Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn , Miðvikudagur 2. ágúst 1989 OEUTZ-FOHR Eigum fyrirliggjandi takmarkaðar birgðir af þessum vinsælu DEUTZ-FAHR tromlumúgavélum á ótrúlega hagstæðu verði. Vinnslubreidd 3,5 m. Hafið samband við sölumenn okkar sem allra fyrst í Ármúla 11, eða hringið í síma 681500. I Hafnarfjarðarbær JL\- lóðaúthlutun Hafnarfjarðarbær mun á næstunni úthluta lóðum fyrir íbúðarhús: a) á Hvaleyrarholti fyrir fjölbýlishús og þétta, lága byggð (klasahús) b) í Setbergi fyrir parhús og raðhús. Lóðirnar verða til afhendingar frá n.k. hausti til vors 1990. Skipulag er samþykkt af bæjarstjórn og endanleg staðfesting mun liggja fyrir er úthlutað verður. Umsóknarfrestur er til 16. ágúst. n.k. Eldri umsóknir þarfa að endurnýja. Nánari upplýsingar verða gefnar á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6. Forstöðumaður Starf forstöðumanns við Hjúkrunarheimilið að Fellsenda í Dalasýslu er laus til umsóknar frá 1. október n.k. Skriflegum umsóknum með upplýsingum um fyrri störf skal skila fyrir 1. september til Péturs Þorsteinssonar sýslumanns, Búðardal, Dalasýslu, sem gefur allar nánari upplýsingar. Orðsending til mjólkurframleiðenda Framleiðnisjóður landbúnaðarins hefur náð mark- miðum búvörusamnings frá 21. september 1986, um kaup eða leigu á fullvirðisrétti til mjólkurfram- leiðslu og er þeim hér með hætt. Framleiðnisjóður landbúnaðarins. LEKUR ER HEDDID BLOKKIN? SPRUNGIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir - rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiða. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum - járnsmíði. Vélsmiðja Hauks B. Guðjónssonar Súðarvogi 34, Kænuvogsmegin - Sími 84110 Kollegar Haraldar Bessasonar og fleiri flytja erindi á ráðstefnu í húsakynnum MA: Lífið undir leiðar- stjörnu á Akureyri Fyrsta opna ráðstefna Háskól- ans á Akureyri verður haldin að Möðruvöllum húsi Menntaskól- ans á Akureyri, dagana 9.- 12.ágúst. Um er að ræða opna þverfaglega ráðstefnu og eru fyrirlesarar frá íslandi, Skot- landi, Bandaríkjunum og Kan- ada. Meðal þeirra viðfangsefna sem tekin verða til umræðu eru heilbrigðisfræði, rekstrarfræði, sjávarútvegsfræði, félagsfræði, mannfræði, bókmenntir og sagnfræði. Haraldur Bessason rektor Háskól- ans á Akureyri hefur borið hitann og þungann af skipulagningu ráðstefn- unnar og að hans sögn eru flestir fyrirlestranna byggðir á frumrann- sóknum fyrirlesara. Upphaflega kviknaði hugmyndin að ráðstefn- unni hjá Haraldi, þegar hópur kol- lega hans ákváðu að sækja hann heim á þessu sumri. „Petta fólk kom hingað hvort sem var, þannig að ég bjó nú til þessa ráðstefnu til þess að láta það hafa eitthvað að gera á meðan það staldraði hér við,“ sagði Haraldur er Tíminn hafði samband við hann í gær. En það eru fleiri en samkennarar Haralds sem flytja Haraldur Bessason, rektor. fyrirlestra á ráðstefnunni, þar á með- al eru: Gauti Arnþórsson prófessor, Margrét Tómasdóttir forstöðumað- ur heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri og íslenskumaðurinn góðkunni Gísli Jónsson, sem ntun kynna niðurstöður verkefnis sem hann hefur unnið að á undanförnum árum. Ransóknarverkefnið fjallar um mannanöfn í Húnavatnssýslu 1703-1845 og að nokkru leyti til okkar daga. Ráðstefnan sem ber heitið Líf undir leiðarstjörnu, er öllum opin og þátttökugjald er ekkert. Að sögn Haraldar Bessasonar er ráðgert að gefa fyrirlestrana út á bók, að ráð- stefnunni lokinni. - ÁG Eignaskattar Reyknesinga hækka um 103% milli ára: Aðal verktakar 516 milljónir í skatta Álagðir skattar í Reykjanesum- dæmi eru samtals um 9.322 milljónir króna. Þar af eru skattar einstakl- inga um 7.440 m.kr., sem lagðar eru á um 46.620 manns. Þar af eru um 2.560 börn undir 16 ára aldri. Alls um 2.280 eru í skattskrám lögaðila, og álagðir skattar á þá samtals 1.882 m.kr. Tæplega helmingur skattgreið- enda borgar nokkurn tekjuskatt, samtals um 4.050 m.kr. Útsvar er lagt á um 42 þús. einstaklinga, samtals um 2.634 m.kr. Aðstöðu- gjald á einstaklinga er rúmlega 106 m.kr. Álagður eignaskattur hækkar að þessu sinni um 103% milli ára og er samtals um 471,5 m.kr. Aðeins inn- an við þriðjungur skattgreiðenda fær álagðan eignaskatt, eða rúmlega 14.600 manns. Af þeim fjölda eru það um 10.400 manns sem þurfa að greiða skattinn að fullu, því ríkis- sjóður greiðir um 17,6% af öllum eignasköttum einstaklinga til baka með skattafslætti, alls 83 m.kr. til 4.250 skattgreiðenda. Hátt í helmingur skattgreiðenda mun fá endurgreiddar frá ríkissjóði samtals um 871 millj.kr., annað hvort í ávísunum eða sem skattaf- slátt til greiðslu útsvars, eignaskatta eða sérstakra eignaskatta. Millj.kr. Fjöldi Barnabótaauki 183 6.400 Húsnæðisbætur 156 3.031 Sk.afsl.útsv. 446 19.786 Sk.afsl.eignask. 83 4.250 Sk.afsl.eignask. 3 847 Samtals 871 rn.kr. Skattafslátturinn nemur þannig rúmlega sjötta hluta alls álagðs út- svars og eignaskatta. Beinar eða óbeinar greiðslur til skuldugra hús- byggjendur nema líka stórum fjár- hæðum, því auk 156 millj.kr. í húsnæðisbætur er um að ræða rúm- lega 283 millj.kr. í vaxtaafslátt. Fátítt mun að fólk láti mynda börn sín á stofu, fyrr en þau eru ögn farin að stálpast og eru látnar nægja skyndimyndir íheimahúsum, meðan þau enn eru í vöggu. Hins vegar er ungbarnaljósmyndun sérstök grein erlendis, þ.e. myndatökur af börn- um á aldrinum eins til fjögurra mánaða. Nú býður „Stúdíó ’76“ að Suður- landsbraut 22 upp á sérhæfða ung- barnaljósmyndun, en annar eigenda stofunnar, Anna Sigurðardóttir, lærði þessa grein sérstaklega í Meðaltal álagðra gjalda á einstak- linga er mjög mismunandi milli sveit- arfélaga, sem gefur til kynna mikinn mismun á tekjum manna sem þar búa. Garðabær 208 þús. kr. Seltjarnarnes 205 þús. kr. Bessast.hreppur 178 þús. kr. Kjalarnes 173 þús. kr. Gerðahreppur 169 þús. kr. Kópavogur 165 þús. kr. Keflavík 162 þús. kr. Hafnarfjörður 159 þús. kr. Njarðvík 158 þús. kr. Mosfellsbær 155 þús. kr. Miðneshreppur 151 þús. kr. Vatnsleysustr. 139 þús. kr. Grindavík 138 þús. kr. Hafnahreppur 117 þús. kr. Kjósarhreppur 114 þús. kr. Garðbæingar þurfa samkvæmt þessu að borga nær 83% hærri skatt að meðaltali helduren Kjósverjar. HEI Bandaríkjunum og helgaði henni hálft ár af þriggja ára ljósmynda- námi. Ungbarnaljósmyndun varlíka meginviðfangsefni hennar hjá virtu ljósmyndafyrirtæki, sem hún starf- aði hjá að námi loknu vestra. Slíkar myndir eru t.d. vinsæl sæng- urgjöf hjá mörgum og vill stofan vekja eftirtekt fólks á þessari nýjung, þar sem hún hefur mælst mjög vel fyrir meðal þeirra sem reynt hafa hérlendis. Anna tekur fram að sérstök áhersla er lögð á öryggi og vellíðan barnsins meðan á töku stendur. Nýjung í Ijósmyndaþjónustu hérlendis: Ungbarnaljósmyndun

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.