Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 2. ágúst 1989 6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og ____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verö i lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um • helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ógnaröld í Líbanon Bush Bandaríkjaforseti varð að láta sér lynda þá niðurstöðu að beiðni hans til öfgasinnaðra shíta- múslíma í Líbanon um að þyrma lífi bandarísks manns, sem þeir höfðu í haldi, var að engu höfð. Bandaríkjaforseti varð einnig að sætta sig við það að ríkisstjórn ísraels neitaði í raun að gera það sem í hennar valdi stóð til þess að fá banamenn Bandaríkjamannsins ofan af ætlun sinni um að taka hann af lífi. Leiðtogi valdamestfc stórveldis heimsins hefur ekki áhrifavald sem nægir til þess að kaupa þegna sína undan löglausum líflátsdóm- um hryðjuverkamanna í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Þessi atburður er nógu hryllilegur út af fyrir sig. Hann verður ekki réttlættur með neinum rökum. Eigi að síður varpar hann ljósi á ófriðarástandið í þessum heimshluta, sem ekki er aðeins ofvaxið ráðamönnum viðkomandi þjóða að finna lausn á, heldur ofar getu Sameinuðu þjóðanna og stórveld- anna að ráða fram úr. Undirrót styrjaldarástands- ins í löndunum fyrir Miðjarðarhafsbotni er margþætt, og togstreita hagsmuna og viðhorfa svo flókin að naumast er hægt að eygja möguleika til að greiða úr flækjunni með venjulegum sáttaað- ferðum. Ekki fæst neinn algildur skilningur á upplausnina í Mið-Austurlöndum með því að segja að þarna eigi sér stað barátta milli ísraelsmanna og Araba. Sú togstreita vegur eigi að síður þungt, e.t.v. skiptir hún mestu máli. En það breytir því ekki, að lausnin á sambúðarvandanum á þessum slóðum strandar allt eins á innbyrðistogstreitu í hverju landi fyrir sig, því að þjóðirnar eru hlutaðar niður í ólíka stjórnmála- og hagsmunahópa eða trúmála- flokka og annað sem verður til þess að sundra þjóðlegri samstöðu, ekki síst um allt sem varðar sáttastarf og friðsamlegar lausnir á styrjaldar- ástandinu. Þessi innbyrðistogstreita er augljós í ísrael. Þar eru eilíf átök milli harðlínustefnu Likud-samsteyp- unnar og hófsemdarstefnu Verkamannaflokksins. Jafnvel í flokkasamsteypunni, sem kennd er við Likud, er að finna ýmis afbrigði af harðlínustefn- unni, svo að á mörkunum er að Shamir forsætisráð- herra og öfgamaðurinn Sharon, sem er smákóngur í Likudbandalaginu, tali sama mál þegar rætt er um samskipti við Palestínumenn og hefur Shamir þó ekki það orð á sér að vera neinn linkindarmaður í því efni. Ekki tekur betra við þegar farið er að rannsaka flokkadrættina og þjóðarsundrunguna í Líbanon, þar sem einn öfgahópurinn af mörgum var að vinna sér það til frægðar að lífláta bandaríska liðsforingj- ann Higgins, alsaklausan mann, í hefndarskyni fyrir rán ísraelsmanna á líbönskum hryðjuverka- manni. Pólitíska upplausnin í Mið-Austurlöndum er slík að erfitt er að sjá hvernig sáttum verður við komið einfaldlega vegna þess að ekki er við heildstæð og ábyrg öfl að semja. ■i iiiiiiiini GARRI Regnbogann í lækina Þá cr aftur fariö að segja tíðindi af regnbogasilungi, en hér á árum áður stóðu yfir stórdeilur út af þessum ágæta eldisfiski með þeim árangri, að um tíma virtist sem það afbrigði sem hingað var flutt á sínum tíma og hélst frítt við sjúk- dóma, sem veittu öðrum þungar búsifjar, yrði aldauða. Svo var fyrír að þakka þrautseigju Skúla Pálssonar á Laxalóni, sona hans og Sveins Snorrasonar lögfræðings, að regnboginn lifði og er nú orðinn dýrmæt útflutningsvara með hækk- andi verði á sama tíma og erfiðlega gengur í laxeldinu. Það fékk hins vegar gott brautargengi í kerfínu en verð á laxi fer lækkandi vegna mikils framboðs. „Sporðminkur“ Það afbrígði af regnboga sem hér er ræktað er svonefnt „steel- head“, sem bæði liflr ■ söltu og ósöltu vatni eftir því sem ræktend- ur vilja. Þetta er harðgerð flskteg- und og fremur auðveld í meðför- um, en hér hefur hún sannað ágæti sitt með þvi að lifa af miklar og stórar aðfarír og nafngiftir á borð við „sporðmink“ og aðrar álíka skæðar. Gegn regnboganum var einkum sótt á þeirri forsendu að af honum stafaði smithætta, en á sama tíma sóttust erlendar regnbogastöðvar eftir því að fá héðan regnbogaseiði vegna heilbrigði stofnsins. Um margvíslega veiki í fiskum er það að segja, að allra síst höfum við efni á slíku. Hins vegar er því ekki að neita að hér hefur fiskisjúkdóma orðið vart, þótt það gildi ekki um regnbogann. Þá hefur orðið vart sýkingar sem rekja má til aðbúnað- ar ■ eldiskerjum, en þær eru heima- böl sem ráða raá við og hindra með réttum viðbrögðum. Þarfaverk Skúla Svo dæmi sé tekið af sýkingu ■ tálknum þá komust fiskiræktar- menn að því áríð 1974 að efnið kloramin eyðir þeim sjúkdómi. Strax á því árí var efnið tekið ■ notkun í nokkrum fiskeldisstöðv- um. En það er einmitt sýking í tálknum og aðrar skyldar sýkingar, sem rakin verður til umhirðu eldis- kerja, fæðugjafar og hreinsunar. Sumir fiskeldismenn telja að klora- min lækni alla útvortis sjúkdóina, en ekkcrt virðist benda til að það gagnist gegn sníkjudýrum á roði svo dæmi sé tekið. Baráttu Skúla Pálssonar á Laxa- lóni við erfitt kerfi er lokið. Þrjú hundruð tonna útflutningur á regn- bogasilungi til Belgíu ■ ár færir okkur heim sanninn um, að inn- flutningur á þessum matfiski hing- að til lands var hið mesta þarfaverk á sínum tíma. En það var aldrei reiknað með því að verðið á regn- boganum myndi haldast og jafnvel aukast á sama tíma og verð á laxi fer lækkandi. Þetta eru merkilegar staðreyndir regnboganum í vil. 300tonn af bannf æringu Stundum trúum við á forspár og framkvæmdir sem síðar verða að litlu gagni. Slíkar þrautagöngur gleymast skjótt og menn snúa sér að öðru. En stöku sinnum gerast þau ævintýrí, að fyrirtekt, sem mætir andbyr í áratugi rís allt í einu úr öskustó andbyr og kerfistækni og gerist arðbær atvinnuvegur. Þeir Laxalónsmenn eru svo sem ekki bundnir við regnbogann ein- an. Lengi byggði Skúli Pálsson eldisstöð sína á eldi laxaseiða og var þá oft haukur ■ homi þeirra, sem höfðu ekki of mikil fjárráð en vildu rækta. Hann vandaði valið á þessum seiðum sínum og hélt þeim aðskildum eftir kynjum. Þannig gátu menn fengið hjá honum Lax- árstofn úr Þingeyjarsýslum o.s.frv. Nú skal ekkert sagt um þýðingu þessa annað en það, að samsull af kynjum úr mörgum ám getur ekki verið til bóta. Á seinni tíma hafa menn helst hallast að þýðingu þess að nota seiði til eldis og sleppingar úr sömu á og sleppt er í til að verða ekki viljandi til að trufla ratvísi laxins. í bæjarlækina Ekkert af þessu kemur regnbog- anum við. Hann bjargast við mikið naumarí kost en laxinn en er engu síðri matfiskur og eftirsóttur. Lengi hefur það veríð hugmynd manna að nota bæjarlækina til að mynda fyrirstöður, damma, og rækta í þeim bleikju, sem er harðgerður fiskur. Þá þyrfti að vinna markaði fyrir bleikjuna. Aftur á móti eru fyrír hendi þróaðir markaðir fyrir regnbogann, og miðað við hentugt vatn og sæmilega umhirðu, væri hægt að rækta regnbogasilung á öðrum hverjum bæ. Sannist á næst- unni að nógur markaður sé fyrír ■slenskan regnboga gæti svo farið að þessi fiskur, sem hér átti svo erfitt uppdráttar verði sú lyfti- stöng, sem ekki heppnaðist með ref og lax. Garri VÍTTOG BREITT Barist fyrir kauplækkunum Hetjuleg kjarabarátta var háð á fyrri hluta ársins, sem nú er rúm- lega hálfnað. Stríðsaxir voru grafn- ar upp og þeim hinum breiðu spjótum otað og fórnir færðar. Þótt mannskapurinn sé ekki langminnugur ætti flestum að vera í fersku minni hvernig kaupin gerð- ust á eyrinni á hörðu vori. Opinberir launþegar og einka- geiralaunþegar sömdu um kaup- hækkun við ríki og aðra atvinnu- rekendur og voru þeir samningar taldir hófsamir og luku flestir upp einum munni um að þeir ættu ekki að sliga búskapinn, en einhverjir voru bölsýnir og vöruðu við verð- bólgu og óáran þar sem atvinnu- vegimir stæðu ekki undir þeim óverulegu kauphækkunum sem samið var um. En steininn tók fyrst úr þegar háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn sömdu eftir langt og strangt verk- fall og náðu allt öðrum kjörum en aðrir launþegar. Jöfnuður og ójöfnuður Fundnar voru upp „viðmiðunar- stéttir" sem enn eru eins óútskýrð- ar og þær voru þegar háskólamenn í þjónustu ríkisins sátu sitt hvoru megin við samningaborðið og sömdu um allt önnur kjör sjálfum sér til handa en öðrum þótti hæfa. Langskólagengnir fengu launa- hækkanir í prósentum eftir að allir aðrir launþegar á kaupi hjá því opinbera og hjá einkageiranum (orðaleppur sem ríkisstarfsmenn hafa um alla þá sem ekki eru það opinbera eða opinberir starfsmenn) höfðu samið um fasta krónutölu og var með því stigið stórt spor í áttina til launajöfnuðar, sem allir heimta en fæstir kæra sig um í raun. Hvað sem því líður, er hagstofn- un Seðlabankans búin að reikna það út, að launahækkanirnar sem náðust með miklum hetjuskap og gífurlegum fórnum virki nú þannig örfáum mánuðum síðar, að kaup- mátturinn hafi rýrnað miklum mun meira en launahækkunum nam. Sem sagt, kaupið lækkaði vegna „kjarabótanna." Hinir hagspöku reikna með að verðlag verði 21% hærra í ár en í fyrra, en kauptaxtar hækkuðu um 13% að meðaltali íhetjubaráttunni miklu. Þar ofan f kaupið bætist að yfirvinna og sporslur minnka veru- lega þar sem fyrirtæki og opinberar stofnanir hafa úr miklu minna að moða en áður. Hækkandi kaupi er mætt með sparnaði og samdrætti sem lækkar launin en vegna launahækkunar- innar á vordögum var vöruverðið hækkað verulega til að bæta fyrir- tækjunum upp meiri launakostnað. Einfalt. Ekki satt? Undraland Hagdeild Seðlabankans vill rekja minnkandi kaupmátt beint til kjarasamninganna í vor, sem voru svo hagstæðir að kaupið lækk- aði í raun hvað sem krónutölu líður. Ljótt er ef satt er og er engin ástæða til að ætla annað en rétt sé með farið. - Hvað er þá orðið um okkar starf eftir langar og strangar samningalotur geta aðilar vinnu- markaðarins, hins opinbera og einkageira sagt. Ljóst sýnist að allur gaura- gangurinn í kringum kjarasamn- ingana og þeir sigrar sem þar voru unnir, leiða ekki til annars en verri h'fskjara, eða að minnsta kosti lakari kaupmáttar þeirrar upphæð- ar sem samið er um fyrir hvern og einn. En kaupmáttur, lífskjör, hamingja og velferð er öllu hrært í sömu púlíuna og neysluþjóðfélagið stjórnast af. í samningalotum eru það ekki lengur launþegar og atvinnurek- endur sem takast á. Það eru fyrst og fremst innbyrðis átök launþega, þar sem hver stéttin eða öllu heldur prófgráðan leitast við að sölsa eins mikið til sín af kökunni og kostur er á og við liggur að sama kakan sé tví- og þríétin og vill þá verða létt f maga. Uppiýsingaþjóðfélagið kvað vera á næsta leiti, eða jafnvel komið inn í tölvuprógrömmin, þótt þess sjái ekki stað. En þrátt fyrir allar hagdeildir og reiknimátt stór- virkra þekkingarappirata er ekki hægt að koma veðurvitum aðila vinnumarkaðarins í skilning um hvenær þeir eru að semja um kjarabætur eða kauplækkun, eða yfirleitt að sjá fyrir til hvaða vand- ræða launasamningar leiða. Ekki einu sinni hverjir græða og hverjir tapa á þeim. Talað er um raunvexti rétt eins og þeir séu eitthvað annað en vextir og er því allt eins órökrétt að tala um launalækkun sem kjarabót eða að kjarabótin leiði til neyslu- rýrnunar. Rökræður brjálaða Hattarans í Undralandi eru barnameðfæri mið- að við að skilja allt röflið um aukaatriði íslensks efnahagslífs, svo sem eins og hvort launahækkun er launalækkun eða eitthvað allt annað. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.