Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Tíminn 9 ... Hóta öllu illu ef við veiðum Eftir Arna Gunnarsson Forsvarsmenn Greenpeace lýstu því yfir á blaðamannafundi á Hótel Borg í gær að herferð þeirra gegn íslendingum, vegna hvalveiða þeirra síðarnefndu, væri lokið í bili. Pessi ákvörðun var tekin í framhaldi af vertíðarlokum hjá Hval hf. og Hafrannsóknarstofnun, þar sem síð- asti vísindahvalurinn var veiddur fyrir skömmu. Grænfriðungar lýstu því yfir að barátta þeirra hæfist að nýju, ef hvalveið- ar hér við land yrðu teknur upp að nýju, eftir árið 1990, jafnvel þótt samþykki Alþjóða hvalveiðiráðsins fyrir hvalveið- um í atvinnuskyni hér við land lægi fyrir. Barátta okkar kom í veg fyrir áf ramhaldandi vísindaveiðar Á fundinum reyndu talsmenn Green- peace að draga um mjög villandi mynd af vísindaveiðum Islendinga og þar sagt berum orðum að aðgerðir og mótmæli þeirra hafi valdið því að hætt var við vísindaáætlunina. Orðrétt sagði Campell Plowden skipuleggjandi hvalabaráttu grænfriðunga í Bandaríkjunum: „Viðskiptaþvinganirnar sem við beitt- um okkur fyrir sýndu íslenskum stjórn- völdum hversu sterklega almenningsálit- ið í heiminum er á móti hvalveiðum. Sá efnahagslegi skaði sem hlaust af uppsögn mikilvægra sölusamnninga hefur greini- lega vegið þyngra á metunum en áfram- haldandi hvalveiðar". Um þetta sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra: „Þeir hafa eins og alþjóð veit ekki komið nálægt neinum ákvörðunum um vísindaveiðarnar. Peir hafa aftur á móti reynt með alls kyns brögðum að þvinga okkur til að hætta við þessar vísindarann- sóknir og svifist einskis við það. Það er út í hött að halda þessu fram nú þegar veiðihluta rannsóknarverkefnisins er lokið, hins vegar kemur það manni ekkert á óvart, þetta er alveg í samræmi við það hvernig þessir menn hafa hagað sér.“ En gefum Plowden orðið aftur: „Við vonumst til þess að íslendingar taki ekki á ný upp hvalveiðar eftir 1990. En þrátt fyrir að allt mæli gegn því að íslendingar taki upp veiðar á ný erum við tilbúin til átaka á ný með þeim hætti sem nauðsyn krefur.“ Formælendur Greenpeace höfðu með sér á fundinn ljósrit af bréfum frá fimm fyrirtækjum í Bretlandi sem látið hafa undan þrýstingi frá samtökunum um að sniðganga íslenskar vörur, þar sem því er fagnað að íslenska ríkisstjórnin hafi tekið þá ákvörðun að hætta við áframhaldandi veiðar á hvölum í vísindaskyni. Af efni sumra bréfanna má glögglega ráða að þekking þeirra sem skrifa þau, á vísinda- áætluninni, er takmörkuð og virðist að þeim hafi ekki verið ljóst að áætlunin var bundin tímamörkum. Frjálslega farið með staðreyndir Annað atriði í fréttatilkynningu sem samtökin Greenpeace létu frá sér fara á blaðamannafundinum er ekki sann- leikanum samkvæmt og er án efa síst til þess fallið að auka samstarfsvilja íslend-1 inga í garð samtakanna. Orðrétt segir í texta þeirra grænfriðunga: „Hin banvæna rannsóknaráætlun ís- lendinga var hvað eftir annað gagnrýnd í Vísindanefnd hvalveiðiráðsins og hval- veiðiráðið sjálft fordæmdi veiðarnar í ályktunum á hverju ári frá 1987. Vísindamenn segja að rannsóknaráætl- un íslendinga hafi ekki skilað neinum niðurstöðum sem skiptu máli fyrir for- gangsverkefni hvalveiðiráðsins, að fram- kvæma heildar endurmat á stofnstærð, og að fáar gagnlegar upplýsingar myndu fást Forystumenn Greenpeace á blaðamannafundi í gær þar sem þeir kynntu þá söguskoðun sína að hvalveiðum í vísindaskyni væri lokið fyrir tilstuðlan aðgerða Greenpeace frá nokkrum dauðum hvölum til viðbót- ar.“ Þarna er frjálslega farið með stað- reyndir. Vísindaveiðar íslendinga hafa aldrei verið fordæmdar af hvalveiðiráð- inu. Fáist ákveðinn fjöldi atkvæða getur hver sem er fengið samþykkta ályktun innan ráðsins. Ályktun sem samþykkt er hefur ekkert stefnumarkandi gildi fyrir ráðið sjálft. Hér er því ekki um bindandi ákvarðanir ráðsins að ræða á neinn hátt. Samkvæmt heimildum Tímans báru tólf vísindamenn, af þrjátíu og sex innan hvalveiðiráðsins, fram einhveriar athuga-. semdir við rannsóknaráætlun Islendinga. Vísindanefndin var samþykk rannsókn- unum og niðurstöðum þeirra. Þegar tals- menn Greenpeace voru spurðir á fundin- um um hvort þeir vefengdu íslensku vísindamennina sem unnu að hvalarann- sóknunum, var svarið að ekki bara þeir heldur margir virtir vísindamenn efuðust, vegna tengsla þeirra við íslenska hvala- iðnaðinn. Það er greinilegt að grænfriðungar hafa óttast fordæmisgildi vísindaveiða íslendinga, en ísland var fyrst aðildar- þjóða hvalveiðiráðsins til að hefja veiðar í vísindaskyni. Formælendur grænfrið- unga á fundinum sögðu að slíkar veiðar væru í raun leið til að komast í kringum bannið og þessa leið fetuðu nú bæði Japanar og Norðmenn. Á næsta ári mun Alþjóða hvalveiðiráð- ið taka afstöðu til þess hvort bann við hvalveiðum skuli gilda áfram. Sú ákvarð- anataka mun m.a. byggja á niðurstöðum vísindaveiða íslendinga. Talsmenn græn- friðunga kváðust á fundinum vona að íslendingar hæfu ekki veiðar að nýju eftir árið 1990. Þeir ætla ekki að breyta afstöðu sinni til hvalveiða þó svo að Alþjóða hvalveiðiráðið heimili veiðar á ný og sögðust ekki sjá fyrir sér rök sem gætu réttlætt veiðar á hval í næstu framtíð. Ætla ekki að hvetja fólk til að kaupa aftur íslenskan fisk Þeir telja sig ekki geta hvatt fólk til að kaupa íslenskar afurðir, líkt og þeir eindregið hvöttu til þess að íslenskur fiskur yrði ekki keyptur á meðan á áróðursherferð þeirra stóð. Þeir segjast aftur á móti munu skrifa forsvarsmönnum allra þeirra fyrirtækja sem orðið hafa við óskum þeirra um að sniðganga íslenskar vörur og lýsa því yfir að baráttunni sé lokið að sinni. Greenpeace-menn sögðu á fundinum að íslenski fiskurinn væri það góð vara að hann auglýsti sig sjálfur og þess vegna sæju þeir ekki ástæðu til að gera sérstakt átak í því skyni að vinna upp það tjón sem aðgerðir þeirra hafa valdið á mörkuðum okkar erlendis. Tímamynd Pjetur Aðgerðir Greenpeace hafa bitnað harðar á lceland Seafood Greint er frá á öðrum stað í blaðinu í dag að samdráttar hafi gætt í veltu fisksölusamtaka Sambandsins og S.H. í Bandaríkjunum. Magnús Gústafsson hjá Coldwater sagði að aðgerðir grænfrið- unga vegna hvalveiðanna hafi vissulega haft áhrif á starfsemi síns fyrirtækis, þó að erfitt sé að meta hve áhrifin séu mikil. „Það er auðveldara að meta það sem maður heyrir um, en það er verra að meta það sem maður heyrir ekki um og það er það sem maður hefur áhyggjur af og vonandi eru þær áhyggjur óþarfar,“ sagði Magnús. „Það var afskaplega mikilvægt að sjávarútvegsráðherra kom í veg fyrir að veiðarnar væru skráðar í andstöðu við bandarísk stjórnvöld. Það atriði á meðan rannsóknunum stóð, ásamt þeirri yfirlýs- ingu núna að rannsóknarverkefninu sé lokið er hvoru tveggja mjög mikilvægt. Ég hefði ekki spáð í ástandið ef við hefðum lent í útistöðum við stjórnvöld í Bandaríkjunum.“ Magnús Friðgeirsson forstjóri Iceland Seafood, dótturfyrirtækis Sambandsins í Bandaríkjunum, fullyrðir að aðgerðir grænfriðunga þar vestra hafi bitnað mun harðar á Iceland Seafood en á Coldwater. Þeir hafi í áróðursbæklingum sínum og á plaggötum eingöngu nafngreint Iceland Seafood og gengið hafi verið kerfisbundið í það að vega að viðskiptavinum þeirra. Þar sem vegið hafi verið að báðum aðilum hafi það verið í gegnum skólakerf- ið. Einn viðskiptavinur beggja, Coldwat- er og Iceland Seafood, hafi neitað að gera upp á milli fyrirtækjanna og hætt viðskipt- um við báða aðila. Þeim viðskiptavini hafi verið tjáð það af grænfriðungum að þeim nægði að viðskiptum yrði hætt við Iceland Seafood. Bæði Iceland Seafood og Coldwater hafa eflt kynningarstarfsemi sína, til mótvægis við áróður grænfriðunga gegn þeim og hefði hann ekki komið til er fullyrt að salan á Bandaríkjamarkaði hefði aukist, í stað þess að dragast saman um 2-5% eins og raunin varð. Það kom fram hjá Campell Plowden að hvalir eru í augum grænfriðunga heilagar skepnur, þó svo að hann hafi fullyrt aðspurður að samtök hans gætu lifað án þess að safna fé með baráttu gegn hvalveiðum. Plowden segir að flest bendi til að íslendingar muni ekki drepa fleiri hvali fyrr en í fyrsta lagi árið 1991. „Við vonum að íslendingar leggi aldrei framar stund á hvalveiðar - en ef þeir gera það munum við grípa til allra þeirra ráða sem við teljum nauðsynleg til að berjast gegn þeim, á sama hátt og við gerum í dag við þær þjóðir sem enn stunda hvalveiðar," sagði Campell Plowden. Magnús grænfriðungaskelfir Guðmundsson Magnús Guðmundsson framleiðandi myndarinnar Lífsbjörg í norðurhöfum, var einn þeirra sem sátu fundinn í gær. Grænfriðungar hafa illan bifur á Magnúsi enda hefur hann valdið talsverðum usla í herbúðum þeirra, undanfarið hálft ár. Þeir hafa ítrekað farið halloka fyrir honum í kappræðum og á fjölmiðlafund- um víða um heim, þar sem Magnús spyr spurninga sem þeir vilja ekki svara. Nú er svo komið að þeir eru hættir að vilja mæta honum í kappræðum og gerðist það nú síðast í liðinni viku að grænfriðungar afboðuðu kappræður við Magnús sem fram áttu að fara í Japan. Magnús sagði eftir fundinn að það væri ekki tilviljun að Greenpeace kæmi með þessa yfirlýsingu núna, þar sem innan bandaríska stjórnkerfisins væru uppi sí- fellt meiri efasemdir um samtökin og aðferðir þeirra, mikið vegna sýningu myndarinnar. Sú yfirlýsing grænfriðunga að allir hefðu verið sáttir við að hætta aðgerðum gegn íslendingum væri ósönn. Magnús sagðist vita til þess að grænfrið- ungurinn David McTaggart í San Diego og fylgismenn hans vildu halda áfram aðgerðum og rökstyddu það með því að myndin Lífsbjörg í norðurhöfum kæmi frá íslandi. . .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.