Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn, Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Sænskur kór syngur í Langholtskirkju, Norræna húsinu og Hallgrímskirkju 1 dag, miðvikudaginn 2. ágúst, kl. 19:00, mun Kammermúsíkkórinn frá Hajlundi í Svíþjóð, sem nú er í heimsókn á íslandi, halda tónleika í Langholts- kirkju. Á dagskránni eru m.a. lög eftir Scarlatti, Britten og Vivaldi. í hópnum eru 17 söngvarar og fjórir hljóðfæraleikarar. Tilgangur ferðarinnar er að hitta tón- listarfólk á íslandi og syngja fyrir íslend- inga. l'au hafa fengið styrk frá NOMUS í Svíþjóðogtónlistarráðinu í Hallandsléni. Tónleikar verða í Norræna húsinu laugardaginn 5. ágúst kl. 15:00 Þá verður fjölbreytt efnisskrá, svo sem lög eftir Shearing, Ramel, Tegnér og fleiri. Einnig koma þau fram í Norræna húsinu fimmtudaginn 3. ágúst á undan Opnu húsi kl. 20:00. Sunnudaginn 6. ágúst kl. 11:00 syngur kórinn við messu í Hallgrímskirkju. Kórfélagarnir vilja gjarnan hitta ís- lenskt tónlistarfólk föstudaginn 4. ágúst kl. 12:00 í fundarherbergi Norræna hússins. STUÐMENN á Norðurlandi Stuðmenn leggja leið sína til Norður- lands að afloknum tónleikum í Hafnar- firði á fimmtudagskvöld. Á föstudag leikur hljómsveitin í félags- heimili Mývetninga, Skjólbrekku. Á laugardagskvöld verður hljómsveitin í Miðgarði í Skagafirði, nánar tiltekið í Varmahlíð. Að því loknu mun hljómsveitin leika á rokkhátíðinni Húnaver ’89 ásamt 8 af þekktustu hljómsveitum landsins, auk 30 nýrra og upprennandi hljómsveita hvað- anæva af landinu. Rokkhátíðin fer fram dagana 4. 5. og 6. ágúst, sem er Verslun- armannahelgin. Heyrnar- og talmeinasér- fræðingar verða á ísafirði Móttaka verður á vegum Heyrnar- og talmeinastóðvar íslands í Heilsugæslu- stöð ísaljarðar dagana 11. og 12. ágúst og í Heilsugæslustöð Bolungarvíkur 13. ágúst. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina og úthlutun heyrnartækja. Sömu daga, að lokinni móttöku Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar, verður al- menn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á viðkomandi heilsugæslustöð. rLvi\r\og i Mnr Kerlingarfjöll - Hveravellir Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík Hin árlega sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 12. ágúst nk. Lagt verður af stað frá B.S.Í. kl. 8:00. Leiðsögumenn verða í öllum bílum. Nánar auglýst síðar. Framsóknarfélögin í Reykjavík. Reykvíkingar Guðmundur G. Þórarinsson, alþm. verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, miðvikudaginn 9. ágúst n.k., milli kl. 17 og 19. Verið velkomin. Fulltrúaráðið Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 í Reykjavík, er opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. t Dagný Sigurbjörg Jónsdóttir frá Arakoti á Skeiðum andaðist að morgni þriðjudagsins 1. ágúst á Hrafnistu. Börn hinnar látnu. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma Ingilaug Teitsdóttir, Tungu verður jarðsungin frá Breiðabólstað I Fljótshlíð föstudaginn 4. áqúst kl. 14.00. Börn, tengdabörn og barnabörn. Ferðafélag íslands: Helgarferöir um verslunarmannahelgi: 4. - 7. ágúst kl. 20 Kirkjubæjarklaustur - Lakagígar - Fjaðrárgljúfur. Gist í svefn- pokaplássi á Kirkjubæjarklaustri. Dags- ferð frá Kirkjubæjarklaustri á Lakagíga- svæðið og Fjaðrárgljúfur. Verð kr. 6.250 (fyrir félagsmenn) og kr. 6.900 (fyrir utanfélagsmenn). 4. - 7. ágúst kl. 20 Þórsmörk - Fimmvörðuháls. Gist í Skag- fjörðsskála/Langadal. Dagsferð yfir Fimmvörðuháls (tekur um 8 klst.) að Skógum, þar sem rúta bíður og flytur hópinn til Þórsmerkur. Einnig verða farnar gönguferðir um Mörkina. Verð kr. 4.400 (í húsi f. félagsmenn) og kr. 4.850 (í húsi f. utanfélagsmenn). 4. - 7. ágúst kl. 20 Landmannalaugar - Hábarmur- Eldgjá. Gengið á Hábarm og ekið í Eldgjá ef færð leyfir. Gist í sæluhúsi Ferðafélagsins í Laugum. Verð kr. 4.700 f. félagsmenn og kr. 5.200 f. utanfélags- menn. 4. - 7. ágúst kl. 20 Sprengisandur - Skagafjaröardalir (inndalir). Gist í sæl- uhúsi Ferðafélagsins í Nýjadal ( 1 nótt) og Steinstaðaskóla ( 2 nætur). Verð kr. 6.500 fyrir félagsmenn og 7.200 kr. fyrir utanfélags. Pantið tímanlega í ferðirnar. Farmiða- sala á skrifstofu félagsins, Öldugötu 3. ÚTIVIST Ferðir um verslunarmannahelgi 4.- 7. ágúst. 1) Þórsmörk. Heim á sunnudegi eða mánudegi. Einnig sunnudagsferð. Gist í Útivistarskálunum Básum. Gönguferðir. 2) Langisjór - Sveinstindur - Lakagígar - Fjallabaksleið syðrí. Gist í svefnpoka- plássi í hinu vinalega félagsheimili Skaft- ártungumanna, Tunguseli. Dagsferðir þaðan. Fararstj. IngibjörgS. Ásgeirsdótt- ir. 3) Núpsstaðarskógar. Tjöld. Kynnist þessu margrómaða svæði. Gönguferðir m.a. að Tvílitahyl. Fararstj. Hákon J. Hákonarson. 4) Hólaskógur - Landmannalaugar - Gljúfurleit. Ný ferð. Gist í húsum. M.a. skoðaðir tilkomumiklir fossar í Þjórsá, Gljúfurleitarfoss og Dynkur. Ennfremur dagsferðir í Þórsmörk á sunnudag og mánudag. Munið fjölskylduhelgina í Þórsmörk 11.-13. ágúst. Uppl. og farm. á skrifstof- unni Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Útivist, ferðafélag Ljósmyndasýning Bjarna Jónssonar Bjarni Jónsson opnaði ljósmyndasýn- ingu í Listasafni alþýðu, Grensásvegi 16, sl. laugardag og er sýningin opin daglega kl. 14:00-21:00 dagana 29. júlí-13. ágúst. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. 11111111 1 STJARNHEIMAR 111 lllllllllllllllllllllllllllllllll 111111 lllllllllllllllllllllll Jarðstjarnan Merkúríus Merkúríus er líflaus stjarna, þar sem auðnin og þögnin ríkir í öllu sínu veldi. Gígar þekja yfirborðið líkt og er á tunglinu. Sólin sýnist þrefalt stærri en héðan frá jörðu. Myndin á að sýna aðstæður á Merkúríusi, eins og listamaðurinn hugsar sér þær. Klettadrangur einn mikill skyggir á sólina, en út frá honum til hægri stafar Ijósgeislum sólarinnar. Og í sverðbjarmanum, sem frá sólunni leggur út í geiminn, sést Jörðin í fjarska ásamt tunglinu. Merkúríus er sú reikistjarna sól- hverfisins, sem gengur næst sólu. Hún er því aldrei sýnileg nema rétt eftir sólsetur eða rétt fyrir sólarupp- rás. Merkúríus er að þverntáli 4880 km og hann er minnsta reikistjarna sólhverfisins. Meðalfjarlægð hans frá sólu er 579 milljónir km. Braut Merkúríusar er mjög sporbaugs- mynduð, er í sólnánd í 45,9 milljón km og í sólfirð í 69,7 millj. km frá sólu. Hitageislun sólar til hnattarins er því mjög misjöfn eftir því hvar hann er staddur á braut sinni. Það tekur Merkúríus 88 daga að ganga eina umferð um sólu. Mjög er erfitt að sjá nokkur kennileiti á yfirborði hnattarins og fyrri stjörnu- fræðingar gátu ekki betur séð, en að hann snéri alltaf sömu hlið að sólu, hefði bundinn möndulsnúning, rétt eins og tunglið um jörðina. En nýjustu ratsjármælingar sýna ótví- rætt að snúningur hans um möndul sinn tekur 59 daga. Ekkert gufuhvolf er á Merkúríusi og ekkert er því sem hindrar hina miklu geislun sólarinn- ar að falla beint á yfirborð hans. Því er talið að hitinn sólarmegin sé um 400°C. Ekkert líf í neinni mynd mun því geta þróast á þessari reiki- stjörnu. Vegna nálægðar við sólu gengur Merkúríus hraðar á braut sinni en aðrar reikistjörnur, eða 47,9 km á sek. að meðaltali. Eðlisþyngd- in, miðað við vatn, er 5,4 eða álíka Hér er að sjá allstóran hluta af yfirborði Merkúríusar og kemur vel í Ijós hve þéttsettur hann er hring- mynduðum gígum og það svo að víða skarast þeir hver yfir annan ■-stórir og smáir.’.. . og eðlisþyngd jarðarinnar, en að- dráttarkraftur við yfirborð er 0,37 miðað við aðdráttarkraft jarðar og stafar sá mismunur af því, hve efnismagn Merkúríusar er miklu minna. Miklir erfiðleikar eru á að skoða stjörnuna frá jörðu. En þegar fyrsta geimflaugin, Mariner 10, fór fram hjá henni í lítilli fjarlægð, þá kom skýrt í Ijós hvernig yfirborð hennar er á að líta. Þarna mátti sjá gíga- myndanir, fjöll og sléttlendi, h'kt og er á tunglinú. • -Á-norðlægnmbreiddargráðum er. stundum hægt að sjá Merkúríus sem kvöldstjörnu á vorin, en sem morg- unstjörnu á haustin, en þó ekki nema við sérstaklega hagstæð skil- yrði og ekki með berum augum. Nálægð hnattarins við sólu veldur miklum erfiðleikum við athugun á honum og þar sem aldrei er hægt að sjá hann nema skammt ofan við sjóndeildarhring, þá veldur þykkt og óróleiki gufuhvolfsins miklum erfiðleikum við nákvæma skoðun, jafnvel þótt notaðir séu fullkomn- ustu stjörnusjónaukar. . ... . . . . Iogvar Agnarssoa .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.