Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 2, ágúst 1989 Tíminn ;15 ■iiiiiiiii iþróttir iiiiiiiiiiiiiiiiiim MARGT SMATT Glasgow. Enski landsliðsmið- vörðurinn Terry Butcher hefur skrif- að undir nýjan samning við lið sitt Glasgow Rangers. Butcher átti enn eftir 1 ár af eldri samningi sínum við Rangers. Butcher er nú samnings- bundinn liðinu til ársins 1991, en þá verður hann orðinn 32 ára gamall. Enska 1. deildarliðið Tottenham mun hafa verið á eftir Butcher og félagið var reiðubúið að greiða 1 milljón punda fyrir kappann, sam- kvæmt fréttum ensku blaðanna. Framá toppinn Framarar skutust í efsta sæti 1. deildar, ásamt FH, er liðið vann Keflvíkinga syðra í gærkvöld. Pétur Ormslev gerði sigurmark fslands- meistaranna í síðari hálfleik. Fram og FH hafa nú 22 stig ■ efsta sætinu, en Valur hefur 21 stig. KA hefur 20 stig og KR 19 stig. I kvöld verður síðasti leikur 12. umferðar er Víkingur og ÍA mætast á Víkingsveili kl. 20.00. BL Leikur 2 Karlsruher - B. Uerdingen Leikur 3 Homburg - Kaiserslautern Leikur 4 Nurnberg - Leverkusen Leikur 5 W. Bremen - Dusseldorf Leikur 6 Mannheim - Bochum Brönshöj Dan~ Leikur 7 Bröndby Leikur 8 Silkeborg - Næstved Danm. Danm. Leikur 9 Herfölge - A.G.F. Leikur 10 Moss - Brann Nor. Leikur11 Molde - Lilleström Leikur 12 Kongsvinger - Tromsö Nor. Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Ath. Tvöfaldur pottur !i Laugardagur kl.13:25 31. LEIKVIKA- 5-ágúSt 1989 Leikur 1 Gladbach - B. Miinchen London. Finnski landsliðsmað- urinn Jari Rantanen hefur verið seldur frá enska 2. deildarliðinu Leicester City til finnska liðsins HJK Helsinki. Söluverðið mun vera 45 þúsund sterlingspund. Leicester keypti Finnann frá IFK Gautaborg fyrir 2 árum fyrir 50 þúsund pund. Hann lék 19 leiki með Leicester og skoraði 4 mörk. Þá hefur fyrrum landsliðsbakvörður Skotlands, Arthur Albiston, verið seldur frá WBA til skoska úrvals- deildarliðsins Dundee fyrir 50 þús- und pund. Albiston, sem lék á árum áður með Manchester United, er nú 32 ára gamall. Moskva. Sovéski Ólympíu- og heimsmeistarinn í stangarstökki Sergei Bubka mun hvíla sig frá keppni í 1 ár, en hann mun þó taka þátt í nokkrum Grand Prix mótum í sumar. Bubka ætlar að einbeita sér að því að byggja sig upp fyrir Evrópumeistaramótið og Vináttu- leikana í Seattle, en þessi mót verða á næsta ári. Buenos Aires. Heimsbikar- keppnin í alpagreinum skíðaíþrótta hefst í næsta mánuði. Keppt verður á suðurhveli jarðar, en þar er nú vetur sem kunnugt er. Fyrstu keppn- irnar verða í Argentínu 10. og 11. águst og verður þá keppt í bruni og risastórsvigi kvenna. Mikil snjó- koma hefur verði í Argentínu að undanförnu, en á tímabili leit illa út vegna snjóleysis. Meðal keppenda í Argentínu verður heimsbikarmeist- arinn Vreni Schneider frá Sviss. Keppni í karlaflokki hefst í Ástalíu "11. ágúst, en þar er nú milt veður og hláka. Ziirich. Knattspyrnusamband Kúvait hefur farið fram á 5 milljóna dala skaðabætur frá alþjóðaknatt- spyrnusambandinu FIFA, í kjölfar þess að hætta varð við mikið knatt- spyrnumót íslamskra ríkja. Kúvait- menn fengu ekki leyfi til þess að halda mótið þar sem þátttökuþjóðir áttu að vera 42 talsins. Alþjóða- knattspyrnusambandið vildi að fjöldi þátttökuþjóðu væri 6-8 og einnig var deilt um nafn mótsins. Ekkert varð því af mótshaldinu. KA missti af toppsætinu Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttamanni Tímans á Akureyri: Það var rafmögnuð spenna á Akureyrarvelli síðustu minútur leiks KA og Þórs í gærkvöld. KA-menn höfðu náð forystu með marki Jóns Kristjánssonar á 51. mín. og Þórsarar, sem höfðu átt síst minna í leiknum, gerðu ör- væntingarfullar tilraunir til þess að jafna metin. Þegar aðeins 2 mín. lifðu að leiknum fengu Þórsarar vítaspymu eftir að varnarleikmaður KA hand- lék knöttinn innan teigs. Júlíus Tryggvason skoraði úr vítaspyrn- unni í annarri tilraun og tryggði Þórsurum jafntefli í leiknum. Hvorugt liðið getur verið ánægt með stigið, því sigur var báðum aðilum nauðsynlegur. Þórsarar komu mjög á óvart með góðum leik og eins og áður sagði áttu þeir síst minna í leiknum. KA-liðið var lengi í gang og mikið lán hvfldi yfir þeim fyrstu mín. er sóknir Þórsara voru hvað hvassastar. Júlíus Tryggvason og Júgóslavarnir tveir Luka Kostic og Bojan Tanevski áttu allir mjög góðan leik hjá Þór, en Ormarr Örlygsson átti frábæran dag hjá KA. Gylfi Orrason dæmdi leikinn og gerði það mjög vel. KA-menn vom þó mjög óánægðir með vita- spyrnudóminn, sem gerði toppsæt- isvonir þeirra að engu, í bili að minnsta kosti. Fjölmargir áhorf- endur vom á þessari innbyrðis viðureign Akureyrarliðanna og stemmningin var mikil og góð. Þetta var 10. viðureign liðanna í 1. deild og enn hefur KA ekki náð að sigra. JB/BL Knattspyrna: Þeir urðu að láta sér nægja að fylgjast með félögum sínum frá hliðarlínunni í gærkvöld þeir Sæbjöm Guðmundsson KR og Guðmundur Magnússon Fylkismað- ur, en á innfelldu myndinni má sjá þá félaga. A stóra myndinni eru þeir Björn Rafnsson KR og Pétur Oskarsson Fylki í baráttu um knöttinn. Pétur hafði betur að þessu sinni. Kflclttspyrncl 1 CÍGÍICÍ' Timamynd Pjelur. Heppnisigur KR-inga hörðum leik í Árbæ KR-ingar voru heppnir að næla sér í 3 stig í toppbaráttunni í gær- kvöld er þeir bám sigurorð af Fylk- ismönnum á Árbæjarvelli. Leikur- inn var mjög harður enda mikið í húfi fyrir bæði liðin. Fylkismenn voru öllu ákveðnari í upphafi leiks og þeir fengu gullið tækifæri til þess að komast yfir á 11. mín. Baldur Bjarnason framherji Fylkis komst einn inn fyrir vörn KR, hafði nægan tíma til þess að leggja knöttinn fyrir sig, en Þorfinnur Hjaltason markvörður KR náði á óskiljanlegan hátt að verja fast skot Baldurs og bægja hættunni frá. Næstu mín. voru Fylkismenn öllu hættulegri og Baldur gerði nokkrum sinnum harða hríð að KR markinu, en Þorfinnur sá jafnan við honum. Þegar líða tók að leikhléi komu KR-ingar meira inní leikinn og 4 mín. fyrir hlé tókst þeim að ná forystu í leiknum. Willum Þórsson komst í gegnum vörn Fylkis, lék á Guðmund Baldursson markvörð og gaf síðan fyrir markið þar sem Fylkismönnum tókst að verjast ein- um 3 skotum KR-inga, áður en Heimi Guðjónssyni tókst að koma knettinum í netið. Sæmundur Víg- lundsson dómari dæmdi markið ekki gilt fyrr en hann hafði ráðfært sig við Gísla Guðmundsson línuvörð. Síðari hálfleikur var tíðindalítill framan af, en baráttan var í fyrir- rúmi. Jón Bjarni Guðmundsson, sem komið hafði inná sem varamað- ur átti hættulegt skot að marki KR á 77. mín. Annar varamaður, Steinar Ingimundarson KR-ingur, varði skot hans á marklínu. Fylkismönnum tókst síðan að jafna metið á 85. mín. Örn Valdimarsson fékk knöttinn fyrir utan vítateig og hann var ekkert að hika við að þruma á KR-markið. Knötturinn hafnaði í bláhorninu, óverjandi fyrir Þorfinn. KR-ingar hófu leikinn á miðju. Þorsteinn Hall- dórsson geystist upp hægri kantinn og gaf fyrir á Steinar Ingimundarson sem skallaði rakleiðis í mark Fylkis. Þá var innan við mínúta frá jöfnun- armarki Fylkismanna. Sigur KR í þessum leik var engan veginn sanngjarn, Fylkismenn áttu í það minnsta að ná jafntefli, en það eru mörkin sem telja og KR-ingar nýttu færi sín betur í gærkvöld en andstæðingarnir. BL I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.