Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.08.1989, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. ágúst 1989 Tíminn 7 ur nokkuð í stúf við spár sem heyrðust á fyrstu vikum ársins um að fyrirsjáanlega myndi draga úr utanlandsferðum Is- lendinga á árinu vegna ótryggs atvinnuástands og versnandi af- komu fólks. Hér verður engin allsherjarályktun dregin af þess- um upplýsingum. Þær afsanna í sjálfu sér ekkert um það sem varðar afkomu margra launþega og þarf ekki að fara í bág við það sem skýrslur greina frá að at- vinnuleysi sé nú meira en mörg undanfarin ár og ástand atvinnu- mála engan veginn tryggt. Hins vegar ber aukning ferðalaga til útlanda því vitni að enn eru nægilega margir íslendingar svo vel haldnir fjárhagslega að þeir geta aukið eyðslu sína fram yfir það sem aðrir verða að draga saman. Sem betur fer er ekki um að ræða neinn allsherjarsam- drátt eða kreppuástand í landinu af því tagi sem sagan kann að greina frá og raskaði högum lands og þjóðar meðan það ástand varaði. „V elferðarvandi“ Miklu fremur er ástæða til að benda á að efnahagserfiðleikar íslendinga nú eru tímabundnir. Með þjóðarsamstöðu er auðvelt að bæta úr þeim. Eins og oft áður eiga íslendingar við heima- tilbúinn „velferðarvanda“ að stríða eins og Magnús heitinn Kjartansson mun hafa orðað það af svipuðu tilefni. Þjóðin er enn að ganga í gegnum af- leiðingar þensluáranna 1985- 1986 og þau mistök sem það var að stöðva ekki þensluöflin í tæka tíð. A.m.k. frá því snemma árs 1987 var augljóst að efna- hagsþensla hér var það mikil að verðbólga hlaut að vaxa og gera útflutningi erfitt fyrir. Haustið 1987 jókst vandinn með lækk- andi fiskverði í Bandaríkjunum og óhagstæðri gengisstöðu auk þess sem fjármagnskostnaður lagðist þungt á rekstur útflutn- ingsfyrirtækja og innlendan samkeppnisiðnað. Þenslan og Þorsteinn Pálsson Þenslan sem einkenndi at- vinnulífið á þessum árum var að verulegu leyti knúin áfram af skyndilegu frjálsræði á lána- markaði, þar sem opnað hafði verið fyrir starfsemi nýrra lána- stofnana, sem höfðu óheft og víðtækara frelsi til vaxtatöku og fjármagnságóða en sjálft banka- kerfið, sem síðan braut af sér allar hömlur og hóf sama leik á lánamarkaðnum. Auk þess streymdi fjárfestingarfé inn í landið gegnum kaupleigufyrir- tæki, sem hrinti af stað óraun- sæjum fjárfestingum og verslun- arumsvifum fram úr öllu hófi. Þetta var blómaskeið hömlu- leysis í peninga- og lánsfjármál- um. Sjálfstæðisflokkurinn hélt verndarhendi yfir peningafrjáls- hyggju í þessari mynd. Smám saman fóru afleiðingarnar að koma í ljós. Fjármagnið leitaði í skyndigróða og fór nánast að lifa sínu eigin lífi án tillits til þarfa grundvallaratvinnuvega þjóðarinnar. Þess verður að minnast, að þessar efnahagslegu staðreyndir voru meira og minna komnar í ljós, þegar Þorsteinn Pálsson myndaði ríkisstjórn sína í júlí 1987. Þessi þróun varð þeim mun ljósari sem lengra leið á árið og fram eftir árinu 1988. Sjálfstæðisflokkurinn undir for- ystu Þorsteins Pálssonar stóð gegn raunhæfum aðgerðum í efnahagsmálum á þessum miss- erum. Það var aðgerðarleysið í efnahagsmálum sem felldi ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar 13 mánuðum eftir að hún var stofnuð. Endurreisnarstarf Þá var mynduð sú ríkisstjórn sem nú situr undir forsæti Steingríms Hermannssonar. Hún fékk það hlutverk að endurreisa fjárhag útflutnings- framleiðslunnar og hefur staðið í því síðan. Þetta endurreisnar- starf hefur kostað mikil átök síðustu mánuði. Það er rétt að endurreisnin hefur m.a. verið fólgin í því að flytja fjármagn til útflutningsfyrirtækjanna. Allt hefur verið gert til að forða þeim frá gjaldþroti. Slíkar aðgerðir krefjast opinberrar íhlutunar, lagasetningar og stjórnar- ákvarðana. Ekki hefur verið hægt að komast hjá því að stjórna vaxtamálum með fortöl- um og fyrirmælum, minnka vaxtagróðann, hefta vaxtafrelsið án þess að komið hafi til neinnar ósanngimi gagnvart sparifjár- eigendum. í gildi er full verðtrygging sparifjár og háir vextir að auki. Hins vegar var og er nauðsynlegt að léttafjármagnskostnað fyrir- tækja og heimila. Rekstrarstaða útflutningsfyrirtækja krefst þess og ekki síður afkoma launþega, hins vinnandi fólks í landinu, sem af ýmsum ástæðum kemst ekki hjá að stofna til skulda og þarf ekki að bendla við neina óráðsíu. Mikilvægur árangur Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur lagt sig sér- staklega fram um að endurreisa fjárhag og rekstrarstöðu sjávar- útvegsfyrirtækja. Það kemur úr hörðustu átt þegar ríkisstjórnin er gagnrýnd fyrir að hafa ekki unnið markvisst að þeim málum. Afkoma fjölda sjávarútvegsfyr- irtækja hefur batnað verulega vegna ráðstafana ríkisstjórnar og Alþingis á undanförnum mánuðum. Hitt mun satt vera að ekki verði öllu bjargað með stjórnvaldsaðgerðum, auk þess sem ríkisstjórnin glímir enn við ýmis óleyst mál og er að vinna að lausn þeirra. Þessi ríkisstjórn tók við miklum vanda eftir að- gerðarleysi Þorsteins Pálssonar og Sjálfstæðisflokksins. Það tek- ur sinn tíma að bæta úr van- rækslusyndum frá þeirri tíð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.