Tíminn - 05.08.1989, Síða 10
10 Tíminn
Laugardagur 5. ágúst 1989
FRETTAYFIRLIT
MOSKVA - Júrí Maslyukov
yfirmaður efnahagsáætlana í
Sovétríkjunum lofaði stórauk-
inni framleiðslu á neysluvörum
áárinu 1990 til að mætasíauk-
inni óánægju sovéskraralþýðu
vegna sffells vöruskorts.
HÖFÐABORG - Nelson
Mandela leiðtogi Afríska þjóð-
arráðsins hefur lýst stuðningi
sínum við mikla herferð sem í
gangi er í Suður-Afríku, þar
sem hvítir menn, Indverjar og
litaðir eru hvattir til að greiða
ekki atkvæði í þingkosningum
sem þar fara fram um þessar
mundir. Með því er því mót-
mælt að blökkumenn hafa ekki
atkvæðisrétt. Þá skýrði daa-
blað á vegum stjórnarandstöð-
unnar í Suður-Afríku frá því að
samningamenn rikistjórn
hvítra manna hafi gefist upp
við að fá Nelson Mandela til ao
láta af stuðningi við vopnaða
baráttu gegn hvítum. Hann átti
að fá frelsi sitt ef hann gerði
það en Mandela hefur verið í
fangelsi um áratugaskeið.
TOKYO - Akihito keisari
segist ekki aeta gefið yfirlýs-
ingar um það hvort faðir hans
Hirohito hafi borið ábyrgð á
þátttöku Japana í síðari heims-
styrjöldinni eður ei. Hann sagði
hins vegar að þeir sem teldu
að Hirohito hefoi borið ábyrgð
ættu að njóta þess að málfrelsi
rfkir f Japan.
MOSKVA - Nærri níu og
hálf milljón bænda lét lífið úr
hungri og vosbúð þegar Jósef
Stalin þröngvaði fram sam-
yrkjubúskap í Sovétríkjunum á
árunum upp úr 1930. Einn
helsti mannfjöldafræðingur
Sovétmanna skýrði frá þessu.
RANGOON - Ríkisstjórn
hersins f Myanmar sagði að
Aung San Suu kyi leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, sem nú
er f varðhaldu, væri við góða
heilsu, en talsmaður ríkis-
stjórnarinnar vildi ekki svara
hvort hún væri í hunqurverk-
falli.
BELGRAD - Stjórnvöld f
Júgóslavíu hafa enn einu sinni
oroið undir í baráttunni við
verðbólguna þrátt fyrir harka-
legar efnahagsaðgerðir sínar.
Verðbólgan i júlímánuði var
790%.
ÚTLÖND
Lausn gíslanna í Líbanon:
Iranar heita Banda-
ríkjamðnnum aðstoð
Ali Abar Rafsanjani forseti
íran hefur heitið Bandaríkja-
mönnum allri þeirri hjálp sem
íranar geta veitt þeim til að fá
bandaríska gísla í Líbanon leysta
úr haldi og til að koma í veg fyrir
að gíslarnir verði teknir af lífi í
hefndarskyni fyrir rán ísraela á
Sjeik Abdel-Karim Obeid, and-
legum Ieiðtoga HizboUah sam-
takanna.
- Það er til lausn fyrir Líbanon,
lausn til að frelsa gíslana, sagði
Rafsanjani í ræðu eftir bænagjörð í
Teheran og beindi hann orðum sín-
um til bandarískra stjórnvalda.
- Takið skynsamlega afstöðu og
við munum veita hjálp til að leysa
vandamálin svo að fólk á þessu
svæði megi lifa í friði og í vináttu,
sagði forsetinn.
Rafsanjani sagði í þessari fyrstu
ræðu sinni um utanríkismál eftir að
hann tók við forsetaembættinu á
fimmtudag, að það væri rangt af
Rafsanjani, hinn nýi forseti Iran, hefur heitið Bandarikjunum aðstoð við
iausn gísla í Líbanon. Á borði hans er mynd af Khomeini erkiklerk, en
Hizbollah-samtökin sem halda gíslunum sækja eldkraft sinn í túlkun hans á
Kóraninum.
Bandaríkjamönnum að reyna hem-
aðarlegar lausnir á gíslamálinu í
Líbanon.
- Þið getið ekki leyst nokkurn
skapaðan hlut með ógnunum og
hrokafullum tilboðum, sagði Rafs-
anjani í ræðunni sem útvarpað var í
byltingarútvarpinu í Teheran.
Bandarísk herskip em enn í víg-
stöðu kringum Líbanon og við íran.
Fréttir herma að George Bush hafi
verið búinn að ákveða að gera árásir
á stöðvar Hizbollah samtakanna í
Líbanon ef bandaríski gíslinn Jos-
eph Cicippio yrði tekinn af lífi. Hins
vegar hafa hinir öfgafullu mannræn-
ingjar frestað aftökunni um óákveð-
inn tíma á meðan leitað er friðsam-
legra leiða í gísladeilunni. Er talið
næsta víst að íranar hafi lagt mikla
áherslu á að Cicippio yrði ekki
tekinn af lífi, því Rafsanjani er það
kappsmál að bæta samskiptin við
erlend ríki svo íranar geti byggt upp
efnahagslíf sitt að nýju úr rústum
þeim sem sjö ára stríð við íraka
skyldi eftir sig.
ísraelskir ráðamenn em nú von-
betri en áður um að lausn náist í
gíslamálinu. Þeir hafa boðist til að
sleppa Obeid og fjölda annarra Shíta
sem em í haldi í Israel í staðinn fyrir
þrjá ísraelska hermenn og alla vest-
ræna gísla sem í haldi em í Líbanon.
Sovétríkin:
Nýi umhverfis-
málaráðherrann
ekki kommúnisti
Sovéska þingið hefur kosið nýj-
an umhverfismálaráðherra og á
hann að leiða Umhverfismála-
nefnd sovéska ríkisins í baráttunni
fyrir mengun, en umhverfismál eru
eitt af helstu baráttumálum Gor-
batsjofs ef marka má ummæli hans.
Það merkilega er að hinn nýi
umhverfismálaráðherra Sovétríkj-
anna, Nikolai Vorontsoi, er ekki
meðlimur í kommúnistaflokknum.
Er þetta í fyrsta skipti sem utan-
flokksmaður hlýtur svo háa stöðu í
Sovétríkjunum.
Nikolai Vorontsoi er lfffræðing-
ur, meðlimur í sovésku vísindaaka-
demíunni og situr á þingi fyrir
hönd akademíunnar.
í fyrstu ræðu sinni eftir að þingið
hafði kjörið Vorontsoi í hina nýju
stöðu krafðist hann algerrar pere-
strojku, eða enduruppbyggingu
efnahagslífsins og að innan þeirrar
perestrojku yrðu umhverfisvernd
höfð að leiðarljósi.
Vorontsoi á fyrir höndum mikið
og erfitt starf, því umhverfismál
hafa verið vægast sagt í lamasessi í
Sovétríkjunum. Undanfarið hafa
sovésk dagblöð nær daglega verið
að afhjúpa slæmt ástand í umhverf-
ismálum í Sovétríkjunum.
Sri Lanka:
Afram blóðbað
Að minnsta kosti tuttugu manns voru drepnir í óöldinni á
Sri Lanka síðastliðinn sólarhring. Á meðal hinna látnu er
háttsettur búddamunkur. Herinn á Sri Lanka skýrði frá þessu
í gær.
Talsmaður hersins sagði að vinstri
sinnaðir skæruliðar hefði skotið hinn
72 ára gamla búdamunk, Kotikaw-
atte Sadhatissa til bana, en hann var
æðstiprestur í Kolonnawa hofinu
sem er 10 km utan við Colombo
höfuðborg Sri Lanka.
Þjóðfrelsisfylkingin á Sri Lanka
hvatti til allsherjarverkfalls í landinu
til að mótmæla því að herlið 45
þúsund manna herlið Indverja skuli
ekki hypja sig á brott í samræmi við
óskir yfirvalda. Stræti voru auð,
verslanir og skrifstofur voru lokaðar
og almenningssamgöngur lágu niðri.
Annars er þetta í eina skiptið sem
hin vinstri sinnaða Þjóðfrelsisfylking
tekur afstöðu með ríkisstjóminni
því takmarkið er að fella stjórnina
og ná völdum. Kennir lögreglan
skæmliðum Þjóðfrelssifylkingarinn-
ar um morðin tuttugu.
Alls hefur Þjóðfrelsisfylkingin
drepið um 2750 stjómmálamenn,
öryggislögreglumenn, embættis-
menn og aðra andstæðinga sína í
borgarastyrjöldinni sem ríkt hefur á
suðurhluta Sri Lanka undanfarin tvö
ár.
Indverjar og ríkisstjóm Sri Lanka
mistókst að ná samkomulagi um
brotthvarf indverska herliðsins frá
Sri Lanka og lausn á uppreisn Tam-
íla í norðurhluta eyjarinnar. Því
virðist áframhaldandi blóðbað ætla
að herja á íbúa Sri Lanka.
Muammar Gaddafi breytir menningarsögu Bretlands svo um munar:
Shakespeare var arabískur sjeik
Muammar Gaddafi, hinn sérstæði leiðtogi Líbýu, hefur nú sett
fram sérstæða kenningu sem, ef rétt væri, byltir menningarsögu
Bretlands. Muammar stendur fast á þeim fótunum að þjóðarleikrita-
skáld Englendinga, WiIUam Shakespeare, hafi ekki verið enskur
frekar en hottintottarnir í Afríku.
Gaddafi staðhæfir að hið raun-
vemlega nafn Shakespeares hafi ver-
ið Zubayr og að maðurinn hafi verið
arabískur sjeik. Sjeik-Zubayr hafi
ummyndast í Shakespeare á enskri
tungu. Þetta kom fram í viðtalsþætti
sem byltingarútvarpið í Teheran út-
varpaði um síðustu helgi.
- Ég datt nærri út af stólnum
mínum, sagði Ron Mall, einn þeirra
Englendinga sem heyrðu útvarps-'
sendingar írana á ensku þar sem
skýrt var frá kenningu Gaddafis.
Þessi kenning hefur hleypt hlandi
fyrir hjörtu breskra menningarjöfra
sem þykir illilega að Englendingum
vegið með þessari nýstárlegri kenn-
ingu.
- Þetta er helber þvættingur, sagði
Dr. Leví Fox framkvæmdastjóri
„Shakespeare Centre" í Stradford,
heimabæjar Shakespeares, nema
það hafi verið sjeik Zubayr.
Aðstoðarmaður Levís er einnig
sármóðgaður:
- Þetta er hlægilega vitlaus
kespeare var ekki ensk-
ur - heldur arabískur sjeik. Það
fullyrðir Muammar Gaddafl að
minnsta kosti.
kenning, sagði Roger Pringle þegar
hann frétti af kenningu Gaddafís.
Þetta mun reyndar ekki í fyrsta
sinn sem Gaddafí setur fram þessa
skemmtilegu kenningu sína. Þing-
heimur í Túnis fékk að heyra hana í
desembermánuði síðastliðnum þeg-
ar Gaddafí ávarpaði þingið og lýsti
því hvemig Arabar kenndu Evrópu-
mönnum læknisfræði og lyfjafræði,
almanaksfræði, stjörnufræði og bók-
menntir.
- Sjeik Zubayr bin Villiam var
Shakespeare. Shake kemur af sjeik,
sagði Gaddafí og hló þegar þing-
heimur í Túnis hló og klappaði fyrir
honum.