Tíminn - 05.08.1989, Qupperneq 17
Laugardagur 5. ágúst 1989
GLETTUR
- Ég hlýt aö geta megrað
mig meö einhverjum öðrum
ráöum en að minnka við mig
matinn.
—Jú, þeimsemurágætlega.
- Alltaf þarftu að taka vitlaus-
ar túbur, Jónatan. Nú hefur
þú makað á þig rakkreminu
í staðinn fyrir svitalyktareyði.
- Ef þú getur útvegað sjón-
varp og myndbandstæki tek
ég herbergið.
- Ef þú bara vissir hvað ég er
montinn af að þú skulir vera hættur
að reykja.
Tíminn 29
á bílprófinu!
Nýlega birtist í fréttum að
kvikmyndaleikkonan Zsa
Zsa Gabor, - sú frægasta af
Gabor-systrunum - hefði bar-
ið umferðarlögregluþjón,
sem stoppaði hana í fína
Rolls-Royce bílnum, vegna
þess að skoðunarvottorð voru
ekki í lagi, - og ekki heldur
ökuskírteini leikkonunnar.
Zsa Zsa kom fyrir rétt og
tókust sættir í málinu, en
ákveðið var að hún þyrfti að
endumýja ökuskírteinið ef
hún ætti að geta ekið Rollsin-
um sínum. Það kostaði hana
að taka ökupróf.
Þann 19. júní sl. mætti svo
Zsa Zsa með 8. eiginmanni
sínum, þýska prinsinum Fre-
deric von Anhalt, á skrifstof-
una þar sem ökuleyfi voru
endumýjuð og tekin skrifleg
bílpróf.
Fólk beið í biðröð eftir að
komast að, og segir einn úr
þeim hópi, að Zsa Zsa hafi
strunsað fram hjá biðröðinni
og sagt: „Elskurnar mínar,
ég er Zsa Zsa Gabor og mér
liggur svo á að endurnýja
ökuskírteinið mitt. Má ég
ekki bara fara fremst í röð-
ina?“
Fólk lét það eftir henni og
hún settist niður með
prófblað. Hún var nokkuð
lengi að skrifa svörin, og
tautaði eitthvað um hvað
þetta væm fíflalegar spurn-
ingar.
Stúlka kom og tók við blað-
inu og ökukennari fór yfir
það, - og var fljótur að fella
dóminn. Daman hafði fallið.
„Þetta er einhver vitleysa,"
sagði Zsa Zsa og fékk annað
blað, en það fór á sömu leið.
í þriðja sinn reyndi hún og
kallaði nú á eiginmanninn
áttunda sér til aðstoðar. En
það var óleyfilegt, og nú fór
allt upp í loft. „Ég hef ekið
bílum út um allan heim,
löngu áður en þú fæddist,"
sagði Zsa Zsa við afgreiðslu-
stúlkuna, og heimtaði að hún
endumýjaði skírteinið sitt
eins og skot.
En þá kom lögregluþjónn
og yfirmaðurinn á staðnum
og vísaði hjónunum á dyr.
„Frúin hefur fallið þrisvar
sinnum á skriflega prófinu,
og verður því að Iæra betur.
Það em vissar reglur sem
verður að fara eftir,“ sagði
hann.
„Ég er ungversk. Ég bara skil
ekki nógu vel enskuna, og
þess vegna féll ég,“ sagði Zsa
Zsa, en henni var bent á að
hún hefði í yfir 40 ár búið í
enskumælandi landi, svo hún
væri þá í meira lagi heimsk ef
hún væri ekki enn farin að
læra málið, og óvíst væri
hvort svo óskynsöm kona ætti
að fá bílpróf!
Á þessari mynd má sjá heiðursgesti með brúðhjónunum Mandy Smith og BiII Wyman, sem sitja fyrir miðju. Talið f.v. eru:
Jo Wood, Shirley Watts, Patti Hansen, Jerry Hall, Keith Richards, Ron Wood, Mick Jagger og Charlie Watts. Skemmtileg
mynd fyrir aðdáendur hljómsveitarinnar „The Rolling Stones“
„Rollingur“ gengur í hjónaband
Hljómsveitarmeðlimir
hinnar góðu og gömlu hljóm-
sveitar „The Rolling Stones"
voru auðvitað heiðursgestir,
ásamt konum sínum, þegar
Rollingurinn Bill Wyman
gekk að eiga hina barnungu
Mandy Smith. Þetta var ann-
að hjónaband Wymans, en
hjá Mandy var þetta allt nýtt,
enda er hún aðeins 19 ára, en
hefur þó sl. 5 ár verið kærasta
Bills Wyman. Aldursmunur-
inn er geysilega mikill (u.þ.b.
30 ár) og voru margir
hneykslaðir þegar Bill og
Mandy fóru að vera saman
þar sem hún var þá aðeins 14
ára.
Margir bjuggust við að
Mick Jagger, fyrirliði hljóm-
sveitarinnar, gengi í það heil-
aga með barnsmóður og sam-
býliskonu sinni, hinni fögru
Jerry Hall, svo þarna yrði
tvöfalt „Rolling Stones“-
brúðkaup. En það varð ekk-
ert af því. Jagger varð víst
svo svekktur yfir skilnaðar-
málunum við tvær fyrrv. eig-
inkonur sínar, að hann hefur
ekki lagt í það að gifta sig
einu sinni enn. Þó-er sagt að
sambúð þeirra Jerry og Micks
sé hin besta og þau eiga tvö
börn saman.
Zsa Zsa við stýrið á Rolls Royce-bflnum sínum. Nú verður hún að fara að
læra betur undir bflprófið, eða fá sér einkabflstjóra.