Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.06.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 22. júní 1989 Tímiim —— II. M-I'l MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin [ Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason . Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: ‘ Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ferðir varnarliðsmanna Oft er vandi að sjá, hversu víðtækar ályktanir megi draga af einstökum atburðum. íslendingar voru rækilega minntir á þetta, þegar fréttist að þrír hermenn úr bandaríska varnarliðinu á íslandi hefðu skorið niður íslenska þjóðfánann á fleiri en einum stað á þjóðhátíðardaginn, og farið eins að gagnvart fánum tiltekinna erlendra ríkja, sem blöktu við hún til heiðurs íslensku þjóðfrelsi þennan dag. Jafnvel þótt þetta tiltæki hermannanna sé ekki notað til að draga af því víðtækari ályktanir um hugarfar og afstöðu varnarliðsmanna en snýr að brotamönnunum sjálfum., þá er þetta atvik eigi að síður mjög alvarlegs eðlis. Það verður ekki afsakað með því að þessir menn hafi framið þetta í ölæði, eða að ölæðisverk eigi að sæta annarri meðferð en ofbeldisverk og afbrot ódrukkinna manna, hvorki hvað varðar fordæmingu almennings og fjölmiðla né umfjöllun lögreglu og dómsyfirvalda. Vafalaust sætir brot hermannanna viðurlögum samkvæmt bandarískum herlögum. En frá íslensku sjónarmiði er hér um að ræða brot á íslenskum lögúm og lögreglusamþykktum, sem skylt er að framfylgja án tillits til þess hvað öðrum lögum líður. Þetta atvik er skýr áminning til yfirmanna vamar- liðsins að halda uppi fræðslu og áminningum meðal liðsmanna, sem tryggir það, að þeir æði ekki um landið í skjóli ferðafrelsis í tómu agaleysi. Yfirmenn varnarliðsins verða m.a. að átta sig á því, að herinn er ekki „gestur“ á íslandi og hermenn em ekki „ferðamenn“ í landinu, heldur em þeir hér til að gegna skyldum, sem þeir hafa gengist undir og leiða af milliríkjasamningi og er alls óskylt því að liðsmenn séu hér á landinu á eigin vegum. íslenska ríkið tryggir fullt ferðafrelsi í landinu. Þrátt fyrir það gilda sérreglur um ferðir bandarískra vamarliðs- manna. Þær reglur ber ekki einvörðungu að halda í heiðri af formsástæðum, heldur verða bandarísk heryfirvöld að sjá til þess, að liðsmenn þeirra skilji eðli þessara reglna og geri sér grein fyrir sérstöðu sinni. Þótt herinn sé hér í landinu með vilja íslendinga, samkvæmt samningi, þá er gengið út frá því, að hann hafíst við í ákveðnum stöðvum og sé ekki á ferð utan þeirra. Hvað varðar dvöl vamarliðsins og samskipti Bandaríkjamanna og íslendinga á sviði vamarmála, þá er það meginforsenda að glögg skil séu milli „herlífs“ og „þjóðlífs“, eins og það hefur verið orðað. Þessi meginforsenda um aðskilnað hersins frá íslensku þjóðlífí hefur verið virt í samskiptum varnarliðsins og íslenskra stjórnvalda, ekki aðeins að formi til, heldur hefur verið ráðist í framkvæmdir sem eiga að tryggja að þetta sjónarmið fái notið sín í reynd. Þar má ekki síst nefna byggingu flugstöðvar- innar nýju á Keflavíkurflugvelli, sem þrátt fyrir ýmis mistök var brýn framkvæmd, sem nauðsynlegt var að koma upp. íslensk stjórnvöld hafa lagt sig fram um að draga úr vandkvæðum, sem stafa af dvöl erlends hers í landinu. Sú krafa er viðvarandi, að bandarísk stjórnvöld missi ekki sjónar á skyldum sínum í þessu efni. GARRI Landauðnarstefnan Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið að birta þjóðinni landbúnaðar- stefnu í síðdegisblaði sínu, DV. Þar hafa undanfarið birst útreikn- ingar sem helst er að sjá að eigi að sýna að best sé fyrir okkur að hætta að framleiða matvæli ■ landinu. Og Leggja landbúnaðinn niður. Er þess skemmst að minnast að fyrir rúmri viku komu útreikningar á baksíðu DV, þar sem reiknaðar voru út risaupphæðir sem það átti að spara þjóðinni ef hér væri tekinn upp frjáls innflutningur á landbúnaðar- vörum. Ályktunin, sem lesendum var ætlað að draga af þessum reikning- um, var vitaskuld ekki nema ein. Hún gat ekki verið önnur en sú að hér ætti að Ieggja niður landbúnað og fela heildsölum og milliUðum að kaupa inn fyrir okkur allan mat erlendis frá. Kúm, kindum og hrossum skyldi nú fargað. Jafnvel fjárhundum, hænsnum og veiði- köttum. Stofnamir einfaldlega lagðir niður. Landbúnaður skyldi burt af íslandi. Slagsíða á landinu Vitaskuld þarf ekki orðum að því að eyða hvemig umhorfs yrði í landinu ef þessi stefna næði fram að ganga. Tvö hundrað og fimmtiu þúsund manna þjóð myndi safnast saman á suðvesturhominu, en sveitimar leggjast ■ auðn. Hér myndi skapast veruleg slagsíða á landinu í suðvesturátt. Utan þess svæðis yrði varla mikil byggð, nema kannski í nokkram fámennum sjávarplássum þaðan sem hagkvæmt þætti að stunda útgerð. Óvíst er til dæmis um framtíð Akureyrar, þvi að spuming er hvert hlutverk bæjarins ætti að vera ef allur landbúnaður við Eyja- fjörð og í Iandinu legðist af. Og á suðvesturhominu er svo þeirri spumingu ósvarað hvað aHt þetta fólk ætti að gera. Vissulega myndi eitthvað fjölga störfum við innflutning á matvöram. En naum- ast jafn mikið og sem svaraði öllum þeim sem í dag hafa framfæri sitt af matvælaframleiðslu í landinu. Það gætu ekki allir orðið heildsalar og milliliðir. Það sér það hver maður að þessi hugmynd er fáránlegri en svo að nokkru tali taki. Með þessu er verið að tala um að leggja megin- hluta landsins í auðn. Og er þá ógleymt öllum þeim fjárfestingum sem lagt hefur verið í utan suðvest- urhomsins síðustu árin og myndu verða gagnslausar og ónýtar. Bæði byggingar, vegakerfi og flugveUir. Að ógleymdu heUsugæsIu- og skólakerfi. AUt myndi leggjast í eyði. Við stæðum uppi með ein- hvers konar borgríki syðra, þar sem tugþúsundir fólks fengju að mæla götumar atvinnulausar dag hvera. Það væri skemmtUeg fram- tíðarsýn eða hitt þó heldur. Milliliðirnir Það er vitað að innan Sjálf- stæðisflokksins era býsna sterk öfl að verki sem berjast hart fyrir því að draga hér aUar lokur frá inn- flutningi. Þar eru á ferðinni miUi- liðimir sem vUja fá að flytja hingað inn bæði egg og smjör, kjöt og kartöflur, ef þeir sjá í þvi minnstu gróðavon. Alveg án tiUits tU þess hvort hægt er að framleiða sömu vörar innanlands. Milliliðimir gæta hins vegar ekki að því að með þessu eru þeir að vinna að landauðnarstefnu. Og á þetta raunar ekki aðeins við um landbúnaðarvörur heldur líka um aUar þær iðnaðarvörar sem fram- leiddar era eða hægt er að fram- Ieiða í landinu. tslenskur landbúnaður er öflug- ur og vel tæknivæddur. Hér á landi á að vera hægt að framleiða úrvals matvörur sem vel duga þjóðinni. Það er hins vegar vel kunnugt að í ýmsum nálægum löndum era land- búnaðarvörar niðurgreiddar um risafjárhæðir. Það er ekki við því að búast að íslenskir bændur geti staðist slíka samkeppni né keppt við hana. TU þess verður að taka viðeigandi tiUit. Hér þarf þvi að vinna gegn landauðnarstefnunni. í landinu þarf að byggja upp öfluga matvæla- og iðnaðarframleiðslu sem taki mið af innanlandsþörfum en horfi einn- ig tU útflutnings eftir því sem tækifæri gefast. Og umfram allt þarf að tryggja bæði byggð og blómlegt atvinnulíf um landið aUt. Þess vegna þurfa menn líka að gæta sín á miUUiðunum í Sjálf- stæðisflokknum. Þeim má ekki líðast að leggja landið ■ eyði. Né heldur innlendan atvinnurekstur. MáUð er að hugmyndin um borg- ríki á suðvesturhominu er satt að segja ekki sérlega áhugaverð. Þess vegna þarf að berjast á móti land- auðnarstefnunni. Garri. VÍTT OG BREITT Mennt og máttleysi „Allir framhaldsskólar í Reykja- vík nema Iðnskólinn hafa þurft að vísa frá umsóknum um skólavist næsta vetur“. Þannig hefst frétt í Mogga gærdagsins. I henni kemur fram að nokkuð er misjafnt hve mörgum umsóknum skólar hafa þurft að vísa frá, en dæmi eru um að fleiri er neitað um skólavist en þeir nýnemar sem innritast. í Tímanum var viðtal við rektor Menntaskólans við Hamrahlíð sama dag. Þar kemur fram það álit þess ágæta skólamanns, að margt fólk í menntaskólunum ráði einfaldlega ekki við námið. Þá segir rektor að kennaraverk- föll og öll sú óáran sem þeim fylgir kosti marga nemendur aukaár og ekki minnkar álagið á skólana við það nema sfður sé. Enn kemur fram í Tímanum að stúdentsaldur hafi snarhækkað. 18 og 19 ára fólki sem tekur stúdents- próf hefur fekkað um heil 40% á fjórum árum. 21 og 22 ára stúdent- um fjölgar um 33%. Líkaþeirsemekkigeta Prósentutölur eru heldur leiði- gjamar en þær sem hér birtast sýna heldur ömurlegar staðreyndir. Kennarar lengja skólagöngu nem- enda með verkföllum og sanna þar með á átakanlegan hátt að starfi þeirra fylgir ábyrgð. Þar að auki troðfylla nemendur sem ekki hafa burði til bóknáms framhaldsskólana og eru mun leng- ur að ljúka náminu en efni standa til. Um þetta segir rektor MH: „ Við erum orðið með svo mikið af fólki í þessum skólum, sem ekki hefur foreendur til að ljúka prófi á eðlileg- um tíma vegna þess að það ræður ekki almennilega við þetta nám.“ Hann telur einnig að skólagerðin sé röng, enda er svo komið að krafist er stúdentsprófs í alla mögu- lega skóla. Ef til vill er það misskilningur að miða stúdentspróf við hefðbundið háskólanám, en þannig er það hugs- að upphaflega þótt allt þetta kerfi, ef kerfi skyldi kalla, er orðin viðam- ikil og óskaplega dýr flækja, sem engin vilji sýiúst vera að greiða úr. Stúdentsaldurinn hækkar óðfluga og foretöðumenn hinna og þessara skóla fara að heimta stúdentspróf sem inntökuskilyrði og er allt þetta bákn kolsprungið, að minnsta kosti á höfuðborgarevæðinu. Kennarar fyllast ábyrgðartilfinn- ingu og fara í verkföll til að geta veitt betri menntun og námstíminn í framhaldsskólunum lengist og lengist vegna þess að alltof margir nemenda sem þar puða hafa ekki móttökuskilyrði til að nýta sér fræðsluna. Mennt er máttur, segja atvinnu- skólamenn og hafa ekki hugmynd um að kennslubáknið er búið að sprengja af sér öll bönd og orðið að einhverju allt öðru en til var stofnað. Kolbrtar í frétt Morgunblaðsins sem vitnað er til hér í upphafi er sagt að Iðnskólinn í Reykjavík sé eini fram- haldsskólinn á höfuðborgarevæðinu sem ekki þarf að vísa nemendum frá. Þetta er ekki alls kostar rétt, því annar framhaldsskóli er ekki einu sinni hálfbókaður, ef svo má að orði komast. Af rúmlega þrjú þúsund ung- mennum sem sótt hafa um skólavist í framhaldsskólum á höfuð- borgarevæðinu eru 19 sem sýna Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði áhuga. Iðnskóli og fiskvinnsluskóli. Þetta eru kolbítamir í guðmávita hve margra milljarða króna skólahrúg- aldi, þar sem námstíminn lengist ár frá ári og árangurinn minnkar að sama skapi. Allt er báknið búið til og haldið uppi af langskólafólki, sem hvetur stjómvöld og nemendur til að ana lengra og lengra áfram á sömu braut, fyret að gera alla, þá treggáf- uðu líka, að stúdentum og krefjast svo vafasams stúdentsprófs í æ fleiri skóla, auk háskólanáms. Iðnnám er best að leggja niður. Aðsóknin að Fiskvinnsluskólan- um er smánarblettur á menntakerfi sem veit ekkert hvað það vill eða hvert stefrúr. Það heimtar bara peninga. Basta. Þrátt fyrir allar milljarðafúlgumar er svo ekki einu sinni hægt að koma á fót ökukennslu sem stendur undir nafni. Sama hvað umferðin kostar í mannslífum, örkumlum og eignam- issi. Það er ekki nógu fín menntun til að ráðuneyti og menntunarfólk telji að tíma eða peningum sé eytt í svoleiðis vitleysu. Og hvað ætti svosem að gera við öll námslánin ef fólk væri ekki æst upp í langskólanám í stóra stílnum. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.