Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Örorku- og ellilífeyrisþegar: Tryggingarauki Á ríkisstjórnarfundi í gær var ákveðið að greiða örorku- og ellilífeyrisþegum svokallað- an tekjutryggingarauka sem samtals nemur 100 milljónum króna. Tekjutryggingaraukinn verður mismikill eftir því hvort og hve miklar tekjur bótaþegar hafa til viðbótar bótum al- mannatrygginga. í tUkynningu frá heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytinu segir að þetta sé gert í því skyni að koma til móts við þá elli- og örorkulíf- eyrisþega sem við erfíðustu kjörin búa þar sem þeir njóti ekki annarra tekna en bóta almannatry gginga. Þessar greiðslur svara til 30% hækkunar tekjutryggingar, heimil- isuppbótar og sérstakrar heimilis- uppbótar. Tekjutryggingaraukinn greiðist út í tvennu lagi, í september og desember. Áðurnefndir bótaflokk- ar verða því 15% hærri en ella í þessum mánuðum. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er tekin í framhaldi af kröfum, m.a. launþegasamtakanna, um að elli- og örorkulífeyrisþegum verði greiddar orlofsuppbætur til sam- ræmis við þá orlofsuppbót sem almennir launþegar fengu í kjölfar síðustu kjarasamninga. Engin lagaleg skylda var til þess að veita slíka uppbót en vilji var í ríkis- stjórninni til að koma til móts við kröfurnar að einhverju leyti og komst nefnd fjögurra ráðherra, fjármála-, mennta-, félags- og heil- brigðisráðherra að þeirri niður- stöðu að fy rrnefnd leið skyldi farin. Greiðslur til elli- og örorkulíf- eyrisþega, sem njóta fullrar tekju- tryggingar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar, eru nú rétt tæpar 40 þúsund krónur á mánuði. Frá 1. september 1987 hefur verið stefnt að því að bætur almannatrygginga væru aldrei und- ir lágmarkslaunum, sem eru nú rúmar 35 þúsund krónur á mánuði. Bætur almannatrygginga eru því nú 12% hærri en lágmarkslaun. SSH Miövikiidagur 2. ágúst 1989 Endurvinnslan hf. tekur til starfa eftir sjö daga, fimm móttökustöðvar í Reykjavík en sex úti á landi: Endurvinnsla í gang eftir viku Þriðjudaginn 8. ágúst mun Endur- vinnslan hf. hefja móttöku skila- gjaldsskyldra einnota umbúða. Mót- tökustaðir á Stór-Reykjavíkursvæð- inu verða fimm, en að auki verða móttökustöðvar á Akranesi, Akur- eyri, ísafirði, Vestmannaeyjum, Selfossi og í Keflavík. Tekið verður á móti lítillega beygluðum og óbeygluðum umbúðum og greiddar fimm krónur fyrir hverja einingu. Skilagjaldsskyldar umbúðir eru málmdósir 33 og 50 cl, plastdósir 33 cl, PET plastflöskur undan gos- drykkjum 50, 100, 150 og 200 cl og einnota öl-glerflöskur. Á móttöku- stöðvum verða umbúðir taldar og greitt fyrir þær á staðnum. Á nokkr- um stöðum úti á landi er verið að semja við flutningafyrirtæki um mót- töku og flutning á einnota umbúð- um. Þau munu taka við pokum frá almenningi og flytja þá til Endur- vinnslunnar hf. í Reykjavík, þar sem umbúðirnar verða taldar og viðkomandi fær síðan senda ávísun í pósti fyrir innlögðu magni. Á móttökustöðvunum þarf fólk að koma með hverja tegund umbúða í sér poka, þ.e. málmdósir saman, plastdósir og plastflöskur saman og einnota gler sér, en þar sem umbúð- um verður skilað á flutningastöð er í lagi að blanda tegundum saman. Þar sem mikið magn skilagjalds- skyldra einnota umbúða hefur safn- ast saman á heimilum, er ljóst að nokkurn tíma tekur að taka á móti og telja þær umbúðir sem nú eru til í landinu. -ÁG Hundadagar hófust um helgina: Markaðssetja listahátíðina Aðstandendur Hundadaga, listadaga sem hófust um helgina, hafa leitað allnýstárlegra leiða við sölu aðgöngumiða á viðburði hátíðarinnar. Leitað var til til- tölulega nýstofnaðs fyrirtækis sem sér um margskonar mark- aðssetningar og áskriftasafnan- ir. Starfsfólk fyrirtækisins, Arn- arsson og Hjörvar, hefur undan- farið hringt í fjölda aðila og boðið þeim aðgöngumiða. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem aðgöngumiðasala á listviðburði list- hátíðar er á þennan hátt færð til viðskiptavina í stað þess að beðið sé eftir að þeir beri sig eftir björginni. „Tímarnir hafa breyst og ég held að almennt sé viðurkennt að nú á dögum þýðir lítið að bíða við miða- söluopið eftir því að fólk komi. En það má segja að leikhús hafi orðið svolítið á eftir í þeirri þróun að markaðssetja sig. Við sem stöndum að hátíðinni eigum fullt í fangi með að æfa og vinna alla þá listrænu vinnu sem þarf. Þannig að við leituð- um á náðir skrifstofu sem hefur sérhæft sig í markaðssetningu sem þessari. Þeir hafa þó ekki fengist áður við sölu á þessari tilteknu tegund af vöru. Hátíðin er ný og eins og flestir þekkja úr leikhúsinu eru áhorfendur stundum svolítið seinir að taka við sér. Við erum því að reyna að vekja athygli á viðburðunum áður en þeir fara af stað einkum vegna þess að sýningafjöldi er takmarkaður. Við erum mjög spennt að sjá hvernig þessi tilraun tekst til og ég vona að þetta fari fram þannig að öllum sé sómi að,“ sagði Viðar Eggertsson leikari í samtali við Tímann. Boðið er upp á miða á hvern einstakan viðburð og jafnframt pakka, það er að segja miða á allar sýningar, með töluverðum afslætti. Aðstandendur Hundadaga eru Tónlistarfélag Kristskirkju, Alþýðu- leikhúsið og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. Hátíðin dregur nafn sitt af Síríusi, skærustu stjörnu himins- ins. Boðið er upp á fjölda listvið- burða í flutningi um það bil hundrað listamanna, bæði innlendra og er- lendra. Af dagskránni ber helst að nefna sýningu Alþýðuleikhússins á Mac- beth og frumflutning nýrrar íslenskr- ar óperu hér á landi, „Mann hef ég séð“, eftir Karólínu Eiríksdóttur. í óperunni er jafnframt boðið upp á fjölda kammer- og einleikstónleika. í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar gefst meðal annars tækifæri til að sækja djasstónleika og í Kirkju Krists konungs í Landakoti verða orgeltónleikar helgaðir verkum franska tónskáldsins Oliver Mes- siaen. Á dagskrá Hundadaga eru auk þessa þrjár málverkasýningar og ýmsar uppákomur á Borginni, svo sem flutningur ljóða, leikrita og svokallaðra stuttmynda. „Listahátíðir eru aðeins haldnar annað hvert ár og menningarlíf í borginni er frekar dapurlegt á sumr- in þar á milli. Hátíðin er haldin að frumkvæði listamannanna sjálfra. Hugmyndin kom upphaflega fram í tengslum við sýningu á Macbeth, sem er stærsta og viðamesta verkefni Alþýðuleikhússins til þessa. Tón- leikahliðin er einnig hin forvitnileg- asta. Við eigum orðið mikinn fjölda ungra, góðra tónlistarmanna eins og til dæmis stúlkurnar í Miami strengjakvartettinum. Okkur lang- aði til að þesssir listamenn gætu nýtt starfskrafta sína hér heima, því við erum meira og minna að missa það fólk allt úr landi. Ef vel tekst til væri gaman að geta haldið þessu áfram,“ sagði Viðar. jkb Ný flugvél Flugfélags Austurlands. Flugmenn félagsins standa við vélina, Einar Einarsson t.v. og Gústav Guðmundsson yflrflugmaður t.h. Tímamynd: Jón K. Ný flugvél til Austurlands Flugfélag Austurlands fékk síðastliðinn flmmtudag nýja flugvél af gerðinni Piper chieftain. Vélin er vel búin tækjum og er m.a. með auka eldsneytistanka þannig að hægt er að fljúga henni milli landa. Vélin, sem tekur 9 farþega, er keypt notuð til landsins og kostar um 10 milljónir. Félagið á fyrir eina flugvél sömu gerðar, eina 7 manna vél og eina kennsluvél. Að sögn Þorsteins Gústafssonar starfsmanns Flugfélags Austurlands kemur þessi nýja flugvél til með að breyta miklu fyrir félagið og auka umsvif þess. Henni er einkum ætlað að sinna leigu- og sjúkraflugi. -EÓ Um 15.000 milljóna tekjuskattur af launum landsmanna 1988: 5.6 MILUARDAR KR. A FERD OG FLUGI Skattgreiðsla og skattinnheimta með staðgreiðslu virðist ekki eins einfalt mál og ýmsir kynnu að ætla. Af um 15.000 millj.kr. álögðum tekjuskatti á tekjur þær sem landsmenn höfðu á s.l. ári á ríkissjóður annað hvort eftir að innheimta eða endurgreiða hátt í þriðjung. Tæplega 12.000 millj. kr. tekju- greiðsluskyldur, en kemur fram skattar af tekjum fyrra árs hafa sem ógreiddur tekjuskattur. Inn- skilað sér í ríkiskassann gegnum staðgreiðsluna. Ríkissjóður telur sig enn eiga útistandandi tæplega 3.300 millj.kr. í ógreiddum tekju- sköttum af tekjum ársins 1988. Þar af er ríflega helmingur vegna áætl- ana, hvar af óttast er að ríkissjóður missi um 800 til 1.000 millj.kr. af eftir kærumeðferð. Að öðru leyti er um að ræða tekjuskatt af eigna- tekjum og hagnað af atvinnurekstri einstaklinga, sem ekki er stað- heimta þeirra skatta dreifist á þá mánuði sem eftir eru til áramóta. Um 2.300 milljónir ofgreiddar Á hinn bóginn hefur komið í ljós að fjöldi manns hefur greitt allt of mikið í staðgreiðsluskatta, eða samtals eru það 2.300 millj. kr. Þessa ofgreiddu skatta mega menn búast við að fá endurgreidda í ávísunum frá ríkissjóði nú næstu daga. Ástæður þessarar ofgreiðslu (sem svarar að meðaltali um 13 þús.kr. á hvern skattgreiðanda) eru m.a. sagðar: Að framteljendur hafi ekki nýtt persónuafslátt sinn að fullu, að vaxtaafsláttur (um 750 millj.kr.) er dreginn frá sköttum við epdanlega álagningu og auk þess ,að ýmsir kostnaðarliðir hafa verið viðurkenndir hjá fólki á móti framtöldum tekjum. Ávísanir á nær öll heimili landsins Ríkissjóður er þessa dagana að senda út hátt á annað hundrað þúsund greiðsluávísanir upp á samtals nær 4.000 milljónir kr. til skattgreiðenda - eða hátt í eins margar ávísanir og skattgreiðendur í landinu eru margir (um 180.000). Barnabætur 728 m.kr. Barnabótaauki 227 m.kr. Húsnæðisbætur 697 m.kr. Endurgreiðsl. 2,333 m.kr. Samtals eru þetta 3.985 m.kr., hvar af ríkissjóður ætlar að vísu að halda um 659 millj. eftir upp í skattskuldir viðkomandi. Þessu til viðbótar greiðir ríkis- sjóður 2.735 m.kr. í barnabætur og barnabótaauka á öðrum tímum ársins. Alls eru það því um 6.730 milljónir króna sem ríkissjóður greiðir í endurgreiðslur og bætur á þessu ári. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.