Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 5
Miövikudagur 2. ágúst 1989 Tíminn 5 Framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna um ástandið í versluninni: Áframhald samdráttar fram á mitt næsta ár „Það er sýnt að verulegur samdráttur er í versluninni. í ofanálag sitja menn uppi með sumarvörur sem ekki hafa passað í rigningunni og hafa þar af leiðandi þurft að lækka verðið og reyna að losna við þær á útsölum. Menn eru í harðri samkeppni. Það er minna um peninga og færri sem vilja kaupa og harðara barist um viðskiptavinina.“ Tíminn ræddi við Magnús Finnsson framkvæmdastj. Kaupmannasamtak- anna um stöðuna hjá versluninni og ástæður fyrir þeim aragrúa útsala sem svo áberandi eru á götum Reykjavíkur um þessar mundir, miklu fyrr en venjulega, sem og gífurlegan samdrátt í almennum vöruinnflutningi. í mikilli kreppu „Við erum í mikilli kreppu, sem virðist ætla að taka lengri tíma en t.d. árið 1968. Ég er viss um að við erum enn ekki komin með kaup- máttinn niður í það sem hann verður minnstur. Mér þykir sýnt að það eiga eftir að verða miklar verðhækk- anir, en launahækkanir tæpast fyrir- sjáanlegar og þar á ofan eru menn að tala um skattahækkanir. Ég sé fyrir mér áframhaldandi samdrátt í sölu a.m.k. fram á mitt næsta ár,“ sagði Magnús. Verða þá ekki ýmsir sem ekki lifa þá kreppu af? „Það er alveg fyrirsjáanlegt. Við sjáum m.a. þann mikla fjölda fyrir- tækja sem hafa leiðst út í gjaldþrot og þeim fer varla fækkandi. Það má búast við verulegri grisjun. Illtíefni Nei, kaupmenn eru áreiðanlega ekki öfundsverðir þessa dagana - sérstaklega ekki í matvörunni. Ég veit ekki um nokkra matvöruverslun sem rekin er með einhverjum hagn- aði. Þar er illt í efni“. Þótt fólk geti líklega hvað síst hætt að kaupa í matinn segir Magnús samt samdrátt í þeirri grein. Bæði kaupi fólk minna og nýti sér betur allskonar tilboð og útsölur, t.d. á kjöti, sem dragi þá úr annarri sölu. Leiðin niður á við? „Er nokkur verslunargrein nema á einni leið - niður á við? Mér sýnist það a.m.k. af því sem ég hef heyrt,“ sagði Ragnar Guðmundsson kaup- maður við Laugaveginn sem er for- maður í félagsskap vefnaðarvöru- kaupmanna, er Tíminn ræddi við hann ástæður og afleiðingar sam- dráttar í sölu og að útsölur byrja nú langt fyrir verslunarmannahelgi, en ekki að henni afstaðinni eins og lengst af hefur tíðkast. Ekki einungis veðrið „Já, þessar útsölur eru óskaplega áberandi núna og mjög óvenjulegt hvað þær byrja snemma. Maður verður alveg undrandi að sjá boðinn upp á 50% til 60% og allt upp í 80% afsláttur - það hlýtur að vera eitt- hvað bogið við svoleiðis hluti. Menn virðast hafa keypt of mikið af sumarfatnaði og sumarið er búið. Eini möguleikinn er því að reyna að losna við þetta fyrir verslunar- mannahelgina, því eftir það er engin sala sem kallast getur sumarsala þótt eitthvað kunni að reytast út fyrir sólarlandaferðirnar. “ Þótt veðrið eigi þarna hlut að máli sagði Ragnar það þó ekki einhlítt. Hann hefur einnig haft spurnir af samdrætti og minnkandi sölu á sumarfatnaði á Akureyri, sem varla verður skrifað á kostnað sólarleysis - en þó kannski að hluta á kostnað sólarinnar? Frá Akureyri hefur Ragnar nefnilega einnig frétt að sala á peysum hafi dottið þar alveg niður í sumar - en á hinn bóginn eru það peysurnar sem hvað best hafa selst hjá Ragnari sjálfum við Laugaveg- inn. Á hinn bóginn sagðist hann heppinn að hafa ekki keypt mjög mikið af sumarfatnaði að þessu sinni. Færri í innkaupaferðum Samdráttur í sölu telur Ragnar trúlegast að sé fyrst og fremst vegna þess að fólk hafi stórum minna milli handanna. Það horfi greinilega meira í aurinn og virðist minna á ferli í innkaupum. Þá bætir það ekki úr skák hjá Laugavegskaupmönnum að fleiri og fleiri nenna ekki orðið að lábba Laugaveginn. „Það er svo ríkt í íslendingum að þeir þurfa helst að geta keyrt inn í búðina,“ sagði Ragnar. Bílana vantar síður en svo á Laugaveginn en þeir geta ekki stoppað þar við búðardyrnar. Gang- andi umferð á Laugaveginum segir hann hins vegar hafa stórminnkað, því miður. Um framhaldið sagði Ragnar m.a.: „Mér sýnist á öllu að menn muni fara varlega í innkaupin á næstunni. Það má þó líka passa sig á að vera ekki of aðhaldssamur á því sviði. Það er nú t.d. einu sinni svo að alltaf höldum við jól hvernig sem ástandið er.“ -HEI Skógræktarfélag Islands 60 ára á næsta ári: Safnað meðal ferðamanna Settir hafa verið upp söfnunar- baukar á 30 stöðum víðsvegar um IttVifOUtmilNttlMS HHÞ THl WOIUO 10 (OttMCti *<** Einn söfnunarbaukanna sem settir hafa verið upp til að safna fé til uppgræðslu meðal erlendra ferða- manna. Tímamynd: Árni Bjaraa land til að safna meðal erlendra ferðamanna til ræktunar land- græðsluskóga. Þetta er liður í miklu átaki sem Skógræktarfélag íslands, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins og landbúnaðarráðuneytið eru nú að undirbúa fyrir næsta ár í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfé- lags íslands. f tilefni af afmælinu er ráðgert að gróðursetja allt að tvær milljónir trjáplantna í gróðursnautt en friðað land. Hugmyndin að söfnunarbaukun- um var þróuð með ýmsum aðilum ferðaþjónustunnar. Baukunum hef- ur verið komið fyrir á ferðamanna- stöðum og er þeim ætlað að standa út næsta ár. í sumar fæst því reynsla sem mun nýtast næsta sumar, á sjálfu átaksárinu. Þetta er fyrsta tilraunin hér á landi til að safna til uppgræðslu landsins meðal erlendra manna, en slíkt hef- ur verið gert erlendis með góðum árangri. í fréttatilkynningu segir að ef söfnunin gangi vel meðal erlendra ferðamanna þá megi vel reyna að fá erlenda þjóðhöfðingja og önnur stórmenni sem koma til landsins til að gefa til skógræktar í tilefni heim- sóknar sinnar. Skógarlundir eða skógarhlutar yrðu síðan nefndir eftir þeim eða löndum þeirra. Búnaðarbanki fslands kostaði gerð baukanna, sem voru framleidd- ir hjá Sviðsmyndum h.f. SSH Fjöldi manns kom og virti fyrir sér þessa glæsilegu bíla. Fornbílar á ferð um landið Texti og myndir: Ægir Þórðarson, Helllssandi Fornbílaklúbbur fslands renndi í hlað hér á Hellissandi s.l. föstu- dagskvöld. Klúbburinn er í lengstu ferð sinni í sumar, en hún hófst á Akranesi. Leiðin lá um Borgarnes, fyrir jökul og héðan var haldið inn nes, um Búðardal í Staðarskála. Þá lýkur skipulagðri ferð á sunnudagskvöld, en flestir munu halda þaðan til Reykjavíkur. Far- arstjórinn, Kristinn Snæland, tjáði fréttaritara að elsti bíll ferðarinnar væri Ford A árgerð 1930, en sá yngsti Ford skutbíll árgerð 1967. Meðal bílanna er kranabíll, Chevrolet árgerð 1938 en sá bíll var rútubíll hjá Bifreiðastöð Steindórs fram um 1950, er honum var breytt í kranabíl. Þá má nefna glæsilega fólksbíla frá og um og eftir stríð. Einn maður, Ársæll Árnason, á þrjá merkilega og fal- lega fólksbíla í þessari ferð: Hud- son 1947, Ford 1949 og Oldsmobile 1955. Það er ánægjulegt að fá svona góða gesti með lifandi sýn- ingu forvitnilegra forngripa. Orkustofnun: Að loknu Skaftárhlaupi Nýafstaðið hlaup í Skaftá var af meðalstærð og líktist að flestu leyti hlaupi frá í nóvember 1986. í því hlaupi varð hámarksrennsli um 1300 rúmmetrar á sekúndu og heildar- vatnsmagn um 250 gígalítrar, sam- kvæmt upplýsingum sem Orkustofn- un hefur sent frá sér. Ekki liggja fyrir endanlegar niðurstöður mæl- inga á síðasta hlaupi en flest bendir til þess að rennslið hafi verið ívið minna nú en heildarvatnsmagn aftur á móti heldur meira en 1986. All- nokkuð vantaði upp á að síðasta hlaupið næði hlaupinu frá 1984 en það er stærsta hlaup fram að þessu. Skaftárhlaup, eins og nú þekkjast, hófust árið 1955, en heimildir eru af hlaupum í Skaftá fyrr á öldinni. Orsök hlaupanna eru þau að jarðhiti bræðir jökulinn og safnar vatni í svokallaða katla. Þessir katlar eru tveir og hleypur vatn úr þeim á tæplega tveggja og hálfs árs fresti. Hlaup verða því á rúmlega árs millibili. Fram til þessa hefur ekki orðið hlaup í báðum kötlunum sam- tímis, en ekkert virðist því til fyrir- stöðu að svo geti farið. Ef það gerist má búast við allmiklu meira rennsli en í liðnum hlaupum. EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.