Sig- urðardóttur og sr. Ólafi Skúlasyni verður fagnað til nýrra starfa. Þar flytja kór Bústaðakirkju, einsöngv- arar og hljóðfæraleikarar ýmis kirkjuleg verk undir stjóm Guðna Þ. Guðmundssonar. - LDH Séra Ólafur Skúlason verður settur í embætti biskups á sunnudag. Juan Carlos Spánarkonungur og Sophia drottning hans eru væntanleg í opinbera heimsókn til íslands 5. júlí. Juan Carlos væntanlegur Sem kunnugt er hafa spænsku konungshjónin þegið boð forseta íslands um að koma í opinbera heimsókn hingað til lands dagana 5.-7. júlí. Með konungshjónunum verður fjölmennt fylgdarlið og á sjötta tug spænskra blaðamanna. Dagskrá heimsóknarinnar liggur nú fyrir. Flugvél konungshjónanna lendir á Keflavíkurflugvelli kl. 11:00 að morgni miðvikudagsins 5. júlí og verður þar hátíðleg móttökuathöfn. Að henni lokinni verður ekið til Hótel Sögu þar sem gestimir búa á meðan á heimsókninni stendur. Á hádegi snæða konungshjónin með forseta íslands að Bessastöðum. Síð- degis verður fundur utanríkisráð- herra Spánar og íslands í ráð- herrabústaðnum. Fyrsta degi heim- sóknarinnar lýkur með kvöldverðar- boði forseta Islands í Súlnasal Hótel Sögu. Á fimmtudagsmorgninum verður flogið til Vestmannaeyja, þar sem meðal annars verður farið í Hrað- frystistöðina og síðan niður á höfn. Þá verður farin skoðunarferð um Heimaey og haldið aftur til Reykja- víkur um hádegi. Borgarstjórinn í Reykjavík og frú halda þá hádegisverðarboð á Kjar- valsstöðum til heiðurs konungshjón- unum og skoðuð verður sýning á verkum Jóhannesar Kjarvals. Um miðjan dag heimsækja konungs- hjónin Stofnun Árna Magnússonar og taka að því loknu á móti spænsk- um þegnum á Hótel Sögu. Um kvöldið halda þau boð til heiðurs forseta íslands á Hótel Loftleiðum. Að morgni föstudagsins verður ekið til Nesjavalla. Þaðan verður haldið til Þingvalla þar sem verður meðal annars gengið um Almanna- gjá til Lögbergs ef veður leyfir. Því næst verður snæddur hádegisverður í Valhöll í boði forsætisráð- herrahjónanna. Frá Þingvöllum verður ekið til Keflavíkurflugvallar og er brottför ráðgerð kl. 16:00. Laxi slátrað Hafbeitarlaxinn er farinn að skila sér í hafbeitarstöðvarnar. Hjá Vogalaxi hf. hófst slátrun fyrir um viku og er þegar búið að slátra um 1000 löxum. Að sögn Vilhjálms Guðmunds- sonar hjá Vogalaxi byrjar þetta rólega, en nær síðan hámarki um miðjan júlí. Hann sagði að heimt- urnar gætu verið mjög breytileg- ar, frá um 8% upp í 12% sem þýddi í tonnum talið frá 170 upp í 250 tonn. Fyrst í stað er hver lax allt að sjö kílóum, en það er afrakstur seiða sem sleppt var fyrir tveim árum. í fyrra sleppti Vogalax milljón 40 gramma seið- um og skilar hluti þeirra sér nú, þegar nær dregur hámarkinu í júlí. Þá er meðalstærð laxins orðin 2 til 3 kíló. Núna í vor sleppti Vogalax 2 milljónum seiða. Vilhjálmur sagði að íslending- ar hefðu sérstöðu hvað erlenda markaði varðaði, því hafbeitar- fiskurinn væri seldur sem villtur lax og því fengist allt að 40 til 50% hærra verð fyrir hann. - ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.