Tíminn - 05.08.1989, Qupperneq 18

Tíminn - 05.08.1989, Qupperneq 18
30 Tíminn Laugardagur 5. ágúst 1989 ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Knattspyrna Islandsmótið: FH-INGAR HAFA KOMID LIÐA MESTÁ ÓVART! - Krækja KA-menn í íslandsmeistaratitilinn ? Tóir umferðum er nú lokið í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og staðan í deildinni er nú mjög jöfn og spennandi. Sumir segja að keppn- in hafi aldrei verið svo jöfn sem nú, en víst er að aldrei áður hefur lið FH verið jafn ofarlega og raun ber vitni. Einnig er KA-liðið í fremstu röð og svo gæti farið að það yrðu þessi tvö lið sem berðust um íslandsmeistar- atitilinn að lokum, en nú eru 6 umferðir eftir af mótinu. Ekki má gleyma Fram og Val, sem einnig eru í fremstu röð og KR-ingar eru heldur ekki Iangt undan. En halda FH-ingar og KA-menn út að vera ■ baráttunni út sumarið. FH-inga skortir reynsl- una og hætt er við að þeir missi flugið. KA-menn hafa áður verið ofarlega, en skorti þá reynslu til þess að fylgja á eftir og tryggja sér meistaratitilinn. Nú er reynslan fyrir hendi og því skildi það ekki koma neinum á óvart þótt liðið hampaði að lokum íslandsbikamum. En lítum á gengi liðanna það sem af er móts. Fram: íslandsmeistarar Frant byrjuðu illa og ollu stuðningsmönn- um sínum miklum vonbrigðum. Lið- ið virkaði áhugalaust í byrjun, en þegar á leið náði liðið að sína sitt rétta andlit og er nú efst ásamt FH með 22 stig. Meiðsl hafa sett strik í reikninginn hjá Fram, þeir Ómar Torfason og Ragnar Margeirsson hafa átt við meiðsl að stríða, en þeir eru nú búnir að ná sér. Þá sakna Framarar Arnljótar Davíðssonar, en hann hefur tekið sér hvíld frá knatt- spyrnu. Fram hefur tapað 4 leikjum í deildinni, tvívegis fyrir KA og síðan gegn FH og KR. Þá gerði liðið jafntefli gegn ÍBK. Fram-liðið gæti varið titilinn með góðum enda- spretti, cn deildin er jöfn og hvert stig er dýrmætt. Fram verður örugg- lega í einu af þremur efstu sætunum þegar upp verður staðið. FH: Lið FH er það lið sem mest hefur komið á óvart í 1. deildinni í sumar. Liðið er efst ásamt Fram með 22 stig, en þaðæru fleiri stig cn liðiö hefur nokkru sinni hlotið í I. deild áður á hcilu móti. Árið 1986 fékk FH-liðið 19 stig og varð í 8. sæti deildarinnar. Árið eftir, 1987 varð FH-liðið í 10. sæti í deildinni með 16 stig og féll í 2. dcild. Liðið virðist hafa haft gott að verunni í 2. deild í fyrra, þar sem liðið hafði yfirburði. Hvort FH fer alla leið í sumar og verður íslandsmeistari, verður að teljast fremur ótrúlegt, en allt getur gerst í knattspyrnunni. Liðið er hins vegar nokkuð gloppótt og 4 jafntefl- isleikir segja sína sögu. Liðið hefur hins vegar aðeins tapað 2 leikjum, gegn Val og KR á heimavelli. FH nær ekki að fylgja þessu góða gengi eftir og hafnar um miðja deild. Valur: Valsmenn eru með mjög sterkt lið á pappírunum, en það er greinilega engan veginn nóg. Liðið hefur komið á óvart með slæmum leikjum og skemmst er að minnast tapsins gegn FH að Hlíðarenda. Valur hefur 21 stig í 3. sæti deildar- innar. Meiðsl lcikmanna hafa hrjáð liðið að undanförnu og ungir leik- menn hafa þurft að sýna getu sína. Vandamál Valsmanna í dag virðist vera það að skapa liðsheild úr þeim ágætu leikmönnum sem hjá félaginu eru. Sóknarmennirnir hafa brugðist, liðið hefur aðeins gert 14 mörk, 3 fleiri en Fylkir sem er á botninum. Á móti kemur að vörnin hjá Val er sú besta í deildinni og Valsliðið hefur aðeins fengið á sig 7 mörk. Fram og FH hafa fengið á sig 11 mörk. Valur verður áreiðanlega í einu af þremur efstu sætunum í deildinni. KA: Akureyrarliðið KA hefur enn komið á óvart í 1. deild. Nú virðist liðið líklegt til þess að blanda sér fyrir alvöru í baráttuna um (slandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Liðið er í 4. sæti með 20 stig, en mikil óheppni gegn Þór á dögunum kemur í veg fyrir að liðið hefur 22 stig, eins og Fram og FH. KA missti unninn leik niður í jafntefli, en jafnteflin hjá liðinu er nú orðin 5 talsins. Liðið hefur aðeins tapað 2 leikjum eins og FH. KA tapaði fyrir Fylki og ÍA, en liðið hefur unnið Fram tvívegis og síðan unnið Val og KR ásamt fleiri sigrum. í KA-liðinu eru margir góðir einstaklingar og ur eftir bikarnum góða. Þeir verða sennilega að bíða enn eitt árið eftir bikarnum, því KR verður varla nema í 4.-5. sæti í sumar. Hitt er þó víst að ekki h'ða mörg ár þar til biðin er á enda og íslandsbikarinn prýðir hillur KR-heimilisins við Frostas- kjól. Akranes: Skagamenn er nú í 6. sæti deildarinnar með 17 stig. Þeir voru óheppnir í síðasta leik gegn Víkingi, fengu á sig mark á síðustu mínútunni ogtöpuðu2stigum. Liðið hefur átt ágæta leiki inná milli en síðan tapað fyrir liðum eins og Þór og Víkingi. Síðustu 20 ár hafa Skaga- menn aldrei verið neðar en í 4. sæti í 1. deild og því er útlitið ekki bjart hjá liðinu núna. Verður ársins 1989 minnst sem lélegasta knattspyrnuárs á Akranesi í 20 ár, eða nú drengirnir úr knattspyrnubænum fari að hífa sig upp stigatöfluna. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þótt raunin yrði sú að 4. sætið yrði Skagamanna. elt liðið í sumar og margir leikir hafa tapast með eins marks mun. Fram- lína liðsins er ein sú skæðasta í 1. deild og sérstaklega hefur verið gaman að fylgjast með hraða og leikni Júgóslavans Goran Micic. Þá hafa þeir Andri Marteinsson og Atli Einarsson verið drjúgir að skora, en vörnin er sem fyrr helsti höfuðverkur liðsins. Fall í 2. deild verður ekki hlutskipti Víkinga í sumar, liðið verður í 7. sæti, eftir góðan enda- sprett. Þór: Þórsarar frá Akureyri urðu fyrir mikilli blóðtöku fyrir þetta keppnistímabil, er megnið af byr j un- arliði þeirra hélt á önnur mið. Margir bjuggust við að liðið félli rakleiðis í 2. deild, en Þórsarar hafa komið á óvart þótt fall sé ekki endanlega úr sögunni ennþá. Júgóslavarnir tveir, Luka Kostic og Bojan Tanevski hafa verið jafnbestu menn liðsins í sumar, ásamt þeim Júlíusi Tryggvasyni og gamla refnum Kristjáni Kristjáns- mönnum sem hafa jafn mörg stig. Framherjinn Kjartan Einarsson er nú markahæstur í 1. deild með 8 mörk og þar er sannarlega leikmaður framtíðarinnar á ferðinni. Kjartan hefur komið einna mest á óvart af ungu leikmönnunum í deildinni. Keflavíkurliðið gæti bjargað sér frá falli með ótrúlegum endaspretti og hafnað í 8. sæti. Fylkir: Lið Fylkis kom upp úr 2. deild í fyrra og þar á undan lék liðið í 3. deiid. Sannarlega mikil umskipti hjá þessu unga félagi. Fylkisliðið er nú neðst í 1. deild með 10 stig og -13 mörk í markatölu. Ekki bjart fram- undan hjá liðinu og fátt virðist geta komið f veg fyrir að liðið fari aftur niður í 2. deild. Athyglisvert er að 9 af 10 stigum sínum hafa Fylkismenn hlotið eftir sigra á Akureyrarliðun- um, Fylkir hefur tvívegis unnið Þór og einu sinni unnið KA. Þá gerðu Fylkismenn jafntefli gegn KR í fyrri umferðinni, en töpuðu síðan naum- Ekkert er gefið eftir þegar liðin í 1. deildinni mætast. A myndinni hér að ofan sem er úr leik FH og Vals beijast Bjöm Jónsson FH og Heimir Karisson Val um hvor verði á undan til knattarins. FH-ingar hafa komið á óvart í sumar, en Valsmenn hafa valdið vonbrigðum. Tlmamynd Pfetur. Guðjóni Þórðarsyni hefur tekist að búa til góða liðsheild. KA-liðið verð- ur ásamt Val og Fram í baráttunni um titiiinn og gæti þar komið enn frekar á óvart. KR: Gamla stórveldið KR hefur átt misjöfnu gengi að fagna í sumar. liðið er í 5. sæti með 19 stig. KR hefur aðeins tapað 3 leikjum til þessa, en gert 4 jafntefli. lan Ross hefur tekið þá stefna að leyfa ungu mönnunum að spreyta sig og það virðist ætla að skila góðum árangri, alla vega þegar til lengri tíma er litið. Nú eru liðin 21 ár síðan KR varð síðast íslandsmeistari og margur vesturbæingurinn er orðinn langeyg- Ungu mennirnir í liðinu vaxa með hverjum leik og sérstaklega gaman verður að fylgjast með tvíburunum ungu í framtíðinni. Það er bjart framundan í knattspyrnunni á Skaganum, þótt liðið sé ekki í topp- baráttunni í sumar. íslandsmeistara- titilinn eiga þeir áreiðanlega eftir að hafa á Akranesi innan fárra ára. Víkingur: Víkingsliðið er betra í sumar en í fyrra, þótt enn sé glímt við fallbaráttudrauginn. Víkingar hafa aðeins unnið 2 leiki, gegn (A og Fylki, en jafnteflin eru orðin 5 talsins. Liðið hefur 11 stig, en markatalan 17-17 segir sína sögu um styrkleika liðsins. Óheppnin hefur syni. Þór hefur nú 11 stig eins og Víkingur. Liðið hefur aðeins unnið 2 leiki og framundan er hörð botn- barátta. Tvö lið koma til með að falla í 2. deild og því miður þó kæmi það ekki á óvart þótt Þórsliðið yrði annað þeirra. Keflavík: Lið ÍBK hefur nú 10 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Liðið varð eins og Þór, fyrir miklum mannamissi fyrir keppnistímabilið, en maður kemur í manns stað. Ungu mennirnir í liðinu hafa barist vel og uppskorið 2 mikilvæga sigra og liðið hefur gert 5 jafntefli, þar á meðal í tvígang gegn Val. Markatalan er -7 mörk, eða öllu skárri en hjá Fylkis- lega fyrirliðinu í vikunni. I Fylkislið- inu eru margir snjallir leikmenn og einnig leikmenn sem eru á mikilli uppleið. Þótt það kunni að fara svo að liðið falli, þá er öruggt að Fylkir verður ekki lengi í 2. deildinni. Spá um lokaröðina í 1. deild: 1. KA 2. Valur 3. Fram 4. Akranes 5. KR 6. FH 7. Víkingur 8. Keflavík 9. Þór 10. Fylkir BL

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.