Tíminn - 12.08.1989, Page 8

Tíminn - 12.08.1989, Page 8
8 Tíminn Laugardagur 12. ágúst 1989 Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, var við löggæslustörf í Húnaveri um verslunarmannahelgina: 90% gesta sjálf um sér og foreldrum til sóma Hátíðin í Húnaveri hefur víða verið til umfjöllunar á undanförnum dögum, bæði tanna á milli og í fjölmiðlum. Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík var sendur af dómsmálaráðuneytinu, lögreglunni á Blönduósi til aðstoðar, þegar Ijóst var að mun fleira fólk var komið, eða á leiðinni í Húnaver heldur en gert hafði verið ráð fyrir. Magnús segir að meirihluti þeirra sem í Húnaveri voru hafi verið sjálfum sér og öllum aðstand- endum til sóma og röng mynd hafi verið dregin upp af hátíðinni í fjölmiðlum. Hann bendir þó á, að margt hefði mátt betur fara og gefur nokkurs konar uppskrift af því hvernig aðstaða þarf að vera fyrir hendi á útihátíð. -Nú varst þú víð löggæslu í Húnaveri um verslunarmannahelgina. Var ástand- ið þar jafn siæmt og lýst hefur verið? „Ég kýs nú ekki að ræða um ástandið á einum stað öðrum fremur, en get þó ekki látið hjá líða að halda uppi smá vömum fyrir þau ungmenni sem voru sjálfum sér, sínum foreldrum og öllum aðstandendum til virkilegs sóma. Það hefur verið talað um þessa hátíð meira í neikvæðum tón en jákvæðum. Það er rétt að í Húnaveri fóm nokkrir hlutir úrskeiðis. Þama fóm nokkur ungmenni óhönduglega um hluti, bæði sína eigin og annarra, lentu í óhöppum og vom dmkkin. Menn segja kófdmkkin, en þau voru ölvuð það er rétt. Ég fullyrði að mikill meirihluti ungmenna var sj álfum sér og sínum nánustu til sóma. Rangt að segja að samkoman hafi verið alvond Aðstaða við Húnaver var að mörgu leyti góð, en ég held að staðarfólk hafi ekki reiknað með svona mörgum þátt- takendum. Hreinlætis- og snyrtiað- staða hefði að ýmsu leyti mátt vera betri. En, í heildina litið var þetta samkoma sem ekki má segja að hafi verið alvond. Það væri rangt. Auðvitað hefði ýmislegt mátt betur fara, en margt af því fólki sem ég sá þarna og talaði við á staðnum hafði ekki bragðað áfengi. Það komu á staðinn tæplega tvö þúsund einkabílar. Meirihluti gesta var á einkabilum og það var enginn tekinn fyrir ölvunarakstur á þjóðveginum. Þess voru dæmi að menn reyndu að fara út af svæðinu á meðan þeir voru enn undir áhrifum, en lögreglan fylgdist með þeim sem fóru út og stöðvaði þá sem ekki voru ökuhæfir. Við reyndum að gæta þess mjög vel að menn ækju ekki út af svæðinu ölvaðir og ég held að það hafi tekist. Þarf ekki að passa alla Við reyndum að gæta þess að ofbeldi á staðnum væri ekki liðið og eins að útiloka fíkniefni og annað slíkt. En það er alveg sama hvað lögregluþjónar eru margir, þegar fjöldinn skiptir mörgum þúsundum er útilokað að passa alla ■eins og kannski þyrfti. En það þurfti bara alls ekki að passa alla í þessu tilviki. Þarna var meirihluti ungmenna til sóma. Það sést best á því að bóndinn á bænum sem næstur er Húnaveri kvartaði hvorki yfir ónæði né skemmd- arverkum, það var engin rúða brotin í samkomuhúsinu og illindi voru ekki höfð í frammi við okkur. Ég gef unga fólkinu sem var þarna almennt sagt gott orð.“ -Getur þú gefið okkur uppskrift að þvi hvernig undirbúningur útihátíðar á að vera svo hann geti talist til fyrir- myndar? „í fyrsta lagi þarf staðurinn sem valinn er að geta tekið á móti ákveðn- um lágmarks fjölda. Fimm til sex þúsund manns þurfa að geta rúmast þokkalega á stöðum sem valdir eru undir útihátíðir. Vegakerfi frá og að staðnum þarf að vera í lagi. Vegir þurfa að vera full- boðlegir, bæði fólki sem kemur á bílum, með hjólhýsi og tjald- vagna, og einnig fyrir sjúkra- og lög- reglulið. Aðstaða fyrir starfslið þarf að vera þokkaleg, fyrir lögreglu og gesti hennar, fyrir lækna og starfsfólk þeirra og fyrir björgunarsveitir og starfsmenn á mótssvæðinu sjálfu.“ Starfsfólk þarf að vera inni á mótssvæðinu „Það má heldur ekki gleyma því að víða þarf starfsfólk að vera inni á mótssvæðinu, eins og til dæmis við salemi. Þar þarf að hafa mann eða menn til þess að þrífa og snyrta og fylgjast með því að hlutirnir séu í lagi. Inn á salerni sem sett em upp fyrir útihátíðir þarf að leiða vatn til þess að fólk sem er á staðnum geti þvegið sér um hendur og í framan og skolað úr flíkum sínum. Ég er ekki að biðja um sturtur eða neinn slíkan lúxus, en snyrti og þvottaaðstaða þarf að minnsta kosti að vera fyrir hendi.“ Sóðaskapur á útihátíðum -Hvað með fiát undir sorp? Nú hefur verið kvartað undan því að á sumum útihátíðum sé alls ekki nógu góð að- staða til þess að losa sig við sorp. „Góð ílát undir sorp þurfa líka að vera til staðar og ég hef til dæmis saknað þess á sumum útihátíðum að ekki skuli hafa verið til staðar gámur, sem hægt væri að tæma ruslatunnur í. Það er ekki nóg að setja upp rulatunnur og plastpoka undir rusl, heldur þarf að vera til staðar einhvert stærra ílát, svo sem gámur sem hægt er að fara með tunnur í og losa. Mér finnst sóðaskapur hafa verið ljóður á útihátíðum hérlend- is. Við höfum séð það til dæmis um síðustu verslunarmannahelgi, þegar sýndar hafa verið myndir frá hinum ýmsu stöðum, að bréfarusl er fjúkandi á svæðunum og ekki nægileg sorphirð- ing. í þessu sambandi nefni ég ekki einn stað öðrum fremur. Á samkomum sem haldnar eru undir beru lofti vill oft bregða til beggja vona með veður. Um síðustu helgi gerði til dæmis leiðinlegt veður á einum sam- komustaðnum og tjöld þar fuku bæði og rifnuðu. Það er þess vegna æskilegt að til staðar séu á svæðinu stærri og sterkari tjöld sem hægt er að hýsa fólk í ef verður versnar. Þau venjulegu almennu tjöld sem seld eru hér í verslunum þola ekki íslenska veðráttu jafn vel og gömlu tjöldin sem voru gerð úr þykkum segldúk. Þegar jafn mikill mannsöfnuður kemur saman og gerist á útihátíðum, algengt er að á bilinu fimm til tíu þúsund manns séu á hverjum stað, þá verður öll aðstaða að vera í lagi. Það sem ég hef talið upp eru þeir þættir sem nauðsynlega verða að vera til staðar. Þá er alveg ótalið skemmtanahaldið sjálft, svo sem aðstaða við svið og annað.“ Bílana út af svæðinu -Þú hefur ákveðnar hugmyndir um hvernig svæðisskipan skuli vera á fjöl- mennum útisamkomum. „Bílastæði þurfa að vera aðskilin frá tjaldstæðum, þannig að það sé alveg útilokað að fólk sem bragðað hefur áfengi sé að eiga við ökutæki sín. Tjaldstæði þurfa að vera afmörkuð, stæði fyrir hjólhýsi og tjaldvagna þurfa einnig að vera sér, bifreiðum á líka að halda sér og þá fyrir utan mótssvæðið sjálft. Bílamir þyrftu helst að vera afmarkaðir af girðingu, ég er ekki að tala um neina gaddavírsgirðingu, bara girðingu sem skilur þá frá svæðinu sjálfu. Ég hef lagt á það áherslu þar sem ég hef verið við útihátíðir að þess sé gætt að menn séu ekki að fara með bílana inn á tjaldstæðin nema þegar þeir eru að losa sig við farangur og útbúnað. Best væri að menn legðu bílunum fyrir utan svæðið og héldu á sínum föggum inn á tjaldstæðin, en bíllinn væri geymdur allan tímann fyrir utan.“ Eitt útihátíðarsvæði I hvern fjórðung? -Nú heyrast gagnrýnisraddir um að- stöðuleysi á útihátíðum um hverja verslunarmannahelgi, ár eftir ár, og þið sem sjáið um Iöggæslu á þessum stöð- um hafið ákveðnar hugmyndir um hvernig staðið skuli að undirbúningi. Stendur ekkert til að setja ákveðnar fastmótaðar reglur um hvaða skilyrði menn þurfi að uppfylla til að fá að halda útihátíð? „Það má segja að ekki hafi verið sett upp í ákveðna röð skilyrði af hálfu löggæslunnar um hvemig aðstaðan eigi að vera. En þó hefur verið minnst á þetta oftar en einu sinni og gerðar ákveðnar kröfur. Við verðum að at- huga það að öllum framkvæmdum fylgir töluverður kostnaður og útihátíð- arsvæðin em kannski ekki alveg fast bundin við sömu staðina og notuð aftur áram saman. Ég tel að það væri virkilega þess vert að reyna að ákveða til dæmis einn stað í hverjum fjórðungi, sem væri til leigu fyrir aðila sem vilja halda útihátíðir og á þeim stöðum yrði komið upp virkilega góðri aðstöðu fýrir fólk. Þessi svæði era bara ekki til í dag, þó að á ákveðnum útihátíðarsvæðum hafi verið unnið að því markvisst að byggja upp aðstöðuna. Þessu fylgir töluverður kostnaður, bæði við framkvæmdir og viðhald. Þessir staðir era einungis notaðir einu sinni á ári og það hefur ekki gengið sem skyldi að koma þessu í það horf sem það þyrfti að vera. En ég veit að það er vilji fyrir hendi bæði hjá yfirvöldum og þeim sem standa fyrir þessum skemmt- unum til þess að koma þessu í betra horf, en það bara gengur of hægt.“ Er kynslóðabilið að minnka? -Það hefúr heyrst að á undanförnum árum hafi útíhátíðir verið að breytast á þann hátt að yngra og eldra fólk sæki í auknum mæli sömu staðina, í stað þess að kynslóðaskipting hafi verið meira afgerandi á árum áður. Hvað segir lögreglan sem fylgist með útihátíðum um þetta? „Ég hef heyrt þetta, en okkur skortir tölulegar upplýsingar til þess að geta fullyrt um að þetta sé alveg svona. Starfsbræður mínir innan lögreglunnar telja sig einnig hafa orðið vara við þetta. Við skulum ekki gleyma því að í landinu era starfandi margir hópar fólks, félagsfræðingar, sálfræðingar og fleiri, sem era að hlúa að ungu fólki. Við skulum ekki heldur gleyma foreldr- um og öðram sem vinna með ungmenn- um í sambandi við „vímulausa æsku“ og önnur viðlíka verkefni. Allur sá áróður sem rekinn hefur verið fyrir því á undanfömum misseram að fjölskyld- ur, börn og fullorðnir, eigi að eyða tíma sínum saman bæði í leik og starfi hlýtur að hafa sín áhrif. Ég tel að þessir hlutir séu að breytast og að það komi m.a. fram í því að fjölskyldur fari meira saman á útihátíðir. Til þess að geta sagt um þetta með vissu skortir okkur tölulegar upplýsingar, en ég hef þetta alla vega á tilfinningunni." Ámi Gunnarsson

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.