Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.08.1989, Blaðsíða 14
'14' ‘TíVninn, 'J -Mi 6 víkiídacjnr,-2:-ag úsV 1989 llllllllllllllllll ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT VARSJÁ - Verð á pólskum matvörum hækkaði um allt að 500% þegar kaupmenn röð- uðu þeim í auðar hillur í versl- unum sem tæmst höfðu undanfarna daga þegar al- menningur hamstraði eins og mögulegt var. Verðhækkanirn- ar koma í kjölfar þess að verðlagning í Póllandi vargefin frjáls að hluta, en ríkisstjórnin hefur stjórnað verðlagi í Pól- landi undanfarna áratugi. Hið nýja fyrirkomulag er einn liður í efnahagsumbótum ríkis- stiórnarinnar í Póllandi og eiga ao koma lagi á efnahagslífið sem er í kaldakoli. PARIS - Alþjóðleg ráðstefna um Kambódíu samþykkti að Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstaka eftirlitsnefnd til Kam- bódíu til að fylgjast með brott- hvarfi víetnamskra hermanna frá landinu, en brottflutningun- um á að verða lokið í septem- berlok. MOSKVA - Armenar og Azerar eru enn að atast hvorir í öðrum í Azerbaijan og virðist ekkert lát ætla að verða á kynþáttaátökum þar. Þrjú- hundruð Azerar réðust að vörubílalest Armena sem var á leið til Nagorno-Karabakhs héraðs. Tuttugu menn slösuð- ust í átökunum. STOKKHÓLMUR Tveggja daga viðræður banda- rískra og sovéskra embætti- smanna um ástandið í Afgan- istan enduðu án þess að niður- staða næðist. Israelar bjóðast til þess að sleppa sjeik Obeid ef Israelum og vestrænum gíslum í Líbanon verður sleppt: Ofstækisf u 11 i r Shítar gefa gísl gálgafrest Það ríkti ntikil spenna meðal almennings í Bandaríkjum og raunar víðar fram eftir degi í gær, en líbönsk öfgasamtök höfðu hótað að taka Bandaríkja- manninn Joseph Cicippio af lífi ef ísraelar slepptu ekki sjeik Abdei Kareim Obeid andlegum leiðtoga innan hinna illræmdu Hizbollah skæruliðasamtaka Shíta, en ísraelar rændu honum um helgina. Það voru „Samtök byltingar og réttlætis“ sem hótuðu að taka Cicip- pio af lffi, en samtökin rændu honum í Líbanon í september árið 1986. En vegna „áskorana vinsamlegra afla“ frestuðu samtökin aftöku Cicippio um tvo sólarhringa, svo menn gátu andað léttar. Gífurleg reiði ríkir í Bandaríkjun- um vegna morðsins á bandaríska landgönguliðanum Williams Hig- gins, en önnur öfgasamtök, tengd Hizbollah, hengdu hann á mánudag til að hefna ránsins á Abdel Kareim Obeid. Virðuleg dagblöð eins og New York Times slógu upp fyrir- sögnum eins og „BASTARÐAR" yfir mynd af Higgins hengdum, en myndband af honum var sent til fjölmiðla eftir aftökuna. Lýsir það mjög afstöðu bandarísks almennings til morðsins. Ekki eru allir á eitt sáttir hverjum aftakan sé í raun að kenna því sumir kenna ísraelum um. ísraelar halda því fram að Higgins hafi fyrir löngu verið drepinn og að samtökin hafi einungis beðið eftir rétta tækifærinu til að koma því á ■ Ruhin varnarmálaráðherra ísraels beinir byssu sinni yfir til Líbanons. Sú ákvörðun Rabins og félaga hans í ríkisstjórninni að senda herlið inn í Líbanon til að ræna andlegum leiðtoga HizboIIah-samtakanna hefur kostað einn bandarískan gísl lífið og annar fékk gálgafrest í gær. framfæri. Shamír forsætisráðherra ísraels skýrði frá því fyrri partinn í gær að ísraelar væru í beinu sam- bandi við öll öfgasamtök Shítamús- líma sem hafi gísla í haldi og sagði Shamír að ísraelar væru reiðubúnir til að slepp Obeid ef öllum ísraelsk- um hermönnum og öllum vestrænum gíslurn sem haldið væri af Shítum í Líbanon yrði sleppt. Hizbollah sam- tökin hafa neitað slíku. George Bush forseti Bandaríkj- anna hefur ekki verið par hrifinn af framtaki fsraela. Hann gagnrýndi þá harðlega, óbeint þó, eftir morðið á Higgins. Forsetinn hvatti til þess í gær að öllum gíslum sem í haldi væri í Miðausturlöndum yrði sleppt. Morðið á Higgins hefur vakið óhug um allan heim og hafa flest ríki fordæmt það harðlega, þar með talin Arabaríkin. Hins vegar hafa Ar- abaríkin gagnrýnt ísraela harðlega fyrir að hafa rænt Obeid og sagt að með því hafi ísraelar sett snöruna um háls Higgins. KABUL - Afganskar örygg- issveitir söfnuðu saman um 190 eldflaugum í mikilli leit í nágrenni Kabúl. öryggissveit- irnar fóru á stjá um dreifbýlið í kringum Kabúl eftir að eld- flaugaárásir skæruliða drápu að minnsta kosti 24 íbúa Kab- úlborgar og særðu hátt í 60 á mánudaginn. BELGRAD - Meira en 600 námuverkamenn af albönsku, bergi brotnir hófu verkfallí Kos- ovo héraði þar sem 25 manns létust I kynþáttaátökum fyrr á þessu ári. MOSKVA - Sovéskir hug- myndafræðingar reyndu I vik- unni að stöðva útgáfu minn- inga Nikitas Krushevs, en út- gefendur börðust af hörku fyrir því að bókin yrði gefin út og urðu þeir ofan á. Sonur Kru- shevs fyrrum leiðtoga Sovét- ríkjanna skýrði frá þessu. Uppreisn í pólska þinginu daginn sem 45 ár eru liðin frá upphafi uppreisnarinnar í Varsjá 1944: Smábændaflokkurinn styður ekki Kiszczak sem forsætisráðherra Sírenur vældu í Varsjá í gær þegar Pólverjar minnt- ust þess að 45 ár eru liðin frá uppreisn Varsjárbúa gegn Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldinni. Er talið að 250 þúsund Pólverjar hafi fallið í bardögunum í Varsjá sem stóðu í 63 daga. Þjóðverjar lögðu borgina í rúst á meðan hinn sovéski Rauði her gerði ekkert til að létta á Varsjárbúum, enda voru kommúnistar fáir í neðanjarðarhreyfingu Pól- verja á þessum tíma. Það er því táknrænt að 13 þing- menn Kommúnistaflokksins og 60 fulltrúar Smábændaflokksins pólska sem hefur fylgt kommún- istaflokknum að málum í fjóra áratugi, risu upp gegn fyrirhugaðri tilnefningu Czeslaw Kiszczak innanríkisráðherra sem forsætis- ráðherra. Ástæðan er sú að Kisz- czak er hershöfðingi og átti þátt í því að setja á herlög í Póllandi árið 1981 ásamt Jaruzelski forseta. Þyk- ir smábændaflokksmönnum nægi- legt að annar þeirra félaga farið með svo há embætti, en Kiszczak hefur þó verið sæmilega vel liðinn í Póllandi þar sem hann var drif- krafturinn í samningaviðræðum pólskra kommúnista við Samstöðu um pólitískar umbætur í landinu. Hin harða afstaða Smábænda- flokksins hefur gefið byr undir báða vængi hugmyndinni um nýja samsteypustjóm Smábændaflokks- ins og Samstöðu, en Kommúnista- flokkurinn þarfnast áframhaldandi stuðnings Smábændaflokksins til að halda meirihluta í Sejm, neðri deild þingsins. Samstaða hefur hins vegar alla þingmenn Öldunga- deildarinnar sem starfar sem efri deild. Samstaða hefur nú undanfarna daga boðið Smábændaflokknum til stjómarsamstarfs undir forsæti Bronislaws Geremek þingflokks- formanns Samstöðu. Hins vegar getur Jaruzelski forseti Póllands orðið Þrándur í Götu slíkrar ríkis- stjómar, ef þingmenn Smábænda- flokksins samþykktu að starfa með Samstöðu í ríkisstjóm, því Jamzel- ski einn getur tilnefnt forsætisráð- herra. Þingið verður þó að sam- þykkja tilnefninguna. Jamzelski sem kosinn var forseti Póllands með minnsta mögulega mun fyrir tæpum hálfum mánuði lét af embætti formanns Kommún- istaflokksins á laugardaginn. Við tók Rakowski sem verið hefur forsætisráðherra Póllands að undanförnu. Hin nýja staða hefur ekki lagst vel í Rakowski því hann var lagður inn á sjúkrahús vegna hjartatruflana í gær. Danir og Norðmenn geta ekki komið sér saman um fiskveiðiréttindi hjálparlaust: Deilan um JanMayen til Haag Danir hafa farið fram á það við Alþjóðadómstólinn í Haag að hann kveði úr um fiskveiðiréttindi og námuvinnsluréttindi á hafsbotni við Jan Mayen, en Danir og Norðmenn hafa rifist um réttinn í níu ár. Danir flytja málið fyrir hönd grænlensku landsstjómarinnar því 200 mflna landhelgi Norðmanna við Jan May- en og 200 mflna landhelgi Grænlands skerast. Gráa svæðið við Jan Mayen og Grænland er um 27 þúsund km að flatarmáli og er þar að finna auðug fiskimið auk þess sem olíu og málma má eflaust finna á hafsbotni. Danir halda því statt og stöðugt fram að 200 mílna efnahagslögsaga Jan Mayen skerði í engu 200 mílna efnahagslögsögu Grænlands. Norð- menn aftur á móti vilja að miðlína gildi, en Jan Mayen er norsk. Þess er ekki að vænta að úrskurður Alþjóðadómstólsins liggi fyrir fyrr en eftir tvö ár í fyrsta lagi, svo fremi sem Alþjóðadómstóllinn taki málið upp.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.