Tíminn - 27.07.1989, Síða 12

Tíminn - 27.07.1989, Síða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 27. júlí 1989 llllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll VEGAFRAMKVÆMDIR 1989 - SUÐURLAND 37 Laugarvatnsvegur (12 m.kr.) Apá - Snorrastaðir. Styrking og klæðing 6 km. 35 Biskupstungnabraut (5 m.kr.) við Reykholt. . Nýbygging 1 km. 338 Elnholtsvegur (7 m.kr.) við Tungufljót. Nýbygging 1 km. 30 Hrunamannavegur (3 m.kr.) við Brúarhlöð. Endurbygging 2 km. 35 Biskupstungnabraut (20 m.kr.) Laugarvatnsvegur - Skálholtsvegur Bundið slitlag 7 km. Píanótónleikar Þriðjudaginn 1. ágúst nk. heldur David Tutt tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar. Þar leikur hann á píanó verk eftir Schubert, Debussy og Liszt. Siglingar fyrir almenning á Rauðavatni í sumar mun siglingaaðstaða Iþrótta- og tómstundaráðs á Rauðavatni verða opin almenningi á eftirfarandi tímum: þriðjudögum kl. 16:00-16:30, fimmtu- dögum kl. 16:00-18:30 og á laugardögum kl. 13:00-17:00. Afnot af bátum og björgunarvestum eru ókeypis. Á staðnum verða starfsmenn til leiðbeiningar. fþrótta- og tómstundaráð Félag eldri borgara Göngu-Hrólfur. Gönguferð Félags eldri borgara á hverjum laugardegi kl. 10. Farið frá Nóatúni 17. Opið hús í Goð- heimum Sigtúni 3 f dag, fimmtudag. Kl. 14: Frjáls spilamennska. Kl. 19.30: Fé- lagsvist. Kl. 21: Dansað. Ath. Farin verður 12 daga ferð um Austfirði 8. ágúst nk. Upplýsingar á skrifstofu félagsins f sfma 28812. Ólafur Ámi Bjamason tenór syngur í kvöld í Hlégarði við undirleik ðlafs Vignis Albertssonar. Tónleikamir verða endurteknir í Húsavíkurkirkju nk. mið- vikudag. Tónleikar í Hlégarði 1 kvöld kl. 21 heldur Ólafur Árni Bjamason tenór söngskemmtun í Hlé- garði, Mosfellsbæ. Við hljóðfærið verður Ólafur Vignir Albertsson. Þetta eru fyrstu sjálfstæðu tónleikar Ólafs Áma. Ólafur nam söng hjá Guðrúnu Tómasdóttur og Sigurði Demetz Franzsyni, en stundar nú framhaldsnám við tónlistarháskólann í Bloomington, Indiana. Á efnisskránni em fslensk sönglög m.a. eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigurð Þórðarson, ítalskar antík aríur m.a. eftir Giordani, Caccini og ópemaríur m.a. eftir Wagner, Donizetti og Puccini. Aðgöngumiðar fást við innganginn. Tónleikamir verða endurteknir í Húsa- víkurkirkju miðvikudaginn 2. ágúst nk. kl. 1989. ÚTIVIST Ferðist innanlands með Útivist. Fjölbreyttar sumarleyfisferðir: 1) 28/7-2/8 Eldgjá - Þórsmörk. Bakpoka- ferð fyrir þá sem vilja kynnast nýrri leið til Þórsmerkur. Fararstjóri: Rannveig Ólafsdóttir. 2) 3.-8. ágúst Hornstrandir - Hornvík. 4 eða 6 dagar. Tjaldbækistöð með göngu- ferðum. Fararstjóri: Vemharður Guðna- son. 3) 3.-7. ágúst Laugar - Þórsmörk. Gist f húsum. Fararstj. 4) 3.-11. ágúst Homstrandir VII: Hom- vfit - Lónafjörður - Grunnavík. Hom- bjargsganga. 4 daga bakpokaferð til Gmnnavíkur. Fararstj. Gísli Hjartarson. 5) 9.-15. ágúst í Fjörðum - Flateyjardal- ur. Bakpokaferð. 6) 10.-15. ágúst Síðsumarsferð á Norð- austurlandi. Ný og skemmtileg Útivistar- ferð. Kjalvegur, Hrísey, Tjömes, Keldu- hverfi, Jökulsárgljúfur, Melrakkaslétta, Langanes, Vopnafjörður, Mývatn, Sprengisandur. Gist í svefnpokaplássi. 7) 18.-27. ágúst Noregsferð. Ferð við allra hæfi. Gönguferð um Jötunheima, eitt fjölbreyttasta fjallasvæði Noregs. Gist tvær nætur á hóteli í Osló og 7 nætur í velbúnum fjallaskálum. Ódýrt. AUt inni- falið. Upplýsingablað á skrifst. Pantið strax. Komið með í sól og sumar í Noregi. Hægt að framlengja dvölina úti. Uppl. og farm. á skrifstofunni Grófinni 1, sfmar: 14606 og 23732. Útivist, ferðafélag Ferðafélag íslands: Dagsferðir Sunnudagur 30. júlf: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.000. Athugið afslátt Ferðafélagsins á sumardvöl f Þórsmörk Kl. 09.00 Gengið eftir Esju frá Hátindi - komið niður hjá Ártúni. Verð kr. 1.000. Kl. 13.00 Blikdalur. Létt gönguferð. Blikdalurinn kemur á óvart. Hann er lengsti dalurinn sem inn í Esju skerst. Verð kr. 800. Miðvikudagur 2. ágúst: Kl. 08.00 Þórsmörk - dagsferð. Verð kr. 2.000. Kl. 20.00 Hrauntungustígur - Gljásel. Létt kvöldganga. Verð kr. 600. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir böm. Ferðafélag íslands Sumarleyfisferðir 28. júb' - 2. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Gönguferð milli sæluhúsa. Nokkur sæti laus. Fararstjóri: Hreinn Magnússon. 3.-8. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. UPPSELT! 9.-13. ágúst: Eldgjá - Strútslaug - Álfta- vatn. Gönguferð með viðleguútbúnað. Fararstjóri: Páll Ólafsson. 9.-13. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Árni Geir. 11.-17. ágúst: Kirkjubæjarklaustur - Fljótsdalshérað - Borgarfjörður eystri - Vopnafjörður - Laugar í Reykjadal - Sprengisandur. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. 11.-16 ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Árni Sigurðsson. 16. -20 ágúst: Þórsmörk - Landmanna- laugar. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Farið til Þórsmerkur á miðvikudegi og samdægurs á Emstmr. Síðan sem leið liggur að Álftavatni næsta dag, á þriðja degi verður komið í Hrafntinnusker og á fjórða degi til Landmannalauga. 17. -20. ágúst: Núpsstaðarskógur. Gist f tjöldum. Gönguferðir m.a. á Súlutinda. Fararstjóri: Hilmar Þór Sigurðsson. 18. -23. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Þráinn Þórisson. 23.-27. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Dagbjört Oskars- dóttir. 25.-30. ágúst: Landmannalaugar - Þórsmörk. Fararstjóri: Jóhannes I. Jónsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins, Oldugötu 3. Ferðafélag tslands Sumarsýning FÍM Nú stendur yfir sumarsýning FlM, Félags íslenskra myndlistamanna, í FÍM salnum, Garðastræti 6. Á sýningunni em verk eftir félagsmenn FÍM. Sýningin stendur til 15. ágúst og verður skipt um verk annað veifið á sýningartfmanum. FÍM salurinn er opinn virka daga kl. 13:00-18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00. Sölugallerí er í kjallara salarins. 111111111111111 MINNING lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllll 38 Þorlákshafnarvegur (5 m.kr.) Suðurlandsvegur - Þrengslavegur. Styrking og bundið slitlag 4 km. 33 Gaulverjabæjarvegur (3 m.kr.) Suðurlandsvegur - Votmúlavegur. Styrking. 30 Skelða- og Hruna- mannavegur (7 m.kr.) Miðfell - Flúðir. Undirbygging 2,5 km. 36 Þlngvallavegur (5 m.kr.) Styrking og bundið slitlag, 2 km. Helga Jóhannsdóttir þjóðlagasafnari tai- ar i Opnu húsi Norræna hússins í kvöld. Opið hús í Norræna húsinn: íslensk þjóðlög 1 kvöld kl. 20.30 verður haldið áfram sumardagskrá Norræna hússins. Þá talar Helga Jóhannsdóttir þjóðlagasafnari um íslensk þjóðlög fyrr og nú en Helga á mikið safn af þjóðlögum í fómm sfnum. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku og leikin verða tóndæmi af snældum. Eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvik- myndin Mývatn sem Magnús Magnússon tók. Myndin er með ensku tali. Sumardagskráin hefur verið fastur liður í starfsemi hússins allt frá 1979. Hún er einkum sett saman með tilliti til norrænna ferðamanna og flutt á einhverju Norður- landamálanna. Kaffistofa hússins er opin og sömuleiðis bókasafnið. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Fyrirlestur um hamingjuna 1 kvöld kl. 20.30 flytur prófessor Phi- lippa Foot fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Fyrirlestur- inn fjallar um hamingjuna, og nefnist „Happiness". Philippa Foot er prófessor í siðfræði við Háskólann í Los Angeles og Háskól- ann í Oxford, og hefur nún um árabil verið meðal þekktustu siðfræðinga sam- tímans. Eftir hana liggur fjöldi ritgerða og hafa sumar þeirra valdið straumhvörf- um í siðfræði samtímans. Prófessor Foot kom fyrst hingað til lands vorið 1976 og hélt þá fyrirlestur sem vakti mikla athygli. Félag áhugamanna um heimspeki Hundadagar ’89: TÓNLEIKAR Tónleikar á Hundadögum ’89 verða sem hér segir: 1. ágúst kl. 20.30: Píanótónleikar Da- vids Tutt í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar. 13. ágúst kl. 20.30: Píanótónleikar Martins Berkofskys í Islensku óperunni. 15. ágúst kl. 20.30: Miami Stringquar- tet í lslcnsku óperunni. 17. ágúst kl. 20.30: Tríó Kauniainen í íslensku óperunni. 19. ágúst kl. 16: Björn Sólbergsson heldur orgeltónleika í Kristskirkju. 23. ágúst kl. 20.30: Islenskir tónleikar í Islensku óperunni. 29. ágúst kl. 20.30: Hljómsveitartón- leikar í Islensku óperunni. Aðgangseyrir á hverja tónleika er kr. 900. Dóróthea Halldórsdóttir Fædd 19. aprfl 1904 Dáin 19. júlí 1989 Þann 19. júlí s.l. lést á Landspítal- anum amma okkar, Dóróthea Hall- dórsdóttir, eftir stutta sjúkdóms- legu. Amma Dóra, eins og við vorum vön að kalla hana, bjó í 55 ár að Hringbraut 116 í Reykjavík. Nú þegar hún hefur kvatt þennan heim leita minningarnar frá Hringbraut- inni á hugann. Á Hringbrautinni bjuggu amma og afi sér heimili sem var í raun annað heimili fyrir okkur bama- bömin. Þangað sóttum við systkinin oftar en á nokkurn annan stað utan heimilis okkar, enda fór það svo að þrjú okkar dvöldum þar heilu vet- urna. Þar nutum við þeirrar róar sem oft fylgir eldra fólki en sjaldnar er að finna á barnmörgum heimilum. Þá var rætt um lífíð og tilveruna, leystar stærðfræðiþrautir hjá afa og var þá einn af hápunktunum þegar amma færði okkur sunnudagskaffið í rúmið. í gegnum tíðina varð heimili þeirra einnig athvarf fjölmargra ætt- maður fékk ekki þá tilfinningu að vera gestur í húsi hennar né að haft væri fyrir manni. Amma var fædd þann 19. apríl 1904 á Húsavík. Þar ólst hún upp hjá foreldmm sínum í hópi átta systkina, tveggja bræðra og sex systra. For- eldrar hennar vom Ingibjörg Stef- ánsdóttir frá Skáldalæk í Svarfaðar- dal og Halldór N. Sigurjónsson frá Hallbjamarstöðum á Tjömesi. Hún fluttist átján ára gömul tii Reykja- víkur þar sem hún kynntist síðar manni sínum, Tryggva Magnússyni frá Bitm í Eyjafirði. Hann starfaði lengst af á Pósthúsinu í Reykjavík. Þau eignuðust þrjú böm: Baldur, f. 1931; Brynju, f. 1932; og Magnús, f. 1943. Þau misstu báða synina snögg- lega og langt fyrir aldur fram. Magn- ús dmkknaði tæplega átján ára að aldri árið 1961, þá einn eftir í foreldrahúsum. Baldur lést tæplega 38 ára eftir skamma en erfiða sjúk- dómslegu árið 1969. Brynja er því ein eftirlifandi bama þeirra. Tryggvi maður hennar lést 1971. Þótt amma væri ekki langskóla- gengin þá var hún góðum gáfum gædd og bjó yfír góðri dómgreind. Eins og margir íslendingar af hennar kynslóð nýtti hún sér þá menntun sem stóð til boða og ber þar hátt kveðskap Stephans G. Stephansson- ar. Óhætt er að fullyrða að margt í lífsskoðun hennar hafi átt rætur í ljóðum hans. Þannig endurspeglað- ist sýn hennar á manneskjuna í þessum ljóðlínum sem hún vísaði oft til: Pitt er menntað aíl og önd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Amma var okkur bamabörnunum alltaf góð. Sjálf kenndi hún ekki með útásetningum eða athugasemd- um. Hún kenndi með góðu fordæmi. Sú mikia alúð við heimilisverk, elda- mennsku, garðvinnu og raunar allt það sem hún tók sér fyrir hendur verður okkur bamabörnunum án efa til leiðsagnar í Iífi okkar. Lífíð gaf henni mikið, þ.e.a.s. góðan mann og böm. Hún missti líka mikið. Hún fylltist þó aldrei sjálfsvorkunn eða beiskju út í lífið en tókst að draga jákvæðan lærdóm af erfíðri reynslu. Amma trúði því að jarðvist einstaklingsins væri að- eins þrep í þroskasögu hans og að framundan væm mörg æðri tilvist- arstig. Því varð henni tíðrætt, eink- um síðustu árin, um þá endurfundi sem hún ætti í vændum við manninn sinn og drengina sem famir vom á undan. Hún var ekki í nokkmm vafa um að þeir endurfundir yrðu ánægju- legir. Amma mín. Við óskum þér góðr- ar ferðar með þökk fyrir samfylgd- ina. Tryggvi, Valgerður, Stefán Haraldur og Magnús. ingja og annarra um lengri eða skemmri tíma. Þannig hafa margir notið þeirrar gestrisni og umhyggju sem ömmu var svo eðlilegt og sjálf- gefið að veita. Henni var lagið að taka á móti, matreiða og bera fram fyrir gesti sína svo áreynslulaust, að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.