Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. ágúst 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Halldór Kristjánsson: Enn um hlunnindaverð áfengis Engin lausn hefur enn komið fram á skoðun Ríkisendurskoðun- ar á hugsanlegum rökum fyrir af- sláttarverði áfengis til einstakra embættismanna, svo sem mér tókst þó eftir að fjölmiðlamenn einhverj- ir hermdu upp á þá merku stofnun. Hvað sem um það er ætla ég hér að rifja upp nokkur atriði úr umræð- um á þingi fyrir rúmum 40 árum til skýingar á sögu þessarár hefðar. Á Alþingi 1947 kom fram fyrir- spurn til ríkisstjórnarinnar um rétt- indi til áfengis með niðursettu verði frá Jónasi Jónssyni. Hún var á þessa leið: „Hvaða trúnaðarstörfum í land- inu fylgir réttur til að fá frá ríkinu áfengi til kaups með niðursettu verði? Hvenær hafa trúnaðarmenn þjóðfélagsins öðlast þessi réttindi, hvaða stjórnvöld veittu réttindin og hvaða ár fékk hver einstök trúnaðarstaða sinn frumrétt? Hvaða skilyrði eða takmarkanir eru settar hinum einstöku notend- um þessara hlunninda? Hvaða valdastöður, sem ekki hafa enn öðlast þennan rétt, gætu, ef beita skyldi fullri sanngirni, komið til greina, ef hlunnindi þessi ættu að ná eftirleiðis til fleiri manna en hingað til?“ Þáverandi fjármálaráðherra svaraði þessu með því að lesa bréf frá Áfengisverslun ríkisins. Þar var þetta sem svar við fyrsta lið: „Þennan rétt hafa nú: 1. Forseti fslands. 2. Stjórnarráð íslands, sam- kvæmt fyrirlagi einhvers af ráð- herrunum. 3. Alþingi samkvæmt fyrirlagi forseta sameinaðs þings. 4. Ráðherrar. 5. Forsetar Alþingis. 6. Forstjóri Áfengisverslunar ríkisins. 7. Erlendar sendisveitir og heiman- sendir konsúlar." Öðrum lið var svarað svo: „Þegar núverandi forstjóri verslun- arinnar tók við starfi á miðju ári 1928, hafði forsætisráðherra haft þennan rétt og stjórnarráðið sam- kvæmt hans fyrirlagi. - Ennfremur Alþingi samkvæmt fyrirlagi forseta sameinaðs þings. í tíð þjóðstjórnarinnar, sem sat að völdum frá 1939-1942, var öllum ráðherrunum veittur réttur til þess að kaupa áfengi með niðursettu verði, en kaupin féllu í fram- kvæmdinni niður, meðan áfengis- sölu var hætt, frá því í júlímánuði til ársloka, er teknar voru upp undanþáguveitingar til kaupa á áfengi. Á þessu tímabili öðluðust einnig deildaforsetar Alþingis, og síðar varaforsetar rétt til þess að kaupa áfengi með niðursettu verði sam- kvæmt fyrirlagi þáverandi forseta sameinaðs þings. Með bréfi fjár- málaráðherra dags. 20. júní 1944, er mælt fyrir um að forseti samein- aðs þings skuli einn af forsetum hafa þennan rétt. En með bréfi frá fjármálaráðuneytinu 29. jan. 1946 er mælt fyrir um að selja megi forsetum Alþingis áfenga drykki án álagningar fyrir allt að 1000 krónur hverjum árlega. En þetta hefur í framkvæmdinni aðeins ver- ið láta ná til forseta efri og neðri deildar Alþingis. Forstjóri Áfengisverslunar ríkis- ins hlaut aðstöðu til þessara áfeng- iskaupa í júlímánuði 1944.“ Þriðja liðnum, um skilyrði eða takmarkanir, var svarað svo: „Engin önnur en þau, sem að framan greinir og vita að forsetum efri og neðri deildar Alþings um magn það, er þeim er leyft að kaupa. Síðasta lið fyrirspurnarinnar teljum vér ekki í vorum verkahring að svara.“ Þetta er tekið hér upp vegna þess að þetta munu vera fyrstu skriflegar heimildir sem tiltækar eru um þetta afsláttarverð. Þegar flutningsmaður þakkaði þegið svar sagði hann m.a.: „Ég vil á þessu stigi málsins benda á það, að þegar svo er komið, að a.m.k. 10 æðstu menn landsins: Forseti íslands, forsætis- ráðherra og hans fimm meðráð- herrar, 3 forsetar Alþingis og þar við bætist a.m.k. forstjóri Áfeng- isverslunar ríkisins - hafa undan- þáguheimild, þá er hér um mjög athyglisverða ráðabreytni að ræða. ... Ég vil þó aðeins benda á það nú þegar, að ef t.d. allir ráðherrar eiga að hafa þennan rétt, þó að vitanlega hafi aðeins einn þeirra risnu, og ef allir Alþingisforsetar eiga að hafa þennan rétt, þó að það sé vitað að þeir hafa enga risnu ... þá verð ég að segja að mér sýnist vera stutt skref yfir í það, að t.d. skrifstofustjóri Alþingis, skrif- stofustjórar stjórnarráðsins, sýslu- menn landsins, forseti hæstaréttar og nú síðast sú mikla stofnun fjárhagsráð, sem ræður eiginlega yfir ráðherrunum, eigi að hafa þessar undanþágur. Ef þessu skipulagi verður haldið áfram, þá þykir mér ósennilegt annað en að miklu fleiri komi þarna til greina, og mundi mér þá ekki þykja ólík- legt, að allir alþingismenn segðu, að þeir hefðu sömu risnuskyldu og risnuþörf og forsetarnir." Það urðu ekki meiri umræður vegna þessarar fyrirspurnar. Til- laga um að afnema þessi hlunnindi til áfengiskaupa fór til nefndar og síðan ekki söguna meir. Þannig var það þessi árin og fór eins um tillögur sem fram komu að hætta áfengisveitingum á vegum ríkisins. En á næsta þingi urðu nokkrar umræður um þessi hlunnindi, þó að segja megi að kveikja þeirra viðræðna lægi nokkuð til hliðar við kjarna málsins. Samt skal hér minna á það merkasta sem fram kom í þeirri umræðu. Árið 1948 lagði Jónas Jónsson fram tillögu til þingsályktunar „um bann gegn því að einstakir trúnað- armenn þjóðfélagsins fái vörur, svo sem áfengi, tóbak og bifreiðar, með undanþáguheimild frá ríkis- valdinu, við lægra verði en aðrir þegnar þjóðfélagsins". Þessari tillögu fylgdi löng greinar- gerð. Þar var m.a. þetta: „Hlunnindin um vín og tóbak munu að öllum jafnaði fylgjast að. Eru þau þannig til komin, að fyrir allmörgum árum þóttust forsætis- ráðherrar mjög vanhaldnir af risnufé því sem þingið veitti þeim. Var þá sá siður upp tekinn, að fjármálaráðherra heimilaði for- sætisráðherra, en á honum hvíldi risnuskyldan, að ekki skyldi reikna þessum trúnaðarmanni þjóðfélags- ins áfengi og tóbak í opinberar veislur með fullu verði. ... Hér var í fyrstu um bókfærsluatriði að ræða. Forsætisráðherra hefði átt að fá meira fé til risnunnar og var Það kemur glöggt fram í þessum umræðum að hér sé einkum um bókhaldsatriði að ræða en menn virðast kveinka sér við að horf- ast í augu við það hvað drykkjuveislur þeirra kosta. Það var orðin venja þegar þetta var að drekka við ýmiskonar tæki- færi á opinberan kosnað. Sá sem fyrir þessu stóð hverju sinni sam- þykkti reikning sem síðan fór sína Íeið til greiðslu. Það er því dálttið á ská við venjuna sem kemur fram í ræðu Bernharðs Stefánssonar er hann segir: „Þá held ég að það sé misskilning- ur hjá háttvirtum flutningsmanni að blanda forseta lýðveldisins inn í þetta. Ég held að það sé ekki rétt að telja hann meðal þeirra manna, er umtalaðra forréttinda njóta, því að í lögunum eru forsetanum ákveð- in laun og embættiskostnaður, og risna telst áreiðanlega til embættiskostnaðar hans og því hygg ég, að hann fái ekki afslátt á víni og tóbaki til risnu, heldur leggi þá hægt að bókfæra vínið og tóbak- ið sem hann eyddi, til risnu með réttu verði. Eyðslan var hin sama, en ekkert undan dregið sem gæti valdið álitshnekki í fari valdamesta manns í landinu. Brátt virðist hafa komið að því að fleiri og fleiri trúnaðarmenn ríkisins leituðu í þann brunn, sem hafði verið opn- aður fyrir vítaverðan naumleika Alþingis og þrekleysi ráðherra. Komu innan tíðar í sömu slóð allir aðrir ráðherrar, þó að ekki hvíldi á þeim risnuskylda. Síðan kom forseti sameinaðst Alþingis og á eftir komu deildaforsetarnir. Þá þótti sumum varaforsetum, að þeim hæfði hinn sami réttur.“ Um þessa tillögu urðu talsverðar umræður. Þar var oftar talað um risnuskyldu og var sem menn vildu einskorða hana við embætti for- seta, forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra. Þó vissu allir að miklu fleiri stóðu fyrir risnu eða veitinum fyrir opinbert fé. T.d. var Jónas Jónsson minntur á það að hann hefði staðið fyrir slíku: „Háttvirtur þingmaður var ekki að minnast á það í ræðu sinni ... að einnig hann hefur haldið vín- veitingaveislur á Hótel Borg. ... Við ræddum um það í mennta- málaráði hvort hann greiddi þetta sjálfur úr eigin vasa. Við töldum jafnvel líklegast að svo hlyti að vera. En það kom fljótt í ljós, að svo var ekki.“ ríkið honum þessar vörur beinlínis til.“ Þess er að gæta að hér talaði maður sem naut hlunnindanna án þess að veita í nafni hins opinbera. En ríkið lagði veisluföngin til á sama hátt í samkvæmi mennta- málaráðs og veislur forseta. Það kemur glöggt fram í þessum umræðum að hér sé einkum um bókhaldsatriði að ræða en menn Þetta var aldrei hugsaö sem sjálftekin hlunn- indi eða kaupbætir sem bundinn væri við þá sem kaupa vildu áfengi. Mörkin á milli opinberrar risnu og einkaneyslu áttu að vera skýr og gátu verið skýr. En það var hægt að rugla þau með því að tengja þessi við- skipti persónum en ekki embættum. virðast kveinka sér við að horfast í augu við það hvað drykkjuveislur þeirra kosta. Því talaði Bjarni Benediktsson um „falinn risnu- kostnað" og sagði m.a.: „Út af veislu sem ég hélt sem borgarstjóri Reykjavíkurbæjar var það blásið upp að þar hefði verið óhóflegur vínreikningur, vegna þess að reikningurinn var talinn nema um 20 þúsundum króna með álagningu. Þetta er að vísu töluvert hár reikningur, þegar hann er sett- ur svona fram, en þegar á það er litið að með því verði sem ríkið greiðir fyrir áfengi á sínum sam- komum svarar þetta til 1-2 þús. króna og er þetta þá ekki nema sambærilegt við aðrar veislur." Sennilega vefst fyrir ýmsum að finna glögg skil í sambandi við risnuskyldu. Fjölmargarnefndirog stjórnir sitja saman til borðs af margskonar tilefni. Sum slík sam- kvæmi þykja flestum sjálfsögð en um önnur þykir orka tvímælis. Jónas Jónsson sagði í greinargerð tillögu sinnar: „Tryggvi Þórhallsson var forsæt- isráðherra í fimm ár og notaði ekki svo mikið sem eina flösku af áfengi handa sér eða sínum gestum." Aðrir eru svo háðir áfengi að þeim finnst það ómissandi í öllum mannfagnaði, jafnvel þó að þeir neyti þess ekki nema lítils háttar og mest fyrir siðasakir. En þeir eru háðir venjunni. Þessar umræður frá 1948 sýna það, að þingmenn töldu það hreint bókhaldsatriði hvort áfengi var reiknað á venjulegu verði eða niðursettu. Að vissu leyti þóttu þægindi að geta „falið risnukostn- að“ eins og Bjarni Benediktssonar orðaði það. Hins vegar mun ekki finnast í þessum ræðum neinn rökstuðning- ur fyrir því að einstakir trúnaðar- menn fái áfengi til einkaneyslu utan við opinbera risnu með af- sláttarkjörum. Jónas sagði m.a. í greinargerð sinni: „Heimild ráðherra til ódýrra vín- fanga skýrðist nokkuð við deildur í þinginu út af vínskuld ráðherra, sem látið hafði af völdum, en stóð í óbættum sökum við áfengisversl- un ríkisins um 5000 kr. Vitað var að þegar þessi ráðherra hélt opin- berar veislur lét hann ríkið greiða þær að fullu. Vínskuldin hlaut þess vegna að vera fyrir áfengi, sem hann hafði notað í einkalífinu fyrir vini sína og stuðningsmenn. Þar sem þessi ráðherra er viðurkennd- ur hófsmaður, er auðséð, að hann hefur lagt stund á að gleðja sem flesta samborgara með áfengi. Fyr- ir 5000 kr. gat hann keypt nálega eitt þúsund flöskur af brennivíni, en það vínmagn er nú með búðar- verði um 60 þús. kr. Hér er sannar- lega um að ræða allfjárfrek hlunn- indi.“ Þessu var ekki mótmælt. Nú hefur verið reynt að tína til það helsta sem finna má til skýring- ar afsláttarverðinu, til hvers það var ætlað og hvernig það hefur stundum verið teygt öllu lengra en ætlast var til. Þetta var aldrei hugsað sem sjálftekin hlunnindi eða kaupbætir sem bundinn væri við þá sem kaupa vildu áfengi. Mörkin á milli opinberrar risnu og einkaneyslu áttu að vera skýr og gátu verið skýr. En það var hægt að rugla þau með því að tengja þessi viðskipti persónum en ekki embættum. Reynslan sýnir að mönnum er misjafnlega gefið að kunna sér hóf hvort sem er um neyslu áfengis eða í umgengni við opinbera sjóði. Að lokum ein spurning: Kann einhver rök fyrir því að afsláttarverðinu sé haldið? Hverj- um gæti það verið maklegur ávinn- ingur?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.