Tíminn - 05.08.1989, Síða 11

Tíminn - 05.08.1989, Síða 11
Laugardagur 5. ágúst 1989 Tíminn 23 IIIIIIIIIH VETTVANGUR Daníel Ágústínusson: Með setningu tóbaksvarnarlaganna nr. 74/1984 er mark- aður mikilvægur áfangi í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Lögin vernda fólk fyrir tóbaksreykingum í samgöngutækj- um og mörgum stofnunum, óski það eftir. Þau eiga vafalaust eftir að hafa mikil áhrif á reykingavenjur fólks og breyta almenningsálitinu gagnvart reykingum, einkum og sérílagi, ef sem flestir einstaklingar nýta sér þann rétt, sem lögin leggja þeim í hendur. Matthías Bjarnason á heiður og þökk skilið vegna skeleggrar bar- áttu sinnar fyrir framgangi málsins á Alþingi, er hann var heilbrigðis- ráðherra 1984. Það var alls ekki einfalt mál. Almenningsálitið skellti lengi vel skollaeyrunum við aðvörunum sérfræðinga um hættur af tóbaksreykingum og allar við- varanir gegn þeim þóttu sérvisku- legar oggamaldags. Krabbameins- félagið og margir ágætir læknar töluðu lengi fyrir daufum eyrum. Það þótti svo dæmalaust fínt að reykja. Lagasetning á þeim árum hefði verið flokkuð undir brot á almennum mannréttindum. Lögin bera það með sér að þau eru fyrsti áfangi á þeirri löngu leið að gera ísland reyklaust land. Undanþágur eru margar og linlega til orða tekið. Áreiðanlega hefur verið tekið mið af því hvað talið var framkvæmanlegt á þeim árum. Sjálfsagt hefur ekki verið hægt að komast lengra þá, enda engin for- dæmi um slíka löggjög. Lögunum ber því sannarlega að fagna og halda síðan baráttunni áfram, jafnt og þétt, þar til fullur sigur er unninn. Framkvæmd tóbaksvarnarlag- anna skiptir miklu máli. Hér eiga hlut að máli heilbrigðisráðuneytið, skólar, fjöldi stofnana og allir þeir einstaklingar sem vilja skipa sér í sveit gegn þeirri hættu sem tóbaks- reykingar valda. Stöðug kynning á lögunum og tilgangi þeirra þarf að fara fram í fjölmiðlum, enda rökin næg hvert sem litið er. Það er ófullnægjandi að halda bara uppi áróðri á reyklausa deginum 12. apríl ár hvert. Hér þarf miku meira starf, enda gert ráð fyrir því í lögunum. Mér finnst að kynning á lögunum og hlutverki þeirra hafi verið öflugra fyrstu árin eftir setn- ingu þeirra, en síðan dregið úr því. Er það illa farið. Reykmengun í sjúkrahúsunum Það eru margir undrandi á því, sem koma í sjúkrahúsin í Reykja- vík að víða leggur reykjarsvæluna á móti þeim í göngum sjúkrahús- anna. Það sama má segja um ýms sjúkrahús úti á landi. Almennt hefur fólk haldið að tóbaksvamar- lögin tryggðu sjúkrahúsunum hreint og ómengað loft. Hvar er þess frekar þörf? Lög banna reyk- ingar í heilsugæslustöðvum en ekki sjúkrahúsum, eins og virðist þó vera eðlilegt. Um það segir svo í 10. gr. laganna „Á sjúkrahúsum má einungis leyfa reykingar á til- teknum stöðum, þar sem þær eru ekki til óþæginda fyrir þá, sem reykja ekki.“ í sjúkrahúsunum þremur í Reykjavík er þetta þannig í framkvæmd: Tekin eru ákveðin horn á göngum eða í setustofum á flestum hæðum, þar sem reykingar em leyfðar. Þar er reykt mikið eða lítið eftir atvikum, bæði af sjúkling- um og gestum í heimsóknartímum. Tóbaksreykurinn virðir engin landamæri. Hann smýgur ekki aðe- ins um alla setustofuna heldur og inn um dyr á næstu deildum og jafnvel inn í sjúkrastofur. Reyking- ar í sjúkrahúsum em alger plága fyrir þann fjölda sjúklinga, sem ekki reykir og hefur jafnvel and- styggð á reykingum. Sjúklingar em í erfiðri aðstöðu til afskipta af máli þessu, en þama er réttur þeirra skv. 10. gr. 1. ótvfrætt fyrir borð borinn. Kemur mörgum á óvart hvað reykingár í sjúkrahús- um em í hávegum hafðar 5 ámm eftir gildistöku tóbaksvamarlag- anna. Reykingar í sjúkrahúsum verða því að fara fram í sérstökum herbergjum, svo lengi sem þær em taldaróhjákvæmilegar. Reykurfrá tilteknum homum eða svæðum í setustofum og göngum veldur þeim „óþægindum" sem ekki reykja og þar með brot á 10. gr. 1. Það liggur alveg ljóst fyrir. Barnadeild Hringsins Framanritað er mælt af reynslu. í nóv. 1988 dvaldi ég í 17 daga í Landspítalanum. Nánar tiltekið á 3. hæð, deild 13. Á ganginum beint á móti er barnadeild Hringsins en handlækningadeild Landspítalans í hinum endanum. Framan við hana er komið fyrir þægilegum sætum og borðum alsettum öskubökkum. Þar em reykingar leyfðar. Svonefnt reykingahorn. Allur þessi stóri salur verður því meira og minna mengaður af tóbaksreyk. Hjá því getur ekki farið. Magnið fer eftir því, hversu margir púa í einu. Á heimsóknar- tímum getur hópurinn orðið stór. Óþefinn leggur síðan inn á næstu deildir, bæði barnadeildina og deild 13, því hurðir standa iðulega opnar. Sjúklingar þurfa að hafa sig alla við til að loka næstu sjúkrastof- um eigi þeir að losna við óþægind- in. Það versta er þó ósagt. Nokkuð er að því gert að flytja rúm af barnadeildinni fram á ganginn einkum á heimsóknartímum. Þar gefst starfsfólki og vandamönnum barnanna betra svigrúm að leika við börnin. Iðulega er þar verið með 5-10 rúm. Yfir þeim svífur tóbaksloftið frá reykingahorninu í hinum enda gangsins. Eg var furðu lostinn í 17 daga að horfa á þetta tillitsleysi við blessuð börnin. Jafn undrandi þann síðasta sem hinn fyrsta. Mér finnst endilega að börn og ekki síst veik, eigi að vera í órafjariægð frá tóbakssvælu. Enn lifir svo mikið eftir af dekrinu við tóbaksreykingarnar hjá þeim sem stjórna Landspítalanum að hin sjálfsagða skylda við börnin og vandamenn þeirra víkur til hliðar. Þetta gerist á sama tíma og það er staðfest af opinberum stofnunum að nær 300 íslendingar deyi árlega af völdum reykinga. Er ekki mál að linni og a.m.k. sjúkrahúsin verði alfriðuð af tóbakssvælu. Á síðari árum hefur þeim Iækn- um fjöldað sem lagt hafa niður reykingar og tekið myndarlegan þátt í tóbaksvörnum, enda hafa þeir afleiðingar langvarandi tób- aksreykinga fyrir augunum dag- lega. Þetta er stéttinni til mikils sóma. Jafnframt er það undrunar- efni að reykingar skuli sjást á almannafæri innan sjúkrahúsanna. Jafn óviðeigandi og fráleitar sem þær eru á slíkum stofnunum. Reyk- ingavenjur þær sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni og gagnrýnd- ar munu vera svipaðar í öllum sjúkrahúsum í Reykjavík og víða úti á landi. Ég spurði hjúkrunarfólk á deild 13 hverju það sætti að reykingar væru leyfðar með þeim hætti sem greint er frá hér að framan. Hélt satt að segja að tími þeirra væri liðinn á sjúkrahúsum. Svarið var ósköp einfalt: Þetta eru reglur spítalans, sem sjúklingar verða að sætta sig við. Forustuhlutverk sjúkrahúsanna Ég hef skrifað grein þessa í þeirri einlægu von að einn þáttur- inn í tóbaksvömunum - reykingar í sjúkrahúsum - yrði tekinn til endurskoðunar af þeim sem sjúkrahúsunum stjóma. Að sjúkrahúsunum í landinu yrðu sett- ar samræmdar reglur, þar sem réttur fólks, skv. 10. gr. 1. nr. 74/1984 væri að fullu virtur, en ekki meira og minna fótum troðinn eins og nú er. Baráttan gegn reyk- ingum er stærsta slysavamarmálið í dag. Sjúkrahúsin hafa þar miklu hlutverki að gegna. Taki þau myndarlega á málinu getur for- dæmi þeirra haft víðtæk áhrif. Núverandi ástand vinnur gegn tób- aksvömum og sannfærir marga sem em hikandi að reykingar séu ekki j afn hættulegar og af er látið. Heilbrigðisráðuneytið kemst heldur ekki hjá því að Iáta reyking- ar á sjúkrahúsum til sín taka. Það hefur með höndum yfirstjórn tób- aksvamarlaganna og greiðir rekst- ur sjúkrahúsanna að mestu leyti. Jafnframt því sem hér er um mikil- vægt heilbrigðismál að ræða. Tóbaksvarnir hafa verið brenn- andi áhugamál mitt frá æskudög- um. Þá talaði hinsvegar enginn um krabbamein. Rökin gegn reyking- um voru mengað andrúmsloft, sóðaskapur og óskynsamleg með- ferð á fjármunum. Á síðari áratug- um hafa vísindin komið fram af fullum þunga og sannað svo ekki verður um villst að reykingar valda krabbameini í lungum, ennfremur æða- og hjartasjúkdómum. Margir standa nú frammi fyrir þeim val- kosti að velja lífið og hætta reyk- ingum eða hverfa af þessum heimi eftir fá ár. Er það ekki heilög skylda allra að hadla uppi baráttu fyrir lífinu? Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi: Myrkraverk Tímans Ég hef stundum velt fyrir mér ástæðum þess að starfsmenn dag- blaða treysta sér ekki til að skrifa þanka sína nema í skjóli nafn- leyndar og halda því úti dulnefnis- dálkum. Við lestur Garragreinar Tímans í dag, 3. ágúst, rann upp fyrir mér ljós. Hér er auðvitað um að ræða samskonar sálrænt fyrir- bæri og þegar börn loka sig inni í myrkvuðum skáp og tvinna saman öll þau verstu blóts- og klámyrði sem þau kunna, því þeim er ljóst að slíkt telst ekki til hátta siðaðra manna. Það er út af fyrir sig skiljanlegt að ritstjóri Tímans eða aðrir starfs- menn blaðsins vilji ekki skrifa nafn sitt undir þann subbuskap sem skvett var úr sálarkoppi þess sem stýrði tölvufingrum „Garra“ undir fyrirsögninni „Moldarverk Kristín- ar“. Ef til vill er vitlaust að svara skrifum sem þessum og nær að krossa sig af umburðarlyndi og óska höfundi þess að hann fái bót sálrænna iðraverkja sinna. En þar sem umfjöllunarefnið var ráðstöf- un milljóna úr sameiginlegum sjóði Reykvíkinga og meintar hvatir þeirra sem ákvörðun eiga að taka þar um verður varla hjá því komist að svara. Það komu fram tvær tillögur í Menningarmálanefnd Reykjavík- urborgar um veitingu 3ja ára starfs- launa til einhvers þeirra 28 lista- manna sem sótt höfðu um. Bæði meirihluti sjálfstæðismanna og við Ragnheiður Björg Guðmundsdótt- ir, fulltrúi Alþýðuflokksins, höfð- um komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að myndlistarmaður hlyti starfslaunin að þessu sinni, þar sem þau höfðu í fyrri skiptin tvö komið í hlut rithöfundar og tónskálds. Það er vandaverk að velja á milli fólks og útnefna einn sem verðugan og enginn öfundsverður sem slíka ákvörðun þarf að taka. Vandinn er ekki síst fólginn í því að hér snýst matið um hið huglæga fyrirbæri listina. Það hvarflaði ekki að okkur Ragnheiði að fara eingöngu eftir okkar eigin smekk eða listskilningi, svo við ráðfærðum okkur við list- fræðinga og myndlistarmenn. Eftir þá könnun stóðu þrjú nöfn uppúr, tveggja karla og einnar konu, nafn Einars Hákonarsonar var ekki þar á meðal. Þessir þrír listamenn hafa að dómi manna rutt nýjar brautir í íslenskri myndlist, skapað kraft- mikla, sérstæða list og eru jafn- framt í örri þróun, en sá þáttur skiptir ekki minnstu máli þegar ákveðið er að veðja á listsköpun næstu þriggja ára. List þessara þriggja hefur ekki eingöngu vakið athygli hér á landi, erlendis er einnig eftir henni leitað. Það sem réð vali okkar Ragn- heiðar á milli þessara þriggja lista- manna var einkum tvennt. Rúrí hefur mikið fengist við stór útilista- verk sem eru fjárfrek bæði hvað efni og vinnslu snertir. Fáir hafa aðstæður til þess að kaupa slík verk. Auk þess fannst okkur eðli- legt að kona fengi nú þessi starfs- laun, þar sem karlar höfðu orðið fyrir valinu í tvö fyrri skiptin. Vonandi eru menn vaxnir uppúr því að ímynda sér að þar sé um einhverja aumingjagæsku að ræða. Jafnvel menn eins og Indriði G. Þorsteinsson hljóta að hafa tekið eftir því að í röðum tslenskra listamanna eru konur löngu búnar að sanna sig sem jafnokar karla. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu ekki atkvæði með tillögu okkar minnihlutafulltrúanna, held- ur völdu Einar Hákonarson sem launaðan listamanu borgarinnar næstu þrjú árin. Engin rök hef ég séð fyrir því vali. Hins vegar er það athyglisvert, bæði fyrir mig, Garra og aðra útsvarsgreiðendur í Reykjavík, að í tvö skipti af þremur, sem þessi veglegustu lista- mannalaun borgarinnar hafa verið veitt, eru það yfirlýstir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins og borg- arstjórans sem hljóta þau. í fyrra skiptið var það einn úr frægum hópi listamanna sem skrifaði uppá stuðningsyfirlýsingu við Davíð Oddsson fyrir síðustu borgar- stjómarkosningar; nú er það fyrr- um frambjóðandi Sjálfstæðis- flokksins. Þetta ætti Garri að skoða næst þegar hann hugleiðir „regn- hlíf stóra bróður". Svívirðingar Garra um ónefnda listamenn, sem hann velur ein- kunnir eins og aumingjaskapur, geðleysi, kjarkleysi og vesöld, eru ekki svaraverðar, en hollara væri þessari hnýttu sál að koma út úr myrkraskápnum og útskýra við hvað hún á. Ef til vill tækist þá að rétta af brenglaðan veruleika- kompás og finna ástæður þeirrar vanlíðunar sem þarna virðist búa að baki. Ábyrgðarmaður Tímans, Indriði G. Þorsteinsson, hlýtur að hafa af því nokkrar áhyggjur að blað hans verði niðurlægingunni að bráð ef síðúr þess verða áfram nýttar af nafnleysingjum til þess að ausa úr sér óþverra sem eigandinn þorir ekki að kannast við. Kristín Á. Ólafsdóttir borgarfulltrúi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.