Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Tíminn 13 GLETTUR - Hvað mundi það kosta mikið aukalega að fá skilnaðarvottorðið 9ra^ð í stein? - Almáttugur - þau eru byrjuð að geispa áður en við komum. - Framlag þitt til dýraverndar væri vel þegið. - Maðurinn minn ætlar að stækka svefnherbergið. - Þetta var vonlaust samband frá byrjun. Ég er í sporðdrekamerkinu og hann er karlmaður. Fíntskal þaðvera í konungsveislunum Mikið hefur verið um stór- veislur undanfarið í sambandi við opinberar heimsóknir þjóðhöfðingja. Sagt er að ís- land sé í sviðsljósinu í heimin- um, og sér þess stað í síaukn- um ferðamannastraumi. En vanalega eru ekki lög- reglumenn á hverju horni þó gleðskapur sé á Hótel Sögu, en þarna stóð mikið til, því að haldin var stórveisla í tilefni komu Spánarkonungs og drottningar. Hér sjáum við einn þekkt- an mann í blaðaheiminum íslenska, Guðlaug Tryggva Karlsson, hagfræðing, koma með hvítt um hálsinn í kon- ungsveisluna. Hann er hér einn á ferð, - en það er aðeins vegna þess að eiginkona hans, Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri hjá forsetaembættinu, verður að mæta á undan gestunum og undirbúa komu þeirra. Hún hefur nú verið í þessu embætti í 20 ár. Wanna White „Lukkuhjólsdrottningin“ er glæsileg, en vinir og samstarfsmenn hafa áhyggjur af holdafari hennar. „Hún er að verða of horuð. Sjáið hendurnar á henni,“ segja þeir Ein af vinsælustu sjón- varpsstjörnunum í Banda- ríkjunum er hin glæsilega Wanna White, sem snýr „LUKKUHJÓLINU" í bein- um útsendingum. Fylgst er af spenningi með þáttunum, því þarna eru mikil verðlaun í boði. Wanna White hefur alltaf verið talin með best klæddu og skrautlegustu konum sem sjást á skjánum, en upp á síðkastið hafa borist ótal bréf frá áhorfendum til stjórnenda þáttanna, þar sem látin er í ljós hræðsla um, að Wanna hafi grennst óeðlilega mikið. Er hún veik? Eða er hún í einhverjum ofsalegum megr- unarkúr? Unnendur þáttanna biðja uppáhaldssjónvarpss- tjörnu sína að gæta að sér. Merv Griffin, sem er aðal- stjórnandi og höfundur þess- ara þátta um Lukkuhjólið, sagði blaðamönnum, að þetta væri alveg rétt. Á einum mán- uði léttist Wanna um 5 kíló, og þá rigndi yfir okkur bréfum. „En það eru ekki bara aðdáendur Lukkuhjóls- þáttanna sem hafa áhyggjur. Samstarfsfóikið og vinir hennar hafa fylgst með þessu. Við sjáum ekki að Wanna sé í megrun, og hún borðar kökur og ís og annað slíkt, - en samt grennist hún. Við höfum grun urn að hún sé komin með „megrunarsjúk- dóminn", en þeir sem haldnir eru þeirri áráttu, losa sig yfirleitt við matinn með því að kasta upp. Ef þetta er rétt, þá þarf sérfræðing til að fjalla um málið, annað dugar ekki. Þetta er árátta sem sækir mjög á ungar konur, sem hafa um langan tíma hugsað um megrun og aftur megrun," sagði stjórnandinn. Wanna sjálf segir ekkert um málið, en hún sagði frá smáatviki sem kom nýlega fyrir hana. Hún fór út að morgni til að kaupa grænmeti á torgi og var í gallabuxum og bómullarbol, ómáluð og með hárið bundið í tagl. Þá vék sér að henni fullorðin kona og sagði: „Hugsa sér hvað hægt er að gera með snyrti- vörum einum saman. Þú ert alveg hræðileg svona ómál- uð!“ Wanna flýtti sér í burtu og gleymdi að kaupa græn- metið. Wanna White 09 . LUKKUHJOLIÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.